Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Qupperneq 11
FÓKUS - VIÐTAL 1119. júlí 2019 V ið erum að hrapa!“ heyrði Davíð Jónsson besta vin sinn hrópa um leið og flug­ vél, með þeim og tveimur öðrum innanborðs, steyptist niður í skóglendi. Á örskotsstund fór Davíð yfir líf sitt og hugsaði um allt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. Hvernig hann hefði vilj­ að koma betur fram við fólkið sitt. Síðan missti hann meðvitund. Nokkrum mínútum seinna kom hann til meðvitundar, fastur í flug­ vélarflakinu. Vinur, hans sem stýrt hafði vélinni, var skammt frá, lát­ inn. Davíð og hinir farþegarnir tveir sluppu á ótrúlegan hátt og Davíð endurskoðaði allt sitt líf í kjölfarið. Í dag, 12 árum síðar, er hann er orðinn prestur í Bresku­ Kólumbíu í Kanada. Var á slæmum stað Davíð er fæddur árið 1988 og ólst upp í Reykjavík fyrstu níu ár ævi sinnar. Árið 1997 flutti hann ásamt foreldrum sínum til Van couver í Kanada, þar sem faðir hans, Jón Gunnar Jónsson, er fæddur. Í Vancouver hóf Jón Gunnar rekstur á tannlæknastofu og fjölskyldan undi hag sínum vel vestanhafs. Davíð sökkti sér í hjólabrettaiðkun sem var líf hans og yndi. „Ég flutti aftur til Íslands árið 2005 og fór í menntaskóla þar, á IB­brautina í MH. Á þessum tíma kynntist ég honum Guðna,“ segir Davíð og á þar við Guðna Rúnar Kristinsson. Leiðir þeirra tveggja lágu saman í gegnum hjólabretta­ iðkun en Guðni þótt einn besti „sk­ eitari“ landsins. Hann var að læra flug og ætlaði að verða atvinnu­ flugmaður. Hann og Davíð smullu saman og urðu fljótlega bestu vin­ ir. Davíð flutti síðan aftur til Van­ couver. Davíð var að eigin sögn ekki á góðum stað í lífinu á þeim tíma er slysið átti sér stað. „Ég hugsa oft um hvernig það hefði verið ef ég hefði dáið þenn­ an dag. Ég hefði ekki getað skilið við þessa jarðvist og verið stoltur af því hvernig ég var að lifa lífinu á þessum tíma. Ég var nýbúinn með menntaskóla og var ekki með neina sérstaka stefnu, ég vissi ekk­ ert hvað ég var að gera eða hvert ég var að fara. Ég vann í bygginga­ vinnu á milli þess sem ég reykti gras og seldi það,“ segir Davíð og bætir við að hann hafi sokkið ansi djúpt í neyslu á þessum tíma. „Ég fór úr einu sambandi í annað og var alltaf að leita að einhverju, ég vissi samt ekkert almennilega hverju ég var að leita að.“ Vorið 2007 voru vinirnir tveir sameinaðir á ný þegar Guðni flutti tímabundið til Vancouver til að safna flugtímum, enda var mun ódýrara að stunda námið í Kanada en á Íslandi. „Hann var rosalega spenntur þegar hann sagði mér frá þessu plani. „Ég ætla að taka þig með og þetta verður „summer of our lifetime“, sagði hann. Þetta var frábært sumar, ég sýndi honum Kanada og kynnti hann fyrir vinum mínum og hann féll strax inn í hóp­ inn. Allir kunnu vel við Guðna.“ Örlagadagur Síðan rann upp 18. ágúst 2007. Félagarnir Davíð og Guðni lögðu af stað í fjögurra sæta Cessna 172 frá Pine Meadows­flugvelli í norðvesturhluta Kanada. Í vélinni voru kanadískir vinir þeirra, þau Elliot Malmann og kærasta hans, Leah Gibson. Þetta átti að verða seinasti flugtími Guðna, sem ætl­ aði að snúa heim til Íslands daginn eftir. Stefnan var sett á Squamish, í gegnum Indian Arm­fjörðinn. „Við vorum komin upp í fjöll þegar við sáum óveðursský,“ rifjar Davíð upp. Vélinni var þá flogið inn yfir af­ lokaðan, brattan fjalladal, og það reyndist afdrifarík ákvörðun. „Ég heyrði Guðna segja á ís­ lensku: „Davíð, þetta er ekki gott, þetta er ekki gott“. Ég hafði aldrei áður séð hann hræddan.“ Guðni dró úr flughraðanum og ætlaði að reyna að snúa flugvélinni en ofreisti hana. Þegar hann reyndi að hækka flugið þá var það orðið of seint. Vélin var komin of langt. „Framendinn stefndi niður og ég sá að hreyflana hætta að snúast,“ rifjar Davíð upp og líkir upplifun­ inni við það að vera í rússíbana. „Ég fann magann þrýstast upp í þindina. Ég heyrði Guðna öskra á ensku: „We’re going down!“ (Við erum að hrapa!)“ Vélin steyptist á ógnarhraða til jarðar. Davíð minnist þess að hafa séð trjágreinarnar strjúkast utan í vélina á leiðinni niður. Hann hugsaði um líf sitt. „Ég hef stundum verið spurð­ ur hvort ég hafi fengið „flashback“ þarna og séð allt líf mitt þjóta fram­ hjá, en það var ekki þannig. Til­ finningin sem ég fann fyrir var yfir þyrmandi sorg, og eftirsjá. Ég hugsaði ekki um hvað ég ætti mik­ inn pening inni á bankabókinni minni eða hvað ætti marga vini á Facebook. Það eina sem komst að hjá mér á þessari stundu var það hvernig ég hafði komið fram við annað fólk í gegnum tíðina. Ég hugsaði hvernig ég hefði get­ að komið betur fram við fólkið í kringum mig. Ég var ekki stoltur af því hvernig ég hafði hagað mér; ég hafði sært marga. Það sem stendur eftir þegar þú deyrð eru tengslin við annað fólk.“ Vélin hrapaði í skóglendi og endaði í trjám og hékk flakið á hvolfi, rúmlega einn metra frá jörðu. Það seinasta sem Davíð man eftir var þegar vængir vélarinn­ ar skullu ofan á trén. Síðan missti hann meðvitund. Þegar hann vaknaði 15 mínútum síðar komst hann að því að besti vinur hans var látinn. Davíð hékk á hvolfi í ör­ yggisbelti, út úr vélinni. Að sjá einn besta vin sinn látinn er sjón sem fylgir honum, að hans sögn, enn í dag. „Ég var allur út í blóði og bensíni og fóturinn á mér var fastur undir sætinu þar sem ég sat.“ Hinir tveir farþegar vélarinnar, þau Elliot og Lena, kærasta hans, sluppu með minniháttar meiðsl. Kanadískir og íslenskir fjölmiðlar greindu frá slysinu á sínum tíma og þótti Elliott vinna mikið þrekvirki þegar hann bjargaði lífi Davíðs og Lenu. Davíð og faðir hans ræddu stutt­ lega við DV á sínum tíma þar sem fram kom að Elliot hefði dregið Davíð út úr vélinni og borið hann niður að á sem rennur um hundrað metrum frá slysstaðnum. Til að komast niður þurftu þeir að klifra niður bratta kletta, en Davíð var alblóðugur og með marga opna skurði á líkamanum. Elliot kom Davíð fyrir við árbakk­ ann og batt um sár hans, því næst sneri hann til baka og braut rúðu á flugvélinni til að ná kærustu sinni út. Hún var handleggsbrotin og gegnblaut af bensíni sem lekið hafði úr tanki vélarinnar. Í þriðju ferðinni reyndi Elliot að ná Guðna Rúnari út úr vélinni, en tókst ekki. Þegar Elliot sneri aftur niður að ánni þar sem félagar hans lágu, hlúði hann að þeim og gerði til­ raunir til að veifa björgunarsveitar­ þyrlum sem leituðu þeirra. Sjö klukkustundum eftir að vélin hrap­ aði fundust þau, en tvo klukkutíma til viðbótar tók að ná þeim heil­ um á húfi upp í þyrluna. Mjög þétt skóglendi er á svæðinu og þurftu björgunarmenn að síga niður úr þyrlu til þess að komast til þeirra. Fram kom í fréttum á sínum tíma að ekki hefði mátt líða lengri tími áður en hópnum var bjargað. Slysstaðurinn er í mikilli hæð og svo kalt var í veðri að hætta á of­ kælingu var mikil. „Elliot gerði allt hárrétt, hann vafði teppi utan um þau og gerði að sárum þeirra. Hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði Jón Gunnar, faðir Davíðs í samtali við DV og „Ég gleymi því aldrei þegar ég vaknað og uppgötvaði að ég var ennþá á lífi Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Örlagaríkan dag í ágúst 2007 Af vettvangi slyssins. Lifði af Davíð hlaut margvíslega áverka en slapp þó óvenju vel miðað við aðstæður. Hamingjusöm hjón Davíð og eiginkona hans Marissa Jonsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.