Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 7
^■ktssunui. MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR2007 7 Síminn þéttir GSM-kerfið Fjarskiptasjóður og Síminn hf. hafa undurritað samkomulag um að Síminn taki að sér verkefhi við upp- byggingu GSM-farsímakerfisins. Eins og fram hefur komið í Skessu- horni var verkið boðið út fyrir skömmu og bárust þrjú tilboð. Frá Símanum bárust tvö tilboð, annað að upphæð 598 milljónir króna og hitt að upphæð 535 milljónir króna. Einnig barst tilboð frá Og fjarskipt- um ehf. að upphæð 669 milljónir króna. I því verki sem nú hefur verið samið um verður lokið GSM-væð- ingu Hringvegarins en á honum eru í dag nokkrir kaflar án sam- bands. Sá lengsti er um 80 km á Möðrudalsöræfum. Þá verður einnig í þessum áfanga bætt GSM- samband á fimm fjallvegum á land- inu og þar á meðal er Fróðárheiði. Verður sambandið því nú bætt á um 500 km vegalengd á þessum vegum. Þá verður einnig settur upp sendir í Flatey á Breiðafirði. Mun hann ná til nærri helmings vegarins um Barðaströnd, þar sem farsíma- þjónusm nýmr ekki við í dag. Sam- kvæmt samningnum verður verkinu lokið á næstu tólf mánuðum. í fréttatilkynningu samgöngu- ráðuneytisins segir að á fyrri hluta þessa árs verði annað útboð þar sem ráðgert er að auka farsímaþjónusm á nærri 1.300 km. vegum á stofn- vegum og á nokkrum ferðamanna- svæðum. Sem dæmi eru nefnd svæði á leiðinni milli suður- og norðurhluta Vestfjarða og vegar- kafla í Barðastrandasýslum. HJ Agúst tekur við stöðu rektors á Biíröst Dr. Agúst Einarsson tók sl. mánu- dag formlega við stöðu rektors Há- skólans á Bifröst að viðstöddu marg- menni úr háskólaþorpinu og nýskip- aðri stjóm skólans. I ræðu sinni sagði Agúst meðal annars að skóla- starf á Bifföst ætti sér langa hefð og ríka sögu og á henni yrði byggt til framtíðar. Skólinn myndi áfram rækja þá skyldu sína að mennta góða stjómendur fyrir atvinnulíf og sam- félag. Hann lagði áherslu á að Bif- röst yrði fremstur háskóla hérlendis á þeim sviðum sem skólinn einbeitir sér að svo og að á Bifföst ætti jafnan að vera eftirsótt að læra og starfa. Til nemenda beindi Agúst þeim orðum að þeir legðu sig alla ffam í námi sínu og gerðu það mesta úr há- skólaárunum sem líða myndu fljótt. Það væri ósk hans og von að nem- endur væra stoltir af skólanum sín- um og stoltir af því að hafa útskrifast ffá Bifröst. Agúst stundaði nám í rekstrarhag- fræði við Háskólann í Hamborg og Kiel í Þýskalandi og varði doktors- ritgerð sína við Háskólann í Ham- borg árið 1978. Hann hefur starf- að sem prófessor við Háskóla ís- lands frá árinu 1990 og hefur víð- tæka reynslu af stjórnun í atvinnu- lífinu sem og stjórnmálum og sat meðal annars á Alþingi á árunum 1978-79 og aftur 1995-99. Hann hefur setið í stjóm fjölda íslenskra fyrirtækja og tekið að sér formennsku og trúnaðarstörf ýmissa félaga. Þá hefur Agúst ritað bækur og fjölmargar greinar um efnahagsmál, hagfræði, stjómmál og sjávarútvegsmál sem birst hafa í inn- lendum og erlendum bókum, blöð- um og tímaritum. Agúst Einarsson er fæddur í Reykjavík árið 1952, sonur hjón- anna Einars Sigurðssonar útgerðar- manns frá Vestmannaeyjum og Svövu Agústsdóttur. Hann er kvæntur Kolbrúnu Ingólfsdóttur líf- einda- og sagnffæðingi og eiga þau þrjá syni. I Skessuhorni í næstu viku verður rætt við Agúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifföst. MM Síðustu dagar útsölunnar 65% afsláttur af öllum útsöluvörum S(itía <S§u3m KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI 431 1753 & 861 1599 Söngskóli Huldu Gests Hvíta Húsinu Skólabraut9 Skráning fyrir vorönn verður laugardaginn 20. janúar2007 milli 12 og 13 Nánari upplýsingar á staðnum, senda má fyrirspurnir á songur@songur.is kmarkaður nemendafjöldi www.skessuhom.is bí 0 0 | þorrablót • sœlkerahelgi árshátídir • leikhúspakki 1. Þorrapakki: Gisting og fordrykkur med þorrahlaðborði íFjörugarðinum. í tveggja manna herbergi kr. 7.900 á mann. *GildiráÞorra2007 Morgunmatur innifalinn. 2. Árshátídarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði í Fjörugarðinum. í tveggja manna herbergi kr. 8.900 á mann. * Gildir til 15. apríl 2007. - sem henta jafnt fyrirtœkjum, einstaklingumogsmœrri hópum Morgunmatur innifalinn. - ATH. Aukanótt kostar kr. 3.500 á mann fyrir herbergið. www.fjorkrain.is - pöntunarsími 3. Sœlkerapakki: Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sœlkera- veislu íFjörunni. í tveggja manna herbergi kr. 7.900 á mann. Morgunmatur innifalinn. ‘Gildir til 15. apríl 2007 4. Leikhúspakki: í tengslum við sýningar Hafnarfjarðarleikhússins. Gisting með kvöldverði (súpa, kjöt eða fiskur, kaffi) fyrir sýningu, í Fjörunni eða Fjörugarðinum og leikhúsmiði. Tveggja manna herbergi kr. 8.800 á mann. Morgunmatur innifalinn. Fjörukráin Strandffötu 55 220 Hamarfírði Sími 565-1213 Fax 565-1891 vikings@fjorukrain.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.