Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 gBESS|jIii©EH Prufan stóð í tíu ár Rætt við Gunnar Björnsson sem nú hættir verslunarrekstri í Búðardal í Búðardal hafa hjónin Gunnar Björnsson og Erla Sigurðardóttir rekið verslunina Dalakjör um tíu ára skeið. Börnin þrjú eru flogin úr hreiðrinu og hjónin hafa lítið tekið sér frí undanfarinn áratug. Nú eru þau komin að vegamótum í lífi sínu, þar sem rekstur verslunarinn- ar og húsnæði hefur verið selt. Dalakjör er verslun þar sem flest fæst, eins og tíðkaðist í kaupfélög- unum í gamla daga. I einu rými gefur að líta kjöt, brauð, matar- stell, vefnaðarvöru, gúmmískó með hvítum sóla og ýmis mat- vinnslutæki tróna yfir öllu. Enda er raunin sú að margir Dalamenn tala enn um að fara í „kaupfélagið" og ferðamönnum finnst sem þeir komi inn í töfraheim, þegar komið er inn fýrir dyrnar. Svona verslanir þekkjast ekki lengur úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður Skessuhorns brá sér í heimsókn í vikunni sem leið, heilsaði upp á granna sína í Dölum og settist jafhframt inn á kontór- inn hjá Gunnari matreiðslu- og verslunarmanni í Dalakjör. Hann er ættaður af Vesturlandi, móður- ættin úr Dölum, föðurættin frá Hítardal á Mýrum. ílengdist við bakka Laxár „Þó ég eigi ættir að rekja hingað, var það ekki ástæðan fýrir því að ég flutti í Dalina fýrst,“ byrjar Gunn- ar. „Móðir mín var ráðskona í veiðihúsinu við Laxá hér í Dölum í mörg ár. Eg lærði matreiðslu og þegar ég útskrifaðist 1973 vildi hún hætta í ráðskonustarfinu. Við gerðum samkomulag um að við ynnum þarna bæði, ég við mat- reiðsluna og hún með aðra þjón- ustu í húsinu. Eg hvarf síðan til annarra verkefna. En þegar Pepsí Cola tók ána á leigu var mér boðið starfið að nýju og sló til árið 1975. Þar var ég í tuttugu og þrjú ár en bjó alltaf í Reykjavík á veturna. Við hjónin vorum þarna með börnin okkar, öll þessi sumur. Svo þau eru eiginlega, að hálfu leiti að minnsta kosti, alin upp á bakka laxveiðiár." Breytt til Á meðan Gunnar vann í veiði- húsinu á sumrin var verslunin Dalakjör rekin í Búðardal. Hann hafði hins vegar ekkert frekar hugsað sér að fara að stunda versl- un sjálfur. „Þegar allt var til sölu, húsið og reksturinn ákváðum við hjónin að prófa þetta í eitt ár,“ segir Gunnar og bætir við: „Sú prufa stóð í tíu ár. Þegar við tókum við var ýmislegt gert hér, bæði á planinu fýrir utan og eins við húsið. Eg fór í samstarf við Olíufélagið Essó um að laga til í kringum eldsneytistankana hér úti, skipt var um jarðveg, steypt upp og einu og öðru breytt innan dyra. Eg byggði glerskála við búð- ina þar sem viðskiptavinir geta sest niður því sala á mat hefur alltaf verið stunduð hér, bæði grill og oft einnig súpa dagsins. Það voru ekki allir bjartsýnir á að þetta myndi ganga. Ymsir voru með hrakspár, en sem betur fer hafa þær ekki gengið eftir.“ Húsnœði Dalakj'órs í Búðardal hefur tekið stakkaskiptum í tíð Gunnars. Afköst Sementsverksiniðjunnar aukin verulega Sementsverksmiðjan á Akranesi. Á næstu mánuðum mun stjóm Sementsverksmiðjunnar á Akranesi taka ákvörðun um hvort ráðist verði í breytingar á verksmiðju fé- lagsins sem auka munu framleiðslu- getu hennar um allt að 50%. Að sögn Gunnars H. Sigurðssonar framkvæmdastjóra Sementsverk- smiðjunnar hefur undirbúnings- vinna staðið yfir að undanförnu í samvinnu við danskan framleið- enda búnaðar verksmiðjunnar. A síðasta ári vom framleidd um 140 þúsund tonn af sementi í verk- smiðjunni og miðast hugmyndir nú við að auka framleiðslugetu hennar í yfir 200 þúsund tonn á ári. Verði af framleiðsluaukningu í verksmiðj- unni munu framkvæmdir við breyt- ingar taka um 10 mánuði og reikn- að er með að kostnaðurinn verði um 150 milljónir króna. Verði af framkvæmdum gæti þeim því verið lokið næsta vor. Þá verður fram- kvæmdum hagað á þann veg að ekki komi til framleiðslustöðvunar hjá verksmiðjunni enda efdrspum mik- il að sögn Gunnars. Ekki er um eiginlega stækkun verksmiðjunnar að ræða heldur aukningu á afköstum núverandi búnaðar. Stærsta breytingin felst í stækkun á rafsíu við brennsluofin verksmiðjunnar og við það er talið að rykmagn í útblæstri verksmiðj- unnar lækki um tvo þriðju eða úr 100 millgrömmum á normal- rúmmeter í 30 milligrömm. Gunnar segir að stöðug aukning hafi verið í sölu sements á undan- fömtun árum í réttu hlutfalli við aukna þenslu í íslensku efhahagsh'fi og markmiðið með ffamleiðslu- aukningunni sé að tryggja bygging- ariðnaðinum nægt ffamboð af sem- enti. Mikil efdrspum efrir sementi víða í Evrópu hafi að undanfömu leitt tíl verðhækkana. Og nefhir hann í því sambandi að sements- verð hafi hækkað um 25% í Dan- mörku á einu ári og það sé tvöfalt meiri hækkun en orðið hefur á ís- lensku sementi á sama tímabili. Starfsmenn Sementsverksmiðj- unnar em í dag 44 að tölu en verða um 50 ef ráðist verður í þessar breytingar. Strompur Sementsverksmiðj- trnnar er helsta kennileitið á Akra- nesi og útblástur hans veðurviti margra. Gunnar segir að þrátt fýrir að rykmagn í útblæstri muni minnka umtalsvert við fýrirhugaðar breytingar verði engin breyting á útblæstrinum sjálfum enda er hann að mestu vatnsgufa sem áffam mun berast um strompinn. HJ Gunnar Björnsson í Dalakj'ór, að jálfsögðu í kokkagallanum. Eins og kaupfélagsbúð Það er nokkuð sérstakt að koma inn í Dalakjör. Óneitanlega minnir búðin blaðamann á ýmsar þær kaupfélagsverslanir sem inní var komið á bernskuárum. „Það er enn talað um kaupfélag- ið,“ segir Gunnar kíminn, „enda margt hér sem minnir á gamla tíma og skipulag verslana í þá daga þótt vörurnar séu nýjar. Ferða- mönnum finnst gaman að koma hingað inn og gramsa og margir taka andköf yfir „Horninu" sem við köllum svo, þar sem við höfum komið vefnaðarvörunni fýrir. Þetta er að flestu leiti eins verslun og sú sem við keyptum, að undanskilinni matsölunni.“ Bónus breytti litlu Töluverðar breytingar hafa orð- ið á umhverfí verslunar í Búðardal. Þegar Gunnar og Erla hófu sinn verslunarrekstur, fyrir tíu árum síðan, voru fleiri verslanir starf- andi, eins og Ásubúð og bakarí, sem ekki eru lengur við líði. „Þegar bakaríið hætti, fórum við að baka brauð,“ heldur Gunnar áfram. „Það gekk ekki að hafa Dal- ina brauðlausa, þótt enginn lifi á brauði einu saman, eins og þar stendur. En við erum eina mat- vöruverslunin hér og mér fannst okkur bera skylda til að þjóna vel okkar svæði.“ Talið berst að lágvöruverslunum og hvort tilkoma þeirra hafi breytt einhverju í rekstri Dalakjörs sem eðli málsins samkvæmt getur ekki keppt við slík veldi. „Það kom mér á óvart hvað til- koma Bónuss í Borgarnesi breytti litlu hér hjá okkur,“ heldur Gunn- ar áfram. „Auðvitað fann ég fýrir þessu í sumum vöruflokkum, en ekkert sem skipti miklu máli. Eg skipti engu út, en lagði bara meiri áherslu á aðra hluti í staðinn.“ Aldrei firí Margir sjálfstæðir atvinnurek- endur finna fýrir því að lítill tími gefst til að sinna fjölskyldu sinni og öðrum hugðarefnum. Erfitt er að komast ffá í lengri tíma og hjá Erlu og Gunnari hefur þetta ekk- ert verið öðruvísi. Núna þegar búið er að selja verður annað uppi á teningnum. „Lengsta frí sem við Erla höfum átt saman, voru tvær vikur sem við tókum síðasta vor þar sem við fengum góða manneskju til að leysa mig af við matargerðina. Annars hafa þetta verið 3-4 dagar sem við höfum getað tekið saman. Við höfum verið að fara sitt í hvoru lagi. Það verður yndislegt að komast saman í langt frí. Kíkja á börnin og barnabörnin. Mig hlakkar mikið til.“ Saknar Dalamanna Þegar einhver hefur verið svona lengi við eigin rekstur gæti hvarfl- að að manni að margs verði að sakna þegar honum verður hætt. Ekki er þó svo að heyra á Gunnari. „Eg verð afskaplega feginn og ég held að það eigi við okkur bæði. Við höfum aldrei átt hér heimili þótt lítil íbúð sé uppi á efri hæð- inni. Það hefur eiginlega verið svefnstaður. Heimili okkar hefur verið í Reykjavík. Hinsvegar mun ég sannarlega sakna margra í hópi fólksins hér. Dalamenn eru gott fólk sem gott er að eiga samneyti við og margt jákvætt hefur gerst sem geymist áfram í minningunni. Lán okkar hefur verið hversu gott starfsfólkið er og tryggð þess við okkur. Það hefur hinsvegar ekkert verið ákveðið hvað við tökum okk- ur fýrir hendur þegar þessum kafla lýkur. Tíminn leiðir það bara í ljós. Það er mál til komið að við ljúkum þessari prufu, sem við hófum fýrir tíu árum,“ sagði Gunnar Björnsson matreiðslu- og veitingamaður að lokum. Blaðamaður bregður sér í búð- ina á leiðinni út. Fær sér kaffi í boði eigandans og sest við borð til að hlýða á sögurnar úr Dölunum. Heyrir á Dalamönnum að þeir komi til með að sakna matarins sem Gunnar hefúr eldað fýrir þá mörg undanfarin ár. Þakkað er fyr- ir sig og haldið á Brekkuna sem býður snjóþung og sambandslaus. BGK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.