Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 Akraneshöllin, kostnaður og greining hans 'entunn^^ Bjartsýnn Borgfirðingur N o k k u ð hefur verið IJallað um það í fréttum bæði í Skessuhorni og landsmála- blöðum, sem hafa líklega tekið fréttina upp af vef Skessuhoms, að kostnað- ur við Akraneshöllina sé orðinn hálf- ur milljarður. Talan er rétt en ekki hefur verið fjallað mikið um hvemig kostnaðurinn greinist. Samið var við verkktakann Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um verkið 6. maí 2005 og hljóð- aði samningurinn upp á 375 milljón- ir. Til viðbótar var samið um jarð- vegsskipti í velli kr. 16.164.545. Einnig hafði láðst að gera ráð fyrir þakköntum, þakrennum og niður- fallsrömm að verðmæti kr. 6.860.000 þannig að samningsupp- hæð var þá komin í kr. 398.044.545. Með verðbótum og smá breytingum er endanleg upphæð kr. 411.817.126. Þannig má segja að haldið hafi verið nokkuð þétt um samningstöluna upp á tæpar 400 milljónir. Það sem uppá vantaði vom allar umhverfisaðgerðir sem ekki var unnt að komast hjá. Markmið Núverandi meirihluti hefúr sett sér það að ganga vel frá verkfram- kvæmdum þannig að til sóma sé. Við höfum í gegnum árin séð að það er býsna kostnaðarsamt að gera ekki ráð fyrir fullnaðarfrágangi fram- kvæmda, þess vegna hefur þetta markmið verið sett. Ef einstaklingar em í framkvæmdum þá er það stefn- an að ekki standi á af hálfu bæjaryfir- valda að ganga vel ffá ffamkvæmd- um þar sem bærinn á hlut að máli í samskiptum við bæjarbúa, hvort sem um fyrirtæki er að ræða eða einstaka íbúa Akraness eða það sem snýr beint að kaupstaðnum. Efdr sem áður, þó að hér hafi ver- ið gerð grein fyrir því sem nauðsyn er að vita um þegar fjallað er um Akraneshöllina, þá vantar muna- geymslu fyrir húsið og salemi fyrir þá sem þar em að iðka íþróttir. Mín sýn á það mál er að þessu sé unnt að koma fyrir í suðvesturhorni hússins í tveimur bilum og í raun hefði þurft að gera ráð fyrir þessu í upphafi. Akranesi, 15. janiiar 2007. Gísli S. Einarsson, bœjarstjári á Akranesi Ég var stödd í boði fyrir skemmstu og þar var stödd kona sem var verulega lagin við að draga fram það neikvæða í samfélaginu okkar og horfa á það sem vantar frekar en það sem er vel gert. Ég var orðin verulega miður mín og leið orðið beinlínis illa yfir því að búa í svona ömurlegu sveitarfélagi. Þegar ég hafði hinsvegar tóm til þess að jafna mig á þessu og hugsa málið aðeins, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að hér í Borgarfirði hef- ur Grettistaki verið lyft í ýmsum málum og sumt af því hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma. Ég flutti aftur í Borgarfjörðinn fyrir 10 árum effir ca. 15 ára fjar- veru. Er því bæði innfædd og að- flutt. 10 ár eru ekki mjög langur tími en mig langar að nefiia ýmis- legt sem hefur breyst á þessum tíma. Þetta er talsverð upptalning, aðeins fyrir hraustustu lestrarhesta, og þó er ég vafalaust að gleyma ein- hverju. Otrúlega margt hefur gerst og við eigum að vera dugleg að auglýsa Borgarfjörðinn sem ffábær- an stað í mikilli uppbyggingu í stað þess að horfa endalaust á grasið hinum megin við girðinguna. Fyrst og ffemst má nefna Hval- fjarðargöngin, sem eru gífurleg samgöngubót fýrir okkur sem búum og störfum í Borgarfirði og álverið á Grundartanga sem er orð- inn stærsti vinnustaður á Vestur- landi. Stofnun háskóla á Hvanneyri og mikill uppgangur í háskólunum á Bifföst og Hvanneyri. Mennta- skóli Borgarfjarðar tekur til starfa á árinu, uppbygging Snorrastofu og stofnun Landnámsseturs. Borgar- fjarðarbraut tekin í notkun, malbik- að upp í Húsafell og vestur á Snæ- fellsnes. Bónus opnaði í Borgar- nesi, og kaffihús og bakarí í sama húsi. Uppgangur fyrirtækja í bygg- ingariðnaði, eins og Loftorku, Sól- fells, Vírnets og fleiri. Ferðaþjón- ustan í mikilli uppsveiflu; nýtt hót- el á Hamri, opnun í Fossatúni og Hraunsnefi, stofhun „All senses" á Vesturlandi og sprenging í sumar- húsabyggð. Farsímasamband og netsamband víðast hvar og við- horfsbreytingin er slík að við ger- um kröfu um að það sé til staðar. Reiðhöll á Mið-Fossum og önnur í byggingu í Borgarnesi, stór gervi- grasvöllur við Grunnskólann í Borgarnesi, og fleiri í bígerð, 18 holu golfvöllur í Borgarnesi, nýr við Hreðavatn/Norðurá og fleiri eru á teikniborðinu. Almennilegt ráðhús í sveitarfélaginu tekið í n o t k u n , menningar- og vaxtarsamn- ingar við ríkið í höfh og heilu hverfin að rísa í Borgarnesi, Bifröst, Hvanneyri og Reykholti. Vakning í viðhaldi og endurgerð gamalla húsa og stofnun húsafrið- tmarsjóðs. Félagsstarf hvers konar í blóma; gott og vandað ffamboð á leiksýningum, tónleikum, íþrótta- viðburðum og öðrum uppákomum. Fyrst og fremst þarf þessu þó að fylgja samheldni okkar íbúanna og framsýni og tel ég að sameining sveitarfélaganna á svæðinu hafi ver- ið mikið gæfuspor og við eigum eft- ir að sjá ennþá hraðari uppbygg- ingu næstu tíu árin. Auðvitað er að ýmsu að hyggja og það er sjálfsagt að vera „á tán- um“, en við megum hinsvegar ekki gleyma að staldra aðeins við, klappa okkur á bakið og vera ánægð með það jákvæða sem hefúr gerst á tmd- anfömum árum. Jónína Ema Amardóttir, Borgamesi. T^enninn^ó: Mikill er máttur klerksins - enda vel tengdur! Best er að skoða endir í upphafi Líklegt er að skynsamlegast hefði verið að semja um heildarpakkann í upphafi. Þar er átt við göngustíga, bílastæði, lýsingu utanhúss, merk- ingu hússins, girðingar og annað sem hefði þurff að gera sér grein fyr- ir í upphafi. Þegar núverandi meiri- hluti tók við og farið var að ræða um vígslu Akraneshallar skoðaði undir- ritaður málið ásamt meirihlutanum. I ljós kom að aðkomusvæði hússins var ein forareðja, og ekki kæmi ann- að til greina en að ganga sómasam- lega ffá utanhúss. Akvörðun var tek- in um að ekki yrði um vígslu að ræða fyrr en öllum utanhússaðgerðum væri lokið. Sá kostnaður við ffam- kvæmdina sem ekki var samið um í upphafi nemur nú um 87 milljónum króna þarrnig að heildarkostnaður er nær 500 milljónir. Oll umhverfisað- gerðin var mjög nauðsynleg og nýt- ist gestum svæðisins hvort sem um er að ræða iðkun og áhorf íþrótta í Akraneshöll eða aðra viðveru á svæðinu. Enn er þörf á salemum og munageymslum. Síðustu daga hefur útkoma í skoðanakönn- unum um slæmt fylgi Samfylkingar- innar í norð- vesturkjördæmi dunið í fréttum. Onnur kjördæmi hafa horfið í skugg- ann, - enda kannski ekki nýtt að Vest- firðir séu aðalumfjöllunarefni ef eitt- hvað neikvætt ber á góma. Því það er vissulega neikvætt ef Samfylkingin er hugsanlega að tapa fylgi eða heldur ekki í við það fylgi sem þegar hefúr unnist. En hverju er um að kenna? Það verður að segjast eins og er að það er ffemur undarleg skýring á slakri útkomu í skoðanakönnun að þessu sinni að hægt sé að kenna um einum manni. Það var vissulega hiti í mönnum þegar prófkjör fór ffam í norðvesturkjördæmi. Allir vildu koma sínu fólld að, - einkum og sér í lagi eimdi enn eftir af því að hvert hinna gömlu kjördæma vann að því að fá „sinn“ fulltrúa í eitthvert af efstu sætum listans, - enda kannski ekki vanþörf á að fá virkilegan tals- mann sumra þeirra svæða sem til- heyra þessu víðfeðma kjördæmi þar sem atvinnuástand og ffamtíðarhorf- ur eru ekki með bjartasta móti á þess- um síðustu og verstu tímum. Barátt- an um að halda sumum byggðarlög- um í byggð, við að missa ekki fólkið og við að tapa ekki störfúm er sveit- arstjómarmönnum víða á svæðinu ofarlega f huga þessar vikurnar. Þá þarf góða talsmenn á Alþingi og í ráðuneytum, en ekki síst góða bar- áttumenn. Það er því ekki hægt annað en að gleðjast fyrir því að Samfylkingin skuli hafa á að skipa fólki eins og Karli J. Matthíassyni sem leggja mik- ið á sig til að sækja fylgi fyrir Sam- fylkinguna. Það er sannarlega ómak- legt að núa honum því um nasir að hafa unnið heimavinnuna sína í próf- kjörsslagnum. Öll samþykktum við prófkjörsleið til að setja saman list- ann og niðurstöðum hennar verðum við að lúta þó svo að við séum ekki öll sammála um uppröðunina. Ef óá- nægjuraddir heyrast er mikilvægt að þær heyrist þar sem Samfylkingar- menn eru að ráða ráðum sínum og undirbúa hinn sanna kosningaslag, en ekki að bíta hælinn hverjir af öðr- um á opinberum vettvangi. Mikill væri máttur klerksins ef hann einn á sök á því að útkoman fyrir Samfylk- inguna úr skoðanakönnuninni var ekki betri. Við hin í Samfylkingunni ættum að líta í eigin barm og spyrja hvað erum við að gera til að auka fylgi þess málsstaðar sem Samfylk- ingin stendur fyrir og hvað getum við lagt í púkkið? Enginn á atkvæði vís. Það vita flestir. Því er það undarleg skýring að ekki megi leita að atkvæðum utan við yfirlýstan smðningshóp Samfylking- arinnar. Ef við ædum að ná markmiði okkar í vor segir það sig sjálff að þá verða atkvæðin að koma ff á þeim sem áður hafa kosið einhvem annan. Þess vegna var klerkurinn að gera hárrétt þegar hann leitaði á fleiri mið heldur heldur en gefin tíl að auka afla sinn, - enda vanur trillukall samhhða göf- ugu preststarfi sínum í gegnum tíð- ina. Það er því rétt að snúa vöm í sókn, spýta í lófana og gera eins og klerkur- inn gerði, - leita á ný mið, kynna stefnu Samfylkingarinnar og selja fólki hugmyndina að hún sé besti kosturinn að kjósa á vori komanda til að tryggja Islendingum öllum lífs- gæði sem felast í mannkærleika, sanngirni, rétdæti og framsýnum hugsunarhætti. Það gerir klerkurinn ekki einsamall, - jafnvel þó máttugur sé! Sojfía Vagnsdóttir Bolungarvík T^enninn^ls Að skjótajyrst og spytja svo í síðasta Skessuhorni er grein sem eignuð er Gunnari Sigurðssyni og er þar reynt að gera undirritað- an tortryggilegan. Þar era samn- ingar við nágranna okkar í Hval- fjarðarsveit umræðuefni ásamt samningum við Landsbanka Is- lands. Aðfinnslur mínar í þessum málum eru sagðar púðurskot. Aldrei hef ég hirt mikið um að elta ólar við það sem menn segja um mína persónu og geri ekki nú, enda er hún ekki neitt atriði í málinu. Það sem skiptir máli er að hafa það sem sannara reynist og taka ákvarð- anir á málefnalegum forsendum. Nær útrunnir samningar Varðandi samninga við Lands- bankann er það að segja að undir- ritaður taldi óþarft að segja þeim upp á síðasta hausti þar sem þeir rynnu hvort eð er út nú um síðustu áramót. Gagnrýni mín beindist að aðferðarfræðinni, þessari frekjulegu framkomu sem einkennir meiri- hlutann í báðum ofangreindum málum. Ég tel útboð hins vegar ágæta leið til að ná fram hagkvæmni og niðurstaðan var sem betur fer já- kvæð fyrir bæinn. Því hef ég fagnað. Varasöm samanburðarfræði Varðandi talnalega samanburðar- fræði í greininni virðist sem höf- undur hafi ekki mikið kynnt sér for- sögu málsins eða forsendur fyrri samninga enda era þau fræði út í hött. Það er alvarlegt mál ef forseti bæjarstjórnar er ekki betur inni í málunum. Akraneskaupstaður hafði gert samninga við nágrannasveitar- félögin, suma við einstök þeirra og aðra við þau öll. Þessir samningar voru upphaflega gerðir á ýmsum tímum og áttu sér ólíkar forsendur. Þetta var nauðsynlegt að samræma og ná samstöðu um með tilkomu nýs sveitarfélags í nágrenni við okk- ur. Traust, skilvirk og örugg stjórn- sýsla er aðalsmerki vel rekins sveit- arfélags og við sem bárum ábyrgð á rekstri Akraneskaupstaðar á síðasta kjörtímabili vildum hafa slík gildi í öndvegi. Þess vegna töldum við nauðsynlegt að tryggja góða sam- vinnu og sanngjarna kostnaðar- skiptingu milli nágrannasveitarfé- laganna. I samstarfsyfirlýsi n gu var kveðið um viðræður um margvísleg sameiginleg viðfangsefni. Engin nauðsyn bar því til að segja upp öllum samningum þó nýr meirihluti væri óánægður með kostnaðarskiptingu, einfalt var að fara eftír samstarfsyfirlýsingunni og hefja viðræður um málin. Ef niður- staða næðist ekki mátti láta reyna á uppsagnarákvæði síðar. Þar var í ljósi þessa að ég sat hjá við af- greiðslu málsins, enda getur hver sem nennir að lesa bókun meiri- hlutans og mína á fundi bæjarráðs- ins séð samhengið í málinu. Óvönduð stjómsýsla Forseti bæjarstjórnar Akraness er óhress því að enn eina ferðina hefúr meirihlutinn hans hlaupið á sig. Hann leiðir meirihluta sem iðkar ó- vandaða stjórnsýslu, meirihluta sem umgengst viðsemjendur af skeyt- ingarleysi. Það er ámælisvert og okkur Akurnesingum ekki til álits- auka. Okkar ágætu nágrannar vilja eflaust semja við okkur um marg- vísleg málefni. Ég vona fyrir hönd okkar Akurnesinga að þeir horfi í gegnum fingur sér vegna þessarar uppákomu. Ef við Skagamenn náum aftur v i ð u n a n d i samningum verður það þá örugglega þeim að þakka. Eitt var þó skemmtilegt í marg- nefndri grein og það var fyrirsögn- in sem er líkingamál og með stuðl- um: „ Púðurskot úr pólitískum skotgröfum." Þetta gæti verið fyrsta línan í vísu og eflaust ætlar forseti bæjarstjórnar sér að klára hana við tækifæri. Mikilvægt er þá ef hann heldur áfram með líkingarnar að hann sleppi því að tala um „skot í fótinn.“ Sveinn Kristinsson Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.