Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 5
>&U9vnuk MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 5 Nýtt kvenfélag í Borgarhreppi Nokkrar ungar konur í Borgar- hreppi hinum forna hafa tekið sig til og sent öllum kynsystrum sínum í hreppnum bréf um stofnun kven- félags. Að sögn Olafar M. Brynjars- dóttur á Ferjubakka sem fer fyrir hópnum er ekki um að ræða endur- reisn hins gamla kvenfélags, sem áður fyrr starfaði með miklum blóma, heldur nýtt félag. „Ungu fólki hefur, sem betur fer, fjölgað aftur í hreppnum og þar af leiðandi bömum. Við söknum þess að hér er til dæmis engin jólatrés- skemmtun fyrir börnin eða aðrar þær samkomur sem haldnar voru hér í eina tíð þar sem fjölskyldan kom saman og skemmti sér. Því ákváðum við nokkrar konur hér í kring að senda út bréf og kanna áhugann. Fundurinn verður hald- inn í Valfelli, félagsheimili hrepps- ins, miðvikudaginn 24. janúar klukkan 20:00 og við vonum auð- vitað að sem flestar konur í Borgar- hreppi hafi áhuga á málinu og sjái sér fært að mæta,“ sagði Olöf. MM Samráðshópur um forvamamál stofnaður Bæjarráð Akranes hefur sam- þykkt að stofnaður verði samráðs- hópur starfsmanna bæjarins og lög- reglunnar á Akranesi um forvama- mál. Jafnframt verði framkvæmda- nefnd um forvarnir í fikniefnamál- um lögð niður. Þessi niðurstaða er í samræmi við niðurstöður samráðs- fundar um málefni tmgs fólks sem haldinn var á Akranesi þann 24. október á nýliðnu ári. Síðan hafa verið ræddar starfsreglur fyrir sam- ráðshópinn og hafa komið að því máli auk starfsmanna bæjarins, fulltrúar gmnnskólanna og lögregl- trnnar. Hinn nýi starfshópur gengur undir nafninu Brúin og er þar vísað til þess að starfshópnum sé ætlað að hafa þá yfirsýn sem fæst í skips- brúnni auk þess að hann brúi bil milli stofnana, stjómkerfis bæjarins og einstakra aldurshópa. HJ Staðinn að því Þrátt fyrir nokkra ófærð telur lögreglan á Akranesi umferðina hafa gengið án teljandi vandræða í liðinni viku. Henni barst á sunnu- daginn kvörtun yfir akstri vélsleða í bænum og fundu hann og öku- manninn eftir að hafa svipast um. www.skessuhom.is ÚTSALAH Vantar þig kjólinn fyrir þorrablótin á frábæru verði? Endilega kíktu inn á www.gala.is Glæsilegur samkvæmisfatnaður í öllum stærðum. Ath.7 daga skilafrestur meðfullri endurgreiðslu :) Suðurlandsbraut 52 (bláu húsunum við Fákafen) Sími 588 9925 / www.gala.is Vesturgata 77 Akranesi GLÆSILEG ÍBÚÐ í Fallegt eldra timburhús á besta stað á Akranesi.Stutt í miðbæinn.Er á eignarlóð sem liggur að sjó. íbúðin telur tvær hæðir og hluta af kjallara.Stórar og fallegar stofur með míkilli lofthæð og nýlegu eikarparketi.Nýlega endumýjað baðherbergi , flísalagt með innréttingu og baðkari.Eldhúsið er stórt með dúk á gólfi og eldri innréttingu.Þaðan er glæsilegt útsýni útá sjóinn, yfir Krókalón og uppá Snæfellsnes. Þetta er glæsileg eldri eign sem mikíð hefur verið gert fyrir. BÓKAÐUR TÍMAI SKOÐUN ! 848-8718 Verð: 22.9 Staerð: 126 m2 Fjðtt* hertieföa: 6 Byggingarár: 1928 Brunabötamat: 14.4 Btekúr. 35 rri2 REÍMBC LIND Þórarinn Jónsson hdl. lögg. fasteignasali 861 2743 848 8718 Breiðavík 8 112 Reykjavík í GQÐU HVERFI! Falleg fbúð í góðu og rólegu húsi að Breiðuvfk í Grafarvogi.Góðurúílskúr og sérgeymsla með glugga og hillum fylgja eigninni. Húsið er steinað að utan og því mjög viðhaldslítið. Sérinngangur er í hverja íbúð. Þessi íbúð er mjög björt með gluggum á þrjá vegu og ágætu útsýni.Eldhús og stofa eru í einu rými með útgengi á suðursvalir. Hverfið er bamvænt, stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Egilshöll og golfvöllur eru í næsta nágrenni og falleg friðuð strönd (göngufæri. Verð: 26,6 Staerð: 131,7 FjölcS hörbefgja: 4 Byggíngáran 1999 Bftffrabótsirnát: 19.2 BJskur. 30m2 REÍMRK LIND Benedikt Sölufulltrúi 861 2743 benni@remax.is Vilja endurvinna rúlluplastið Eyja- og Miklaholtshreppur hef- ur samið við Gámaþjónustu Vest- urlands um að hirða allt plast sem kemur frá bændum. Að sögn Egg- erts Kjartanssonar oddvita er það vilji hreppsnefndar að plast sé ekki urðað heldur sett í endurvinnslu. „Það er hrikalegt að vita af öllu þessu plasti sem var safiiað saman og keyrt í Fíflholt til urðunar. Með þessu samkomulagi við Gámaþjón- ustuna höfum við tryggt að gámar verði settir heim á stærri bú, þar sem bændur setja plastið sitt í. Gámarnir eru síðan teknir og los- aðir nokkrum sinnum á ári. Þar sem minna er umleikis eru bændur beðnir um að safna plastinu saman og það verður síðan sótt til þeirra.“ Plastið er flutt suður til Reykja- víkur til frekari flokkunar og síðan sent erlendis til endurvinnslu. „Fyrstu gámarnir eru þegar komn- ir á bæi og þeir sem ekki hafa feng- ið gáma nú þegar geta búist við því næstu daga,“ sagði Eggert Kjart- ansson. BGK að aka réttindalaus í sjö skipti Þeir gáfu ökumanni merki um að stöðva sleðann sem hann gerði en þegar átti að fara að ræða við hann ók hann á braut og hvarf sjónum lögreglumanna. Hann fannst þó aftur skömmu síðar og í það skipti reyndi hann ekki að stinga af. At- hugun leiddi í ljós að sleðinn var óskráður og ökumaður réttinda- laus. Með þessu athæfi sínu telst ökumaður sleðans hafa brotið um- ferðarlög með því að aka án öku- réttinda á óskráðu og ótryggðu ökutæki og að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu. Til viðbótar telst hann hafa brotið gegn lög- reglusamþykkt fyrir Akraneskaup- stað sem bannar umferð vélsleða innan bæjarmarkanna. Við þetta er svo að bæta að þetta er sjöunda skiptið sem viðkomandi ökumaður er staðinn að því að aka réttindalaus en hann hefur aldrei öðlast ökurétt- indi. KH r Leikdeild UMf Skallagríms er að fara af stað með æfingar á leikriti sem áætlað er að frumsýna í mars. Fyrsti samlestur fer fram í Lyngbrekku laugardaginn 20.janúar kl 11:00. Áhugasamir mæti þangað ellegar hafi samband við Ragnar í síma 697-9845 fyrir nánari upplýsingar. Gleðjum bóndann með blómum og huggulegheitum Persónuleg þjónusta Verið velkomin 'Bfómaversfunin Blómanon Hyrnutorgi - Borgarnesi - sími 437 1878 rq i Akraneskaupstað ur Skil á erindum til bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar Bæjarráð Akraness heldur að jafnaði fundi á fimmtudögum kl. 16:00. Til þess að tryggja að erindi verði sett á dagskrá fundarins þurfa þau að hafa borist á bæjarskrifstofu eða á netfangið akranes@akranes.is fyrir hádegi á þriðjudegi fyrir fund. Skipulags- og byggingarnefnd heldur að jafnaði fundi annan hvern mánudag kl. 16:00. Til þess að tryggja að erindi verði sett á dagskrá fundarins þurfa þau að hafa borist tækni- og umhverfissviði, Dalbraut 8, eða á \ netfangið gudny@akranes.is fyrir hádegi á fimmtudegi ; fyrir fund. Fundaáætlun er hægt að nálgast á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is ^^^æjarstjórinr^^kranesi^^^^^^^^^

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.