Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 40
Rafíþróttir 19. júlí 2019KYNNINGARBLAÐ Dreymir þig um að keyra ekta kappakstursbíl? GT AKADEMÍAN: Það eiga margir sér þann draum að finna adrenalínið streyma á ógnarhraða um æðarnar við það að aka alvöru kappakstursbíl eft- ir einhverri af frægustu kappaksturs- brautum heims. Það er vel hægt að dýfa tánni í þann draum með því að fá sér flottan kappakstursleik í tölvuna eða taka í stýrið á gæða Go Kart-bíl. En það er hægt að komast enn nær þessum draumi með því að skella sér í GT Akademíuna, eða GTA. „Við erum með átta ökuherma í hæsta gæðaflokki þar sem menn komast nálægt því að upplifa þenn- an draum, sem er kannski ekki svo óraunhæfur í dag. Einnig er gaman að segja frá því að framleiðandi Project Cars, sem er forritið sem við notum, ætlar að uppfæra for- ritið okkar yfir í Project Cars pro. Við erum því mjög spennt að geta boðið viðskiptavinum okkar nú upp á enn flottari spilun,“ segir Hinrik hjá GTA. Tilvalið í hópefli og fyrirtækja- keppnir „Hermarnir eru tengdir saman svo að allir átta keppendurnir eru saman á brautinni í einu. Nokkur fyrirtæki halda mótaraðir hjá okkur til þess að efla starfsandann og svo hafa samkeppnisfyrirtæki haldið keppni sín á milli. Þetta hefur gefist ótrúlega vel og allir virkilega ánægðir. Það eru líka margir sem komast að því að þeim finnst furðu gaman að taka í stýrið hjá okkur. Svona ekta laumuökuþór- ar.“ Langar þig að prófa að keyra alvöru kappakstursbíl? „Í herminum er að finna 60 brautir sem margar eru lazerskannaðar svo að þær eru nákvæm eftirmynd af alvöru brautum, upp á millimetra. Brautirnar er hægt að aka í mis- munandi lengdum og við mismun- andi aðstæður. Þá er hægt að láta rigna eða stytta upp, hafa snjókomu, hálku og fleira. Möguleikarnir eru nær endalausir. Lengsta brautin í forritinu er 25 kílómetra löng og nefnist Nürburgring en hana er að finna í vestanverðu Þýskalandi. Þess má geta að það er keppni í gangi hjá GTA um stysta tímann í 20 kílómetra útgáfu brautarinnar. Þá keyrirðu í 30 eða 60 mínútur og reynir að ná sem bestum tíma. Eins og er þá er besti tíminn 6:30.841, sem er aðeins einni sekúndu hægari en heimsmethafinn í hermikappakstri hefur ekið brautina á. Þannig að það má greinilega enn bæta metið.“ Ótrúlega raunverulegt „Að keyra í ökuhermunum okkar er það allra næsta sem maður kemst því að keyra alvöru kappakstursbíl á ekta kappakstursbraut. Þrír stórir skjáir eru í kringum ökumanninn sem situr í sérstökum stól með hreyfi- búnaði. Stóllinn svarar því sem er að gerast í bílnum á brautinni. Stóllinn færist upp, niður og hallar þegar ökumaðurinn stýrir bílnum. Ökumað- urinn finnur bókstaflega fyrir yfirborði vegar og þeim kröftum sem virka á bílinn. Einnig fer sætið til hliðar ef bíll- inn missir grip og þú finnur í stýrinu ef bíllinn læsir dekkjunum. Þess má geta að hjá GTA er Hliðskjálf VR-Lab að þróa þjónustu með sýndarveruleika- gleraugum sem hægt er að leigja og nota á staðnum.“ „Það eina sem ekki er hægt að líkja nákvæmlega eftir í herminum er miðflóttaaflið, þ.e. þegar bíll- inn hraðar á sér eða hægir og svo auðvitað lífshættan, en í herminum er engin hætta á að slasast ef þú klessir á eða veltir bílnum. Hermi- kappakstur á þessu kaliberi hefur beina tengingu inn í mótorsport í raunheimi. Menn hafa fengið ráðn- ingu hjá kappakstursliðum út frá því að hafa staðið sig vel á ökuherma- mótum; t.d. Jann Mardenborough sem keppti fyrir Nissan í erfiðasta kappakstri heims, Le Mans. Einnig eru mörg kappaksturslið sem nota svona herma til að æfa ökumenn sína fyrir kappakstur. Við stofnuðun fyrirtækið á bak við GTA fyrir um ári, og einni meðgöngu seinna, þann 15. desember, opnuðum við dyrnar. Þetta hefur undið mjög mikið upp á sig enda margir sem biðu spenntir eftir því að geta prófað alvöru ökuhermi hér á Íslandi. Í sam- starfi við Kvartmíluklúbbinn höfum við nú þegar haldið fjórar af sex keppn- um í mótaröð til Íslandsmeistaratitils.“ Sex keppnir til stiga eru haldnar og átta stigahæstu keppendurnir keppa svo til úrslita um Íslandsmeistara- titil. Stefnt er að því að fimm efstu ökuþórar Íslandsmóts taki þátt í Norðurlandamóti í hermikappakstri sem haldið verður í október á vegum Alþjóða akstursíþróttasambandsins. Námskeið í hermikappakstri GT Akademían hefur staðið fyrir akstursíþróttanámskeiðum fyrir ung- menni og stefnt er að því að halda fleiri námskeið seinnipart sumars. „Markmið námskeiðanna er að kenna ungmennum undirstöðuatriðin í mótorsporti, kenna íþróttamanns- lega hegðun og reglur mótorsports, auka einbeitingu og rýmissvitund. Krakkarnir verða svo í stakk búnir til að taka þátt í keppnum á netinu og þegar fram líða stundir, keppnum í raunheimi.“ Nánari upplýsingar um GT Akademíuna má nálgast á vefsíðunni gta.is Ármúli 23, 108 Reykjavík Sími: 537-2400 Opið alla daga frá 12.00 til 20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.