Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER2006 ^niiMunuu. Iþróttagrein- um fjölgar í húsinu Snjókoma liðinna daga hefur kætt ungviðið á Akranesi og sem vonlegt eru hefur það nýtt öll tækifæri til leikja í snjónum. Ut- sjónarsemi barna og imglinga er lítil takmörk sett og það sést best á nýjusm rennibraut þeirra. Sú er ekki af smærri gerðinni, heldur sjálf Akraneshöllin eða réttara sagt þak hennar og hlið- ar. Þegar skefur að höllinni myndast sem næst samfella milli hliða hússins og þaksins. Þetta hafa börn og unglingar nýtt sér bæði til þess að stökkva niður og einnig má á förunum í snjónum sjá að einhverjir hafa haft sleða sína uppá þakið og rennt sér niður. Því verður vart á móti mælt að Akraneshöllin er fjöl- nota íþróttahús. HJ Til mtnnis Við minnum á Bóndadaginn n.k. föstudag en þá er góður siður að gauka einhverju fallegu að bónda sínum, eða í það minnsta gera vel við hann í mat. Með Bóndadeginum byrjar þorrinn eins og flestir vita, en þá mun ilmur af súrmeti svífa yfir og galsafenginn Þorrablót hefjast af krafti. Veðivrhorfw Á meðan stórveðrin geisa í Skandinavíu um þessar mundir getum við hér á Fróni prísað okk- ur sæla yfir veðurfari síðasliðinnar viku þrátt fyrir að örlítill kuldi hafi gert vart við sig. í þessari viku er útlit fyrir að norðanáttir muni ríkja en Veðurstofan segir að á fimmtudegi, föstudegi og laugar- degi verðí ákveðin norðaustanátt, frost víða 0-10 stig og kaldast inn til landsins. Á sunnudag verður fyrst norðanátt en síðan vestlæg, með dálitlum éljum vestantil og svipuðum hita. Á mánudeginum á að fara hlýna og gert ráð fyrir slydduéljum. Spwniruj vikRnnetr í síðustu viku spurðum við hvort tvöföldun Vesturlandsvegar eigi að vera forgangsverkefni í sam- göngumálum og eru niðurstöð- ur þeirrar könnunnar mjög af- gerandi. 81,9% svöruðu því ját- andi, 7,2% voru hlutlausir og 11% sögðu nei. í næstu viku spyrjum við: „Fcer bóndinn á þínu heimili ekki örugglega blóm á bóndadaginn?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendin^nr viKi^nnetr Vestlendingur vikunnar er Bjarni Marinóssyni bóndi á Skáney og formaður Hrossaræktarsam- bands Vesturlands, sem spretti léttur í spori á eftir a.m.k. 60 trippum og folöldum á Mið - Fossum síðasta laugardag og hlífði sér hvergi til að þau myndu sýna sitt allra besta. Dalakjör í Búöardal veröur aö Samkaup-Strax verslun. Dalakjör selt Samkaupum Samkaup hefur keypt rekstur og húsnæði verlunarinnar Dalakjörs í Búðardal, einu matvöruverslunar- innar á staðnum. Gunnar Bjöms- son og eiginkona hans Erla Sigurð- ardóttir hafa rekið verslun í Búðar- dal síðustu tíu ár en hafa nú ákveð- ið að selja. Að sögn Sturlu Eðvarðs- sonar framkvæmdastjóra Samkaupa hefur verið ákveðið að verslunar- formið í Dölum verði Samkaup - Strax. „Þetta er minni gerð verslana sem við rekum í dreifbýli sem þó þarf ekki samt að þýða að vöraúrval sé minna. Við aðlögum okkur eftir markaðnum á hverjum stað og það sama mun gilda um Dalina. Vöru- úrvalið verður ekkert langt ffá því sem Gunnar hefur verið með, þó ljóst sé að við komurn ekki til með að hafa eins mikið af sérvöra og hann. Við gætum hins vegar alveg hugsað okkur að fara í samstarf við einkaaðila sem hefði áhuga á því að reka sérvöruverslun. Hvað opnun- artímann varðar hafa engar ákvarð- anir verið teknar í tengslum við þessa verslun. Opnunartímar era breytilegir í búðum okkar um allt land, eftir því hvað hentar á hverj- um stað. Við látum reynsluna skera úr um það í Dölum, sem annarstað- ar,“ segir Sturla Eðvarðsson í sam- tali við Skessuhorn. Sturla sagði ennfremur að eins og fyrr væri rekstur þessarar versl- unar samstarfsverkefni við Olíufé- lagið Essó, það myndi ekkert breyt- ast. Einhverjar breytingar myndu án efa eiga sér stað á verslunarhús- næðinu þar sem nýjum herrum fylgdu oft brcytingar, hverjar þær yrðu kæmi bara í ljós. „Við viljum þó umfram allt reka góða verslun í Búðardal í góðri samvinnu við heimamenn,“ sagði Sturla Eðvarðs- son að lokum. BGK Snjó- og krapaflóðavamir reistar í Olafsvík í sumar Á næstu vikum verða boðnar út ffamkvæmdir við snjó- og krapa- flóðavarnir í Olafsvík og er ætlunin að ffamkvæmdum ljúki fyrir næsta vetur. Framáætlun gerir ráð fyrir að kostnaðurinn verði um 100 millj- ónir króna. Fyrir rúmu ári síðan vann Orion Ráðgjög ehf. ffumdrög varnanna að beiðni Snæfellsbæjar og Ofanflóðasjóðs. Verkffæðistofu Siglufjarðar var síðar falin hönnun mannvirkjanna og gerð útboðs- gagna. Að sögn Þorsteins Jóhannessonar hjá Verkfræðistofu Siglufjarðar verður útboðið í þremur hlutum. I fyrsta lagi verður boðin út smíði stoðvirkja sem sett verða upp í Tví- steinshlíð fyrir ofan Heilsugæslu- stöðina í Olafsvík og koma þau í stað snjóflóðaneta sem sett vora upp í hlíðina á sínum tíma. I öðra lagi verður boðin út jarðvinna sem felst í endurgerð lítils snjóflóðagarðs sem í hlíðinni er og í þriðja lagi verða boðnar út endurbætur á farvegi Bæj- arlæksins í Olafsvík. Meðal annars verður farvegurinn hreinsaður og byggð ný brú yfir hann. Með því á að koma í veg fyrir að krapaflóð ber- ist úr farveginum. Árið 1948 fór krapaflóð niður bæjarlækinn og eyðilagði búpen- ingshús og drap búpeninginn. Árið 1995 féll snjóflóð úr Tvísteinshlíð niður á heilsugæslubygginguna og skemmdi innbú hennar. Frá árinu 1995 hafa nokkur snjóflóð falhð úr hlíðinni án þess að valda tjóni. HJ/ Ijósm. afvef Snœfellsbæjar; www.snb.is Umönnunargreiðslur teknar upp á Akranesi 1. febrúar Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að umönnunargreiðslur þær sem bæjarstjórn ákvað að greiddar yrðu til foreldra með ungböm verði teknar upp ffá 1. febrúar. Samkvæmt tillögu bæjarstjómar ffá 12. desem- ber s.l. er gert ráð fyrir að foreldrum með ungaböm verði greiddar 30 þúsund krónur á mánuði frá því að fæðingarorlofi lýkur að tveggja ára aldri eða þegar viðkomandi bam hefur aðgengi að leikskólum Akra- neskaupstaðar. Á fundi félagsmálaráðs Akraness sem haldinn var í gær var samþykkt tdllaga þar sem lagt er til að greiðsl- ur tdl einstæðra foreldra og náms- manna verði 38 þúsund krónur á mánuði. Tillagan var samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Full- trúi Samfýlkingarinnar í félagsmála- ráði, Anna Lára Steindal, sat hjá við afgreiðsltma. Hún færði tdl bókar að hún væri ekki á móti upptöku um- önnunargreiðslna sem slíkra en hún telur að „þær verði að vera í sam- ræmi við hæstu niðurgreiðslur til dagforeldra til að fyrirbyggja aukin útgjöld bamafólks á Akranesi" eins og segir í bókun hennar. HJ Vatnasafhið opnar í Stykkishólmi í vor Ráðgert er að opna Vatnasafnið í Stykkishólmi í maí næstkomandi og ríkir tilhlökkun meðal bæjarbúa um verkefnið, að sögn Erlu Frið- riksdóttur, bæjarstjóra. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu er hugmyndin að safninu komin frá listamanninum Roni Horn og verður safnið sett upp þar sem gamla bókasafnið var áður til húsa. Ástæðan fyrir því að Stykkishólm- ur varð fyrir valinu, er m.a. sú hversu vatnið er heilsusamlegt á staðnum, en einnig heillaðist lista- konan af landslaginu. I safninu verður hægt að sjá alls kyns teg- undir af vatni, eins og t.d. úr jökl- um landsins en því verður komið fyrir í vatnssúlum. Auk þess verður annað efni varðandi vatn sem hægt verður að fræðast um og sjá. Roni Horn er þekkt nýlistar- kona, fædd í Bandaríkjunum, en hefur komið til Islands reglulega og tekið miklu ástfóstri við ís- lenska náttúru. Vatn hefur verið eitt helsta viðfangsefni hennar síð- an hún heimsótti landið í fyrsta skipti og hefur hún ljósmyndað vatnsuppsprettur, hveri, sundlaug- ar og fleira. Á Vatnsafninu í Stykk- ishólmi verður hún einnig með eigin verk til sýnis en undirbún- ingur á safninu er hafinn af fullum krafti. KH Endurbætur á grunnskólanum DALABYGGÐ: Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur í nýrri fjár- hagsáætlun gert ráð fyrir endur- bótum á grunnskólanum í Búð- ardal upp á átján milljónir króna. Að sögn Gunnólfs Láras- sonar verða þessar endurbætur í tengslum við flutning leikskól- ans í nýtt húsnæði. Þegar leik- skólinn flytur verður hægt að nýta allt húsið undir grannskól- ann. -bgk Nokkrir pústrar í umferðinni AKRANES: Fjögur umferðar- óhöpp vora tilkynnt til lögreglu á Akranesi í vikunni sem leið. Þrjú þeirra minniháttar en í því fjórða varð talsvert tjón á bif- reiðum en engin meiðsl á fólki. Ohappið átti sér stað á Innnes- vegi með þeim hætti að öku- maður sem var á leið vestur Inn- nesveg dró úr ökuhraða þegar hríðarkóf birgði honum sýn. Annar sem á eftir honum ók varð bifreiðarinnar ekki var í hríðarkófinu með þeim afleið- ingum að hann ók aftan á fremri bifreiðina. Báðir bílar skemmd- ust það mikið að flytja varð þá af vettvangi með kranabifreið. -kb Arekstur á föstudagur HVALFf.GÖNG: Þriggja bfla árekstur varð á Vesturlandsvegi skammt ffá syðri munna Hval- fjarðarganganna undir kvöld sl. föstudag. Tilkynnt var um áreksturinn laust fyrir klukkan sex og fóra lögregla og sjúkra- flutningamenn á staðinn. Þrír vora fluttir á slysadeild og fengu tveir þeirra að fara heim að lok- inni skoðun. Talsverðar tafir urðu á umferð og vora göngin lokuð um tíma vegna slyssins. -mm Syeinn til OR AKRANES: Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi á Akranesi tók um áramótin við starfi í höfuðstöðv- um Orkuveitu Reykjavíkur. Sveinn mun starfa að starfs- mannamálum fyrirtækisins, einkum að endurmenntunar- málum starfsmanna sem era á bilinu 5-600 talsins. -bj Harður árekstur BORGAREJÖRÐUR: Harður árekstur tveggja bfla varð síð- degis á föstudag efst í Staf- holtstungum í Borgarfirði á móts við bæinn Grafarkot, skammt ofan við Munaðames. Jeppabifreið og flutningabíll rákust saman. Ökumaður jeppans var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir að- gerð um nóttina. Samkvæmt síðustu fféttum af slysadeild er líðan mannsins eftir atvikum. Báðir bflarnir era óökuhæfir eft- ir áreksturinn. Færð á þessum slóðum var slæm þegar slysið átti sér stað; gekk á með dimm- um éljum samhliða mikilli hálku. Á föstudagskvöld var færð mikið tekin að spillast á Holta- vörðuheiði og þurftu björgunar- sveitarmenn ffá Heiðari í Borg- arfirði og frá Hvammstanga að fara á heiðina til aðstoðar bfl- stjóram sem misst höfðu bfla sína útaf. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.