Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 SlffléSStiHÖEH Auglýsa Voga- land til sölu REYKHÓLAR: Hreppsnefhd Reykhólahrepps hefur samþykkt að auglýsa félagsheimihð Vogaland í Króksþarðamesi til sölu og var sveit- arstjóra falin ffamkvæmd málsins. Húsið var byggt árið 1969 og er rúmir 276 fermetrar að stærð. Fast- eignamat þess er í dag tæpar 8,6 milljónir króna og brunabótamat þess er rúmar 34 milljónir króna. -hj Búvélasafhið vinsælt BORGARFJÖRÐUR: Á nýliðnu ári heimsóttu Búvélasafnið á Hvann- eyri á fimmta þúsund gestir. Ríflega helmingur gestanna kom í einhvers konar hópum, þ.e. starfsmanna-, skóla-, ferðahópum o.fl., þar af margir erlendir hópar. Af þeim gest- um sem komu á eigin vegum er helmingurinn fullorðnir, 30% böm innan 14 ára og 20% eldri borgarar. Langmestur hluti gestanna hefur lít- il tengsl við landbúnað og er safnið þeim því verðmætur gluggi að ffóð- leik um þróun og sögu íslensks land- búnaðar. Búvélasafhið á Hvanneyri er því mjög mikilvægur kynningar- vettvangur fyrir íslenskan landbún- að. -mm Jónsbúð opnar KRÓKSFJ.NES: í síðustu viku opnaði Jónsbúð ehf. á Reykhólum verslun í húsnæði Kaupfélags Króks- fjarðar í Króksfjarðamesi. Kaupfé- lagið hætti rekstri verslunar um mitt síðasta ár og þá tók Nesverslunin við. Hún hætti starfsemi um áramót- in. Jónsbúð ehf. hefur um skeið rek- ið verslun á Reykhólum. Þess má geta að Króksfjarðarnes hlaut versl- unarréttindi árið 1895. -bj Minnkandi aðsókn í Grettíslaug REYKHÓLAR: Aðsókn í Grettis- laug á Reykhólum hefur heldur dregist saman á síðustu árum og vom gestir laugarinnar á nýliðnu ári 7.703 að tölu. Árið 2005 vora gest- imir 8.029, árið 2004 vora þeir 8.202 og árið 2003 vora þeir 8.065 talsins. Flestir vora gestimir á liðnu ári í júlí eða 2.268 að tölu eða nærri 30% heildargestafjölda ársins. Fæst- ir vora gestimir hins vegar í mars eða aðeins 228 talsins eða aðeins tæp 3% heildarfjöldans og einungis tí- undi hluti gestaíjöldans í júlí. Á þremur sumarmánuðum, júní, júlí og ágúst vora gestimir 4.612 talsins eða um 60% af heildargestafjöldan- um yfir árið. -hj Asa hættír BORGARBYGGÐ: Ása Harðar- dóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar hefur sagt upp störf- um. Uppsögnin tekur gildi fyrsta mars. Ekki hefur verið auglýst effir nýjum forstöðumanni. Safnahús Borgarfjarðar er til húsa að Bjamar- braut £ Borgarnesi og þar era fimm höfuðsöfn Borgarfjarðar, þ.e. bóka-, skjala-, lista-, byggða- og náttúragripasafn. Söfnin eiga það öll sammerkt að þeim var komið á fót af áhugafólki á sínum tíma. Hér- aðsbókasafn Borgarfjarðar varð til vegna laga um bókasöfh og stofn- sett 1956. Fyrsta bókasafnið í Borg- arfirði hét Hið J. Möllerska bóka- safn og lestrarfélag, starffækt af broddborgurum samfélagsins á bil- inu 1832-1882. Listasafn Borgar- ness var stofnað er Hallsteinn Sveinsson ffá Eskiholti gaf Borgar- nesi 100 listaverk árið 1971. Safnið hefur dafnað og vaxið síðan. I dag teljast listaverk safnsins vera 597. -bgk Fjölmenningarsamfélag eins og góð salatskál Frá alfjóðlegu jólaboði sem haldið varfyrir þá íbúa sem ekkifóru heim. Nýbúifrá Litháen skipulagði ásamt Guðrúnu Völu. Mynd: Guðrún V. Elísdóttir Stofhfundur Margmenningar, fé- lags áhugafólks um fjölmenningu í Borgarbyggð, verður í Safhahúsi Borgarfjarðar mánudaginn 22. jan- úar næst komandi. Það eru þær stöllur Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi og Ása Harðardóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar sem eru driffjaðrirnar í að koma félaginu á koppinn. En hvers vegna þarf að stofna félag um fjölmenningu í Borgarbyggð, eru svo margir íbúar þar af erlendu bergi brotnir? Látum þær stöllur um að svara því: Guðrún Vala telur að í Borgar- byggð búi nú um 300 einstaklingar af erlendum uppruna, börn og full- orðnir og hún hafi ekki gert sér grein fyrir þörfinni fyrr en hún fór að kenna útlendingum íslensku. „Þá var fólk að koma með ýmis mál sem þörfhuðust úrlausnar en vegna tungumálaerfiðleika var erfitt að leysa. Komið var með gíróseðla og spurt hvað þetta væri, hvað til dæm- is orlof þýddi eða iðgjald. Fólk vissi ekki um húsnæðisbætur, ekki að hér er lögboðið að keyra með öryggis- belti eða hafa ljós á bílunum og margt fleira. Þá hafði ég samband við Ásu Harðardóttur og saman höfum við verið í sjáflboðavinnu við að hafa opið hús hér í Safnahús- inu á hverjum sunnudegi þar sem við reynum að svara þeim spurn- ingum sem brenna á fólki. Hins vegar er það ekki spurning að þeir sem hingað flytjast og ætla að búa hér verða að læra tungumálið til þess að geta orðið sjálfbjarga í þessu nýja landi og til að einangrast ekki, tungumálið er undirstaða alls.“ Líta til Isafjarðar Blaðamaður er ekki sérlega fróð- ur um þessi málefni, hefur þó heyrt um félagsskap af þessum toga, með- al annars á Isafirði. „Við sækjum einmitt fýrirmyndina til ísafjarðar," segir Ása Harðardótt- ir. „Þar er rekið afar gott félag sem heitir Rætur. Með því að stofha formlegt félag með kennitölu og öllu sem til þarf myndast annar far- vegur. Þá er hægt að aðstoða fólk meira, sækja um styrki og gera þennan félags- skap sem við hófum óformlega í haust virkan. Það er ekki nóg að veita bara að- stoð, fólk þarf líka að kynnast og hittast þannig að félagslegi þátturinn er ekki síð- ur mikilvægur í þessu máli. Þetta félag er til að byrja með einungis hugsað fyrir íbúa Borgar- byggðar, framtíðin mun leiða í ljós hvort fleiri sveitarfélög vilji koma að þessu starfi og þegar hefur Borg- arfjarðardeild Rauða krossins sýnt málinu mikinn áhuga.“ íslenskunámskeiðin ódýrari Guðrún Vala heldur áfram: „Eins og ég sagði áðan er tungumálið tmdirstaðan og íslenskunámskeiðin hafa verið ffemur dýr, núna fýrir áramót kostuðu þau kr. 45.000. Ríkisstjórnin ákvað að veita 100 milljónum til íslenskunámskeiða fýrir erlenda íbúa og þegar hefur 70 milljónum verið ráðstafað til kennslu, því kostar námskeiðið í dag ellefu þúsund krónur. Stéttarfé- lögin greiða niður um 75% kostn- aður nemenda þannig að þeir sjálfir greiða nú tæplega 3.000 krónur. Verðið er þannig ekki lengur hindr- un. Erfiðisvinnufólk mætir síður á þessi námskeið því staðreyndin er sú að eftir langan vinnudag er lítið þrek efrir. Til viðbótar við íslensku- námskeiðin er Símenntunarmið- stöðin einnig að fara af stað með svo kallaðan Landnemaskóla sem er ætlaður þeim sem hafa búið hér í ákveðinn tíma og tala svolitla ís- lensku. Þar eru kennslugreinar meðal annars samfélagsfræði og lífsleikni en einnig talsverð ís- lenskukennsla. Þetta nám auðveld- ar útlendingum að aðlaga sig að ís- lensku samfélagi og atvinnulífi.“ Aðstoða fólk að hjálpa sér sjálft Á meðan kunnáttan á tungumál- inu er ekki fýrir hendi þarf samt að miðla nauðsynlegum upplýsingum til fólks. Augljóst er að hinir nýju íbúar missa af einu og öðru og mis- skilja annað vegna kunnáttuleysis. „Það sem þarf að byrja á að gera er að safna saman upplýsingum um þá einstaklinga í hópi nýbúa okkar sem tala þokkalega íslensku eða ensku til að koma upplýsingum á fram- færi,“ segir Ása. „Fólkið þarf að kynnast reglum samfélagsins sem það býr í og einnig hvað er um að vera í Borgarbyggð. Gott væri að setja upplýsingar inn á heimasíðu Borgrabyggðar á fleiri tungumál- um, svo þær séu aðgengilega fýrir alla íbúa sveitarfélagsins. Eg veit til dæmis um fólk með börn sem missti af þrettándabrennunni af því að það hafði ekki hugmynd um að hún væri haldin.“ Fj ölmenningarsamfélag eins og salatskál Islendingar hafa talið sig for- dómalausa þjóð þótt of mörg dæmi sýni að svo sé ekki. „Eg lít á að fjölmenningarsamfé- lag sé eins og salatskál með mörg- um tegundum grænmetis, þar sem hver tegund nýtur sín án þess að skyggja á aðra,“ segir Guðrún Vala. Ef okkur, Islendingum, tekst að byggja upp þannig samfélag, græða allir. Við þurfum nefhilega líka að undirbúa okkur sjálf til að koma í veg fýrir eða losa okkur við for- dóma, þá verður fullkomið sam- ræmi í salatskálinni,“ sagði Guðrún Vala að lokum. BGK Meirihluti bæjarstjómar Akraness klofiiar Meirihlutí bæjarstjómar Akraness klofriaði á þriðjudag í liðinni viku þegar til afgreiðslu kom ákvörðtm bæjarráðs um að veita vínveitinga- leyfi í íþróttahúsinu á Vesturgötu á nýársnótt. Meirihluti meirihlutans felldi afgreiðslu bæjarráðs. Bæjar- fulltrúar minnihlutans sátu hins veg- ar hjá. Forsaga málsins er sú að í nóvember óskaði stuðningsmanna- félag IA-Skagamörkin efrir leyfi tíl þess að halda dansleik á nýársnótt í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Bæjar- ráð tók jákvætt í erindið sem telst ígildi samþykkis. Þegar frindargerð bæjarráðs kom tíl afgreiðslu bæjarstjórnar þann 28. nóvember var gjörð bæjarráðs sam- þykkt með níu samhljóða atkvæðtun enda var einungis um skemmtana- leyfi að ræða. Á fundi bæjarráðs þann 22. desember kom til umfjöll- unar ósk stuðningsmannafélagsins um áfengisleyfi vegna dansleikja- halds á nýársnótt. Bæjarráð sam- þykkti beiðnina með tveimur at- kvæðum Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar og Gunnars Sigurðssonar gegn atkvæði Sveins Kristinssonar. Færði Sveinn til bókar að hann teldi ekki eðlilegt að veita áfengislejdi til almenns skemmtanahalds í íþrótta- húsum bæjarins. Dansleikurinn var síðan haldinn á nýársnótt og var áfengi selt þar. Á frindi bæjarstjómar í gær kom fund- argerð bæjarstjórnar síðan tíl af- greiðslu. Þrír bæjarfulltrúar meiri- hlutans þau Eydís Aðalbjörnsdóttir, Sæmundur Víglundsson og Þórður Þ. Þórðarson lýstu yfir andstöðu sinni við ákvörðun bæjarráðs. Kom ffam í máli þeirra að þau töldu að upphafleg ákvörðun hefði verið sú að veita einungis leyfi til almenns dansleikjahalds. I máli þeirra og annarra bæjarfrilltrúa kom fram að reglur bæjarins hvað þetta varðar væru afar skýrar það er að leyfa ekki áfengisveitingar í skólum og íþrótta- mannvirkjum bæjarins. Þegar til atkvæðagreiðslu kom greiddu einungis Gunnar Sigurðs- son forseti bæjarstjórnar og Magnús Þór Hafsteinsson ákvörðun bæjar- ráðs atkvæði. Eydís, Sæmrmdrur og Þórður greiddu atkvæði gegn og fjórir bæjarfrilltrúar minnihlutans sátu hjá. Meirihluti meirihlutans hafði því hafriað ákvörðun bæjar- ráðs. Magnús Þór Hafsteinsson, sem gegndi stöðu formanns bæjarráðs á umræddum fundi í forföllum Karen- ar Jónsdóttur, segist ekki líta á ákvörðun bæjarstjórnar sem van- traust á fulltrúa meirihlutans í bæjar- ráði. Þarna hafi bæjarráð tekið ákvörðun um að styðja þá tilraun að beina umferð ungs fólks í ákveðna átt á nýársnótt. Aðstaða vanti til þess að halda stærri skemmtanir í bæjar- félaginu og því leitti félög eftir því að halda dansleiki í íþróttahúsum bæj- arins. Undantekningar hafi nokkrum sinnum verið veittar frá reglum bæjarins hvað skemmtana- hald varðar eins og gert var í þetta sinn. Magnús segir þetta mál engin áhrif hafa á samstarf irrnan meiri- hlutans í ffamtíðinni. Hjf Dalamenn fagna vegi um Amkötludal Sturla Böðvarsson samgönguráðherra boðaði til fundar um samgöngu- og fjar- skiptamál á Hólmavík fýrir stuttu. Þar til- kynnti ráðherra að á allra næstu dögum verði vegur um Arn- kötludal boðinn út og stefnt að því að verk- lok verði undir lok ársins 2008. Gunnólf- ur Lárusson sveitar- sjóri Dalabyggðar sagði menn í Dölum fagna þessari ákvörðun ráðherrans. „Það er al- veg á hreinu að þetta eykur gífur- lega umferð hér í gegn um hérað- ið. Hvernig við bregðumst við því verður bara að koma í ljós. Menn eru eiginlega bara rétt að átta sig á þessum tíðindum," sagði Gunn- ólfrir. BGK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.