Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Síða 64
19. júlí 2019 29. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ég kaupi þetta ekki! 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Helena Reynis gengin út H elena Reynis, förðunar- fræðingur og listamað- ur, er gengin út. Sá heppni heitir Hjörtur Þórisson og er 27 ára. Helena er 25 ára og er í hópi færustu förðunarfræðinga landsins. Hún er með fjölda fylgjenda á samfélagsmiðl- um og er með þrjár síður á Instagram: persónulega, fyrir förðunina og fyrir listina, en Helena er einnig mikil listakona og stundaði nám við lista- skóla í Sví- þjóð. Hel- ena tók þátt í Ungfrú Ís- land árið 2015 og var valin Miss People’s Choice. MYND: INSTAGRAM @HELENAREYNISMAKEUP Sumar kaupmálar F jölmargir kaupmálar hafa verið færðir í allsherj- arskrá um kaupmála hjá sýslumanns- embættunum á landinu í sumar. Meðal þeirra eru kaupmálar hjá leikkonunni Maríu Ellingsen og ljósmyndaranum Carl Mathias Cristopher Lund, en þau gengu í það heilaga í Færeyjum í júní. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga að færeyskum sið en þann 11. júní var kaupmála skilað inn til Sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu. Daginn eftir skiluðu söng- og útvarpskonan Erna Hrönn Ólafsdóttir og Jörund- ur Kristinsson inn sínum kaup- mála, en þau giftust um mið- bik júní eftir áralangt samband. Kaupmáli er samningur á milli hjóna til að tilgreina þær sér- eignir sem annar hvor aðilinn á og tilheyra ekki félagsbúi hjón- anna. Egill leikstýrir þáttaröð um dóttur djöfulsins E gill Örn Egilsson hefur starf- að sem kvikmyndatökumað- ur, leikstjóri og framleiðandi í Los Angeles í tæp 30 ár, en hann kallar sig Eagle Egilsson ytra. Hann hefur mest unnið við sjón- varp síðustu ár og komið að fjölda vinsælla þáttaraða, eins og CSI, Arrow, Lucifer, Magnum P. I. og fleiri. Næsta þáttaröð sem Egill mun leikstýra er evrópsk þátta- röð með yfirnáttúrulegu ívafi sem ber nafnið One Bad Apple. Þátta- röðin er skrifuð af feðginunum Gavin og Rebeccu Scott, sem er til að mynda með þáttaröð George Lucas, The Young Indiana Jones, á ferilskránni. One Bad Apple verður frum- sýnd haustið 2020 og segir frá Mercy Emerson, dóttur djöfuls- ins, og hvað gerist þegar hún hefur nám við virtan breskan heimavist- arskóla. Fljótlega nær hún að taka yfir ekki aðeins skólann heldur einnig nærliggjandi bæ og sveit. Sú eina sem stendur í vegi fyrir henni er skólastúlka sem starfar í mötuneyti skólans. „Eftir að ég las fyrstu þættina af One Bad Apple, þá vissi ég að ég vildi taka þátt í að láta þættina verða að veruleika,“ segir Egill í samtali við Hollywood Reporter. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 15 milljónir evra og sé horft á fyrri þáttaraðir sem Egill hefur komið að þá má gera ráð fyrir að One Bad Apple muni njóta vinsælda. „Frá því að ég hitti Egil í fyrsta sinn þá vissi ég að hann væri full- kominn leikstjóri til að gæða einstakt drama lífi. Allir framleið- endur vilja leikstjóra sem deil- ir sömu sýn og metnaði og hann sjálfur,“ segir Tuvalu Johnson, framleiðandi þáttanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.