Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 gfflÉSSUiÍölBRI Auka þarf íjárframlög tál brýnna verkefiia í samgöngumálvim Nefnd sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipaði um einkaframkvæmd í samgöngumál- um telur ýmsum brýnum verkefn- um í samgöngumálum verði ekki sinnt nema til komi aukin f)ár- framlög. Þá telur nefndin að auka þurfi gagnsæi við ákvarðanatöku í framkvæmdum í samgöngumálum og huga þurfi að breyttu vinnulagi við röðun framkvæmda. Nefndin var skipuð í júlí á ný- liðnu ári og var henni ætlað að gera tillögur um, við hvaða að- stæður einkaframkvæmd getur talist vænlegur kostur í samgöngu- málum. I nefndinni voru Ingi- mundur Sigurpálsson forstjóri Is- landspósts, Halldór Arnason skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu og Stefán Jón Friðriksson við- skiptafræðingur í fjármálaráðu- neytinu. I áliti nefndarinnar kemur með- al annars fram að mikilvægt sé að í einkaframkvæmd með þátttöku ríkisins sé sem stærstur hluti tekna rekstraraðila fenginn með veggjöldum. Skuggagjöld og bein framlög úr ríkissjóði telur nefndin óæskileg í einkaframkvæmd á sviði samgangna „þar sem þau slíta sam- bandið á milli þess, sem lætur þjónustuna í té, og þeirra, sem njóta hennar," eins og segir í skýrslu nefndarinnar. Svokölluð skuggagjöld hafa nokkuð verið í umræðunni að undanförnu meðal annars í tengslum við tvöföldun Hvalfjarðarganga og gerð Sunda- brautar. Þá segir meðal annars í áliti nefndarinnar: „Samningar, sem eingöngu fela í sér íjármögnun einkaaðila, er ekki einkafram- kvæmd, heldur aðferð ríkisins til að afla lánsfjár." Eins og kunnugt er hafa fyrirtæki boðist til þess að koma að framkvæmdum við Suð- urlandsveg og fjármagna hann að hluta til þess að flýta framkvæmd- um. Nefndin telur að einkafram- kvæmd geti verið hagkvæmur kost- ur fyrir ríkið við ákveðnar aðstæð- ur og nefnir í því sambandi meðal annars að einkaaðili geti náð meiri hagkvæmni við framkvæmdina með samrekstri við aðra starfsemi sína. Þetta þýði að einkaaðili geti séð sér hag í því að vinna verk fyr- ir lægra verð þar sem hann getur nýtt húsnæði eða mannafla betur en ef ríkið annaðist verkið og sam- legðaráhrifa nyti ekki. Hins vegar segir nefndin að einkaframkvæmd geti verið óhag- stæðari kost fýrir ríkið ákveðnum tilvikum og nefnir í því sambandi að fjármagnskostnaður einkaaðila sé að jafnaði hærri en ríkisins „ og eins gera opinberir aðilar oft lægri ávöxtunarkröfu til eigin fjár, enda að jafnaði ekki tilgangur opinbers rekstrar að skila hagnaði" segir orðrétt. Þá er nefnt að fjárhagslegt bol- magn einkaaðila sé oft minna en Samið um fyrstu skrefin að tvöföld- un á Kjalamesi og undir Hvalfirði Fulltrúar Spalar ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, og Vega- gerðarinnar hafa undirritað sam- komulag sem líta verður á sem fyrsta formlega skrefið að því marki að tvöfalda þjóðveginn um Kjalar- nes og gera ný göng undir Hval- fjörð. I þessu samkomulagi er kveð- ið á um að Spölur og Vegagerðin séu sammála um nauðsyn fram- kvæmda við hringveginn á Kjalar- nesi og við Hvalfjarðargöng til að auka afköst umferðarmannvirkj- anna og auka jafnframt tunferðar- öryggi. Til grundvallar í viðræðum aðila var að tvöfalda veginn úr Kollafirði að Hvalijarðargöngum og tvöfalda göngin. Gfsli Gíslason, stjórnarformaður Spalar segir að aðdragandi samkomulagsins hafi í stórum dráttum verið sá að forystu- menn Spalar kynntu Sturlu Böðv- arssyni samgönguráðherra fyrr í vetur áhuga sinn og hugmyndir um hvernig koma mætti undirbúningi nýrra Hvalíjarðarganga og vega- bótum á Kjalamesi á dagskrá þegar á árinu 2007. Samgönguráðherra fól Vegagerðinni í framhaldinu að taka upp viðræður við Spöl og nýja samkomulagið er afrakstur þeirra viðræðna. 250 milljónir króna til ráðstöfunar Samið var um það á sínum tíma að Vegagerðin lánaði Speli ijár- muni til að félagið gæti greitt hlut- höfum sínum samningsbundinn arð. Þetta fyrirkomulag var við lýði um árabil eftir að félagið var stofn- að. Skuld Spalar af þessu tilefni er um 150 milljónir króna og í nýja samkomulaginu er kveðið á um að félagið geri að fullu upp við Vega- gerðina í september 2007. Enn- fremur segir þar að þessum fjár- munum skuli varið til undirbúnings ffamkvæmda við að tvöfalda þjóð- veginn á Kjalarnesi og tvöfalda Hvalfjarðargöng, til dæmis vegna skipulagsmála, mats á umhverfísá- hrifum, nauðsynlegra landakaupa og hönnunar á nýjum vegi. Vega- gerðin leggur til viðbótar ffam að minnsta kosti 100 milljónir króna á árunum 2007 og 2008 til að nota í sama skyni. AIls verða því að minnsta kosti 250 milljónir króna til ráðstöfunar. Spölur og Vega- gerðin ætla að setja á laggir sérstaka samstarfsnefnd vegna undirbún- ingsverkefnanna til að fjalla um til- högun þeirra og ffamgang. Stj ómarformaður Spalar fagnar samkomulaginu Gísli fagnar samkomulaginu við Vegagerðina enda hafi Spalarmenn hvatt ítrekað til þess að horft sé á Sundabraut, tvöföldun vegar um Kjalarnes og stækkun Hvalfjarðar- ganga sem eina ffamkvæmd sem skipta mætti svo eftir atvikum í ein- staka þætti. Þeir hafi bent á að um- ferð aukist stöðugt um Hvalfjarðar- göng og nauðsynlegt sé að taka tvö- földtm ganganna á dagskrá nú þeg- ar til að auka afköst þeirra og tryggja áfram öryggi vegfarenda. „Samkomulag Spalar og Vega- gerðarinnar setur stækkun gang- anna í raun og veru á dagskrá og tvöföldun á Kjalarnesi sömuleiðis. Orð eru til alls fyrst og nú verður þeim fylgt eftir með fýrstu skrefun- um til undirbúnings," segir Gísli. „Vissulega tekur sinn tíma að hanna ný jarðgöng, ganga frá nauð- synlegum breytingum á skipulagi, meta umhverfisáhrif ffamkvæmd- anna, kaupa land og gera annað það sem gera þarf. Mikilvægast er samt að nú er ferlið formlega hafið. Tvö- földun þjóðvegarins á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga er besta ráðstöfunin sem í boði er til að tryggja öryggi vegfarenda á sama tíma og umferð eykst þar ár ffá ári. Þessa sýn tel ég að samgönguráð- herra, Vegagerðin og Spölur eigi sameiginlega og það staðfestist í raun með samkomulaginu. Ég vænti þess iýrir hönd Spalar að undirbúningurinn fái greiðan fram- gang og sjálfar framkvæmdirnar komist á dagskrá sem fýrst. Veru- leikinn kallar á þessar samgöngu- bætur.“ HJ ríkisins sem geti leitt til óhagstæð- ari samninga við verktaka og bind- andi ákvæði í samningi um einka- framkvæmd kunni að torvelda við- brögð við nýjum og breyttum að- stæðum. Samningar um einka- framkvæmdir séu oftast gerðir til langs tíma og því líklegt að að- stæður geti breyst á samningstím- anum. I áliti nefndarinnar kemur fram að almennt hafi arðsemisútreikn- ingar ekki verið notaðir við röðun samgönguframkvæmda á landinu í heild. Telur hún að hugað verði að nýrri aðferð við röðun fram- kvæmdanna. Annars vegar verði byggt á markmiðum um tryggt að- gengi, frumtengingu byggða, styrkingu jaðarsvæða, öryggissjón- armiðum og fleiri þáttum. Hins vegar verði beitt arðsemisgrein- ingu þar sem metin verði fjárhags- leg og umhverfisleg hagkvæmni verkefna. Nefndin telur koma til greina að vinna einstök arðsöm eða brýn verkefni í einkaframkvæmd, þótt veggjald og bein ffamlög þriðja að- ila standi ekki undir öllum kostn- aði „ef hann tryggir fjármagn til verksins í formi veggjalds eða beinna framlaga, sem standa a.m.k. undir 90% framkvæmdakostnað- ar.“ HJ Moody's gefiir Orkuveitimni Aa2 Orkuveita Reykjavíkur fékk sl. fimmtudag lánshæfiseinkunnina Aa2 hjá alþjóðlega matsfýrirtækinu Moody’s. I tilkynningu Orkuveit- unnar til Kauphallar Islands kemur fram lítil eða óveruleg áhætta sé í rekstri fýrirtækisins, að mati Moody’s, en bent er á að vægi tekna þess af samkeppnisrekstri muni fara vaxandi. Styrkur Orkuveitunnar sjálffar og Reykjavíkurborgar sem bakhjarls fýrirtækisins telur Moody’s tdl helstu kosta Orkuveit- unnar og lýsir henni sem alhliða veitufýrirtæki sem einbeiti sér að umhverfisvænni orkuframleiðslu úr jarðhita. I tilkynningunni segir Guð- mundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur að athyglis- vert sé hvað umhverfismál og sterk ímynd Orkuveitunnar í umhverfis- vænni orku og umgengni við nátt- úruna séu farin að skipta miklu máli í mati á öllum þáttum starf- seminnar. „Það er ákaflega mikil- vægt og gagnlegt að hafa fengið þessa alþjóðlegu sérfræðinga til að fara í gegnum reksturinn hjá okkur og vitaskuld ánægjulegt að fá þetta góða mat á styrk fýrirtækisins, rekstri þess og áædunum." Orkuveita Reykjavíkur Guðmundur segir ástæðu þess að Orkuveitan réðst í að afla sér al- þjóðlegrar lánshæfiseinkunnar vera þá, að framundan séu miklar fjár- festingar hjá fýrirtækinu. Þegar lánsfjár verði aflað til þeirra verk- efha skipti miklu máli að geta leit- að hagstæðustu kjara sem víðast og lánshæfismatið geri það mögulegt. Sjö aðilar á Islandi hafa gengist undir alþjóðlegt lánshæfismat, þar á meðal stærstu fjármálafýrirtækin. Orkuveita Reykjavíkur fær bestu einkunn þessara fýrirtækja, ef ffá eru skilin þau sem njóta ríkisá- byrgðar. Moody’s segir framtíðarhorfur lánshæfis Orkuveitu Reykjavíkur stöðugar. Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg með 93,539% eignarhlut, Akranes- kaupstaður með 5,528% og Borg- arbyggð með 0,933%. HJ Engey RE-1 frystir aflann um borð. Ingimn, Faxi og Engey við loðnuveiðar Uppsjávarveiðiskip HB Granda hf. Ingunn AK, Faxi RE og Engey RE eru öll farin til loðnuveiða og sl. mánudag var landað um 1.000 tonnum af loðnu úr Ingunni á Vopnafirði og Faxi beið þá löndun- ar þar með um 900 tonn. Þá var Engey á miðunum og frystd aflann um borð. Sjávarútvegsráðuneytið gaf fýrir helgi út byrjunarkvóta á loðnuvertíðinni og er hann 180 þúsund lestir og er hlutur HB Granda um 27 þúsund tonn. Vdhjálmur Vilhjálmsson hjá HB Granda segir mjög ánægjulegt að veiðiárgangur loðnu skuli nú fund- inn. Hann segir loðnuna veiðast ffá svæði djúp norður af Grímsey og að svæði djúpt undan Langanesi og að haffannsóknarstofnun hafi tekist að mæla hann að hluta þannig að hægt hafi verið að gefa út byrjunar- kvóta. Reynslan sýni að betur gangi að mæla stofhstærð þegar gangan verður komin nær landinu. Vd- hjálmur segir að á meðan upphafs- kvóti sé í gildi verði áhersla lögð á ffystingu loðmmnar og er hún haf- in hjá fýrirtækinu á Vopnafirði. Ekki verði því kraftur í bræðslunni að sinni. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.