Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.01.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 2007 ■ ■■ , Hafiiar beiðni Neyðarlínunnar REYKHÓLAR: Skipulags- og bygginganefnd Reykhóla- hrepps hefur synjað beiðni Neyðarlínunnar um leyfi til þess að reisa fjarskiptamastur og tækjahús í Flatey á Breiða- firði. Nefndin hafnar beiðnixmi þar sem gert er ráð fyrir stað- setningu í gamla þorpinu í eynni. Þess í stað bendir nefnd- in á stað sem hún telur heppi- legri fyrir svona mannvirki. Er það á Ytri Tröllenda. -hj Skýjaborg stækkuð HVALFJARÐARSVEIT: Hvalfjarðarsveit hefur auglýst eftir tilboðum í stækkun leik- skólans Skýjaborgar í Mela- hverfi. Um er að ræða 127 fer- metra viðbyggingu úr timbri auk breytinga innanhúss í eldri hluta leikskólans og lóðarfrá- gangi. Framkvæmdum skal lok- ið 1. ágúst á þessu ári. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur Jöfhunar- sjóður sveitarfélaga samþykkt þátttöku sjóðsins í þessum framkvæmdum að hámarki þá rúmlega 21 milljón króna. -hj Göngubraut breytt AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að ráðast í framkvæmdir við göngubraut með Langasandi þannig að hún tengist göngustíg við Dvalar- heimilið Höfða. Er þetta gert að beiðni Guðjóns Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Höfða. I bréfi hans til ráðsins segir að tenging muni auðvelda þeim sem bundnir eru við hjólastól að komast óhindrað á göngubrautina en það er mjög erfitt í dag vegna þess að fara þarf um ómalbikaðan kafla frá Höfða að göngubrautinni. Bæj- arráð fól tækni- og umhverfis- sviði bæjarins framkvæmd málsins og var fjármögnun verksins vísað til endurskoðun- ar fjárhagsáætlunar ársins. -hj Faxaflóahafiiir styrkja Hallgrímskirkju HVALFJTSTRÖND: Stjórn Faxaflóahafha samþykkti í síð- ustu viku að styrkja sóknar- nefnd Saurbæjarprestakalls um 500 þúsund krónur vegna 50 ára afmælis Hallgrímskirkju í Saurbæ. Kirkjan var reist á ár- unum 1954-1957 og er helguð minningu Hallgríms Péturs- sonar. Kirkjan á því 50 ára vígsluafmæli á þessu ári og verður tímamótanna minnst síðar á árinu. -hj Nýr slökkviliðsbíll keyptur til Snæfeflsbæjar Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og Benedikt Einar Gtmnarsson, frá Ólafi Gíslasyni & Co undirrituðu samning um kaup á nýrri slökkviliðsbifreið til Snæfells- bæjar sl. fimmmdag. Við þetta til- efhi sagði Kristinn að bíllinn yrði hrein viðbót við tækjakost slökkvi- liðsins en fyrir eru tvær eldri bífreiðar. „Þessi kaup eru ætluð til að styrkja öryggi íbúa og þá sérstak- lega fyrir íbúa sem búa í sunnan- verðu sveitarfélaginu þar sem bíll- inn kemst hratt yfir.“ Þá sagði Kristinn stór fyrirtæki vera í sveit- arfélaginu og unnið væri að bygg- ingu stórra fyrirtækja og því væri sér- stök ástæða til að efla búnað slökkviliðsins. Nýja slökk- viliðsbifreiðin verður af gerðinni Scan- ina 4x4 og er um öflugan bíl að ræða, m.a. með 420 hest- afla vél og há- markshraða Sams konar slökkviliSsbíll og Smefellsbter hefur núfest kaup á. Frá undirskrift samnings um njja btlinn. Benedikt Einar Gunnars- son og Kristinn Jónasson handsala samninginn. Fyrir aftan þá er Sigurður Sveinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri og Svanur Tómasson slökkviliðsstjóri í Snœfellsbœ. um 125 km á klst. Bíllinn er mjög vel útbúinn, tekur 4000 lítra af vatni og er með 200 lítra froðutank. Þá er 3200 lítra vatns- byssa á þaki bílsins og 6 kw rafall við vél. Yfirbygging er öll úr trefjaplastefni með eins mik- ið rými fyrir búnað og mögulegt er án þess að það komi niður á vatns- magni. Sæti eru fyrir fjóra í reykköfunarstólum en alls komast 9 menn í bílinn. Bílinn er smíðaður í Póllandi og verður afhentur í janúar á næsta ári. Kaupverð er 26 milljónir króna. AF Kristmn mun svara á kjördæmisþingi Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að hann muni svara kj ördæmis- þingi um næstu helgi þeirri spurningu hvort hann taki þriðja sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi við Alþingiskosningarnar í vor. Eins og ffam hefur komið í fréttum Skessu- horns mun kjörnefnd flokksins í kjördæminu gera tillögu um að Kristinn skipi þriðja sæti á fram- boðslista flokksins. I samtali við Skessuhorn vildi Kristinn ekkert -----------------------------7— segja um hvort hann þiggi þriðja sætið eða ekki. „Það er kjördæmis- þingið sem er rétti vettvangurinn til þess að svara þessari spurningu og þar mun ég greina ffá minni ákvörðun" segir Kristinn. Kjör- dæmisþingið verður haldið eins og áður segir um næstu helgi, á Reykj- um í Hrútafirði. HJ Gervihmttaútsendingar RUV hefjast í apríl Stefnt er að því að Ijúka gerð samnings um dreifingu á dagskrá RUV í gegntnn gervihnött síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samgöngu- ráðuneytinu. Eins og fram hefur komið í fféttum hefur útsendingin með þessum hætti staðið til um nokkurt skeið og á dögunum vísaði Páll Magnússon útvarpsstjóri íbú- um Hvalfjarðarsveitar á þessa lausn þegar kvartað var undan slæmum styrk útsendingar RUV í sveitarfé- laginu. Fyrr í vetur var dreifingin boðin út og eins og áður sagði er stefnt að undirritun samnings síðar í þessum mánuði. Frá undirritun samnings þar til útsendingar hefjast munu líða um tveir mánuðir. Sam- kvæmt því gæti því útsending hafist í apríl. HJ Fasteignaskattar hækka um 12,5% á Akranesi I samantekt verðlagseffirlits ASl, um breytingar á álagningu og gjaldskrám 15 fjölmennustu sveit- arfélaga landsins, kemur ffam að fasteignaskattar í fjölbýli og sérbýli á Akranesi hækkar á þessu ári um 12,5%. Mest er hækkunin í þessum sveitarfélögum 17,7% í Sveitarfé- laginu Skagafirði en mest lækkar skattheimtan um 12% á Seltjarnar- nesi. Hækkunin á Akranesi er til- komin vegna 10% hækkun fast- eignamats og þá hækkar álagning- arstuðull fasteignaskatts um 2,5%. Þá er einnig samanburður ann- arra gjalda í samantekt ASI. Hol- ræsagjöld hækka um 10% á Akra- nesi vegna hækkunar fasteigna- matsins og svo er um flest önnur sveitarfélög í samanburðinum önn- ur en Isafjarðarbæ þar sem gjöldin hækka um 30%. Sorphirðugjöld hækka um 8% á Akranesi og aðeins í þremur sveitarfélögum hækka gjöldin minna. Mest er hækkunin í Isafjarðarbæ þar sem gjöldin hækka um 45%. Á Akranesi greiða fast- eignaeigendur 13.500 krónur á ári í sorphirðugjöld. I níu sveitarfélög- um eru gjöldin lægri og lægst eru þau 10.000 krónur á Seltjarnarnesi og í Skagafirði. Hæst eru þau í ísa- fjarðarbæ 29.000 krónur. HJ Framboðslistar Frjálslynda flokksins bíða fram yfir landsþing Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins seg- ir að ekki verði gengið ffá fram- boðslistum flokksins til Alþingis- kosninga fyrr en að loknu lands- þingi flokksins sem haldið verður í Reykjavík 26. og 27. janúar. Hann segir undirbúning þingins standa nú sem hæst og uppstilling bíði á meðan. Eins og ffam hefur komið í ffétt- um Skessuhorns hefur Sjálfstæðis- flokkurinn og Samfylkingin gengið frá sínum framboðslistum í Norð- vesturkjördæmi. Um næstu helgi gengur Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi frá sínum lista og Vinstri hreyfingin-grænt framboð vinnur þessa dagana að uppstillingu. HJ Efiiatil hugmynda- samkeppni SNÆFELLSBÆR: í tileftii af sameiningu björgunarsveita í Snæfellsbæ hefur verið ákveðið að efha til hugmyndasamkeppni um nýtt nafii og merki á sam- einaðri sveit. Alhr þeir sem luma á góðri hugmynd eru hvattir til þess að taka þátt og setja í merkta kassa í söluskálum og sjoppum innan Snæfellsbæjar. Hugmyndasamkeppnin stendur yfir í mánuð, frá 10. janúar til 10. febrúar. -kh Grunnur fjárhagsaðstoðar AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu félags- málaráð bæjarins að grunnupp- hæð fjárhagsaðstoðar til einstak- linga 18 ára og eldri hækki úr 87.615 krónum í 95.325 krónur á mánuði eða um tæp 8,8%. Samkvæmt reglum um fjárhags- aðstoð á Akranesi mun fjárhags- aðstoð til hjóna og fólks í skráðri sambúð því nema allt að 152.520 krónum á mánuði. -hj Byrjunarkvóti í loðnu gefinn út MIÐIN: Tillaga hefur borist ffá Hafrannsóknastofnun um að leyfilegur upphafsafli í loðnu verði ákveðinn 180.000 tonn. í hlut íslendinga koma 143.000 tonn, en Norðmenn, Færeying- ar og Grænlendingar fá líka hlutdeild samkvæmt alþjóða- samningum. A vef LIU segir: „Óhætt er að segja að skjótt skipist veður í lofti í tengslum við loðnuna, en mikil óvissa hef- ur ríkt um veiðar. Engar upplýs- ingar hafa verið til um 2004 ár- ganginn og ekkert hefur sést til hans fyrr en nú með nýjustu mæhngum Hafrannsóknastofn- unar.“ Þá segir að loðna úr þessum ár- gangi skuli finnast sé mikil gleðifrétt, en markaðir fyrir loðnuafurðir eru mjög góðir um þessar mundir. Verð á mjöh og lýsi er í sögulegu hámarki og einnig er markaður fyrir ffysta loðnu góður. -mm Styrkir kaup á sneiðmyndatæld AKRANES: Stjóm Sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Akraness ákvað á fundi í gær að veita einni millj- ón króna til kaupa á sneið- myndatæki fyrir Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akranesi. Að undanförnu hafa margir að- ilar gefið til kaupa á tækinu og er nú áætlað að tækið verði tek- ið í notkun síðar í þessum mán- uði. Eins og ffam hefur komið í Skessuhorni er talið að tækið nýtist á milli 3-400 sjúkhngtun á hverju ári. Fram til þessa hafa þessir sjúklingar þurft að halda til Reykjavíkur til þess að nálgast slíka þjónustu. -hj Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þríðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is Kolbrá Höskuldsdóttir §68-2203 kolla@skessuhorn.is Augl. og dreifing:Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.