Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 15
■ IM... MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 15 Loðnir toppar leynast víða Bóndi nokkur var snöggur til svara en oít talsvert seinhepp- inn í tilsvörum sínum. Eitt sinn var hann við slátt ásamt dóttur sinni, gjafvaxta sem Asta hét og stóð hún ofar í teignum. Kom þá til hans í slægjuna nágranni og tók að fárast yfir því hve góða slægju hann hefði. „Þetta er nú ekki mikið góði,“ svarar bóndi, „en ef þú kæmir hérna uppundir hana Astu mína, þá gætirðu kannski séð loðinn topp!“ Bleildr vangar Ymis konar óáran hefur gengið yfir Grundfirðinga að undanförnu. A Þorláksmessu var svo mikið rok á svæðinu að ekki var stætt og menn þurftu að njörfa niður eigur sínar til að ekki hirfu á haf út. Nú ganga menn þar um með fölbleika vanga og eiga tíðar heimsóknir í nágrannabæina til að sækja sér súrefni! Hvort það hefur fokið á haf út með rokinu er erfitt að segja en eins og oft áður hefur ein bára ekki verið stök í Grundarfirði. Gróði af því að drekka Piltar tveir í Borgarfirði hafa legið með hausa sína í bleyti vegna vinnu sem krefst mikillar hugsunar. Til að létta sér störf- in og lundina hafa þeir eirmig sopið drjúgt af öli. Tarnir stórar og miklar voru teknar og sjálf- sagt að reyna að fá eitthvað skilagjald fyrir umbúðirnar sem eftir lágu og safnast höfðu fyrir eftir haustið. Ekki treystu þeir sér til að koma magninu fyrir í bíl sínum svo gripið var til þess ráðs skömmu fyrir jól að fá léð- an sturtuvagn til flutninganna. Er í Borgarnes kom, féllust starfsmönnum Fjöliðjunnar hendur og báðu um lengri ffest en venja er og kváðust ekki geta lofað talningu á dósunum fyrr en eftir jól, slíkt var magnið. Umbúðirnar gáfu heilar tuttugu og fimm þúsund í vasann og var hermt eftir þeim kumpánum að það væri stórgróði af fyrirtæk- inu. Aldrei dáið ráðalaus Leifur Finnbogason bóndi í Hítardal var skarpur maður og ráðagóður. Þau hjón kunnu að gera mikið úr litlu, eins og margir af þessari kynslóð. Leif- ur safnaði ekki holdum, og var snarpholda alla sína tíð. Eitt sinn barst honum bréf ffá Skatt- stjóra þar sem fundið er að bók- haldi hans. Gefið var í skyn í bréfinu að ekki gæti verið að búið hefði svona litlar tekjur, eitthvað hlyti að vera gruggugt! Leifur var ekki að gera mál úr litlu og sendi Skattstjóra mynd af sér. Er ekki getið um að fleiri athugasemdir hafi borist úr þeirri átt. Ekki meira úr sveitinni að sinni. Umsjón: Birna Konráðsdóttir Udán Bókasafns Akraness svipuð milli ára Starfsemi Bókasafns Akraness var með hefðbundnum hætti árið 2006 og aðsókn mjög góð. Utlánuð safn- gögn voru 52.325 gögn, sem er mjög svipað og árið 2005, en þá voru útlán 52.831 safngögn. Þetta samsvarar því að hver Akurnesing- ur hafi fengið um 8,88 safngögn að láni yfir árið sem eru aðeins færri eintök á íbúa en árið 2005, en þá lánuðust úr 9,1 gögn. Ibúum hefur fjölgað í bænum frá fyrra ári og má því segja að útlánin dragist örlítið saman. Sem fyrr eru bækur vinsælastar meðal lánþega eða um 75% þess sem lánað var út. Næst koma tíma- rit (10%) og þá hljóðbækur (9%). Bækur Amaldar Indriðasonar eru vinsælastar hjá viðskiptavinum Bókasafns Akra- ness eins og í fyrra og má segja að þær séu aldrei uppi í hillu. Utlán og gestakomur eru nijög jöfh allt árið en stærstu útlánamánuðirnir voru janúar, mars og júlí. Gestakomur í Bókasafii Akraness voru taldar sérstaklega tímabilið maí til ágúst og komu að jafiiaði um 112 gestir á dag í safnið og sam- kvæmt því eru gestir um 32.000 á ári. kaffítölvur safnsins og eru m.a. er- lendir verkamenn duglegir að not- færa sér þá þjónustu. Safnkostur bókasafnsins er um 55.000 safhgögn, bækur, tímarit, myndefni og tónhst og er leitarbær á www.gegnir.is. Margir gestir sækja daglega í net- ('fréttatilkynning) Dalabúð klædd Sveitarstjórn Dalabyggðar gerir ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveit- arfélagsins að verja ríflega sjö millj- ónum króna til að klæða utan hluta félagsheimilisins Dalabúðar. Þetta er sá hluti hússins þar sem tónlist- arskólirm hefur aðstöðu. Engin lán eru tekin fyrir þessum framkvæmd- um frekar en öðrum þeim sem í gangi eru í Dalabyggð þar sem jöfnunarsjóður kemur að fram- kvæmdum í sveitarfélaginu upp á tæpar 139 milljónir króna á þessu ári. BGK Dalabúð er til vinsfí'i á myndinni en skólinn t.h. Ljósm. BAE. Samdráttur í afla á Vesturlandi á síðasta ári A Vesturland komu á land á síðasta ári 51 tonn aflúðu. Hér erjóhannes Eyleifsson á Leifa AK með nokkur kíló af þeim afla. Á síðasta ári var landað 87.021 tonni af sjávarfangi í höfn- um á Vesturlandi. Árið áður var aflinn 98.067 tonn og er samdrátturinn því rúm 11 % á milli ára. Af helstu fisktegund- um má nefna að þorskafli dróst sam- an á milli ára úr 31.678 tonnum í 27.202 tonn eða um rúm 14%. Ysuafli var 11.297 tonn í fyrra og hafði dregist sam- an um rúm 7% og loðnuafli dróst sam- an úr 31.220 tonnum í 9.929 tonn eða rúm 68%. Kolmunnaafli var hins vegar 14.527 tonn í fyrra en var enginn árið áður. Þá jókst ufsaafli á milli ára úr 3.356 tonnum í 4.665 tonn eða rúm 39%. Af einstökum höfnum má nefna að á Akranesi varð samdráttur í afla. Hann var 47.958 tonn árið 2005 en 41.220 tonn á nýliðnu ári. I Rifi var landað 14.476 tonnum á síðasta ári en árið áður var aflinn 13.425 tonn. I Olafsvík var landað 13.468 tonnum en 12.510 tonnum árið áður. I Grundarfirði var á síð- asta ári landað 12.958 tonnum en árið áður var aflinn 16.748 tonn. I Stykkishólmi stóð aflinn nánast í stað á milli ára. Þar var í fyrra landað 3.613 tonnum en 3.641 tonni árið áður. HJ Sýning í Leifssafn í sumar Stefnt er að því að setja irm einhverja sýn- ingu í Leifssafti í Búðardal nk. sumar. Áfanga- lok eru að verða í uppbyggingu á húsinu sem í grunninn er gamla kaupfélagið í Búðardal. Þá er lokið tveimur þriðju af áætlaðri upp- byggingu á húsinu sem nefnt hefur verið Leifssafn. Að sögn Gtmnólfs Lárussonar, sveitarstjóra Dalabyggðar hefur ekki enn verið ákveðið hvaða sýning verður ofan á því margt kemur til greina. Einnig er verið að ræða um að setja upplýsingamiðstöð ferðamála í húsið. BGK Frá malbikunarfi'amkvæmdum við Gamla kaupfélagið - Leifssafn t Búðardal á sl. ári. Friðþjófur viniiur að málefiium Ljósmyndasafiis Bæjaráð Akraness hefur sam- þykkt tillögu menningarmála- og safnanefndar um að leggja niður starfshóp, sem skipaður var á síð- asta ári til að vinna að málum Ljósmyndasafns Akraness. Jafn- framt hefur forstöðumanni safns- ins verið falið ásamt Friðþjófi Helgasyni að vinna þá vinnu sem starfshópnum var upphaflega falið og leggja tilögur sínar fyrir nefnd- ina. Það var á fyrri hluta síðasta árs sem Friðþjófur, Jón Gunnlaugsson og Guðni Hannesson voru skipað- ir í umræddan starfshóp. Hópnum var ætlað að móta samþykktir fyrir safnið, móta stefnu um hvers kon- ar myndum verður safnað, hvernig safnið taki við væntanlegum safn- munum og hvernig myndir verði settar fram, skráðar og varðveittar. Þá var hópnum einnig falið að ákveða hvernig farið skuli með höfundarrétt, verðskrá og fleiri at- riði er þurfa þykir. HJ MODEL AKRANESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.