Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 3. tbl. 10. árg. 17. janúar 2007 - Kr. 400 í lausasölu r ^ Meðal efnis: • Gunnar kveður Dalamenn......Bls. 12 • Kolbeinsstaðahreppur í Mýrasýslu!....Bls. 17 • Sannkallað fjölnotahús.....Bls. 2 • Einar byggir upp Söðulsholt....Bis. 19 • Mýramaðurinn á fjalirnar...Bls. 10 • Kristinn undan feldi um helgina......Bls. 4 • Auka fjárfestingar til brýnna verka....Bls. 8 • Brautargengi á Skaganum......Bls. 13 • Fyrstu skref tvöföldunar.....Bls. 8 • Stúka til að halda keppnisleyfi..Bls. 23 • Rannsaka ástæðu fiskadauðans....Bls. 6 • Meirihlutinn klofnaði......Bls. 14 • Nepal stækkar dreifikerfið..Bls. 11 • Fiðlusnillingur úr sveitinni.....Bls. 13 • Góðar atvinnu- horfur.......Bls. 10 • Á morgun segir sá lati......Bls. 16 • Fjölmenningarfélag í Borgarfirði...Bls. 14 • Sætustu húsin á Vesturlandi....Bls. 17 Hrossaræktarsa?nband Vesturlands stóðjýrir glæsilegri sýningu áfolöldum og trippum úr landshlutanum á Mið-Fossum um liðna helgi. Þar var margt efnilegt ungviðiö sýnt. A myndinni er heimastetan Sigríður í Hjarðarholti að sýnafolaldið Blika og hveturþað áfram sitjandi á viljugu hrossi. Itarleg frásögn er af sýningunni á bls. 22. Ljósm. MM Samningur um endurbyggingu kútters Sigurfara undirritaður aðir. Hún sagði nauðsyn- legt að varð- veita atvinnu- söguna og það væri meðal annars gert með varðveislu kútters Sigur- fara. Hún sagði skipið í góðum hönd- um og vonaði Það voru Bjöm Elíson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.; Gunnar Sig- urðsson og Einar Om Thorlacius sem undirrituðu samninginn. í gær var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðar- sveitar og Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi um endurgerð og varð- veislu kútters Sigurfara. Það voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Gunnar Sig- urðsson forseti bæjarstjórnar Akra- ness, Einar Orn Thorlacius sveitar- stjóri Hvalfjarðarsveitar og Björn Elíson formaður stjómar byggða- safnsins sem undirrituðu samning- inn í kuldanum við skipshlið. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns tryggir samningurirm 60 milljónir króna úr ríkissjóði til endurbyggingar kúttersins. Björn Elíson segir að nú verði hafist handa við undirbúning verksins en of snemmt sé að segja til um það á þessari stundu hversu langan tíma endurbyggingin taki né heldur hvar endurbyggingin fari fram. I hófi sem bæjarstjóm Akraness hélt að lokinni undirskrift sagði Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mjög ánægju- legt að samningar um endurbygg- inguna skuli nú hafa verið undirrit- að um síðir myndi skipið sigla á ný og nýtast meðal annars skólum til fræðslu. Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness þakkaði ráð- herra hennar framgöngu í málinu og í þakklætisskyni færði hann henni nælu sem Dýrfinna Torfadóttir gull- smiður á Akranesi smíðaði af þessu tilefni. Einar Om Thorlacius sveit- arstjóri Hvalfjarðarsveitar sagði samninginn gleðilegt skref og þakk- aði þeim sem að undirbúningi hans komu. Til hófsins var meðal annars boð- ið félögum úr Kivanisklúbbnum Þyrli á Akranesi en þeir stóðu fyrir kaupum Sigurfara ffá Færeyjum árið 1974 og kom hann til Akraness 7. júlí það ár og var afhentur Byggða- saftiinu á Görðum til eignar. Fyrsm árin var unnið að endurgerð skipsins en hin síðari ár hefur lítið verið unn- ið í málinu vegna fjárskorts. Hefur skipið síðan látið vemlega á sjá. Fyr- ir nokkm síðan var leitað til sérfræð- inga Buchan, Hall & Mitchell í Skotlandi um að meta ástand skips- ins og gera kostnaðaráætlun um endurgerð og framtíðarvarðveislu þess. Þeirra mat var að ráðast yrði hið bráðasta í endurgerð til að hægt yrði að bjarga skipinu ffá eyðilegg- ingu. HJ Stækkuná DABÍ farvatninu Undirbúningsvinna við end- urbætur og uppbyggingu hjúkr- unarrýma hjá Dvalarheimili aldraðra í Borgarbyggð, DAB, er í fullum gangi. Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur lýst ein- dregnum vilja til þess að upp- bygging DAB verði eitt af þeim forgangsverkefnum sem hefjast þarf handa við sem fyrst til þess meðal annars að bæta búsetu- skilyrði enn frekar í sveitarfélag- inu. Að sögn Magnúsar B. Jóns- sonar, formanns stjórnar DAB er megin verkefhi stjórnarinnar að vera tilbúin með allan undir- búning þannig að ekki standi á heimaaðilum þegar ríkisvaldið gefur grænt ljós á að hefja verk- ið. Fyrsta verkefnínu þ.e. deiliskipulagsferlinu fyrir bygg- ingarreitinn er nánast lokið og því ekkert til fyrirstöðu að hefj- ast handa um frekari undirbún- ing. „Það var fundur í dag, [mánu- dag], og þá var ákveðið að hefja nú þegar undirbúning að því að koma verkefninu á fram- kvæmdastig og formanni falið að fara í viðræður við hlutaðeig- andi aðila. Það þarf að auka við hjúkmn- arrými og er enginn annar kost- ur en að byggja, þótt einhverjar skipulagsbreytingar mtmi eiga sér stað innan dyra, dugar það alls ekki til. Sveitarfélagið legg- ur áherslu á að þetta mál komist í fastan farveg sem fýrst og von- andi geta framkvæmdir hafist á fyrri hluta þessa kjörtímabils," sagði Magnús B. Jónsson að lok- um. BGK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.