Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 JkissStmö^M Þarf heilt þorp til þess að ala upp bam Leikskólastjórinn Sigríóur Herdís og aöstoðaleikskólastjórinn, Matthildur Soffía. A afmœli leikskólans var Matthildi fierð blóm í tilffni starfsaldursins, sem erjafn aldri skólans. Eins og fram kom í síðasta blaði Skessuhorns, átti leikskólinn á Grundarfirði 30 ára afmæli fyrir skömmu þar sem mikið var um dýrðir. Af því tilefni fengum við leikskólastjórann, Sigríði Herdísi Pálsdóttur og elsta starfsmann skól- ans, Matthildi Soffiu Guðmunds- dóttur í örlítið spjall, fræddumst um upphafið á leikskólastarfinu, helstu áherslur og þá trú marma í Grundar- firði að það þurfi fleiri en foreldrana til þess að ala upp bam. „Það voru upphaflega Rauða kross sjálfboðaliðar sem komu leik- skólanum á laggirnar, ásamt sveitar- félaginu," útskýrir Matthildur, er hún er spurð um upphafið á starf- semi skólans. „Starfshópur á vegum deildarinnar málaði og hreinsaði húsið, bjó til leikföng og fleira, en hann var síðan opnaður í janúar 1977. Við emm ákaflega stolt af af- mælisbarninu, en það er samdóma álit allra að það hefur þroskast vel og eram mjög bjartsýn með ffamhald- ið,“ segir Sigríður Herdís. „Hér í Grundarfirði era bæjarbú- ar okkur mjög velviljaðir og foreldr- ar eiga sérstakt hrós skilið fyrir hvað þeir eru duglegir að mæta á allar uppákomur sem við bjóðum til. Það sýnir okkur einfaldlega áhugann á því sem við erum að gera og þeirri stefnu sem við aðhyllumst.“ Sigríður Herdís útskýrir helstu markmið skólans: „I leikskólanum er barnið í brennidepli og starfs- hættir taka mið af þroska og þörfúm hvers einstaklings. Til þess að svo megi verða er leikskólastarfinu skipt í ýmiskonar leiki, nám og samveru- stundir bæði úti og inni. Starfsemin byggir mikið á ffjálsum leik, dagleg- um venjum, söngstundum, sam- verustundum, útiveru og fleiru“. Fáar en skýrar reglur Þegar blaðamaður spyr Matthildi hvort henni finnist böm hafi breyst á einhvern hátt í gegnum tíðina seg- ir hún svo ekki vera. „Eg er nú búin að starfa við þetta í þrjátíu ár og get ekki fúndið fyrir því að börn séu á nokkurn hátt öðravísi en áður. Sam- félagið hefúr þó vissulega breyst og í dag finnst mér meiri vakning og áhugi á leikskólastarfinu en áður tíðkaðist og það auðveldar kennur- unum vissulega starfið." Stöllurnar segja frá þeirri fjöl- skyldustefnu sem bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á síðasta ári, þar sem ákveðið var að foreldrar grunn- og leikskólabarna skyldu samræma uppeldisaðferðir á böm- um staðarins. Námskeið eru haldin fyrir foreldra og starfsmenn í upp- Bömin voru meó heilmikla söngdagskrá í tilefni afnuelidagsins. / ,yA moi'gim, segir sá lati... Lífið er hreint fúllt af tækifærum. Eitt slíkt kom upp í hendur mínar á miðvikudag í hðinni viku. Þannig er að ég kaupi hið ágæta héraðsfrétta- blað Skessuhorn sem oftast kemur út nefúdan vikudag. Yfirleitt kíki ég yfir blaðið fljótlega effir að það kemur, svo framarlega sem ég finni gleraugun mín. Rúsínuna í pylsu- enda þessa blað er langoftast „Pistill Gísla." Gleymi ég mér þann hluta til kvölds og tek með mér í rúmið. Það er fátt betra en að sofúa með bros á vör, því Gísli er húmoristi hin mesti og ekki síður góður penni. Þennan umrædda fimmmdag var minn maður alveg glataður og mér varð ekki svefúsamt um nóttina. Þar talar Gísli um þann hóp öryrkja sem hann kallar kerfisffæðinga. Telur þá svíkja út bætur og segir orðrétt: „Þar á ég við þá sem í raun og vera eru fúllffískir, líkamlega allavega, en tekst með einhverjum hætti að verða sér út um viðeigandi vottorð sem duga sem bevís upp á bætur.“ Við þetta hef ég margar athuga- semdir. Hér effir nota ég heitið ör- yrki og lífeyrisþegi í merkingunni: Fólk sem ekki getur unnið eða fær ekki vinnu sem það getur unnið og framfleitt sér af vegna veikinda sinna eða fötlunar, áður en til hefð- bundins effirlaunaaldurs kemur. Stærsti einstaki hópur öryrkja er fólk með geðraskanir sem allmennt eru ekki taldar til líkamlegra sjúk- dóma, þó um það séu stundum deildar meiningar. Annar stærsti hópur öryrkja er það vegna stoð- kerfisvandamála t.d. gigtarsjúkdóma sem iðulega eru ósýnilegir sjúkdóm- ar, þ.e. það sést ekki á manneskjunni að hún sé með sjúkdóm. Eg get ekki sætt mig við, þó Gísli kunni að vera að gera að gamni sínu, að þá geri hann það á kostnað fólks sem oft á mjög erfitt með að verja sig op- inberlega og hefur í mörgum tilfell- um upplifað mikla niðurlægingu vegna veikinda sinna og matferlis til örorkubóta. Eg er auðvitað ekki að mæla því bót að fólk hafi rangt við hvorki í þessu né örðu. En sjálf dreg ég það í efa að sá hópur sem hefur rangt við í hópi öryrkja sé stærri en almennt gerist með manneskjur. A máli kirkjunnar væri það ef til vill orðað eitthvað á þessa leið: Ég hef ekki trú á því að öryrkjar séu syndugri en aðrir menn. Svört vinna er samfélagsmein sem mikilvægt er að uppræta eins og kostur er. Ég velti líka vöngum yfir þeim fyrirtækjum sem borga fólki svart fyrir fulla vinnu, eitthvað er ekki í lagi með bókhald og fjármál þeirra fyrirtækja ef satt reynist. Einnig ef fyrirtæki eða stofúanir borga fólki laun á annarra nafni, eins og Gísli nefúir í umræddum pisli. Af hverju hefur þá sá einstak- lingur raunverulega ffamfærslu sem launin eru skrifuð á? Er sá sem launaseðillinn er skráður á að fá út úr þessu aukin lífeyrisréttindi og borga hærri skatta? Eg botna bara ekki í þessu. Er Gísli með auka- vinnu hjá Skattrannsóknarstjóra og er þá ekki rétt að sú stofnun fari yfir málið? Er þetta ekki skjalafals? Spyr sá sem ekki veit. Hitt veit ég að enginn fer til lengri tíma ver út úr svartri vinnu en sá sem hana vinnur. Atvinnurekand- inn er að hafa af viðkomandi dýr- mæt og stundum ómetanleg félags- leg réttindi, eins og veikindarétt, líf- eyrisrétt, trygginabætur, stéttarfé- lagaðild o.s.frv. Þetta er þekkt um allan heim og mikið samfélagsmein m.a. í Bandaríkjunum. Eg skil held- ur ekki hvernig þetta má vera í mikl- um mæli þar sem atvinnuþátttaka á Islandi er með því mesta sem gerist í heiminum og vinnutími mjög langur. Oryrkjum hefur að sönnu fjölgað á undangengum árum hér á landi en eru hlutfallslega færri en á hinum Norðurlöndunum. A flestan hátt er ég samt glöð og þakklát að Gísli skrifaði þennan, að mínu mati vonda pistil, og rændi mig hluta af nætursvefninum um leið, því ég hef lengi haft það á verk- efúaskrá minni að skrifa um málefni langveikra og fatlaðra en hummað það ffarn af mér kannski af einskærri leti.(Eg man reyndar eftir að hafa heyrt haft eftir geðlækni sem kenndi Bragi Þór Sigurdársson og Gunnar Ingi Gunnarsson, framkvœmdastjóri Rafteikningar ásamt Konráði Andréssyni í Borgamesi. Rafteikning hf. fagn- ar útibúi á Akranesi Á föstudaginn var bauð Rafteik- ing hf. viðskiptavinum sínum til móttöku þar sem fagnað var opn- un útibús fyrirtækisins á Akranesi. Reksturinn hófst þó þann 1. sept- ember í haust þegar fyrirtækið eldisstörfum þar sem kynntar era reglur sem eiga það sameiginlegt að vera fáar og einfaldar en mjög skýr- ar. Einn af helstu áhersluþáttunum eru - að það þarf heilt þorp til þess að ala upp bam,“ segir Matthildur. Styrkur úr Þróunarsjóði I lokin upplýsir Sigríður Herdís blaðamann um nýlegan styrk sem leikskólinn hlaut úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins. Hann var veittur fyrir ferlamöppur, en með þeim er stefút að markvissu upplýsingaflæði milli skóla og heimilis. Sérstakur vinnuhópur innan leikskólans mun vinna að gerð þessara mappa og voru menn að vonum afar glaðir með styrkinn. Hann hefði mikilvæga þýðingu fyr- ir skólann og væri enn frekari hvatning á því góða starfi sem þar er unnið. KH keypti rekstur teiknistofu þeirrar er Bragi Þór Sigurdórsson raf- virkjameistari rak um árabil á Akranesi. Bragi Þór er útibússtjóri Rafteikningar á Akranesi. Rafteikning er ein af stærstu verkfræðistofum landsins með yfir 40 ára reynslu á sviði rafmagns- verkfræði. Helstu viðfangsefni stofunnar eru á orku- og iðnaðar- sviði svo og hönnun rafkerfa í stórum sem smáum byggingum. Sem dæmi má nefna að starfsmenn fyrirtækisins unnu að hönnun Kárahnjúkavirkjunar. Gunnar Ingi Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Rafteikningar segir að með opnun útibús fyrirtækisins á Akranes vilji það sinna sem best þeim sívaxandi markaði sem á Vesturlandi er enda hafi fyrirtækið á að skipa úrvals starfsfólki undir stjórn Braga Þórs. Bragi Þór segir verkefni stofunnar næg og starfs- menn hennar á Akranesi séu þrír í dag og fjölgi í fjóra innan tíðar. Hann segir útibúið sinna að mestu þörfum viðskiptavina í sínu næsta nágrenni en einnig hafi stofan sinnt stórum verkefnum á höfúð- borgarsvæðinu. HJ « læknanemum að það mætti færa fyr- ir því nokkur rök að leti væri sjúk- dómur, í það minnsta hafi leti sum þau sömu einkenni og þunglyndi þar sem vantar allan vilja til að lifa athafúasömu og skapandi lífi og fólk hefur verið rænt allri löngun til að huga að sjálfum sér og sínum í sum- um tilfellum). Geðraskanir af ýmsum toga eru þau veikindi sem hrekja fólk af vinnumarkaði í okkar heimshluta hvað mest. Þessir sjúkdómar eru lífshættulegir og valda ekki einungis þeim sem af þeim þjást hörmunum heldur líka fjölskyldu þeirra. Þessi sjúkdómaflokkur er því sérstaklega erfiður en reynslan hefur sýnt að fordómar draga úr möguleikum til að ná árangri í meðferð, en opin, upplýst og fordómalaus umræða og umhverfi hjálpa hinum þjáðu og þeim er næst þeim standa mest. Nauðsynlegt er að heilbrigt um- hverfi haldist í hendur við fjöl- breytta heilbrigðis- og félagsþjón- ustu í nærsamfélagi viðkomandi. Allra best er að þjónustan sé ein- staklingsmiðuð, þ.e. að þjónustan sé veitt í samvinnu við viðkonandi ein- stakling, fjölskyldu eða hóp. Fagað- ilar hafa þekkingu og reynslu á sínu sviði en hver og einn þekkir sjálfan sig á þann hátt að enginn annar er þar ffernri. Þessi aðferð er tímaffek og krefjandi í upphafi en sparar mikinn tíma og fyrirhöfú síðar í ferlinu, auk þess sem hún byggir upp traust milli að- ila ef vel er að staðið. Traust- ið er ein af grunnforsendum samstarfsins. Eg hef verið öryrki í um áratug og af líkum haft miklu meiri tíma og betri aðstæður til að kynna mér þetta málefúi en Gísli, sem mér virðist ef marka má afköst hans í fjölmiðla- og skemmtanabransan- um, vera störfum hlaðinn maður, með fullri virðingu fyrir afköstum dugnaðarforka eins og Gísla Einars- sonar úr Lundareykjardal. Eg hef tekið þetta verkefni mitt alvarlega og rejmt að kynna mér flestar hliðar þess og orðið margs vísari sem lík- lega er best að gera ffekari skil síðar í annarri grein eða greinaflokki. Hér er best að láta staðar numið þannig að ritstjóri Skessuhorns treysti sér til að birta greinarkornið. Eg vona líka að Gísla heilsist vel, hann fái ekki letikast og haldi áfram að færa mér skemmtilega pistla í rúmið á miðvikudagskvöldum og ég geti svifið inn í nóttina með bros á vör. Jóhanna Leópoldsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.