Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 58
58 FÓKUS 19. júlí 2019 PINNAMATUR V e i s l u r e r u o k k a r l i s t ! Bjóðum uppá fjölda tegunda PINNAMATS OG TAPASRÉTTA Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Afgreitt á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluna HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 YFIRHEYRSLAN Söngvarinn Matthías Matthíasson, best þekktur sem Matti Matt, hefur komið víða við á tónlistar ferlinum. Hann hefur spilað með hljómsveitunum Dúndur- fréttum, Pöpum, Vinum Sjonna og Reggae on Ice ásamt því að koma fram í ótal tónleikasýningum. Ný plata kemur út í haust og um helgina bjóða Dúndur- fréttir upp á Led Zeppelin-tónleika. DV tók Matta í yfirheyrslu. Hjúskaparstaða og börn? Giftur og á þrjá stráka. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki? Sjómaður, hékk alltaf niðri á bryggju þegar ég var krakki og þráði ekkert heitar en að komast á sjóinn, þetta blundar alveg í mér ennþá. Skemmtilegast að gera? Fylgjast með börnunum í þeirra áhugamálum og ferðast með fjölskyldunni. En leiðinlegast? Þrífa og taka til. Fyrsta atvinnan? Skera spyrður af signum fiski hjá Blika á Dalvík þegar ég var 10 ára, keypti mér mitt eigið hjól fyrir sumarlaunin. Vann svo í harðfiski hjá Hagga á Dalvík með skóla þangað til ég var 12 ára og flutti suður. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Kannski ekki beint leyndum hæfileikum en mjög tilgangslausum engu að síður, ég get talað og sungið heilu lögin aftur á bak. Besta ráð sem þú hefur fengið? „Keep it simple“. Ekki flækja hlutina og ekki festast of mikið í smáatriðunum Fyrsta minningin þín? Að syngja fremstur í flokki míns hóps á öskudaginn í frystihúsinu á Dalvík. Hvað finnst þér vera leiðinlegasta húsverkið? Að strauja, en það hefur allt lagast eftir að ég fékk Russel and Hobbs gufugaurinn minn, nú strauja ég liggur við nærbuxurnar. Uppáhaldshljómsveit og af hverju? Eru nokkrar: Led Zeppelin, Queen og The Beatles koma fyrst upp í hugann Þetta eru böndin sem ég hlusta mest á í dag og ég fæ aldrei nóg af þeim. Íslenskar hljómsveitir væru líklega Nýdönsk, Þursaflokkurinn, Spilverkið, Stuðmenn og margt fleira. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert? Það er of persónulegt til að fara út í það hér. En af dag- legu lífi þá er það þegar miðjugaurinn minn klemmdi af sér fingurinn á útidyrahurðinni heima og ég þurfti að keyra hann öskrandi af sársauka á bráðamóttök- una, þar sem ótrúlega flottir læknar saumuðu á hann fingurinn og hann er eins og nýr í dag. En mest gefandi? Börnin mín og nýja platan sem ég er að klára og kemur út í september. Hvaða lag (önnur en þín eigin) hefðir þú viljað semja? Bohemian Rhapsody. Hver myndi skrifa ævisögu þína? Segjum bara Sólmundur Hólm, honum tókst nokkuð vel upp með Gylfa Ægis. Stærsta stundin í lífi þínu? Fæðing barna minna. Veit að það er klisja að segja það, en það vita það allir sem eiga börn að það er bara þannig. Mannkostir þínir? Jákvæður, sanngjarn, kurteis, með alltof mikla réttlætiskennd. En lestir? Gleyminn, utan við mig, en er að vinna í mér. Eitthvað að lokum? Sjáumst á Led Zeppelin-tónleikum Dúndurfrétta á laugardags- kvöldið í Eldborg í Hörpu. „Ég mun upplýsa alls konar leyndarmál“ A thafnakonan og gleði- gjafinn Margrét Erla Maack bíður nú spennt eftir nýju hlutverki en hún á von á sínu fyrsta barni í lok sept- ember. Meðgangan gengur vel og hefur Margrét verið athafnasöm í sumar, sem endranær: nokkrar sýningar eru eftir af farandferðalaginu Búkalú, námskeið eru framundan í Kramhúsinu og nú auglýsir Mar- grét það nýjasta, veislustjóranám- skeið. „Mér finnst eitthvað fyndinn hroki í því að segja „JÁ, ÉG KANN ALLT NÚ ÆTLA ÉG AÐ KENNA“, segir Margrét aðspurð hvort þetta sé í fyrsta sinn sem hún heldur slíkt námskeið. „Ég kann mjög margt sem tengist þessu, allt frá að stjórna þurrum ráðstefnum og upp í að stjórna fínum kampavínsveislum erlendis. Ég hef unnið við að skemmta á árshátíðum síðan 2006 – og þetta hefur verið aðalatvinnan mín síð- astliðin tvö ár. Margir spyrja hvort það hafi ekki dalað síðan 2007 brjálæðið var, en svarið er; alls ekki. Fólk hefur alltaf þörf á að skemmta sér og sem betur fer hugsa vinnu- veitendur vel um móralinn og hafa ekki lagt jólahlaðborð og árshátíð- ir af. Þær eru bara skynsamlegri – og stór hluti af því felst í að ráða veislustjóra sem veit til hvers er ætlast af honum.“ Ertu ekkert hrædd við samkeppnina? „Samkeppni er alltaf af því góða og ég geri mér fulla grein fyrir því að það prógramm sem ég hef boð- ið upp á, magadans, hnífakast og sverðagleypingar, hentar ekki í öll- um veislum. Og samkeppni hvet- ur mig til að verða betri!“ segir Margrét og bætir við að hana vanti líka fleiri nöfn til að benda á. „Í mars eru flestar árshátíðir haldnar og síðastliðinn mars var ég í algjörum vandræðum að benda á fólk. Svo ekki sé minnst á að ég er á leið í fæðingarorlof svo það er að myndast gat á stærð við minn rass á markaði, að minnsta kosti tímabundið. Þar að auki eru fyrirtæki og einstaklingar farnir að leita meira að þessari þjónustu, ekki bara risastórar fyrirtækja- veislur.“ Námskeiðin eru þrjú og verða haldin í ágúst á Kex hostel. Eins og segir á vef Tix.is er námskeiðið smíðað utan um að veislustýra fyrir tækjaveislum, en þarna eru líka hlutir sem koma að góðum notum við veislustjórn afmæla og brúðkaupa. Farið verður yfir veislustjórn frá ýmsum hliðum; hvers er ætl- ast til af veislustjóra, að koma sér á framfæri, peningamál, gildrur til að varast, samskipti við árs- hátíðarnefnd og yfirþjón, að búa til efni, að raða upp dagskrá og margt fleira. Margrét tekur lífinu almennt létt, en skemmtanahaldi grafalvarlega. „ Í flestum þeim hópum sem ég er í – eins og improvinu, drag-fjöl- skyldunni og sirkustengdum hóp- um – hefur líka verið óskað eftir að ég kenni svona þetta almenna utanumhald – og auðvitað feimn- ismál feimnismálanna: peninga- hliðina.“ Muntu kenna öll þín leyndarmál? „Ég mun upplýsa alls konar leyndarmál, en fyrst og fremst af- hjúpa mistök og hrakfallasögur sem ég vona að nemendur hafi gagn og gaman af.“ MYND: HANNA/DV Matthías Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.