Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 64
19. júlí 2019 29. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ég kaupi þetta ekki! 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Helena Reynis gengin út H elena Reynis, förðunar- fræðingur og listamað- ur, er gengin út. Sá heppni heitir Hjörtur Þórisson og er 27 ára. Helena er 25 ára og er í hópi færustu förðunarfræðinga landsins. Hún er með fjölda fylgjenda á samfélagsmiðl- um og er með þrjár síður á Instagram: persónulega, fyrir förðunina og fyrir listina, en Helena er einnig mikil listakona og stundaði nám við lista- skóla í Sví- þjóð. Hel- ena tók þátt í Ungfrú Ís- land árið 2015 og var valin Miss People’s Choice. MYND: INSTAGRAM @HELENAREYNISMAKEUP Sumar kaupmálar F jölmargir kaupmálar hafa verið færðir í allsherj- arskrá um kaupmála hjá sýslumanns- embættunum á landinu í sumar. Meðal þeirra eru kaupmálar hjá leikkonunni Maríu Ellingsen og ljósmyndaranum Carl Mathias Cristopher Lund, en þau gengu í það heilaga í Færeyjum í júní. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga að færeyskum sið en þann 11. júní var kaupmála skilað inn til Sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu. Daginn eftir skiluðu söng- og útvarpskonan Erna Hrönn Ólafsdóttir og Jörund- ur Kristinsson inn sínum kaup- mála, en þau giftust um mið- bik júní eftir áralangt samband. Kaupmáli er samningur á milli hjóna til að tilgreina þær sér- eignir sem annar hvor aðilinn á og tilheyra ekki félagsbúi hjón- anna. Egill leikstýrir þáttaröð um dóttur djöfulsins E gill Örn Egilsson hefur starf- að sem kvikmyndatökumað- ur, leikstjóri og framleiðandi í Los Angeles í tæp 30 ár, en hann kallar sig Eagle Egilsson ytra. Hann hefur mest unnið við sjón- varp síðustu ár og komið að fjölda vinsælla þáttaraða, eins og CSI, Arrow, Lucifer, Magnum P. I. og fleiri. Næsta þáttaröð sem Egill mun leikstýra er evrópsk þátta- röð með yfirnáttúrulegu ívafi sem ber nafnið One Bad Apple. Þátta- röðin er skrifuð af feðginunum Gavin og Rebeccu Scott, sem er til að mynda með þáttaröð George Lucas, The Young Indiana Jones, á ferilskránni. One Bad Apple verður frum- sýnd haustið 2020 og segir frá Mercy Emerson, dóttur djöfuls- ins, og hvað gerist þegar hún hefur nám við virtan breskan heimavist- arskóla. Fljótlega nær hún að taka yfir ekki aðeins skólann heldur einnig nærliggjandi bæ og sveit. Sú eina sem stendur í vegi fyrir henni er skólastúlka sem starfar í mötuneyti skólans. „Eftir að ég las fyrstu þættina af One Bad Apple, þá vissi ég að ég vildi taka þátt í að láta þættina verða að veruleika,“ segir Egill í samtali við Hollywood Reporter. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 15 milljónir evra og sé horft á fyrri þáttaraðir sem Egill hefur komið að þá má gera ráð fyrir að One Bad Apple muni njóta vinsælda. „Frá því að ég hitti Egil í fyrsta sinn þá vissi ég að hann væri full- kominn leikstjóri til að gæða einstakt drama lífi. Allir framleið- endur vilja leikstjóra sem deil- ir sömu sýn og metnaði og hann sjálfur,“ segir Tuvalu Johnson, framleiðandi þáttanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.