Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 11
SKESSIBSÖBKI MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 11 Ovíst hvenær framkvæmdir við Þjóðbraut heíjast Framkvæmdir við nýja Þjóð- braut, nýja innkeyrslu til Akraness, verða í fyrsta lagi á vegaáætlun árið 2008. Þetta upplýsti Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra á fundi með bæjaryfirvöldum á Akranesi í síðustu viku. Fundinn sátu einnig fulltrúar frá Vegagerðinni. Sem kunnugt er hefur bæjarstjórn Akra- ness þrýst mjög á að framkvæmdir hefjist sem fyrst og í byrjun desem- ber lagði meirihluti bæjarstjórnar til að þá væri unnið að því að koma ffamkvæmdinni inn á vegaáætlun fýrr en gert hafði verið ráð fyrir þannig að ff amkvæmdir gætu hafist árið 2007. Vildi meirihlutinn að framkvæmdirnar yrðu boðnar út þegar í desember en af því varð ekki. A fundinum í síðustu viku kom ffam að hönnun verksins væri nán- ast lokið og útboðsgögn að verða tilbúin. Gert er ráð fyrir tveimur hringtorgum með fjórum stúmm hvort ásamt sér tengingu við Ket- ilsflöt og innkeyrslu á lóð verslunar Bónuss sem nú er að rísa við Þjóð- braut. Aætlað er að framkvæmdir taki um 10 mánuði og kosti í heild sinni um 200 milljónir króna og er hlutur Akraneskaupstaðar um 35 milljónir króna. Samgönguráðherra upplýsti að um þessar mundir standi yfir end- urskoðun samgönguáætlunar og unnið sé að því að setja þetta verk inn í þá áætlun. Einnig sé unnið að því í ráðuneytinu í samvinnu við fjármálaráðuneytið að afla heimilda fyrir ffamkvæmdinni sem fyrst og semja við bæjaryfirvöld um fjár- mögnun hennar, þannig að hægt verði að flýta henni umffam það sem væntanlega . samgönguáætlun gerir ráð fyrir sem eins og áður sagði verður í fyrsta lagi árið 2008. íij Nepal stækkar dreifikerfið í Borgarfirði Nepal ehf. í Borgarnesi vinnur nú að stækkun Inter- netdreifikerfis síns í Borgar- firði. Netið sér nú þegar Lundarreykjadal, hluta Skorradals, Andakíl og Staf- holtstungum fyrir Interneti um örbylgju auk þess sem fyrirtækið rekur ADSL miðju á Hvanneyri. Verið er að ljúka uppsetn- ingu á sendi í mastri á Staf- holtsveggjum auk þess sem undirbúningur er hafinn að uppsetningu tveggja senda í Reykholtsdal. Að sögn Þórs Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra er einnig ver- ið að kanna möguleika á að setja upp ADSL miðju í Reykholti sem mun geta þjónað þéttbýlinu þar og bæjum í næsta nágrenni. Fyrirtækjum og stofnunum á svæð- inu mun einnig standa til boða allt að 10 Mbita tengingar. Aætlað er að ljúka þeirri stækkun í febrúar. „Við höfum fundið fyrir mikilli hvamingu ffá íbúum utan okkar dreifikerfis til að stækka það. Fyrir vikið viljum við láta á það reyna hvort pláss sé fyrir okkur á þessu svæði og vonum við að okkur verði vel tekið. Ef viðbrögðin verða góð munum við að sjálfsögðu halda áffam uppbyggingu kerfisins eftir því sem við höfum svigrúm til,“ segir Þór og bætir við að dýrasti þátturinn í uppbyggingu dreifikerf- is sem þessa sé uppsetning trausts burðarnets sem þolir það álag sem því ber að þola. „I því sambandi vinnum við einnig að hringteng- ingu burðarnetsins sem mun auka enn á öryggið,“ segir hann að lokum. BGK Krossey jýllti sig einu sinni Síldveiðiskipið Krossey SF-20 fór í liðinni viku vestur í Grundarffórð og kastaði fyrir síldina sem þar var í nokkru magni. Veiðarnar gengu vel og náði skipið aðfylla sig í fáum k 'óstum. Skipið sigldi að því búnu áleiðis til beimahafnar á Homafirði og eetlaði í kjölfarið að halda á loðnuveiðar norður aflandinu. MM/ljósm. Sveirir. Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness athugið! Verkalýðsfélag Akraness minnir félagsmenn sína á eftirfarandi námskeið í tölvunotkun sem Símenntunarmiðstöð Vesturlands stendur fyrir: Byrjendanámskeið í tölvunotkun (18 kest) Þetta námskeið hentar þeim sem lítið sem ekkert eru komnir af stað í að nota tölvur. Námið er sniðið að þörfum byrjenda. Farið verður í windows stýrikerfið, word, internetið, tölvupóstinn o.fl. Hefst þriðjudaginn 30. jan. Kennt á þri. og fim. kl. 19:30 til 21:00 í 9 skipti og lýkur 27. febrúar. Kennt er í Brekkubæiarskóla á Akranesi. Kennari: Valgarður Lyngdal Jónsson Verð: 15.900,- Verkalýðsfélag Akraness vill einnig minna fullgilda félagsmenn sína á að þeir eiga rétt á námskeiðsstyrk sem nemur 75% af námskeiðsgjaldinu. Kostnaður fullgiids féiagsmanns er því kr. 3.975,- $ % SÍMGNNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VGSTURLANDI Upplýsingar og skráning: Isíma 4372390 kl. 9-16 Með tölvupósti: svava@simenntun.is - www.simenntun.is w w w . v I f a www.skessuhorn.is Menningarsjóður Sparisjóðs Mýrasýslu Úthlutun styrkja fer fram á aðalfundi SPM Umsóknir um styrki óskast sendar til SPM, Digranesgötu 2 merktar Menningarsjóður co/Steinunn Ásta Guðmundsdóttir eða á póstfangið steinunnasta@spm.is fýrir í. febrúar 2007. í umsókn komi fram tilefni umsóknar, fjárhæð sem sótt er um og áætlaður heildarkostnaður við verkið. Ekki verður úthlutað aftur úr sjóðnum 2007. •SfSPM Hugmyndaríkar konur... ... athugið! Impra nýsköpunarmiðstöð heldur námskeiðið Brautargengi fyrir konursem vilja hrínda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur: • skrifi eigin viðskiptaáætlun, • kynnist grundvallaratriðum er varða stofnun og rekstur fyrirtækis, • öðlist hagnýta þekkingu á þáttum er lúta að fýrirtækjarekstri, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun, • öðlist tengsl við atvinnulífið í gegnum fyrirlestra, leiðbeinendur og aðra þátttakendur. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, verkefnavinnu og persónu- legri handleiðslu. impra nýsköpunarmiðstöð Námskeiðið verður haldið á eftirfarandi stöðum: Höfn i Homafirðl, Akranesi og Akureyri Námskeiðið hefst helgina 10. -11, febrúar. Síðan verður kennt einu sinni í viku frá kl, 12:30 -17:00 til 9. mal (útskrift 16. mai). Nánari upplýsingar og skráning eru á vefsíðu Impru (www.impra.is) Einnig má nálgast frekari upplýsingar hjá Elínu Aradóttur í síma 460 7970 eða gegnum tölvupóst (elina@iti.is)■ Skráningu lýkur 26. janúar Brautaraengi er styrkt af og sklpulagt I samráði við sveitarfélögin og fíeiri aðila á viðkomandl stöðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.