Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Qupperneq 50
50 FÓKUS 19. júlí 2019 Af hverju vekja líkamshár kvenna svona mikla andúð? n Hár kvenna eru rammpólitísk n „Það þarf að klippa í sundur þá hugmynd að líkaminn sé hreinni ef líkamshár eru fjarlægð“ Auglýsingaherferð Billie. Rakvélafyrirtækið Billie sendi nýverið frá sér aug- lýsingu sem olli miklum usla. Í auglýsingunni má sjá fjölbreytilegar fyrirsætur slappa af við sundlaugar- bakkann eða á ströndinni. Þær eru allar í bikiníi og eru sumar með líkamshár. Markaðsherferðin „Red, White and You Do You“ hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum. Enda er það sjaldgæf sjón að sjá líkamshár í auglýsing- um. Stjórnendur Billie hafa sagt að þeir voni að þessi herferð muni hjálpa við að normalísera líkamshár kvenna. Auglýsinga- herferð sem fagnar líkamshárum A f hverju gera líkamshár kvenna okkur svona reið? Hvort sem það eru hár undir höndunum, á fótun- um eða á kynfærum, þá virðast þau vekja mikla andúð. Það er spurningin sem við köstum fram í dag. Við ræðum við Siggu Dögg kynfræðing og Vigdísi Howser femínista með meiru. Við förum skoðum einnig nokkur eftir- minnileg atvik þar sem frægar konur skört- uðu líkamshári. Af hverju hötum við líkamshár kvenna? „Það á sér nokkrar skírskotanir. Ég fór á fyrir lestur hjá írönskum kynfræðingum þar sem þeir töluðu um að þótt konur væru undir búrku væri ætlast til að þær fjarlægðu líkamshár samkvæmt skilgreiningu hrein- leika. Þar er það tengt trúnni,“ segir Sigga Dögg. „En svo höfum við líka séð að það var „aðför“ gegn líkamshárum, markaðs- herferð á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar þar sem Gillette þurfti að selja rakvél- ar. Auglýsingarnar eru frekar sláandi,“ segir Sigga Dögg. Finna gamla auglýsingu. „Ég held að þetta komi sterkt úr öllum auglýsingabransanum. Allar myndir sem þú sérð, alls staðar, þú sérð aldrei hárin.“ Góð spurning Sigga Dögg varpar fram spurningu sem all- ar konur ættu að spyrja sig og velta fyrir sér svarinu. „Ég hef oft spurt konur að þessu: Ef þið eruð að fara með vinkonum ykkar í eitt- hvert spa eða sund, biðjið þið þær afsökun- ar ef þið hafið ekki nýlega rakað ykkur, eða reynið þið að raka ykkur inni á klósetti eða eitthvað áður en þið farið ofan í, eða passið að lyfta ekki upp höndunum ef þar skyldu vera hár. Nánast undantekningarlaust svara konur játandi,“ segir Sigga Dögg. „Spáðu í hvað reglur um okkar hárvöxt stýra og hamla lífi okkar ógeðslega mikið. Eins og að fara ekki í sund því þú ert ekki nýbúin að raka þig, eða ekki lyfta höndun- um því þú ert órökuð.“ Unglingar Sigga Dögg er reglulega með kynfræðslu fyrir unglinga og segir orðræðuna hjá þeim vera mjög svart hvíta. „Þeim finnst líkams- hár ógeðsleg á konum. Ég spyr þau hvað- an þau halda að þetta komi, því hárin vaxi þarna. Af hverju ættu kynfæri okkar að ráða því hvort það megi vera líkamshár á ákveðnum stöðum eða ekki.“ Sigga Dögg segir að það sé misjafnt hvort hún raki sig eða ekki. „Oftast nær er ég ekkert að pæla í því. Ég er dökkhærð og þar af leiðandi með dökk hár, og hef alveg tekið eftir því að fólk verður sjúk- lega vandræðalegt fyrir mína hönd ef það sér hárin mín. Halló, þetta verður að breytast,“ segir Sigga Dögg. Hár kvenna rammpólitísk Aðspurð hvort kynið sé með meiri andúð gegn líkamshárum að hennar mati segir Sigga Dögg það vera misjafnt. „Mér finnst konur mjög duglegar að „lögga“ aðrar konur. Við pössum alveg upp á að konur fari ekki gegn þeim normum sem við þurfum að lifa við. Þetta er svolítið svona: „Eitt skal yfir allar ganga“.“ Sigga Dögg segir að gagnvart drengjum sé búið að normalísera að konur eiga að vera á einhvern ákveðinn hátt. „Svo fara þeir í samband og átta sig á hvernig konur eru í raun og veru,“ segir hún. „Það er ótrúlega stífur rammi og rosalega lítið svigrúm til að fara út fyrir hann. Nema þú sért yfirlýstur femínisti, öfgafemínist- inn. Pólitíkin birtist alltaf í hárvexti þínum, hvernig hann er og hvar hann er. Við sjá- um þetta í umræðunni um hár. Ef þú skoð- ar umræður um kynþætti og hár, umræður um hársídd á höfði kvenna. Hár, sérstak- lega á konum, er rammpólitískt,“ segir Sigga Dögg. „Þó að ég fari í sund og sé ekki búin að raka mig í tvær vikur, þá þýðir það ekki að ég sé að flagga hárunum mínum því ég elska hárin mín. Ég er bara manneskja sem var ekkert að pæla í því.“ Hvað getum við gert svo þetta breytist? „Fólk verður að fá að haga sér eins og það vill. Sumar konur eru með brúsk og aðr- ar ekki og það er í himnalagi. Það þarf að klippa í sundur þá hugmynd að líkaminn sé hreinni ef líkamshár eru fjarlægð,“ segir Sigga Dögg. n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Sigríður Dögg Arnardóttir, sem oftast er kölluð Sigga Dögg. D V/ M Y N D : H A N N A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.