Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 Stórfelldur fiskdauði í Grundarfirði Allur þorskur í eldiskvíum Guð- mundar Runólfssonar hf. í Grund- arfirði, samtals um 20 tonn, drapst í síðustu viku. Heimamenn í Grundarfirði reyndu á fimmtudag að komast að ástæðum fiskadauðans og á föstudag fóru sérffæðingar frá Hafrannsóknarstofnun á staðinn m.a. með neðansjávarmyndavél til að ffeista þess að komast að hinu sanna.Vegna veðurs gengu þær að- nágrenni kvíanna. Runólfur Guð- mundsson segir að eldisfisksdauðinn hafi verið mikið áfall fyrir fyrirtækið enda um margra tugmilljóna tjón sé að ræða. Að- spurður um hvort gerðir illa á föstudag en þó upplýst- eldinu verði nú hætt í kjölfar ist að súrefnismagn í vatninu hafi verið í lægri kantinum en þó í lagi. Mælingum var haldið áfram eftir helgina og stóðu yfir sl. mánudag þegar Skessuhorn heyrði í Runólfi Guð- mundssyni, sem stýrt hefur þorskeldinu á vegum G Runólfsson- ar hf. Unnu menn á mánudag við að taka súrefnissýni og sýni af þörungum í botni fjarðarins. Auk þess sem eldisþorskur drapst í kvíum G Runólfsson- Þorskar í eldinu í Grundarfiríi á síðasta ári. ar, bar á því að bátar væru að því áffam, þá muni þeir ekki láta fá dauðan fisk í netin í næsta staðar numið við þorskeldi í Grundarfirði. MM Sláturþorskur í körum úr eldinu í Grundarfirði. þessa áfalls, neitar Runólfur því og segir að svo ffemi sem rannsóknir sýni ekki fram á að glapræði sé halda Skip sem verið höfSu við veiðar áfirðinum komu ?neð lítilsháttar magn af dauðum fiski að landijyr- ir helgi. Ljósm. Sverrir. Níu fjölmenn sveitarfélög með lægri dagvistargjöld en Akranes Níu af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins bjóða lægri leikskólagjöld en Akraneskaupstað- ur ef marka samantekt verðlagsefrir- lits ASI á álagningu og gjaldskrám fimmtán íjölmennustu sveitarfélaga landsins. Hjá sjö þessara sveitarfé- laga lækkuðu almenn leikskólagjöld ffá því í janúar 2006 þar til í janúar 2007. Mest lækkuðu þau í Hafnar- firði og Kópavogi eða tæplega 23% á milli ára. A Akranesi hækkuðu þau hins vegar um 2,5% á milli ára. Átta tíma dvöl á leikskóla á Akra- nesi kostar 19.760 krónur. Hjá sjö þessara fimmtán sveitarfélaga er dvölin ódýrari en á Akranesi og lægst er hún í Reykjavík þar sem hún kostar 14.080 krónur. Með hress- ingu og fæði kostar átta tíma dvöl á Akranesi 27.024 krónur. Eins og áður sagði greiða foreldrar barna í níu þessara sveitarfélaga lægri upp- hæð en á Akranesi. Lægst kostar dvölin 20.450 krónur í Reykjavík. Hæst kostar hún hins vegar í Isa- fjarðarbæ eða 33.382 krónur. Systkinaafsláttur með öðru barni er 25% hjá sjö þessara sveitarfélaga, þar á meðal á Akranesi. Hæstur er afslátturinn í Reykjavík eða 100%, í Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og í Vest- mannaeyjum er hann 50%, í Kópa- vogi er hann 35%, í Hafnarfirði, á Akureyri og í Isafjarðarbæ er afslátt- urinn 30%. Afsláttur með þriðja barni er 100% í Reykjavík, Reykjanesbæ, Isafjarðarbæ og í Fjarðabyggð. I Kópavogi og í Mosfellsbæ er afslátt- urinn 75%, í Hafnarfirði og á Akur- eyri er afslátturinn 60% og í sex þessara sveitarfélaga, þar á meðal á Akranesi, er afslátturinn 50% og lægstur er afslátturinn í Garðabæ 25%. Atta tíma vistun og fæði bams í forgangshópi kostar 20.162 krónur á Akranesi. Ellefu af fimmtán fjöl- mennustu sveitarfélögunum bjóða lægri gjöld og lægst eru þau 12.210 krónur í Reykjavík. HJ Kjömefnd gerir tillögu um Kristin Kjörnefhd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi lauk störfum um helgina og um næstu helgi hef- ur verið boðað til kjördæmisþings að Reykjum í Hrútafirði þar sem borin verður upp tillaga nefridar- innar að ffamboðslista flokksins í kjördæminu við Alþingiskosning- arnar í vor. Eins og kunnugt er fór fram póstkosning meðal flokks- manna fyrr í vetur um skipan fimm efstu sæta á lista flokksins. Fimm efstu sætin hlutu Magnús Stefáns- son, Herdís Sæmundardóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Valdimar Sigurjónsson og Inga Osk Jóns- dóttir. Sveinbjöm Eyjólfsson, formaður kjörnefndar segir nefndina hafa komið saman til fundar um helgina og þar hafi verið gengið frá tillögu kjörnefndar um skipan listans. Sveinbjörn segir kjörnefndina vinna eftir úrslitum póstkosningar- irmar um skipan fimm efstu sæt- anna. Þær breytingar hafa þó orðið að Inga Osk Jónsdóttir gat ekki þegið sæti á listanum vegna breyt- inga sem orðið hafa á hennar hög- um. Miklar vangaveltur hafa verið um hvort Kristinn H. Gunnarsson taki þriðja sætið á listanum. Svein- björn segir kjörnefrid hafa verið í sambandi við alla þá sem hlutu fimm efstu sætin og engar athuga- semdir hafi verið gerðar um að til- laga kjörnefridar yrði eins og úrslit póstkosningarinnar sögðu til um. HJ Nemendur 10. bekkjar Grundaskóla hefja gangbrautavörslu Fyrr í vikunni hófu nemendur 10. bekkjar Grundaskóla á Akranesi gangbrautavörslu umhverfis skól- ann. Asta Egilsdóttir, verkefnis- stjóri umferðarfræðslu í Grunda- skóla segir að þó aðgengi að skól- anum hafi stórlega batnað á síðustu árum þá sé samt aldrei of varlega farið þegar gangandi og hjólandi eiga í hlut. Því hafi fyrir nokkru vaknað sú hugmynd að endurvekja gangbrautavörslu sem tíðkaðist í nágrenni Grundaskóla. Þá eins og nú voru það nemendur 10. bekkjar sem önnuðust vörsluna. Um er að ræða vörslu á sex gang- brautum í kringum skólann og verða tveir og tveir nemendur saman við hverja braut á morgnana frá kl. 7:40 til 8:00. Þeir fylgjast með umferðinni og liðsinna gang- andi vegfarendum þegar þörf er á. Stendur hver nemandi vaktina í eina viku í senn og í fyrstu umferð hafa allir morgnar verið mannaðir fram í febrúar. Framhaldið verður skoðað að því loknu. Fyrsta morguninn nutu nemarn- ir aðstoðar lögreglu á gangbrautum þar sem gangbrautarljós eru. Asta vonar að starf 10. bekkinganna mælist vel fyrir og vonar að öku- menn og aðrir vegfarendur sýni nemunum fyllstu tillitssemi við störf sín. HJ PISTILL GISLA Styrkveitingar Það styttist í kosningar sem hefur sína galla. Otölulegur fjöldi fólks sem menn hafa komið að máh við og hafa á þeim forsendum farið í ffam- boð kemur að máh við mann og hristir á manni spaðann þangað til maður er kominn með krónískan handadoða. Aðdragandi kosninga hefur líka undarleg áhrif á ffétta- menn sem halda að heimurinn farist ef það líður hálfur dagur án þess að þjóðin fái að vita hver ætlar ffam og hver ætlar ekki fram eða hverjum fer ffam og hverjum fer aftur í pólitískri baráttu. Þegar það er síðan loksins komið í ljós þá þarf endalaust að birta nýjan vísdóm ffá væntanlegum ffam- bjóðendum að maður tali ekki um kosningaloforðin sem of- metnustu verðmæti samtím- ans. Yfirvofandi kosningar hafa líka sína kosti. Stjórnmála- menn eru aldrei örlátari en síðustu mánuði fyrir kjördag. Það er vel þekkt og viður- kennd staðreynd. Otrólegustu málefni fá þá hljómgrunn meðal ótrúlegustu stjómmála- manna. Korteri fyrir kosning- ar eru stjómmálamenn nefifi- lega tilbúnir að líta upp úr sín- um eigin áhugamálum og hlusta uppnumdir á hugmynd- ir og þarfir almennings. Þetta vita sveitarstjórnarmenn og aðrir sem þurfa að treysta á velvilja pólitíkusa við upp- byggingu á einu og öðm í al- marmaþágu eða eigin þágu. Hin og þessi málefhi, flest hver mörg brýn, ná ffam að ganga á þessum tíma. Þar má meðal annars nefiia endurgerð Kútter Sigurfara sem hefði kannski orðið að hráefni í tannstöngla ef aldrei væri kos- ið. Sömuleiðis fær Háskóli Is- lands að njóta þess hvaða tími er í nánd og vonandi fá aðrir háskólar einnig sinn skerf. Hin og þessi félög fá líka sitt. Það er hinsvegar athyglisvert ef litdð er á fjárlög þessa árs að lægsti styrkurinn sem veittur er af ríkinu samkvæmt því ágæta plaggi er til Félags Fá- tækra, krónur tvöhundrað þúsimd. Félög hinna ríku fá hinsvegar mörg hver vænar summur. Þetta hljómar kannski ankannalega en auð- vitað er þetta rökrétt ef málið er skoðað í kjölinn því hvaða vit væri að skenkja Félagi fá- tækra milljónatugi. Það yrði hreinlega til að leggja félags- skapinn í rúst því auðvitað væri ekki grundvöllur fyrir félaginu ef það vissi ekki aura sinna tal. Stjómmálamenn era nefnilega ekki eins vitlausir og þeir stundum Hta út fyrir að vera. Síðan er heldur ekld sama hvemig farið er með styrkina. Það er góðra gjalda vert að veita styrkjum til góðra mál- efna en það er ekki nóg að málefnin séu góð. Þar þurfa líka að véla um vandaðir menn. Einhverjfi kunna að sjá effir einhverjum krónum sem fallið hafa til Byrgisins svo dæmi séu nefnd. Um þörfina efast fáir en hvað má segja umí þá sem féfletta þurfandi fólk? Gtsli Einarssom, styrkur og stár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.