Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Blaðsíða 54
54 19. júlí 2019STJÖRNUSPÁ Lesið í tarotspilin stjörnurnar Spáð í Naut- 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogamaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja- 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 21.–27. júlí Nú skaltu hætta að fresta öllu og finna metnaðinn á ný. Þú finnur hvað það gefur þér mikið að ráðast á hlutina og ekkert múður! Gamalt mál, sem þú varst að vinna í, skýtur aftur upp kollinum og leysist á ótrúlegan hátt. Það er spennandi ferðalag framundan en þú nærð ekki almennilega að hlakka til því þú hefur svo miklar áhyggjur af vinnunni. Enginn er ómissandi og þú mátt alveg láta vinnufélagana finna fyrir því hve mikið þú í raun gerir. Þú finnur fyrir aukinni kynhvöt og skammast þín fyrir að tala um það. Ekki skammast þín! Láttu frekar maka þinn vita og hafið gaman saman. Ef þú ert einhleyp/ur gildir hið sama – talaðu um hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki og kynlífið blómstrar. Það fylgir krabbanum aukin orka þessa dagana. Ef þú ert í sambandi með einhverjum sem er búinn að draga þig á asnaeyrunum þá hefurðu loksins orku og þor til að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Það er allt eða ekkert! Nú þarf ljónið að forgangsraða. Þú hefur tekið of mikið að þér og þótt þú hatir að segja nei, þá verður þú að gera það. Þú virðist vera að reyna að fylla eitthvert tómarúm og það er mjög mikilvægt að þú áttir þig á því hvað það er. Þér vegnar vel þessa dagana og nú er tími til kominn að þú skoðir þín mörk og hve langt þú kemst. Ef þú ert í sambandi þá skaltu segja maka þínum hvað þig langar að gera í sumar, næstu fimm árin, til eilífðar. Þið eruð sterkari tvö saman. Það eru miklar breytingar í kortunum fyrir vogir, hvort sem það er í vinnu, flutningar eða ferðalög. Um leið endurmetur þú lífið og sambönd þín, bæði við fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Þetta er spennandi tími sem mun leiða af sér enn betra líf. Í vinnunni skaltu varast að líta á utan- aðkomandi einstaklinga sem ógn. Þessir einstaklingar, eða einstaklingur, geta hjálpað þér að ná markmiðum þínum. Þú lærir mikilvæga lexíu um samvinnu í vikunni og að dæma ekki bók af kápunni. Þú elskar að plana og hafa allt í röð og reglu. Þú ert hins vegar í nánu sambandi við einhvern sem lætur allt ráðast. Þetta fer í taugarnar á þér og þú þarft að standa fast á þínu svo ekki sé traðkað á gildum þínum. Þú hefur unnið mjög mikið að vissu máli undanfarnar vikur, jafnvel mánuði, og loksins sérðu ávöxt erfiðisins. Færð jafnvel að smakka á honum. Staldraðu við og hreyktu þér af því sem þú hefur áorkað – það ber ekki vitni um sjálfselsku eða hroka. Nú þarf vatnsberinn smá slökun og frí. Þú hefur stundað partíin og veislurnar og nú þarftu að segja stopp. Þú nærð nefnilega ekki að njóta stundarinnar eða afreka þinna ef þú ert stanslaust á fullu. Fjölskyldan má heldur ekki vera í síðasta sæti. Þú kemur góðum vini til hjálpar og færð það margfalt borgað til baka. Í fram- haldinu færðu áhugavert og skemmtilegt verkefni sem getur gefið mjög vel í aðra hönd hvað varðar vellíðan og gleði – það er stundum betra en peningar, sem geta þó líka fylgt þessu verkefni. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar n 22. júlí – Kristófer Helgason útvarpsmaður, 49 ára n 23. júlí – Júlía Margrét Einarsdóttir skáld, 32 ára n 24. júlí – Dóra María Lárusdóttir knattspyrnukona, 34 ára n 25. júlí – Gunnar Leó Pálsson, trommari og frasasmiður, 30 ára n 26. júlí – Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, 57 ára n 27. júlí – Kolbeinn Tumi Daðason fjölmiðlamaður, 37 ára Saga Sigurðardóttir Fædd 10. október 1986 Vog n Diplómati n Örlát n Félagsvera n Ákvarðanafælin n Sjálfsvorkunn n Forðast átök Vilhelm Anton Jónsson Fæddur: 3. janúar 1978 Steingeit n Agaður n Ábyrgur n Góð sjálfsstjórn n Besservisser n Býst við því versta n Yfirlætisfullur Villi og Saga byrjuð að hittast – svona eiga þau saman O rðið á götunni er að þúsundþjalasmiðurinn Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eins og hann er oft kallaður, og Saga Sigurðar- dóttir ljósmyndari séu farin að stinga saman nefjum. Saga er vog en Villi steingeit og því margt hægt að lesa úr stjörnumerkjunum um hvernig þau eiga saman. Þetta gæti nefnilega verið ágætis blanda ef þau verða sátt við að þau eigi fátt sameiginlegt. Vogin og steingeitin gætu ekki verið ólíkari. Steingeitin er hæglát og hleypir ekki hverjum sem er að sér. Vogin er hins vegar félagslegt fiðrildi og elskar að hitta nýtt fólk. Frami og vinna skiptir steingeitina miklu máli á meðan voginni finnst mikilvægara að finna fegurð og jafnvægi í lífinu og samböndum. Hins vegar get- ur sambandið orðið afar gjöfult ef þau elska og virða hvort annað þrátt fyrir að þau séu algjörar andstæð- ur. Steingeitin getur verið ráðagóð og róleg í erfiðum aðstæðum á meðan vogin getur sýnt steingeitinni allt það besta sem lífið hefur upp á að bjóða. SAGA SIGURÐARDÓTTIR. MYND: SKJÁSKOT AF YOUTUBE B irgitta Jónsdóttir, fyrrver- andi þingkona fyrir Pírata, hefur verið mikið í frétt- um í vikunni eftir að til- nefningu hennar í trúnaðarráð Pírata var hafnað. Fréttir hermdu að hún hefði yfirgefið félagsfund Pírata grátandi, en hún var ein af þeim sem kom að stofnun flokks- ins á sínum tíma. Því fannst DV tilvalið að draga þrjú tarotspil fyr- ir Birgittu til að sjá hvað framtíðin bæri í skauti sér fyrir hana. Skrýtin og skapandi Birgitta er hrútur, fædd þann 17. apríl árið 1967, og er því bjartsýn, ákveðin, örugg og ástríðufull að eðlisfari. Að sama skapi getur hún verið hvatvís og óþolinmóð þegar sá gállinn er á henni. Fyrsta spil- ið sem kemur upp í hennar spá er Bikardrottningin sem táknar við- kvæma, skapandi og góða konu sem hleypir ekki hverjum sem er inn fyrir skelina. Hún getur virkað skrýtin á þá sem ekki þekkja hana, en spilið táknar enn fremur að Birgitta búi yfir miklum styrk sem hún nýtir sér í framtíðaráformum sínum. Strembið valdatafl Næsta spil er 3 sverð sem táknar að ósættið sem Birgitta upplifir innan Pírata heyrir fljótt sögunni til. Þessir erfiðleikar og valdatafl reynist Birgittu strembið, en með metnaði og bjartsýni kemst hún yfir það og reynir fyrir sér á nýj- um vettvangi í stjórnunarstöðu. Sú staða verður þó ekki í pólitík, enda Birgitta komin með nóg af henni, einkum vegna þess hve hreinskil- in hún er – sem er eiginleiki sem á ekki alltaf samleið með stjórn- málum. Á andlega sviðinu Síðasta spil- ið sem kemur upp fyrir Birgittu er náfrænka spils númer tvö, nefnilega 4 sverð. Það merkir að áður en Birgitta tek- ur að sér krefjandi stjórnunarstöðu hugar hún að eigin líðan, slakar á og ein- beitir sér að því að yrkja sál og líkama. Þannig kemst hún í snertingu við orkusvið hinnar djúpu þagnar og tæru vitundar. Þá verður allt skýrara og ekki kæmi á óvart ef nýr vettvangur Birgittu væri á andlega sviðinu. Fullsödd af pólitík í skugga átakafundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.