Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 SíS3£SSiöH©ÍSKI Homo palustre: Gísli semur og frumsýnir Mýramanniim innan skamms Gísli Einarsson, fréttamaður, at- vinnu veislustjóri m.m. í Borgamesi hefur milli annarra verkefna í vetur setið við skriftdr. Fetar kappinn nú í fótspor nágranna síns Snorra Sturlu- sonar sem eitt sinn bjó á Borg og er að ljuka skrifum á leikverki sem mun vafalaust verða ja&i frægt, ef ekki ffægara, en Heimskringla Snorra. Nú er undirbúningur fyrir ffumsýn- ingu leikverksins Mýramannsins á lokametrunum hjá Gísla. Það er Kjartan Ragnarsson í Landnáms- setrinu sem aðstoðar Gísla við upp- setningu verksins, sem er tæpir tveir Gtsli á kafi í viðfimgsefiiinu. tímar að lengd, og stefnt er að ffum- sýningu 27. janúar nk. „Það er erfitt að skilgreina þetta og full djúpt í árinni teldð að kalla „Mýramanninn" leikrit. Þetta er ffekar löng sögustund en vissulega eru fín leiklistartilþrif í þessu en þau koma ffá öðrum en mér. Eg er einn á sviðinu og lýsi þróun Mýramanns- ins ffá steinöld til okkar daga og fer djúpt í einstaka þætti s.s. sköpulag, geðslag, þróun Borgamess og fleira og segi sögur af Mýramönnum, þekktum og óþekktum. Þetta er síð- an brotið upp með kvikmyndaatrið- um þar sem ég fæ bðs- styrk valinkunnra snill- inga.“ Meðal þeirra sem koma ffam í hreyfi- myndaformi era Eddu- verðlaunahafinn Ilmur Kristjánsdóttdr, víkingar úr Dölunum, formenn einstakra stjórnmála- flokka og ýmsir fræði- menn svo nokkrir séu nefndir. Gísli segir að sýningin eigi hvergi betur heima en á Landnámssetrinu þar sem nú þegar megi segja að hefð sé komin á ffumlega sagnamennsku á Söguloftinu; Mr. Skallagrímsson í með- förum Benedikts Er- lingssonar sem notið hefur fádæma vinsælda og nú er í gangi saga tónlistarmannsins Gísli Einarsson við „fossinn“ íLandnámssetrinu. „Svona era menn,“ með þeim félögum KK og Einari Kárasyni. „Það er náttúrulega stórkostlegur heiður fyrir mann eins og mig að feta í fótspor þessara snillinga og ekki síður að fá að taka smá þátt í þessu mikla ævintýri sem þróun Landnáms- setursins er, en það er býsna magnaður ár- angur sem þau Kjartan og Sirrý hafa náð þama á skömmum tíma,“ segir Gísli. „Homo palustre, eða Mýramað- tudnn er saga Mýramanna ffá A tdl O. Þetta er argasta bull með sögu- legu ívafi. Markmið mitt er að sjálf- sögðu að reyna að móðga einhverja og helst sem flesta - það er svo góð auglýsing," segir Gísli og bætir við að ef það takist vel, komi fólk í stríð- um straumi til að geta myndað sé skoðun og tekið þátt í umræðunni um verkið við eldhúsborðin sem víð- ast. „Þó hygg ég, algjörlega án gríns, að þetta verði græskulaust gaman. Eg fékk til hðs við mig söguffóða menn af Mýrunum til að ég ljúgi nú ekki eins miklu. Hinsvegar ákvað ég strax í upphafi svona tdl að auðvelda mér skrifin að láta sannleikann ekki hefta ffamþróun verksins.“ Aðspurður um tdlurð þess að hann leikgeri nú sögu Mýramannsins seg- ir Gísli að hugmyndin sé um tveggja ára gömul og þar að auki stolin. „Eg byggi þetta á hugmynd sem Páll sveitarstjóri gaukaði að mér, en hann sá verkdð De fordömte nordlændin- gena í Noregi- verk sem gekk árum saman hjá frændum vorum þar. Eg sá videó af þessu verki þar sem sagð- ar era skemmtisögur af norskum norðlendingum og þaðan er grunn- hugmyndin komin.“ Síðar segir Gísh að verkið hafi þróast hjá sér og hann síðan sótt um og fengið veg- legan styrk frá Menningarsjóði Borgarbyggðar til að skrifa handrit. „Síðan komst Kjartan Ragnarsson með puttana í þetta og hefur rekið mig áffam og gefið mér góð ráð en hann er nokkurs konar þróunarstjóri Mýramannsins. Vafalaust hefur aldrei áður orðið jafn hröð þróun á Mýramanninum á jafn skömmum tíma,“ segir Gísli. Eins og áður segir er stefiit að ffumsýningu Mýramannsins á pakk- húsloftinu í Landnámssetrinu laug- ardaginn 27. janúar nk. „Eg mun síðan forsýna verldð daginn áður fyrir vini mína og fjölskyldu og halda með þeim hættd upp á fertugsafmæli mitt. Síðan stefiú ég á að sýna verk- ið ffam effir febrúar en fjöldi sýn- inga fer eftir aðsókn,“ segir Gísli að lokum. MM Krummi í vanda Slökkviliðið á Akranesi fékk heldur óvanalegt útkall í dag en hringt var í það og beðið að koma hrafni nokkram til hjálpar. Hrafn- inn, sem er einn af virðulegum bæj- arhröfnum á Akranesi, var fastur uppi á þaki pósthússins við Kirkju- braut, búinn að flækja sig í mastri sem þar er. Slökkviliðsmenn höfðu snarar hendur, fóra með körfubíl á staðinn, hífðu sig upp og náðu að losa kramma úr prísundinni, sem eflaust var ffelsinu feginn. Hann reyndist þó það illa særður á fæti að ekki var víst hvort ráðlegt væri að láta hann lifa við svo búið. Með slökkviliðsmönnunum Guðmundi Hjörleifssyni og Jóni Sólmundarsyni á myndinni er sér- legur hjálparsveinn þeirra, Brynjar Mar Guðmundsson, sem staddur var á svæðinu þegar Skessuhorn bar að. Þegar var búið að gefa hrafnin- um nafnið Sprettur. KH Hertar aldursreglur á staðarpöbb Hvanneyringa Forsvarsmenn Pöbbsins á Hvanneyri hafa ákveðið að herða reglur um aðgengi fólks að veit- ingastaðnum. Frá og með næsta fimmtudegi verður einvörðungu hleypt inn þeim sem era orðnir 20 ára, óháð því hvort yngra fólk sé í fylgd með fullorðnum eða ekki. „Vegna nokkurra vandamála sem upp hafa komið síðustu helgar utan við og inn á Pöbbnum á Hvann- eyri, hefur verið ákveðið að hækka aldurstakmark á Pöbbnum upp í 20 ár, en ákvörðun um aldurstakmark á veitingastöðum hérlendis er al- gerlega á ábyrgð rekstraraðila hvers veitdngastaðar," segir í tilkynningu frá Snorra Sigurðssyni eiganda veitdngastaðarins. Fram til þessa hefur aldurstak- mark á veitingastaðnum verið 18 ár, en eins og gefur að skilja er þó einstaklingum undir tvítugu óheimil kaup á víni á barnum. Þessu hefur verið fylgt fast eftir á Pöbbnum en neysla áfengis hjá fólki imdir lögaldri hefur því mikið til farið fram utan dyra. Vegna kulda og vosbúðar útd hefur fólk „sturtað" þar í sig og komið svo aft- ur inn í hlýjuna þar sem svifið hef- ur hratt á menn. „Oftar en ekki hefur fólkið orðið heldur ölvað vegna þessarar neysluhegðunar. Þetta hefur kallað á ólæti innan- sem útandyra, nokkra pústra og mikinn sóðaskap af völdum vínum- búða á víð og dreif um hlaðié og því hefur þessi ákvörðun nú verið tekin með það að markmiði að auka líkurnar á jákvæðari hegðun fólks sem er að skemmta sér og um leið að minnka líkumar á því að ónæði berist frá gestum veitingastaðarins til íbúa í nágrenninu," segir Snorri í samtali við Skessuhorn. MM Góðar horfur á og í nágrenni Akraness Á vef VLFA fjallaði Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins í vikunni um atvinnuhorfur og fjölda lausra starfa hjá nokkrum fyrirtækjum á og í nágrenni Akra- ness. Þar tínir hann til þau lausu störf sem vitað er að fyrirtæki á svæðinu þurfa að ráða mannskap í. „Ohætt er að segja að það sé bjart yfir atvinnuhorfum hjá okkur Skagamönnum á næstu misseram. Mér reiknast til að það séu að skapast allt að 100 ný störf bæði hér á Akranesi og störf tengd stór- iðjunni á Gru ndartan gasvæði nu,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að í desember sl. hafi Norðurál byrjað að ráða starfs- menn vegna lokaáfanga stækkun- arinnar, en í þeim áfanga þurfti fyrirtækið að ráða á milli 50 og 60 nýja starfsmenn. I dag á Norðurál eftir að ráða í kringum 30 þeirra og munu þær ráðningar fara fram í janúar og febrúar. Þegar stækkun- inni er lokið er áætlað að starfs- menn Norðuráls verði í kringum 430. Síðar í pistli sínum nefnir Vil- hjálmur að Islenska járnblendifé- lagið áætli að fjölga starfsmönnum um 35 vegna framleiðslu á sérefni sem nefnist FSM. Áætlað er að sú framleiðsla hefjist í febrúar 2008. „Einnig hafa forsvarsmenn HB Granda gefið það út að þeir hafi í hyggju að hefja beinabræðslu hér á Akranesi í það minnsta tímabund- ið, en sú starfsemi hefur verið í Reykjavík undanfarin ár. Við þessa tilfærslu munu einhver ný störf skapast í verksmiðjunni að nýju.“ Þá getur Vilhjálmur nýlegra fregna um fyrirhugaða aukningu sementsframleiðslu SV um allt að 50% sem þýddi að 6 ný störf munu skapast. Auk þess hafi ýmis fyrir- tæki auglýst störf, svo sem Gáma- þjónustan, Trésmiðjan Akur og fleiri. Eins og áður segir áætlar Vilhjálmur Birgisson að gera megi ráð fyrir allt að 100 nýjum störfum á svæðinu á næstu misserum. MM Hittu átrúnaðargoðið á veitingastað A myndinni erufrá vinstri Aðalsteinn Omar Asgeirsson fi-á ísafirði, semfékk að njóta samvista við Sn<efellinga í þessari ferð, Magnús Þór Jónsson, Gylfi Scheving knattspymufrömuður, sem varð 61 ára íferðinni, Ronaldo, Olafur Rögnvaldsson, Friðljöm Asbjömsson, Atli Alexandersson og Orvar Ólafsson. Það er ekki í frásögur fær- andi að áhugamenn um knatt- spyrnu haldi til „Mekku“ íþróttarinnar í Englandi til þess að sjá knattspyrnuleik enda verður áhuga íslendinga á ensku knattspymunni vart líkt við annað en trúarbrögð. Nýlega fór einu sinni sem oft- ar hópur manna af Snæfells- nesi til Englands til þess að berja goðin sín augum eltandi leðurtuðrana á grænum völl- um þeirra ensku. Hitt er sjaldgæfara að fyrir tdlviljun reldst menn á átrún- aðargoðin á fömum vegi eins og að rekast á nágranna á bryggj- unni. Snæfellingarnir héldu til Liverpool þar sem þeir sáu heima- menn lúta í gras fyrir skæðirm og vel vopnum búnum sveinum vopna- búrsins í Arsenal. Síðan var haldið tdl Manchester þar sem þeir sameinuðu í United mættu liðsmönnum Aston Villa. Leiknum lauk með sigri þeirra rauðklæddu frá Manchester. Það vora liðmenn þeirra frá Svíþjóð og Noregi sem skoraðu. Að loknum leik héldu Snæfelling- ar á veitingastað til þess að nærast og gleðjast yfir sigri heimamanna. Þar sem þeir sátu var þeim litið á næsta borð og könnuðust við ungan mann sem þar sat. Var þar kominn enginn annar en portúgalski drengurinn Cristiano Ronaldo sem skorað hefur tólf mörk Rauðu djöflanna í úrvals- deildinni í vetur. Köstuðu Snæfellingar kveðju á kappann og bæjarstjóri þeirra Krist- inn Jónasson festi augnablikið á myndvél. Hann fórnaði sér fyrir fé- laga sína enda heldur hann með öðra rauðklæddu liði sem þessa stundina er með heldur lakari stöðu en Ronaldo og félagar. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.