Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Page 2

Skessuhorn - 28.02.2007, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 ^ussunuui Skýjaborg fær endur- skinsvesti Sl. fimmtudag gaf Trygginga- miðstöðin á Akranesi leikskóla- bömunum á Skýjaborg í Hval- fjarðarsveit 20 endursldnsvesti sem þau munu nota í göngutúr- um utan lóðarinnar eða öðrum ferðalögum utan skólans. Það var útibússtjóri TM, Þorkell Logi Steinsson sem afhenti leikskóla- stjóranum Sigurði Sigurjónssyni vestin sem snarlega klæddi böm- in í þau og virtust krakkamir afar ánægð með gjöfina. Þorkell Logi sagði leikskólann hafa leitað til TM varðandi málið og það væri þeim sönn ánægja að verða við góðum óskum, enda um gott for- vamalegt gildi að ræða. Miklu máli skiptir að bömin séu auð- þekkjanleg í göngutúrum sínum og vestin, sem em skærgul og mjög áberandi, hjálpi til þess. Krakkarnir þökkuðu fyrir sig með því að stilla sér fallega upp á hól leiksvæðisins og syngja „I leikskóla er gaman.“ KH Til minnis Við minnum ökumenn á Vestur- landi og farþega þeirra á að aka með öryggisbeltin spennt, enda brýnt öryggismál og sektirnar þungar fyrir að gleyma slíku. Vectyrhorfwr Það er búið að vera fallegt veður undanfarið og útlit fyrir að svo verði einnig á morgun, fimmtu- daginn en þá er gert ráð fyrir NA átt og bjartviðri Vestanlands með 1 til 10 stiga frosti, köld- ustu í innsveitum. Breytingar verða á föstudag, laugardag og sunnudag en þá er gert ráð fyrir stífri suðaustlægri átt og snjó- komu eða éljum í flestum lands- hlutum og hlýnandi veðri. Á mánudaginn má búast við vest- lægri eða breytilegri átt og éljum og fremur köldu. §piirnin| viNnnar Okkur fýsti að vita í síðustu viku hvort Vestlendingar væru ánægðir með framlag okkar til Evróvisjón, en þar mun hinn fag- urlokkaði Eiríkur Hauksson þenja raddböndin í Helsingjaborg á kosningadaginn. Það er greini- legt að Vestlendingar eru á bandi Eiríks, en 49,4% svöruðu Já, mjög, 22,6% )á, frekar og 7,5% sögðust ekki vita það. Hinsvegar sögðu 10.3% „Nei, eiginlega ekki" og 10,2% „Nei, alls ekki." Við kúvendum í mál- efnunum og spyrjum Vestlend- inga þessa vikuna, hvort þeir vilji að fasteignagjöld verði samræmd yfir allt landið? Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn. is VestlencjiníjWr viMnneir Er litla mannfólkið um allt Vest- urland sem er duglegt við að sprikla og sprella, æfandi íþróttir af öllu tagi í hverri viku. Sjá bls. 14. Tímabundin prestsskipti í Grundarfirði Prestar þurfa að fara í barnseign- arleyfi rétt eins og aðrir þegnar landsins og nú er svo komið að sr. Elínborg Sturludóttir, sóknarprest- ur í Grundarfirði, hyggst fjölga mannkyninu og tekur sér leyfi í kjölfarið. Sá sem leysir hana af meðan á því stendur er eiginmaður hennar, Jón Asgeir Sigurvinsson, en hann verður vígður í fyrsta sinn til embættis prests nk. sunnudag í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá mun Sr. Gunnar E. Hauksson prófastur, setja hann í starf sóknarprests í Set- bergsprestakalli og verður kvöld- messan í Grundarfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 20:30. KH/Ljósm. SK Fangelsisdómur og skaðabóta- greiðsla vegna líkamsárásar Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann í þrjátíu daga skilorðs- bundið fangelsi og til greiðslu skaðabóta fyrir líkamsárás. Mannin- um var gefið að sök að hafa ráðist á mann á dansleik í Félagsheimilinu Klifi í Ólafevík. Kýldi harm manninn í andlit með þeim afleiðingum að hann bólgnaði og marðist í andliti. Einnig brotnaði ein tönn og önnur losnaði. Við yfirheyrslur hjá lög- reglu neitaði maðurinn staðfasdega sök en ffamburður fómarlambsins var studdur ffamburði vitoa og taldi dómurinn því sök sannaða. Við ákvörðun refeingar var litíð til þess að árásin hefði verið með öllu tilefn- islaus og fólskuleg. A móti var tekið tiUit til imgs aldurs hans og að hann hafði ekki gerst sekur um slíkt brot áður. Eins og áður sagði var maður- inn dæmdur í 30 daga skilorðsbund- ið fangelsi. Einnig var honum gert að greiða fómarlambinu rúmar 230 þúsund krónur í skaðabætur auk rúmlega 200 þúsund króna sektar. HJ Sótt um leyfi til að byggja tvö ljós í Dölum Fyrir bygginganefnd Dala- byggðar vora fyrir síðasta fund lagðar ffam beiðnir um byggingu tveggja nýrra fjósa í Dölum, sem að sjálfsögðu voru samþykktar. Að sögn Boga Kristinssonar, skipu- lags- og byggingafulltrúa er um að ræða nýbyggingar í báðum tilfell- um. A Erpsstöðum í Miðdölum er sótt um leyfi til að byggja 921 fer- metra fjós og leyfi fyrir 1347 fer- metra nýju fjósi á Saursstöðum í Haukadal. Sagði Bogi það ánægju- legt að bændur á sínu svæði virtust vera bjartsýnir. „Töluvert hefur verið um fyrirspurnir varðandi úti- hús í vetor, bæði fjárhús og fjós og er bara vonandi að menn sjái sér fært að halda áffam uppbygginu. Þessu til viðbótar er verið að reisa stóra viðbyggingu í Mýratungu í Reykhólasveit og einnig hesthús á Stóra-Vatnshorni þannig að tals- vert miklar framkvæmdir eru í gangi,“ sagði Bogi í samtali við Skessuhorn. BGK Loðnuslápið Antares í höfii á Akranesi Loðnuskipið Antares VE kom til hafhar á Akranesi sl. mánudag. Vél- arbilun varð í skipinu fyrir norðan land um helgina þegar það var á leið til löndunar á Þórshöfh. Skuttogar- inn Frosti tók skipið í tog áleiðis til Akraness og síðar tók varðskip við drættinum. Þegar komið var að Akranesi tóku lóðsbátar Faxaflóa- hafiia, Leynir og Magni, við skipinu og komu því að bryggju á Akranesi. Antares er með fullfermi af loðnum um 1.000 tonn sem landað verður til vinnslu hjá HB Granda. Áhöfh Antares heldur nú um borð í annað skip ísfélags Vestmannaeyja, Suðurey VE sem áður hét Júpíter og klára loðnuvertíðina á því skipi. Það var vatosdæla sem bilaði í vél Ant- ares en ekki liggur fyrir hvar viðgerð fer fram né hversu langan tíma við- gerð tekur. HJ Mikið byggt á Akranesi á síðasta ári Á árinu 2006 vora alls 359 íbúðir í bygg- ingu á Akranesi eða 41.135 fermetrar. Hafa aldrei fleiri íbúðir verið í bygg- ingu að því er kemur fram í skýrslu Runólfs Þ. Sigurðssonar byggingarfullrúa fyrir árið 2006.1 ársbyrjun 2006 voru 214 íbúðir í byggingu og á árinu hófust 145 íbúða- byggingar. Á sama tíma voru alls 82 bílgeymslur og bílakjallarar í byggingu og var stærð þeirra 5.908 fermetrar. Alls voru 2.350 fermetrar af iðn- aðarhúsnæði í smíðum og 10.178 fermetrar af verslunar- og þjón- ustohúsnæði. Opinberar bygging- ar í smíðum voru um 18.387 fer- metrar og stærsta byggingin í þeim flokki var Akraneshöllin sem er 8.866 fermetrar að stærð. Eins og áður sagði hefur aldrei áður verið jafn mikið byggt á Akranesi og síðustu tvö ár. Fyrir rúmum áratug síðan, á árunum 1995 og 1996 voru aðeins 14 og 15 íbúðir í smíðum. Þarf að fara allt aftur til áttunda áratugs síðusto aldar til þess að finna ár þar sem íbúðafjöldinn í smíðum var á þriðja hundraðið. Flestar voru íbúðirnar í smíðum árið 1977 eða 265 talsins. HJ Yfirlýsing frá Laxeyri: Af gefnu tilefni vill seiðaeldis- stöðin á Laxeyri í Borgarfirði koma því á ffamfæri að engin seiði eru sýkt í stöðinni og eng- um seiðum hefur verið eytt vegna nýraaveiki. Frétt sem birt- ist á fréttavefnum visir.is, Frétta- blaðinu, www.skessuhom.is og í prentútgáfu Skessuhoms í síð- ustu viku er með öllu tilhæfulaus um að sýkt seiði eigi í hlut. Ein- ungis var um það að ræða að hrognum var eytt vegna hugsan- legs smits, en slíkt kemur fyrir í þeim stöðvum sem meðhöndla villtan fisk. F.b. Laxeyrar, Jón Guðjónsson, stöðvarstjári. Leiðrétting I frétt hér í blaðinu í síðusto viku var sagt frá folaldasýningu sem fram fór í Grundarfirði. Þar var rangt farið með nafii móður hæst dæmda merfolaldsins. Hún heitir Freydís frá Borgarlandi, en nafii- ið sem birtist var nafii ömmu fol- aldsins. Það leiðréttist hér með. -mm S Askríft hækkar SKESSUHORN: Frá og með þessum mánaðamótum hækkar áskrift af Skessuhomi lítilsháttar. Á síðastiiðnu ári hafa orðið tals- verðar kostnaðarhækkanir við út- gáfhna, einkum á launakostnaði, prentun og dreifingu með Is- landspósti og af þeim sökum er óhjákvæmilegt að hækka áskrift- arverð nú. Þó dregur úr óhjá- kvæmilegri hækkun verðs nú að virðisaukaskattur af sölu blaða lækkar um mánaðamótin. Hækk- unin nú nemur 100 krónum fyrir hvem mánuð í öllum gjaldflokk- um. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða eftir hækkun 1.050 kr. fyr- ir mánuðinn, en fyrir almenna á- skrifendur sem greiða með greiðslukorti kostar mánaðará- skrift 1.300 krónur og þeir sem greiða með greiðsluseðli borga 1.400 krónur. -mm Tæplega hundrað án atvinnu VESTURLAND: Síðastliðinn miðvikudag voru 95 manns skráðir án atvinnu á Vesturlandi samkvæmt tölum frá Svæðis- vinnumiðlun Vesturlands. Mun fleiri konur eru án atvinnu eða 65 talsins. Á sama tíma voru 13 laus störf á skrá hjá Svæðisvinnumiðl- uninni. -hj Hálkuóhöpp BORGARFJÖRÐUR: Ekki var laust við að hálkan sl. miðviku- dag hafi komið nokkrum öku- mönnum í Borgarfirði í opna skjöldu, enda kom fremur skyndilega fljúgandi hálka síð- degis. Þrjú óhöpp sem má rekja til þessa urðu á svæðinu þegar þrír bflar fóru útaf, einn við Ferjubakkaveg, annar við Rauða- nes og sá þriðji rétt fyrir ofan Borgames. Engin slys urðu á fólki né teljandi skemmdir á bfl- um. Þá valt búl sökum hálku á fimmtudag neðst í Fossabrekku, skammt frá Syðstu Fossum í Andakfl. Okumaður bflsins slapp með skrámtu- en bfllinn er mikið skemmdur. -kh

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.