Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 ðK£saunu>. Vesdensk hrossarækt í mikilli framför Hrossaræktarsamband Vestur- lands gekkst fyrir folalda- og trippasýningu á Mið-Fossum í Borgarfirði sl. laugardag. Mikill áhugi var fyrir sýningunni bæði meðal ræktenda og ekki síður al- mennings, sem þrátt fyrir erfiða færð, troðfylltu áhorfendabekki í höllinni. 64 efnileg ungviði fædd árin 2005 og 2006 voru sýnd. Vart geta menn kosið sér betri aðstöðu til sýningarhalds en nú er risin á Mið Fossum. Um helmingi fleiri ungviði voru sýnd nú í ár en á sambærilegum sýningum síðari ára. Af einstökum ræktunarbúum komu flestir gripirnir frá Skáney, eða 13 talsins og 10 frá Mið-Fossum og Fossabrekku bæjtmum. Af einstök- um stóðhestum átti Kolfinnur ffá Kjamholtum flest afkvæmi á sýn- ingunni eða 6 talsins, undan Sólon frá Skáney voru 4 og stóðhestarnir Funi frá Skáney, Aðall frá Nýja Bæ, Grunur ffá Oddhóli og Aron frá Strandarhöfði áttu 3 afkvæmi hver. Dómarar á sýningunni voru þeir Þorvaldur Kristjánsson og Sigbjöm Bjömsson. Sýnilegur árangur af fjölbreyttu ræktunarstarfi Mikil breidd var í sýningunni; afkæmi t.d. frá mörgum ræktunar- búum, undan samtals 38 stóðhest- um. Það var samdóma álit þeirra áhorfenda sem blaðamaður ræddi við að menn þyrftu ekki að kvíða framtíð hrossaræktar á Vesturlandi miðað við gæði sýningarinnar og þeirrar breiddar sem nú er í rækt- un framtíðarhrossa í landshlutan- um. Mikið af sérlega efnilegum folöldum og trippum vora leidd fram á völlinn. Þá er full ástæða til að hrósa stjórn Hrossaræktarsam- bandsins fyrir að standa að sýningu af þessu tagi, en þar fer formaður- inn, Bjarni Marinósson á Skáney fremstur í flokki. Sjálfur gaf Bjarni ekkert eftir á sjálfri sýningunni þegar hann hljóp á eftir hverju ungviðinu á fætur öðru til að áhorfendur gætu sem best séð kosti þeirra og sló þannig mörgum yngri sýnandanum við, léttur á fæti. Bjarni hefur verið í forsvari fyrir stjórn Hrossaræktarsam- bandsins sl. 15 ár og sem slíkur haft t.d. forystu um að fá til notk- unar í landshlutanum úrval góðra Ahorfendur völdu Snarpfrá Eyri fallegasta gripinn á sýningunni. Hér er hann ásamt Þytfrá Skáney sem varð í öfrru sæti íflokki hesta fieddir 2005. Léttur í spori, þráttfyrir acf vera kominn hátt á sextugsaldur, rekur Bjami hér á eftir einu affolöldunum úr eigin ræktunarhópi. stóðhesta. Vafalaust á elja hans og áhugi í þeim efnum stóran þátt í að ræktendur á Vesturlandi eru að ná mun sýnilegri árangri í ræktuninni í samanburði við síðasta áratug lið- innar aldar. Arangur þessarar vinnu hefur að mati undirritaðs hvergi endurspeglaðist betur en á sýningunni sl. laugardag. Með Bjama í stjórn HV em þeir Sig- björn á Lundum og Gísli í Hömlu- holti. MM Helstu úrslit Áhorfendur völdu glæsilegasta gripinn á sýningunni Snarp ffá Eyri. Hann er jarpur að lit, stór og fasmikill með sérlega fallega ffambygg- ingu og ekkert virðist skorta á viljann. Hann vann einnig folaldasýning- tma í fyrra. Snarpur er undan Aðli ffá Nýja Bæ og Speki ffá Haffafells- tungu. Eigandi og ræktandi er Hrossaræktarbúið að Eyri sem Benedikt Líndal og fleiri era í forsvari fyrir. Eigendur efstu gripanna fengu við- urkenningar og í aðalverðlaun í hverju flokki gáfu Sigbjörn og Ragna á Lundum II folatolla undir efhilega stóðhesta sína. Hryssur fæddar 2005 (7 sýndar): 1. Birta frá Fossabrekku, F. Adam. M. Aríel firá Höskuldsstöðum. Eig. Armann Armannsson. 2. Sól ffá Fossabrekku. F. Orri. M. Saga ffá Stangarhöfða. Eig. Armann Armannsson. 3. Orka ffá Skáney. F. Ftmi. M. Glóðarblesa frá Skáney. Eig. Bjami Marinósson. Hestar fæddir 2005 (11 sýndir): 1. Snarpur frá Eyri. F. Aðall. M. Speki ffá Haffafellstungu. Eig. Hrossa- ræktarbúið Eyri. 2. Þytur ffá Skáney. F. Gustur frá Hóli. M. Þóra ffá Skáney. Eig. Bjarni Marinósson. 3. Álfgrímur frá Gullberastöðum. F. Álfur ffá Selfossi. M. Eir ffá Gull- berastöðum. Eig. Karí Berg. Hryssur fæddar 2006 (23 sýndar): 1. Védís ffá Hellubæ. F. Álfasteinn frá Selfossi. M. Vaka frá Hellubæ. Eig. Gíslína Jensdóttir. 2. Rún frá Skáney. F. Funi ffá Skáney. M. Rán ffá Skáney. Eig. Steinunn Þorvaldsdóttir. 3. Elja ffá Skáney. F. ? M. Þrenna ffá Skáney. Eig. Steinunn Þorvalds- dóttir. Hestar fæddir 2006 (23 sýndir): 1. Hljómur frá Laxholti. F. Kolfinnur ffá Kjarnholmm. M. Mist ffá Hvítárholti. Eig. Toddi Hlöðversson. 2. Takmr ffá Stóra Ási. F. Bjarmi ffá Lundum. M. Nóta ffá Stóra Ási. Eig. Lára og Kolbeinn í Stóra Ási. 3. Loffur frá Skáney. F. Kolfinnur. M. Sokka ffá Skáney. Eig. Bjarni Marinóssson. Karí á Gullherastöðum, Bjami á Skáney og Benni á Stað, eigendur hæst dæmdu hest- annafi 2005. Eigendur hæst dæmdu hestfolaldanna. Frá vinstri eru Lára Gísladóttir, Bjami á Skáney og Toddi Hlöðversson. Þær áttu hæst dæmdu hryssumar f. 2006; systumar Steinunn og Sigrtður í Hjarðarholti, sevt unnu sér innfolöld sín í vinnumennsku á Skáney í sumar, og Gíslína á Helluhæ eigandi Védísar. Hjá henni er sonurinn Sveinbjöm Sigurðsson. Auðvitað var gamla kempan hún OUa í Nýja Bæ mætt með hluta úr ræktunarhópi sínum. Hér sýnir Þórdís Fjeldsted frá Ölvaldsstöðum folald sitt Bassa. Eigandinn situr sjálf móðurina Víólu ogfór vel á með þeim stöllum. Armann hóndi á Miðfossum og Bjami á Skáney áttu hæst dæmdu hryssumar í eldri árganginum. Hæst dæmdu hryssumar frá 2006. Frá vinstri Védtsfrá Hellubæ, Rún og Eljafrá Skáney.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.