Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 23
SSjESSU|g©i2KI MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 23 Sláðalyftan biluð í Grundarfirði Enn er að koma í ljós áhrif Þorláks- messuhvellsins sem gekk yfir í Grundar- firði. Ekki var aðeins að rúður brotnuðu í húsum víða um bæinn heldur kom nýlega í ljós að miðjumastrið í skfðalyftu bæjarins féll um koll. Oljóst er hvenær ráðist verðttr í viðgerðir. Skíðalyftan er staðsett fyrir ofan íþróttavöll bæjarins og ekki hlaupið að því vegna bratta að komast með tæki til að reisa mastr- ið og athuga skemmdir. Grundfirð- ingar hafa verið duglegir að brúka skíðin þegar nægur snjór hefur ver- ið í brekkunum og er því þessi bil- un bagaleg íyrir skíðaáhugafólk. KH/ljósm. Sverrir Skagamemi í eldlínunni á landsliðsæfi n gum Um liðna helgi voru úrtaksæf- ingar hjá tveimur af yngri landslið- um karla í knattspyrnu og þar voru nokkrir ungir Skagamenn í eldlín- unni. Lúkas Kostic þjálfari lands- liðs skipað leikmönnum yngri en 17 ára valdi Trausta Sigurbjörns- son, Ragnar Þór Gunnarsson, Ragnar Leósson og Viktor Ymi El- íasson leikmenn IA til æfinga. Þá valdi Kristinn Rúnar Jónsson þjálf- ari landsliðs skipað leikmönnum yngri en 19 ára til æfinga þá Skarp- héðin Magnússon, Guðmund Böðvar Guðjónsson og Isleif Örn Guðmundsson. HJ Stúku þarf að stækka til að halda keppnisleyfi Knattspyrnufélag IA hefur lagt íyrir bæjarráð Akraness tvær dllögur að fjölgun stúkusæta við knatt- spymuvöllinn á Jaðarsbökkum sem er forsenda þess að félagið haldi keppnisleyfi í efstu deild Islands- mótsins í knattspyrnu. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns þarf að fjölga stúkusætum við völl- inn samkvæmt reglum leyfiskerfi Knattspymusambands Islands sem byggt er á reglum evrópska knatt- spyrnusambandsins. Nú eru 768 stúkusæti við völlin en þeim þarf að fjölga í 1.000 talsins til þess að IA haldi keppnisleyfi í efstu deild. Fram kemur í bréfi Knattspymufélags IA til bæjarráðs að engar líkur séu til þess að þessar forsendur breytist. Með vísan í fyrri samþykktir bæj- arráðs hefur IA unnið eins og áður sagði tvær tillögur að lausn málsins. I þeirri fyrri er gert ráð fyrir að 360 sætum verði komið fyrir í graspöll- um norðan við leikvöllinn. Lengd mannvirkisins verði um 30 metrar og breidd þess um 6,5 metrar. Gert er ráð fyrir að nota til verksins for- steyptar einingar ffá Smellinn ehf. Aætlaður kostnaður við þessa tillögu er um 24,8 milljónir króna en til þess að hún geti orðið að veruleika þarf að breyta deiliskipulagi svæðisins. I síðari tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi stúka við sunnanverðan völhnn verði stækkuð eins og áður hefur verið kynnt en þó án skyggnis. Aætlaður kostnaður við þessa leið er um 25,5 milljónir króna. Þar er þó gerður fyrirvari varðandi jarðvinnu og fleira. I bréfi IA kemur ff am að kost- urinn við þessa tillögu sé sá að teikn- ingar, deihskipulag og byggingar- leyfi liggi fyrir þannig að ekkert sé að vanbúnaði með að hefja ffam- kvæmdir þegar minniháttar breyt- ingar hafa verið gerðar á fyrirliggj- andi teikningum. Félagið telur þó hentugra að fá aðstöðu fyrir áhorfendur norðan við völlinn „enda verði sátt um staðsetn- inguna m.t.t. annarra mannvirkja á svæðinu í ffamtíðinni og ekki verði tafir á ffamkvæmdum vegna breyt- inga á deiliskipulagi" segir orðrétt í bréfi félagsins. Óskað er eftir því að tekin verði ákvörðun í málinu sem allra fyrst þar sem félagið þurfi að gera grein fyrir stöðu málsins í gögnum sem senda þarf leyfisnefnd KSI í janúar eða byrjtm febrúar. Sú nefnd kemur saman í byrjun mars til þess að ákveða um keppnisleyfi félaga í efstu deild. „Grundvallaratriði í því efni er að fyrir liggi að ffamkvæmdir hefjist við nauðsynleg mannvirki fljótlega og að krafa um fjölda sæta á Jaðarsbakkavelli verði uppfyllt áður en Islandsmótið hefst um miðjan maímánuð" segir í bréfi félagsins. Bæjarráð vísaði málinu til um- sagnar ffamkvæmdanefndar mann- virkja hvað staðsetningu mannvirk- isins varðar. HJ Erlendu leikmennimir Erlendu leikmennirnir unnu 22 stiga sigur á þeim íslensku, 142- 120, í Stjörnuleik Körfuknattleiks- sambandsins, sem ffam fór síðdegis 13. janúar í DHL Höllinni. Fjöl- miðlar völdu fyrst sjö menn í liðið. Meðal þeirra sem valdir voru má nefna Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson leikmenn Snæfells. Hlynur gaf hins vegar ekki kost á sér í leikinn. Benedikt Guðmunds- son þjálfari liðsins valdi því átta menn til viðbótar og meðal þeirra voru Axel Kárason og Pétur Már Sigurðsson leikmenn Skallagríms. Þórsarinn Kevin Sowell var val- inn maður leiksins en hann skoraði 27 stig fyrir erlenda liðið. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig. Skalla- grímsmaðurinn Axel Kárason vann þriggja stiga keppnina sem fór fram samhliða leiknum. Kevin Sowell skoraði 27 stig fyrir erlenda liðið, Lamar Karim var með 18 stig og Nemanja Sovic hjá Fjölni var með 15 stig fyrir erlenda liðið. Hjá ís- lenska liðinu skoraði Keflvíkingur- inn Magnús Þór Gunnarsson mest eða 21 stig, Hreggviður Magnús- son úr IR var með 19 stig og Pétur Már Sigurðsson úr Skallagrími uiinu stjömuleik KKI skoraði 18 stig. Kevin Sowell var í miklu stuði, sýndi ffábær tilþrif og magnaðar troðslur, bæði í leiknum sem og í sérstarki troðslusýningu í hálfleik. Sowell sýndi þá ásamt Lamar Karim hjá Tindastól, Isamail Muhammad hjá Keflavík og Agústi Dearborn hjá Þór úr Þorlákshöfn, hvernig menn fara af því að troða boltanum á sem glæsilegastan hátt í körfúna. Axel Kárason vann þriggja stiga keppnina en hann fékk mestu sam- keppnina frá félaga sínum í Skalla- grímsliðinu, Dimitar Karadzovski. Stjornuleikir KKI 1007 laugardaginn Í3,janúar 2007 Oflugt blaldíf í Snæfeflsbæ Helgina 13.-14. janúar komu góð- ir gestir í heimsókn til Snæfellsbæj- ar. Það var Marek, aðalþjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins í blaki. Hann þjálfar einnig undir 17 ára og 18-19 ára landslið Islands í blaki og KA á Akureyri. Þrír þjálfarar frá Ak- ureyri mættu, þ.e. Marek , Filipp og þeim til fulltyngis var landsliðsmað- ur í blaki úr Snæfellsbæ, Hilmar Sig- urjónsson. Það voru blaklið umf. Víkings Ólafsvíkur og umf. Rejmis Hell- 16 milljónir til aðildarfélaga Stjórn Knattspyrnusambands Islands ákvað 13. janúar að greiða rúmar 16 milljónir króna til aðildarfélaga sinna. Þetta er sjötta árið sem félögin fá greitt ffá KSI með þessum hætti. Alls eru það 56 aðildarfélög, sem sendu lið til keppni í mótum á vegum KSI í yngri aldtu-sflokk- um utanhúss 2006, sem fá ffam- lag ffá sambandinu. Félög sem sendu lið til keppni í yngri flokk- um beggja kynja fá nú 300 þús- und krónur hvert. Félög sem sendu aðeins lið til keppni í yngri flokkum annars hvors kynsins fá nú 200 þúsund krónur. HJ issandi sem sem stóðu fyrir heim- sókn þessara félaga. Blakæfingar stóðu alla helgina fyrir blakarana; tvær á laugardag og ein á sunnu- dagsmorgun og voru þeir hörðustu í sex klukkustundir í blaki um helgina. Mikill áhugi var á æfingunum og lærðu blakararnir allir eitthvað nýtt. Eftir síðustu æfinguna í hádeginu á sunnudag var krökkunum í krakka- blakinu boðið að fara á æfingu hjá þeim félögum og mættu 30 krakkar á aldrinum 12-15 ára. Það er samdóma álit allra sem tóku þátt í þessum æfingum að það hafi verið vel til fúndið af stjórnum félaganna að ráðast í þessa æfinga- búðir. I Snæfellsbæ eru yfir 50 krakkar á aldrinum 10 til 15 ára sem æfa reglulega blak hjá ungmennafé- lögunum í bænum. Þess má geta að hluti Islandsmótsins í krakkablaki var haldið í Snæfellsbæ haustið 2005 og aftur verður hluti þess í Snæfells- bæ 21 .-22. apríl í vor. Þá var Islands- mót öldunga í blaki haldið í Snæ- fellsbæ sl. vor og mættu þar hátt í hundrað blaklið allsstaðar að af landinu. I Snæfellsbæ eru reglulega æfingar hjá þremur blakliðum; þ.e. umf. Víkingi Ólafsvík (karla og kvenna) og umf. Reynir Hellissandi. VG Skallagríinur féll úrbikamum Urvalsdeildarlið Skallagríms féll úr bikarkeppninni í körfuknattleik þegar það tapaði fyrir liði IR í íþróttahúsi Seljaskóla á þriðjudag í liðnni viku. Er þetta annar leikur- inn sem Skallagrímsmenn tapa fyr- ir IR á stuttum tíma því skömmu fyrir áramót mættust hðin í úrvals- deildinni. Leikurinn var sveiflu- kenndur en munur á liðunum var þó aldrei mjög mikill. Eftir fyrsta leikhluta leiddu IR-ingar og í hálf- leik voru leikmenn Skallagríms einu stigi yfir. I þriðja leikhluta sigu leikmenn IR framúr og lauk leiknum með sigri þeirra 92-88. Stigahæstir í liði Skallagríms voru Darrell Flake með 25 stig, Jovan Zdravevsi skoraði 18 stig og Axel Kárason 15 stig. HJ Róbert ráðinn aðstoðarþjálfari ÍA Róbert Magnússon hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari úrvals- deildarliðs IA í knattspyrnu. Mun hann starfa við hlið Guðjóns Þórð- arsonar og mun einnig starfa sem sjúkraþjálfari liðsins. Róbert lék á sínum tíma með FH sem miðvörð- ur og var um tíma fyrirliði liðsins. Leiðir þeirra Guðjóns hafa áður legið saman því á árunum 2003- 2004 störfuðu þeir saman hjá enska liðinu Barnsley. HJ 7 Urslitakeppni kvenna á Akranesi Knattspyrnusamband Islands hefur óskað eftir því að tveir leikir í úrslitakeppni Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu, landsliða skipuðum leikmönnnum undir 19 ára aldri, fari ffam á Akranesi. Ósk- að var eftir því að þessi keppni færi ffam á Islandi á þessu ári vegna 60 ára afmælis KSI. Fer mótið ffam dagana 18.-29. júlí í Reykjavík og nágrenni. Bæjarráð Akraness hefur samþykkt fyrir sitt leyti að leikimir tveir fari fram á Akranesvelli og er reiknað með því að þeir verði dag- ana 20. og 23. júh'. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.