Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 62
62 FÓKUS 19. júlí 2019 Orðabók unga fólksins Orðabækur hafa einfaldað líf mannsins í fleiri þúsund ár. Hvort sem þær eru notaðar til að þýða mikilvæga texta eða bara til að svindla í dönskuprófi þá hljóta allir að vera sammála um mikilvægi orðabóka. Þrátt fyr- ir mikið framboð á orðabókum í dag, bæði á bók og á alnetinu, þá er einn þjóðfélags- hópur sem enginn virðist skilja. Unga fólkið. Við á DV höfum tekið eftir þessu samfé- lagsvandamáli sem skilningsleysi á tungu- máli unga fólksins er og við ákváðum að skriðtækla það af krafti. Við höfum kafað um dýpstu kima alnetsins, leitað í hverjum einasta krók og kima á samfélagsmiðl- um og við teljum okkur hafa náð að leysa vandamálið. Hér er það, ritið sem á eftir að brúa bilið sem ríkir í samskiptum mismunandi aldurshópa. Eitthvað annað Orðasamband sem er notað fyrir framan orð til að undirstrika merkingu þess. Dæmi: Þetta er eitthvað ann- að góð pítsa. Eitthvað jannað Ítrekun á orðasambandinu eitt- hvað annað. Með því að setja bókstafinn J fyrir framan annað er lögð enn meiri áhersla á merk- ingu orðsins sem kemur á eftir. Dæmi: Ég svaf eitthvað jannað vel í nótt. Hundraðpé Stytting á 100 prósent, notað þegar eitthvað er alveg öruggt. Dæmi: Ég er hundraðpé á því að ég hafi náð prófinu í dag. Geim Kemur úr enska orðinu „game“. Merkir að vera til í eitthvað, nenna einhverju. Dæmi: Ertu geim í bíó í kvöld? Townið Fólk talar um townið þegar það ætlar í bæinn að djamma. Dæmi: Við ætlum í townið um helgina. Borgin Hefur sömu merkingu og townið. Það má segja að ungt fólk skipt- ist í tvo flokka í dag, þá sem segja townið og þá sem segja borgin. Dæmi: Ég ætla að kíkja í borgina í kvöld. Að gönna Þýðir að skjótast, drífa sig eitt- hvert. Dæmi: Ég er orðinn alltof seinn, ég þarf að gönna Gutt Kemur af orðinu gott, notað sem ítrekun á að eitthvað sé mjög gott. Uppruna orðsins má rekja til lagsins Chuggedda eftir Aron Can og Berg Leó. Dæmi: Þetta er svo gutt sumar Sjúkt Lýsingarorð sem er notað yfir hluti sem eru fáránlega nettir. Getur líka verið notað yfir hluti sem eru mjög góðir. Kemur af orðinu Sick í ensku. Dæmi: Nýju skórnir þínir eru sjúkir. Dæmi: Markið sem Birkir skor- aði í gær var sjúkt. Pottó Stytting á orðinu pottþétt. Dæmi: Ekki hafa neinar áhyggj- ur, þetta verður pottó allt í lagi. Maar Stytting á orðinu maður en í þessu tilfelli er þetta notað meira sem áhersla í lok setninga frekar en sem nafnorð. Dæmi: Réttu mér kveikjarann maar Máni Snær Þorláksson mani@dv.is Haggarinn Annað orð yfir versl- unina Hagkaup Dæmi: Mig vantar nesti, getum við farið í haggarann? Bjössi Annað orð yfir bjór Dæmi: Ég væri ekkert á móti því að fá mér nokkra bjössa í kvöld. Skh Stytting á orðinu sko, ungt fólk notar þetta því það hefur ekki tíma í að segja allt orðið Dæmi: Mamma sagði að ég mætti fara út skh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.