Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 13
 MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 13 Brautargengi á Akranesi Námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í áttunda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnám- skeiðum á landsbyggðinni. A vormisseri 2007 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, meðal annars á Akranesi. Námskeiðin eru skipulögð í sam- vinnu við sveitarfélög og fleiri að- ila á hverjum stað og í þessu tilfelli er það atvinnumálanefnd Akranes- kaupstaðar sem hefur frumkvæði að námskeiðahaldinu, í samstarfi við Impru. Alls hafa á sjötta hund- rað konur víðs vegar um land lok- ið Brautargengisnámskeiði frá upphafr. Brautargengi er 75 kennslu- stunda námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja. Meðal mark- miða námskeiðsins eru að nem- endur öðlist hagnýta þekkingu á þáttum er lúta að stofnun og rekstri fyrirtækja, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun. Einnig öðlast nemendur tengsl við at- vinnulífið í gegnum fyrirlesara, leiðbeinendur og aðra þátttakend- ur. Lögð er áhersla á að kennarar hafi reynslu og þekkingu af at- vinnulífinu og miðli hagnýtri þekkingu til nemenda. Þátttak- endur fá einnig handleiðslu hjá starfsmönnum Impru og hjá leið- beinanda á hverjum stað á milli kennslustunda. Brautargengi er sérsniðið nám- skeið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Einu inn- tökuskilyrðin eru að þátttakendur hafi viðskiptahugmynd til að vinna með, séu að hefja rekstur eða séu nú þegar í rekstri. Einnig þurfa þátttakendur að skuldbinda sig til þess að vinna að gerð viðskiptaá- ætlunar sinnar í heimavinnu minnst 10 klst. á viku. Skipulag námskeiðsins á Akranesi Námskeiðið hefst með sameig- inlegu hópefli hópanna frá stöðun- um þremur sem samtímis taka þátt á landinu, helgina 10.-11. febrúar nk. Staðseming verður ekki ákveð- in fyrr en ljóst er hvort næg þátt- taka næst á öllum stöðunum. Eft- ir það verður kennt einu sinni í viku, á miðvikudögum, kl. 12:30- 17:00, frá febrúar og fram í maí (alls 14 skipti). Ollu jafnan verður kennt á Bókasafninu á Akranesi. Reynsla annarra Boðið hefur verið upp á Braut- argengisnámskeið reglulega í Reykjavík síðan 1996 en á árinu 2003 var í fyrsta sinn boðið upp á námskeiðið á landsbyggðinni. Uppbygging námsins á lands- byggðinni er sú sama og á höfuð- borgarsvæðinu. Notað er sama námsefni og er námskeiðið sam- bærilegt að öllu leyti. A sjötta hundrað konur hafa lokið Brautar- gengisnámi frá upphafi, þar af 153 á landsbyggðinni. Samkvæmt könnun sem gerð var á árinu 2005 er um helmingur kvenna sem tek- ið hafa þátt í námskeiðinu frá upp- hafi nú með fyrirtæki í rekstri. Flest fyrirtækjanna eru með einn til tvo starfsmenn, en meðalfjöldi starfsmanna er níu. Eftirgrennsl- an hefur ennfremur leitt í ljós að einungis ein af hverjum 10 konum hefur alfarið lagt á hilluna öll áform um fyrirtækjarekstur. Þó ekki hafi allar hafið rekstur eru margar enn að vinna að undirbún- ingi sinna viðskiptahugmynda. Frekari upplýsingar Námskeiðið er í umsjón Arn- heiðar Jóhannsdóttur og Elínar Aradóttur, verkefnisstjóra hjá Impru á Akureyri, í samvinnu við Rakel Oskarsdóttur starfsmann at- vinnumálanefndar Akraneskaups- staðar. Námskeiðsgjald er 38.000,- kr. á hvern nemenda, en algengt er að stéttarfélög hafi tekið þátt í greiðslu námskeiðskostnaðar. Um- sóknareyðublöð og frekari upplýs- ingar má finna á vefsíðu Impru (www.impra.is), en einnig er hægt að hafa samband við verkefnis- stjóra með tölvupósti (elina@iti.is) eða hringja í síma 460 7970. Um- sóknarfrestur er til 26. janúar Eygló Dóra DavíSsdóttir, fiðlusnillingur úr Borgarfirði. Fiðlusnillingur úr Norðurárdal Eygló Dóra Davíðsdóttir, frá Hvassafelli í Norðurárdal, er aðeins 18 ára en þegar búin að vinna sér rétt til þess að spila einleiksfiðlu- konsert með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Blaðamaður hringdi í Eygló Dóru og fékk hana til þess að segja lesendum aðeins frá sjálfri sér, ástríðunni gagnvart fiðluleik og þeim mikla árangri sem hún er að sýna á því sviði. „Eg var fimm ára þegar ég hóf nám í fiðluleik og sótti þá tíma hjá Evu Tosik í Borgarnesi, en um ell- efu ára aldur flutti ég mig um set, fór til Reykjavíkur og nam hjá Lilju Hjaltadóttur. Þegar grunnskólan- um og skyldunni lauk sótti ég um í Listaháskólanum, en var ekki með stúdentspróf og þreytti því inn- tökupróf, sem ég stóðst og er nú undir styrkri handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur,“ segir Eygló Dóra. Ahuginn brennandi Eygló Dóra var lang yngsti nem- andinn sem komst inn í Listahá- skólann á sínum tíma og greinilegt að slíkt krefst mikilla hæfileika, en hverju þakkar hún þá? „Eg hef alltaf haft brennandi áhuga á fiðluleik en nauðsynlegt er að hann sé til staðar ætli maður að ná langt þar sem áhuginn er drif- krafturinn. Eg æfi mig á hverjum degi í u.þ.b. fjóra til fimm tíma þeg- ar ég hef tíma,“ segir Eygló Dóra og bætir við að nú eigi hún aðeins eitt ár eftir í að útskrifast. En hvernig kom það til að hún spilaði einleiksverk með Sinfóníu- hljómsveit íslands sl. fimmtudags- kvöld? „Það er haldin keppni á vegum Listaháskóla Islands á hverju ári, þar sem nemendum skólans og í öðrum Tónlistarskólum býðst að koma og spreyta sig. Sigurvegar- arnir fá að spila með Sinfóníu- hljómsveitinni og í ár urðum við þrjú sem hlutum náð fyrir dóm- nefndinni, einn úr Söngskóla Reykjavíkur og tvö úr Listaháskól- anum.“ Þegar blaðamaður ræddi við hana fyrir tónleikana sl. fimmtudag var hún að koma af æfingu. „Verkið sem ég flyt er fiðlukonsert eftir Max Bruch. Æfingin gekk mjög vel og ég er full tilhlökkunar að takast á við verkefhið“. Aðspurð um hvort hún finni ekki fyrir kvíða eða sviðs- skrekk, segir hún furðu róleg og kvíðinn sé furðulítill, nánast eng- inn. I lok samtalsins spyr blaðamaður Eygló Dóru um framtíðina og hvert leiðin liggi? Hún segist stefna í nám til Þýskalands en þar sé sér- staklega mikil gróska í tónlistalíf- inu, góðir kennarar og umhverfið tilvalið fyrir áhugafólk í klassískri tónlist. KH Vilt þú fá nýja glu[,nn9 Skerumú r textao gm ynstur t sandblás allt eftirþ ínumó ski Komumh eimo gm ælumo gs etjumu PS. Kaupirþ úf ilmuí g luggann, færðþ ú póstkassaskiltim eð2 5%a Sími: 565-1 AiCyi y HANDVERKSBAKARÍ “ Diyránesýiitu 6 - lioryarnesi - sínii: 437 lyxo Vikutilboð frá föstudegi til fimmtudags: Rúgbrauð 190 kr. verð áður 230.kr. Tertur tilbunar 1 frostí! Tilvaldar fyrir böndann Verð 2.400 kr. verð áður 2800 kr Helgarttlboð: Nybökuð runstykki 2 fyrir 1 frá klukkan 7-12 laugardaga og 9-12 sunnudag Akraneskaupstað ur Síminn Akraneskaupstaður í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur og Símann óskar eftir tilboðum í verkið Akursbraut, Heiðarbraut, Höfðabraut - gangstéttar o.fl. Helstu magntölur eru: Uppbrot.............................. 100 m2 Skurðir.............................. 300 m Jöfnunarlag........................ 1.150 m2 Steyptar stettar................. 1.020 m2 Malbikaðar stéttar................... 130 m2 Þökulagning........................ 310 m2 Raflagnir............................ 400 m Gagnaveita OR........................ 510 m Símalagnir......................... 1.100 m Verklok eru 29 júní 2007. Útboðsgögn eru til sölu fra og með 16. jan. n.k. hjá tækni- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi fyrir kr. 5.000,-. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 31. jan. 2007, kl. 11:30. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.