Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 60
60 FÓKUS 19. júlí 2019 „Þetta er ljótur raunveruleiki“ M yndlistarmaðurinn Elli Egilsson er nýjasti gestur Föstudagsþáttar- ins Fókuss, hlaðvarps- þáttar dægurmáladeildar DV. Elli er að opna myndlistarsýn- inguna Hugarfar í dag í Norr11 við Hverfisgötu. Á sýningunni verða ný olíumálverk sem enginn hefur séð, fyrir utan eiginkonu hans, Maríu Birtu. Við ræddum við Ella um listina, vinnustofu hans í hættulegasta hverfi Los Angeles og hjónaband hans og athafna- og leikkonunnar Maríu Birtu. Alltaf verið listamaður Elli hefur verið listrænn síðan hann var barn og hefur sköpunar- gáfan fengið að ráða för frá því að hann man eftir sér. „Ég var skríðandi á vinnustof- unni hans pabba þegar ég var lít- ill polli og eyðilagði hans verk, eða „eyðilagði,“ ég gerði þau betri. Bætti við litum og dýpt,“ segir Elli. „Ég hef alltaf verið einhvers konar listamaður.“ Þó svo að Elli hafi ætíð verið ná- inn listinni í alls konar formum þá tók hann upp á því að mála fyrir átta árum. „Ég var búinn að vinna sem grafískur hönnuður í mörg ár og sitja fyrir framan tölvu. Það er allt saman frábært, en ég fékk þörf fyrir að nota fingurna í eitthvað. Vera skítugur og setja terpentínu á mig,“ segir Elli. Hann hafði búið erlendis í mörg ár þegar hann tók upp pensilinn. Söknuður eftir Ís- landi varð kveikjan að ferli hans sem landslagsmyndlistamanns, og málar hann íslenskt landslag eftir minni. „Ég var þrítugur þegar ég byrj- aði að mála. Stefán í Hörðudal var held ég fimmtugur þegar hann byrjaði. Maður þarf ekki alltaf að byrja fimmtán ára. Það er aldrei of seint að byrja,“ segir Elli. Fyrsta sýningin Fyrsta myndlistarsýning Ella var í Atlanta árið 2011. Vinur Ella á þar gallerí og bauð honum að sýna verkin sín. „Ég var ekki viss um hvort ég væri tilbúinn, en þetta var mín fyrsta áskorun um að gera sýningu. Og ég gerði það. Ég náði að gera mjög flotta sýningu,“ seg- ir Elli. „Verkin seldust upp. Það var svolítið sjokkerandi.“ Eftir fyrstu sýninguna hélt Elli áfram að mála og með tímanum hætti hann sem grafískur hönnuð- ur og einbeitti sér að myndlistinni. Með stúdíó í hættulegasta hverfi Los Angeles Elli hefur verið með vinnustofu í hættulegasta hverfi Los Angeles síðastliðin ár. Vinnustofan er í Crenshaw-hverfinu í suðurhluta Los Angeles, sem hefur verið al- ræmt í marga áratugi fyrir glæpi og eiturlyfjasölu. „Mér bauðst að fá vinnustofu niðri í bæ þar sem flestir mynd- listarmenn eru,“ segir Elli. „ Flestir fara þangað. Ég ákvað að fara í Crenshaw. Mér bauðst lítið stúdíó, þetta er ekki stór vinnustofa, en hún er fullkomin fyrir mig. Ástæð- an fyrir því að ég vildi að fara þangað er einungis sú að ég ólst upp við rapptónlist og allir mínir uppáhaldsrapparar koma þaðan. Þetta er það sem ég ólst upp við að heyra og mig langaði að upp- lifa það með minni vinnu. Aðeins öðruvísi. Þar hefur maður upp- lifað allt sem maður hefur heyrt í þessum lögum. Þetta er ljót- ur raunveruleiki. Hann er til, því miður. Það er sorglegt að horfa upp á fólk vera að strögla á götun- um, en þetta er ósköp vingjarnlegt fólk samt, það bara á erfitt,“ segir Elli. „Það er mikið af gengjum þarna og rosalega mikið af vændiskonum, því miður. En þær eru mínar bestu vinkonur á vingjarnlegum nótum. Þetta eru áhugaverðir karakterar. Sama með gengin. Jú, jú, maður horfir á þá og dæmir strax en svo byrja þeir að tala við þig eins og hver annar maður. Þá er það mjög vingjarnlegt.“ Skothvellir alla daga „Ég hef orðið vitni að skotárás og svo heyrast skothvellir eins og það sé 4. júlí í Bandaríkjunum,“ segir Elli. Aðspurður hvort honum sé hætt að bregða við hvellina svarar hann ját- andi. „Ég man fyrsta daginn minn í vinnustofunni þá stökk ég á gólfið,“ segir Elli. Sem betur fer hefur aldrei verið brotist inn í vinnustofu Ella, sem er varin með gaddavír og ör- yggismyndavélum. Lenti í hrekk gengjameðlima Elli rifjar upp leiðinlegt atvik þegar hann var að hjóla heim frá vinnu- stofunni. „Það var búið að setja glæran kaðal frá ljósastaur að bekk þannig ég hjólaði beint á hann á fullri ferð. Þetta er rafmagnshjól þannig ég var á ágætis hraða. Ég skall í jörðina en var með hjálm,“ segir Elli. „Það var eitthvert gengi sem setti þetta upp og fannst voða fyndið. En þetta voru bara 14 ára krakkar. Ég stóð upp brjálaður og ætlaði í þá, en svo fannst mér það kannski ekki sniðugt. Þannig að ég hélt áfram. Það er alls konar svona, en flestir eru mjög vingjarnlegir, en eiga einfaldlega erfitt,“ segir Elli og bætir við að hann ætli að vera áfram með vinnustofuna í Crens- haw. „Þetta veitir mér innblástur, frekar en að fara á söfn. Því þetta er raunveruleiki. Ég er að mála draumkenndan raunveruleika. Minningar. Þetta er þeirra hverfi alveg eins og Vesturbærinn er mitt hverfi.“ Endalaust skotin Við ræddum við Ella um hjóna- band hans og Maríu Birtu. María Birta er kunn flestum landsmönn- um og hefur getið sér gott orð sem leikkona, bæði hérlendis og er- lendis. Nýlega skrifaði hún und- ir sinn stærsta samning til þessa og mun koma fram sem glímu- kappi og leikkona á sviði í Las Ve- gas og Skotlandi. Hún leikur einnig í nýjustu kvikmynd stórleikstjórans Quentins Tarantino. „Við erum mjög fyndið par. Ég er mjög jarðtengdur, rólegur mynd- listarmaður og vill ekkert djamma eða neitt þannig. En hún er algjört partídýr og vill vera með tíu verk- efni í einu,“ segir Elli. „Ég held að þetta sé jang og jin, setur okkur í jafnvægi. Við höfum svo góð áhrif á hvort annað.“ Næstu mánuði verða Elli og María Birta hvort í sínu landinu og það er engin nýlunda hjá þeim. „Við höfum verið fjarri hvort öðru í alveg heilt ár. Það er erfitt, en þegar við hittumst aftur erum við eins og táningar sem eru að hittast í fyrsta skiptið. Við erum skotin, aft- ur og aftur,“ segir Elli. „Við ákváð- um að fara aldrei í brúðkaupsferð. Við vildum frekar að hvert einasta frí sem við færum í yrði brúðkaups- ferð.“ n Sýningin HUGARFAR er opin frá 19. júlí til 5. ágúst í Norr11 á Hverfisgötu 18a. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is „Ég hef orðið vitni að skotárás og svo heyrast skothvellir eins og það sé 4. júlí í Bandaríkjunum. n Með vinnustofu í hættulegasta hverfi Los Angeles n Harður heimur veitir innblástur MYNDIR: EYÞÓR ÁRNASON n Elli Egils opnar myndlistarsýningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.