Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 9
gfilSSUSi©BM MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 9 Vmnuhópur um Saínahús Borgar^arðar Unnið hefur verið að því að slíta Byggðasamlagi um rekstur Safnahúss Borgarfjarðar og er það verkefni á loka- stigi. Þar er gert ráð fyrir að Hvalfjarðar- sveit og Skorradals- hreppur segi sig frá rekstri hússins, Borg- arbyggð taki við þeirra hlut og geri við þau þjónustusamninga. I ffamhaldi af þessu hefur verið settur á fót vinnuhópur á vegum Borgarbyggð- ar sem fjalla á um málefrii Safria- hússins. Hópurinn heyrir undir menningamefrid Borgarbyggðar og menningarfulltrúi sveitarfélagsins starfar með honum. I vinnuhópnum sitja þrír fulltrúar tilnefndir af menningarnefnd, þau Jónína Amar- dóttir, Þorvaldur Jónsson og Sigríð- ur Björk Jónsdóttir, sem jafriframt er formaður hópsins. Vinnuhópurinn tók til starfa um ármótin og á að Ijúka störfum sínum fyrir 1. mars nk. Hlutverk hans er að gera tillögu um breytingar á rekstr- arformi Safriahússins, en einnig m.a. að koma með tillögur að framtíðar- skipan húsnæðismála, meta starfs- mannaþörf og gera tillögur að úr- bótum í geymslumálum. GJ Sparisjóðurinn og TM afhenda endurskinsvesti Sparisjóðurinn á Akranesi og Tryggingamiðstöðin hf. afhentu á dögunum nemendum í 10. bekkj- um Brekkubæjarskóla og Grunda- skóla endurskinsvesti að gjöf til nota við gangbrautavörslu skólanna sem nú er að hefjast. Nemendur í Brekkubæjarskóla munu standa vaktdna á fjórum stöðum á hverjum morgni og nemendur Grundaskóla gæta öryggis á sex stöðum. Vestin gera gæslumenn að vonum sýni- legri og auka þar með öryggi þeirra. Jafnframt af- hentu fyrirtækin ferðasjóðum 10. bekkinga í hvor- um skóla 50 þús- und krónur að Frá afhendingu gjafarinnar i Brekkubcejarskóla. Frá afhending gjafai'innar í Grundaskóla. gjöf í þakklætds- skyni fyrir framlag þeirra tdl umferðarör- yggismála. Það voru Asta Valdi- marsdóttir og M a r g r é t Snorradóttir þjónustufrilltrúar Sparisjóðsins og Tryggingamiðstöðvarinnar sem af- hentu gjafirnar. I samtali við Skessu- hom sagði Margrét framtak nem- endanna mjög lofsvert og öðmm til eftirbreytni. Því hefðu Sparisjóður- inn og Tryggingamiðstöðin viljað auðvelda og þakka þeim framtakið með þessum gjöfúm. HJ Heiðrún hæfari vegna víðtækrar starfereynslu og yfirsýnar Tómstunda- og forvarnarnefhd Akraness segir að tveir umsækjend- ur um stöðu verkefriisstjóra æsku- lýðs- og forvarnarmála hafi að mati nefridarinnar verið hæfastdr til þess að gegna stöðunni en Heiðrún Janusardóttir hafi verið metin hæf- ari vegna víðtækrar starfsreynslu og yfirsýnar yfir málaflokkinn sem nýtist í stjórnun æskulýðs- og for- varnarmála. Þetta kemur fram í rökstuðningi sem nefndin hefur gert vegna óska eins umsækjandans. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni bárust 10 umsóknir tun stöðuna. Fimm umsækjendur voru boðaðir til viðtals en einn þeirra dró umsókn sína til baka áður en til viðtals kom. I rökstuðn- ingi nefndarinnar segir að mat hafi verið lagt á menntun og starfs- reynslu og upplýsingar ffá umsagn- araðilum. Þessir þættir hafi verið skoðaðir í samhengi við þau verk- efrii sem ffam komu í starfslýsingu. Þá segir að Heiðrún hafi mennt- un sem „fritidslerer“ ffá Göteborgs folkhögskola sem fellur undir tóm- stundaffæði. Sú menntun sé heild- stæð starfsmenntun á háskólastigi og veiti þekkingu og færni til að stjórna, skipuleggja og greina og þróa tómstundastarf í sveitarfélög- um. Þá hafi hún einnig tekið nám- skeið sem tengjast barna- og ung- lingasálfræði og mannfræði. Að auki hafi hún stundað nám við Kennaraháskóla Islands. Hún upp- fylli því þær kröfur sem gerðar voru í starfslýsingu. I auglýsingu var einnig gerð krafa um reynslu af starfi með ungu fólki. Heiðrún hafi níu ára starfsreynslu úr Brekkubæjarskóla sem leiðbein- andi á bókasafni og umsjónarkenn- ari. Þá hafi hún um nokkurra ára skeið unnið við félagsmiðstöðvar og síðasdiðið eitt og hálft ár unnið sem deildarstjóri æskulýðsmála hjá Akraneskaupstað. Starfsreynsla hennar hafi gefið henni skýra fram- tíðarsýn meðal annars hvernig nýta megi skipulegt æskulýðsstarf í þágu forvarna. HJ Stelpur! í tilefni bóndadagsins er 20% afsláttur af HERRAnáttbuxum HERRAnærbuxum HERRAilmum fimmtudag og föstudag. ^ftía KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599 %Kmn mem/ma /aráí mommm m /nmimmu met) oóiuíafíemitm 'SSfóma o(f (jjafarönroo’óítotio Qj/toorr Borgarbraut 1 - Stykkishólmi - sími 438 1215 Islenska járnblendifélagið ehf er málmframleidslu- fyrirtæki stadsett á Grundartanga i Hvalfirói, sem er i u.þ.b. 30-40 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavik. Verksmíðjan framleióir ýmsar tegundir kisiljárns sem er notað bæði i stál- og málm- steypuiðnaði. Árið 2007 verður byggð ný fram- leiðslueining sem nýtir framleiðslu eins afofnum fyrirtækisins til þess að framteida sérhæfð afbrigði af kísiljárni til nota i málmsteypuiðnaði. íslenska járnblendifélagið ehf. er í eigu Elkem AS sem er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Noregi. Elkem er eitt af fremstu málm- og efnisfram- leiðendum í heiminum. ÍB Elkem íslenska járnblendifélagið hf. Icelandic Alloys Ltd. ...leitar að ofngæslumönnum Starfs- og ábyrgðarsvið: • Framleiðsluteymi ofna - vaktavinna Hæfniskröfur: • Áhugi á að vinna við sérhæfða framleiðslu • Hæfni til að skilja tæknilega hluti • Vera orðinn 18 ára • Verður að geta átt samskipti á íslensku Æskilegir eiginleikar: • Jákvæðni og sveigjanleiki • Vinna vel í teymi en einnig sjálfstætt • Sterk gæðavitund • Gott vinnusiðferði • Hugsa fýrirbyggjandi • Vinnusemi • Vilji til að læra • Vera ábyrg/ur Við bjóðum upp á fjölbreytt verkefni og spennandi vinnu- umhverfi, möguleika til að þróast í starfi og góð launakjör. Konur eru hvattar til að sækja um. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast sendið umsókn til: íslenska járnblendifélagið ehf Grundartangi Skilmannahreppur 301 Akranes Eða hafið samband við: Ómar Sigurðsson Farsími: 8606 248 Omar.Sigurdsson@alloy.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.