Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 19
 MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 19 Framkvæmdamaður sest að á Snæfellsnesi f Söðulsholti í Eyja- og Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi hafa verið að rísa tilkomumiklar bygg- ingar undanfarið og þar má nú sjá veglega reiðskemmu sem vissulega setur svip sinn á bæinn en auk þess glæsilegt nýtt hesthús. Blaðamaður Skessuhorns kom sér í samband við húsráðandann, Einar Olafsson, einn af fyrrverandi eigendum flug- félagsins Bláfugls og stjórnarfor- manns til margra ára, fékk að líta húsakostinn augum og forvitnast örlítið um framkvæmdamanninn. „Eg og konan mín fluttum hing- að að Söðulsholti í kringum alda- mótin 1999-2000, en annars er ég borgarbarn í húð og hár og get því ekki stært mig af neinum sérstök- um tengslum hingað á Nesið,“ segir Einar, aðspurður um hvenær hann hafi sest að á Söðulsholti og hvort hann eigi ættir að rekja þangað. „Mér fannst Snæfellsnesið eina dóttur í bílslysi fyrir nokkru síðan. Eftir að konan mín veiktist alvarlega, ákváðum við að flytja aftur heim og fljótlega settumst við að hér í Söðulsholti þar sem okkur þykir ákaflega ljúft að vera. Eg er að mestu hættur að vinna en skýst þó reglulega til Reykjavíkur til að sitja stjórnarfundi í þeim fyrirtækj- um sem ég er enn viðloðandi,“ segir Einar. „Eitt af því fyrsta sem ég gerði eftir við fluttum í sveitina var að hringja í nágrannana og ég kynnti mig sem „nýja bjálfann í Söðuls- holti“, segir hann glettinn, en bæt- ir við að þeim hjónum hafi verið ákaflega vel tekið af sveitungun- um. Hann heldur áfram: „Það þurfti ýmislegt að gera hér er við komum, en flestar húsbyggingar voru ónýtar og þ.á.m. íbúðarhúsið sem við ákváðum að brenna og jafna við jörðu. Síðan var byggt Einar Ólafsson í Söðulsholti Hesthúsið er afar glæsilegt og vel munfara um hrossin í rúmgóðum stíunum og aðra. Það er mikill munur að hafa almennilega aðstöðu, bæði fyrir hross og menn, ég tala nú ekki um þegar veðrið hefur verið eins og í vetur, alveg fádæma leið- inlegt. Einnig verða haldin nám- skeið í reiðhöllinni, en eitt slíkt var haldið um daginn með Einari Oder Magnússyni og bráðlega eig- um við von á Sigurbirni Bárðar- syni, en hann er bæði kröfuharður og skemmtilegur kennari, sem ég býst við að læra mikið af.“ Hefur trú á línrækt En Einar er svo sannarlega ekki við eina fjölina felldur og síðan hann settist að í Söðulsholti hefur hann komið að margvíslegum framkvæmdum. Þ.á.m. er trjárækt, byggrækt, hitaveita og jafnvel hafa verið uppi hugmyndir um að koma upp línrækt hér á landi. „Við vorum nokkrir sem hófum Heita vatnið gjörbreytir aðstæðum „Kolviðarneshitaveitu stofnuð- um við nokkrir í sveitinni í kring- um 1998, boruðum holu árið 2003 hér hinum megin við Núpá þar sem nóg er af heitu vatni og það kyndir í dag upp nálægustu bæi. Það voru sjö manns sem stofnuðu fyrirtækið og við kaupin á Söðuls- holti kom ég inn í þann félagsskap. Vinnan var framkvæmd af fólkinu í sveitinni. Slíkar framkvæmdir eru að sjálfsögðu kostnaðarsamar og við höfum þurft að fjárfesta geypi- mikið í búnaði til að auka öryggi veitunnar, en þetta margborgar sig til framtíðar. Með nóg af heitu vatni eru möguleikarnir óþrjótandi og t.d. eru komnir heitir pottar nánast á hvern bæ þar sem hita- veitan var lögð.“ alltaf óttalegt vindrassgat og stóð aldrei til að setjast hér að. Það var síðan Svava í Langaholti, vinkona okkar hjóna sem við gistum hjá eitt sinn, sem kom mér í skilning um ágæti svæðisins. Þegar svo Söðuls- holt var til sölu, þá var ekki aftur snúið,“ segir hann og brosir. En hver er maðurinn og hvaðan kemur hann? „Eg er úr Reykjavík, eins og áður sagði, en bjó erlendis í 35 ár, bæði í Bandaríkjunum og Luxem- borg, þar sem ég var fyrsti forstjóri Cargolux og starfaði sem slíkur í 13 ár. Þaðan fluttumst við til Bandaríkjanna og vann þar hjá írsku fjármagnsfyrirtæki sem fjár- magnaði, keypti, seldi og leigði flugvélar um allan heim. Við hjón- in áttum fjögur börn, en misstum nýtt hús og nú erum við að klára 36 hesta hesthús og reiðhöll, sem við ráðgerum að taka í gagnið um næstu helgi.“ Stundar útreiðar af kappi Aðspurður um hestamennskuna og hvar hann hafi fyrst kynnst henni, svarar Einar: „Ég var í sveit víða um land, en sú sveit sem stendur upp úr er Húsey í Skaga- firði. Við strákarnir stálumst oft á bak, riðum berbakt um sveitir og síðan þá hef ég alltaf haft áhuga á hestum.“ Einar segist vera dugleg- ur að fara í sleppitúra, en þá keyri hann jafnvel hrossin suður og reki vestur að Söðulsholti, þannig að úr verður ágætis ferðalag. Auk þess ríði hann og vinirnir í sveitinni reglulega fjörurnar, enda um frá- bærar útreiðaleiðir þar að ræða. „Olafur, vinur minn á Miðhrauni, er duglegur að beita sér hér í hestamennskunni, hóar fólki sam- an í útreiðatúra um svæðið og er mikil ánægja með það framtak.“ Góð aðstaða skiptir miklu máli Blaðamaður spyr hann nánar um þá glæsilegu aðstöðu sem er í þann veginn verið að ljúka við að reisa og hvað hann ætli sér með hana. „Það var byrjað á byggingunni í júní og hér hafa verið 5-7 iðnaðar- menn að störfum síðan þá, flestir af Snæfellsnesinu. Iðunn Svans- dóttir og Halldór Sigurkarlsson, sem búa í Hrossholti, koma til með að reka tamningastöðina þar sem þau þjálfa og temja bæði fyrir mig Reiðhöllin íþann veginn að verða tilbúin Séð heim að Söðulsholti t Eyja- og Miklaholtshreppi í vetrarríkinu. línrækt en til stóð að reisa verk- smiðju nálægt Þorlákshöfn, sem sæi um að vinna uppskeruna, en feygja þarf stráið í heitu vatni, brjóta híðið utan af en síðan er innihaldið nýtt. Verksmiðjan komst aldrei í gagnið vegna fjár- þurrðar og lítið mun gerast þar til almennilegt stofnfé verður tryggt. Ég tel hinsvegar línrækt afar spennandi kost og sannfærður um að þráðurinn verði tekinn upp síð- ar. I staðinn höfum við snúið okk- ur að byggrækt og gengur ágæt- lega, en núna erum við nokkrir hérna á svæðinu með u.þ.b. 100 hektara land til ræktunar. Það verður þó að viðurkennast að síð- asta sumar var slakt og er veðrátt- unni þar aðallega um að kenna,“ segir Einar. En eru firekari fram- kvæmdir í bíðgerð? „Það liggur fyrir að rífa refahús sem er hér og reisa vélaskemmu, en hún er bráðnauðsynleg, enda nóg af tækjum og tólum sem þarf að setja inn yfir vetrartímann. Auk þess ætla ég að halda áfram að sinna hinu áhugamálinu, fyrir utan hestamennskuna, en það er skó- rækt og nú þegar er ég búinn að planta uml2 km. í skjólbelti ogyfir 6.000 skógarplöntum". Blaðamaður spyr Einar í lokin hvort hann sé bjartsýnn með fram- haldið og veru sína í sveitinni. Hann svarar að bragði að það sé hann ávallt, engan bilbug sé á sér að finna. Greinilegt er að þrátt fyr- ir aldur og fyrri störf, er frarn- kvæmdagleði og starfsorka Einars hvergi nærri á þrotum. KH i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.