Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 40
Rafíþróttir 19. júlí 2019KYNNINGARBLAÐ Dreymir þig um að keyra ekta kappakstursbíl? GT AKADEMÍAN: Það eiga margir sér þann draum að finna adrenalínið streyma á ógnarhraða um æðarnar við það að aka alvöru kappakstursbíl eft- ir einhverri af frægustu kappaksturs- brautum heims. Það er vel hægt að dýfa tánni í þann draum með því að fá sér flottan kappakstursleik í tölvuna eða taka í stýrið á gæða Go Kart-bíl. En það er hægt að komast enn nær þessum draumi með því að skella sér í GT Akademíuna, eða GTA. „Við erum með átta ökuherma í hæsta gæðaflokki þar sem menn komast nálægt því að upplifa þenn- an draum, sem er kannski ekki svo óraunhæfur í dag. Einnig er gaman að segja frá því að framleiðandi Project Cars, sem er forritið sem við notum, ætlar að uppfæra for- ritið okkar yfir í Project Cars pro. Við erum því mjög spennt að geta boðið viðskiptavinum okkar nú upp á enn flottari spilun,“ segir Hinrik hjá GTA. Tilvalið í hópefli og fyrirtækja- keppnir „Hermarnir eru tengdir saman svo að allir átta keppendurnir eru saman á brautinni í einu. Nokkur fyrirtæki halda mótaraðir hjá okkur til þess að efla starfsandann og svo hafa samkeppnisfyrirtæki haldið keppni sín á milli. Þetta hefur gefist ótrúlega vel og allir virkilega ánægðir. Það eru líka margir sem komast að því að þeim finnst furðu gaman að taka í stýrið hjá okkur. Svona ekta laumuökuþór- ar.“ Langar þig að prófa að keyra alvöru kappakstursbíl? „Í herminum er að finna 60 brautir sem margar eru lazerskannaðar svo að þær eru nákvæm eftirmynd af alvöru brautum, upp á millimetra. Brautirnar er hægt að aka í mis- munandi lengdum og við mismun- andi aðstæður. Þá er hægt að láta rigna eða stytta upp, hafa snjókomu, hálku og fleira. Möguleikarnir eru nær endalausir. Lengsta brautin í forritinu er 25 kílómetra löng og nefnist Nürburgring en hana er að finna í vestanverðu Þýskalandi. Þess má geta að það er keppni í gangi hjá GTA um stysta tímann í 20 kílómetra útgáfu brautarinnar. Þá keyrirðu í 30 eða 60 mínútur og reynir að ná sem bestum tíma. Eins og er þá er besti tíminn 6:30.841, sem er aðeins einni sekúndu hægari en heimsmethafinn í hermikappakstri hefur ekið brautina á. Þannig að það má greinilega enn bæta metið.“ Ótrúlega raunverulegt „Að keyra í ökuhermunum okkar er það allra næsta sem maður kemst því að keyra alvöru kappakstursbíl á ekta kappakstursbraut. Þrír stórir skjáir eru í kringum ökumanninn sem situr í sérstökum stól með hreyfi- búnaði. Stóllinn svarar því sem er að gerast í bílnum á brautinni. Stóllinn færist upp, niður og hallar þegar ökumaðurinn stýrir bílnum. Ökumað- urinn finnur bókstaflega fyrir yfirborði vegar og þeim kröftum sem virka á bílinn. Einnig fer sætið til hliðar ef bíll- inn missir grip og þú finnur í stýrinu ef bíllinn læsir dekkjunum. Þess má geta að hjá GTA er Hliðskjálf VR-Lab að þróa þjónustu með sýndarveruleika- gleraugum sem hægt er að leigja og nota á staðnum.“ „Það eina sem ekki er hægt að líkja nákvæmlega eftir í herminum er miðflóttaaflið, þ.e. þegar bíll- inn hraðar á sér eða hægir og svo auðvitað lífshættan, en í herminum er engin hætta á að slasast ef þú klessir á eða veltir bílnum. Hermi- kappakstur á þessu kaliberi hefur beina tengingu inn í mótorsport í raunheimi. Menn hafa fengið ráðn- ingu hjá kappakstursliðum út frá því að hafa staðið sig vel á ökuherma- mótum; t.d. Jann Mardenborough sem keppti fyrir Nissan í erfiðasta kappakstri heims, Le Mans. Einnig eru mörg kappaksturslið sem nota svona herma til að æfa ökumenn sína fyrir kappakstur. Við stofnuðun fyrirtækið á bak við GTA fyrir um ári, og einni meðgöngu seinna, þann 15. desember, opnuðum við dyrnar. Þetta hefur undið mjög mikið upp á sig enda margir sem biðu spenntir eftir því að geta prófað alvöru ökuhermi hér á Íslandi. Í sam- starfi við Kvartmíluklúbbinn höfum við nú þegar haldið fjórar af sex keppn- um í mótaröð til Íslandsmeistaratitils.“ Sex keppnir til stiga eru haldnar og átta stigahæstu keppendurnir keppa svo til úrslita um Íslandsmeistara- titil. Stefnt er að því að fimm efstu ökuþórar Íslandsmóts taki þátt í Norðurlandamóti í hermikappakstri sem haldið verður í október á vegum Alþjóða akstursíþróttasambandsins. Námskeið í hermikappakstri GT Akademían hefur staðið fyrir akstursíþróttanámskeiðum fyrir ung- menni og stefnt er að því að halda fleiri námskeið seinnipart sumars. „Markmið námskeiðanna er að kenna ungmennum undirstöðuatriðin í mótorsporti, kenna íþróttamanns- lega hegðun og reglur mótorsports, auka einbeitingu og rýmissvitund. Krakkarnir verða svo í stakk búnir til að taka þátt í keppnum á netinu og þegar fram líða stundir, keppnum í raunheimi.“ Nánari upplýsingar um GT Akademíuna má nálgast á vefsíðunni gta.is Ármúli 23, 108 Reykjavík Sími: 537-2400 Opið alla daga frá 12.00 til 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.