Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 17
SBeSSIIHÖiaRI MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 17 « Þegar piparkökur bakast... Valdís með listaverkunum sínum Valdís Einarsdóttir á Akranesi er sannkallaður piparkökumeistari og hefur undanfarin átta ár sigrað með yfirburðum piparkökuhúsakeppni Kötlu sem haldin er árlega í desem- ber. I spjalli við Skessuhorn segir hún frá því hvernig þetta byrjaði allt saman og undirbúningsferlinu sem tekur hana að gera húsin, en þau eru mikil listasmíð og getur tekið allt að fimm vikum að búa tdl. „Eg hef tekið þátt í keppninni frá því hún hófst en það var fyrir fimmtán árum síðan. En sjálf var ég vön því að baka piparkökuhús með barnabörnum mínum fyrir hver jól. Þegar Katla auglýsti keppnina sína ákvað ég að slá til og taka þátt. I byrjun var ég meira í að gera sæta- brauðshús, svipuð og voru í ævin- týrinu um Hans og Grétu, en þró- aðist í aðrar áttir þegar ég sá hvað aðrir voru að gera,“ segir Valdís, er við spyrjum hana um upphafið á ferli hennar. „I fyrsta skipti þegar ég ætlaði að taka þátt snéri ég við heim með húsið, en ég hafði aðeins málað karlana sem fylgdu húsinu öðrum megin og ég sá þegar á hólminn var komið að líklegast myndi það ekki duga.“ Vandasöm smíði En hvernig fær Val- dís hugmyndir sínar og hvernig er vinnu- ferlið? „Eg er alltaf með fullt af hugmyndum í kollinum en upphaf- lega byrja ég á því að mynda þá byggingu sem ég ætla að taka fyrir. Eg man t.d. eftir því er ég ákvað að taka Alþingishúsið, endaði ég í miðjum hópi kín- verskra ferðamanna sem voru þar staddir og saman mynduðum við húsið í bak og fyr- ir líkt og at- vinnunjósnarar. Eftir að hafa tekið myndir, teikna ég hlutföllin og bý til skapalón svo byggingin samsvari sér þokkalega. Síðan hefst baksturinn en það er í kringum októberlok og getur tekið dágóðan tíma enda að mörgu að líta. Þegar ég tók Höfða í Reykjavík, sem var mjög vandasöm bygg- ing, þurfti ég að baka mjó- ar fjalir sem er klæðningin utan á húsinu. Einnig er þakið bogadregið og því þurfti ég að taka kökurnar heitar og beygja þær þannig til svo sveigjan næðist. Bygginguna set ég svo saman með kremi, mála eftir kúnstarinnar reglum og í gluggana hef ég oft sett sellófan, en breytti útaf með Höfða og hafði gardínur fyrir glugg- um sem allar voru úr marsipani,“ útskýrir Val- Nýjasta afrekið, Höfði í Reykjavík, en það bar sigur úr bítum í keppninni 2006. Kötlumenn spenntir Hún heldur áfram: „Mér finnst að fólk sem tekur þátt í keppninni mætti vanda sig betur við pipar- kökuhúsin. Þó verð ég að viður- kenna að konan sem var í öðru sæti núna er mjög efnileg og ég býst við hörkusamkeppni af henni, en það er náttúrlega skemmtilegra. Síðan var ein frá Selfossi býsna góð, sem for- fallaðist í ár, en ég vonast eftir henni sterkri í næstu keppni. Þar sem ég er búin að vinna samfleytt í átta ár hef ég spurt þá hjá Kötlu hvort ég ætti ekki að taka mér pásu frá keppni, þannig að aðrir komist að, en þeir vilja það alls ekki og segja einfaldlega alltaf vera spennt- ir fyrir hverju nýju húsi,“ segir Val- dís hógvær. Aðspurð um hvort eitthvað hús sé hreinlega ekki hægt að gera, seg- ir Valdís ekki telja svo vera. „Eg sé svo sem engar fyrirstöður og held að ég myndi treysta mér nánast í hvaða byggingu sem er, jafnvel Hallgrímskirkjuna, ef því væri að skipta. Það verkefni sem mig langar mest að gera í framtíðinni er líkleg- ast kirkjan á Seyðisfirði, sem mér fimist ákaflega falleg, en vantar ein- faldlega að komast austur til að mynda hana.“ Bamabömin taka þátt Það er greinilegt að Valdís hefur áhrif á afkomendur sína með bakstrinum því í síðustu keppni tóku barnabörnin hennar þátt í keppninni og gerðu sig lítið fyrir og unnu barnaflokkinn. „Þeir voru tveir drenghnokkarnir, sjö og m'u ára, sem vildu endilega spreyta sig. Eg hjálpaði þeim örlítið með bakst- urinn en þeir sáu síðan alfarið um allt annað. Þeir gerðu Kar- dimommubæinn ásamt fígúrum og ég var mjög montin að sjá hvað þeim tókst vel til við að teikna karl- ana en strákarnir stóðu sig með sóma og ávöxtuðu eftir því,“ segir Valdís að lokum, ókrýndur Islands- meistari í piparkökuhúsum. KH GLesilegt Alþingishúsið. Kolbeinsstaðahreppur kominn í Mýrasýslu Hagvöxtur á Vesturlandi um 19% á árunum 1998-2004 Hagvöxtur á Vesturlandi var um 19% á árunum 1998-2004. Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð var á vegum Byggðastofnunar og Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands. I skýrslunni segir að stjórnvöld hafi í áratugi reynt að efla landsbyggðina og æskilegt sé í því efni að fyrir liggi sem gleggstar upplýsingar um efnahag og atvinnumál út um land, ef ætlunin sé að framfylgja slíkri stefnu. Slík upplýsingaöflun sé hins vegar ekki á forgangslista Hagstofu Islands. I skýrslunni er landinu að mestu skipt upp í gömlu kjördæmin með þeirri breytingu þó að nágrenni Reykjavíkur sé flokkað með höfuð- borginni. Hagvöxtur er reiknaður út frá framleiðsluuppgjöri fyrir- tækja í hverjum landshluta en jafn- framt var höfð hliðsjón af atvinnu- teknauppgjöri. Notuð voru gögn um atvinnutekjur og rekstur fyrir- tækja frá Hagstofunni. Ekki var far- ið lengra aftur í tímann en til ársins 1998 vegna þess að góð gögn liggja ekki fyrir um fyrri ár. A þeim árum sem skýrslan náði til var hagvöxtur með mesta móti, þegar miðbik tímabilsins er undan- skilið. Uppbygging er mest á höf- uðborgarsvæðinu. Framleiðsla þar vex um tæp 40% en dregst á sama tíma saman á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra um 6%. A landinu öllu er hagvöxturinn 29% á þessu tímabili. Næst mestur er hag- vöxturinn á Austurlandi 22% og á Vesturlandi er hann 19%. Þegar einstök ár eru skoðuð var hagyöxturinn 3% á Vesturlandi árið 1999, 5% árið 2000 og 11% árið 2001. Árið 2002 verður hins vegar samdráttur um 5 % og á árinu 2003 er hagvöxturinn enginn og árið 2004 er hann 4%. I skýrslunni segir að árið 2001 hafi lokið stækk- un Norðuráls og iðnaðarfram- leiðsla, án fiskvinnu, hafi aukist um 70%. Þegar einstakar atvinnu- greinar eru skoðaðar kemur í ljós að mikill vöxtur var á þessu tímabili í þjónustu á Vesturlandi og telja skýrsluhöfundar að það megi vafa- laust rekja að hluta til Hvalfjarðar- ganganna. Iðnaður, og þá einkum stóriðja, skýri tæplega 5% hagvöxt á Vesturlandi eða nálægt fjórðungi af samanlögðum hagvexti. HJ Með reglugerð sem samþykkt var nú rétt eftir áramótin, er Kolbeins- staðahreppur formlega kominn í Mýrasýslu. Byggðaráð Borgar- byggðar fól sveitarstjóra á sínum tíma að óska eftir því við dóms- málaráðuneytið að Kolbeinsstaða- hreppur færðist undir umdæmi Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Hreppurinn var einn þeirra fjög- Á næstu mánuðum er ráðgert að bjóða út uppbyggingu háhraða- þjónustu í dreifbýli og er það í sam- ræmi við fjarskiptaáædun sem gerir ráð fyrir því að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraða- neti á þessu ári. Samkæmt fféttatil- kynningu frá samgönguráðuneyt- inu er nú unnið að því að kortleggja Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur gert samkomulag við Land- línur ehf í Borgarnesi um gerð nýs aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Landlínur höfðu áður unnið aðal- skipulag fyrir gömlu sveitarfélögin sem mynduðu Hvalfjarðarsveit sl. vor og miðast vinna við nýtt aðal- skipulag fyrst og fremst að því að samþætta þær skipulagsáætlanir. urra sveitarfélaga er í vor samein- uðust í nýtt sveitarfélag sem nú heitir Borgarbyggð og tilheyra hin sveitarfélögin Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu. Að sögn Stefáns Skarphéðinsson- ar, sýslumanns í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu er ekki alveg nýtt að hreppurinn tilheyri umdæmi sýslu- manns Mýrasýslu. I gegnum tíðina hvar háhraðatenging er ekki fyrir hendi og hvaða kröfur á að gera til þjónustu. Samkvæmt bráðabirgðatölum eru í dag 1.603 lögbýli í dreifbýli án háhraðatengingar og 69 til við- bótar í þéttbýli. Það þýðir að um 6.300 manns hafa ekki möguleika á háhraðatengingum en fyrir rúm- Gert er ráð fyrir að nýtt sameinað aðalskipulag verði tilbúið með vor- inu. Þar sem ný aðalskipulagsáætl- un þarf að fara í hefðbundið kynn- ingar- og auglýsingarferli er tæki- færi til að setja ffarn nýja stefnu- mörkun og skilgreina landnotkun með öðrum hætti en nú er gert. „Ef landeigendur hafa uppi áform um breytta landnotkun er mikilvægt að hefur þetta verið á hreyfingu. Stundum voru Hnappadals- og Mýrasýsla saman í einu embætti og stundum ekki. I manntal frá byrjun 19. aldar er Kolbeinsstaðahreppur talinn með Mýrasýslu svo nú, nærri tveimur öldum síðar, eru þeir komnir á sama stað. um tveimur árum var þessi fjöldi um 22 þúsund. Á næstunni verður farið yfir málið með markaðsaðil- um og kannað hvar þeir hyggja á frekari uppbyggingu. I framhald- inu verður ljóst á hvaða svæðum fjarskiptasjóður muni stuðla að uppbyggingu á- starfsmenn Landlína fái upplýsing- ar um slíkt. Breytt notkun lands getur t.d. falið í sér áform um skipulag frístundabyggðar, athafna- svæða, efnistökusvæða og útivistar- svæða (tjaldsvæði, golfvöllur, o.fl.). Starfsmenn Landlína veita ráðgjöf við mótun landnotkunarstefhu sé þess óskað,“ segir í frétt frá fyrir- tækinu. MM BGK Háhraðaþjónusta í dreifbýli boðin út á næstu mánuðum HJ Nýtt aðalsldpulag fyrir Hvalij arðarsveit « « > <

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.