Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 14
 19. júlí 2019FRÉTTIR14 Spurning vikunnar Hver er helsta ógn mannkynsins í dag? Xxxxxxxxxxxxx Xxxxxxxxxxxxxxxxxx Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is MYND: EYÞÓR/DV „Gróðurhúsaáhrifin.“ Linda Vilhjálmsdóttir DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Sandkorn „Loftslagsbreytingar.“ Linda Hreggviðsdóttir „Manneskjan sjálf.“ Arndís Jónsdóttir „Maðurinn.“ Linda María Þorsteinsdóttir Úrelt höfundalög Það vakti mikla athygli þegar að DV sagði frá blekking- um Sólrúnar Diego, áhuga- konu um þrif, fyrr á þessu ári. Sólrún hafði auglýst vörur á samfélagsmiðlum sem unnusti hennar seldi án þess að taka fram hagsmunatengsl eða að um auglýsingu væri að ræða. Þá var einnig sett spurningarmerki við leyfi um sölu á vörunum en eftir umfjöllun DV var netversl- un unnustans lokað. Stuttu eft- ir umfjöllun DV barst ritstjórn bréf frá lögmannsstofunni LOGOS þar sem DV er bannað að birta myndefni af samfélags- miðlum Sólrúnar, hvort sem það væru skjáskot eða tengill á myndir. Jafnframt var leyfi á notkun mynda úr fortíðinni afturkallað. Vísar stofan í höfundalög sem voru síðast uppfærð árið 2016. Ljóst er að lögin eru úrelt, enda ekki einu orði minnst á samfélagsmiðla. Stafrænn harmleikur D V hefur sagt í vikunni sagt fréttir af Böðvari Guð- mundssyni. Böðvar er ungur maður sem fékk dóm árið 2014 fyrir kynferðislega áreitni á hendur fjórtán ára dreng. Auk þess fundust yfir fimm hund- ruð myndir í tölvu hans og farsíma af börnum í kynferðislegum stell- ingum. Í flestum tilvikum voru börnin í bleyju. Í dómnum frá 2014 kemur fram að Böðvar sé með ódæmigerða einhverfu og sé í hárri áhættu fyrir kynferðislegri hegðun gegn börn- um. Einnig kemur fram að hann sé haldinn barnagirnd og hafi blæti fyrir bleyjum, snuðum og öðru sem tengist ungbörnum. DV hefur áður fjallað um Böðvar en hann stundaði það að setja sig í samband við mæður, ræða við þær um bleyjunotkun barna þeirra, undir því yfirskini að hann ætti sjálfur börn, og bjóðast til að passa börnin eða falaðist eftir myndum af þeim. Nú er Böðvar kominn á kreik aftur en upp komst í vikunni að hann hefði stolið mynd af íslensku barni til að komast á nýjan leik í samband við mæður ungbarna. Virkilega óhugnanlegt og ein af verstu martröðum foreldra. Þrátt fyrir allt þetta og þrátt fyr- ir allar upplýsingarnar sem liggja fyrir um Böðvar getur lögreglan ekkert gert fyrir þá foreldra sem lenda í slíkum myndastuldi. Þeirra hendur eru bundnar. Foreldrar sem hafa lent í slíkum ógeðfelldum myndaþjófnaði geta heldur ekkert gert – nema þeir taki hreinlega lögin í sínar eigin hendur, sem hefur aldrei í sögunni fengið far- sælan endi. Eftir stendur að mynd af barni sem gæti verið þitt liggur kyrfilega geymd í tölvu barna- níðings og alltof óhugnanlegt að ímynda sér við hvers konar tilefni hún verður dregin fram á skjáinn í fullri upplausn. Hvers konar samfélagi búum við eiginlega í? Hvernig getur það staðist, ef dæmdur barnaníðingur með blæti fyrir snuðum og bleyjum getur stolið mynd af grunlausum foreldrum til að svala sínum þörfum, að ekkert sé að gert? Hljómar þetta ekki eitthvað bogið? Þetta virðist vera klassískt dæmi sem endurtekur sig í sífellu á Íslandi – það þarf eitthvað stór- fenglega hræðilegt að gerast svo gripið sé inn í. Margoft hefur laga- og refsi- rammi á Íslandi verið gagnrýndur. Fangelsisdómar þykja of vægir. Við það má bæta að dómskerfið virð- ist gjörsamlega hafa misst af lest síaukinna vinsælda samfélags- miðla. Skilin á milli raunheims og netheims verða sífellt minni og eft- ir situr lögreglan með takmarkaða lagaheimild vegna úrsérgenginna laga. Þessu þarf að breyta og fljótt. Tæknibyltingin bíður ekki eftir okkur og það er gróf vanræksla að ætla að bíða eftir að harmleikur gerist beint fyrir framan tölvuskjá- inn okkar. n „Tæknibyltingin bíður ekki eftir okkur og það er gróf vanræksla að ætla að bíða eftir að harmleikur gerist Á meðan ungt fólk deyr Heilbrigðisráðherra tilkynnti í febrúar að 630 milljónum skyldi varið í geðheilbrigðis- mál á Íslandi. Heilsugæslan ætti að sinna andlegum veik- indum jafnt sem þeim líkam- legu og Landspítalinn að sinna börnum og ungmennum í fíknivanda. Greindi hún svo frá að undirbúningur væri þegar hafinn. Það eru frábærar frétt- ir, en verða nokkuð marklausar nú nokkrum mánuðum síðar. Landspítalinn þurfti að loka 15 plássum á bráðageðdeild. Þeir sem eru í vanda og hafa hug á að sækja meðferð þurfa að taka sér stöðu aftast á löngum biðlista. Albert Ísleifsson lét lífið þann 9. júlí. Hann fann hvergi hjálp. Á meðan heldur kerfið áfram að grotna niður og unga fólkið okkar áfram að deyja. Kirkja Hjálpræðishersins í Mörkinni er nú í smíðum. Mynd: Eyþór Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.