Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 2007 S1ESSUH0BH Framkvæmdir við nýja pósthúsið formlega hafiiar á Akranesi Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Islandspósts og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í kaffisams<eti sem boSið var til vegna formlegs upphafs á framkvtemdum við nýttpósthús á Akranesi. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra tók fyrstu skóflustunguna síðastliðinn föstudag að nýju póst- húsi sem rísa mun á Smiðjuvöllum 30 á Akranesi. Fagnaði ráðherra þessum áfanga á Akranesi og sagði það ánægjueftii hversu myndarlega Islandspóstur ætlaði að bæta starfs- aðstöðu og þjónustu sína og nýta aflið sem fyrirtækið byggi yfir fyrir- fram, áður en samkeppni hæfist, en í ársbyrjun 2009 verður einkaréttur fyrirtækisins afnuminn. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Islandspósts sagði í ávarpi sínu að fyrirtækið muni ráðast í byggingu nýrra pósthúsa á 10 stöð- um á landsbyggðinni næstu tvö árin og á sex stöðum til viðbótar yrði núverandi húsnæði Islandspósts endurbætt. Pósturinn var borinn uppi af Símanum til fjölda ára, sem greiddi tapið af þeirri starfsemi og því var það verkefni stjórnenda þegar fyrir- tækin voru aðskilin 1997 að ná ffam hagnaði. Það tóks árið 2002 og toppnum var náð árið 2004 þegar hagnaður fyrirtækisins var yfir 300 milljónir króna. Nú hyllir undir samkeppni sem ráðamenn fyrirtæk- isins fagna og því er verið að ráðast í uppbyggingu núna til að fyrirtæk- ið verði í stakk búið til að mæta henni. Islandspóstur hyggst færa sig meira út í sérþjónustu fyrir fyrir- tæki og vera meira áberandi á landsbyggðinni. Til gamans nefndi Ingimundur að um 440 þúsund sendingar færu um hendur starfs- manna dag hvern sem gerði um 44 tonn á dag. A landinu væru 7 dreif- ingarstöðvar, 88 afgreiðslustaðir og 85 landpóstar sem sæju um að koma sendingum til landsmanna. Hlutafélagið Islandspóstur hf varð til þegar Pósti og síma var skipt upp árið 1998. Fyrirtækið er einn stærsti vinnustaður landsins með um 1.200 starfsmenn, greiddi á síðasta ári 3,2 milljarða í laun og hafði 5,7 milljarða í tekjur. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar síð- an fyrstu íslensku ffímerkin voru gefin út árið 1873 og fyrstu póshús- in sett á stofn. bgk Sturla Böðvarsson tókfyrstu skóflustunguna að nýju pósthúsi við Smiðjuvelli á Akranesi. Veggir menntaskólans teknir að rísa I síðustu viku var byrjað að reisafyrstu veggeiningar skólans. Það er Loftorka Borgar- nesi ehf. sem er verktaki við bygginguna. Nú eru fyrstu veggeiningar nýs menntaskóla í Borgamesi teknar að rísa við Borgarbrautina. Fram- kvæmdir við skólann hafa, að sögn Torfa Jóhannessonar formanns stjórnar skólans, tafist nokkuð vegna ff osta í vetur, en nú er unnið af fullum krafti svo kennsla geti hafist í haust. Framkvæmdum verð- ur skipt í tvo áfanga. I seinni áfanga er menningarsalurinn og þær kennslustofur sem ekki þarf að nota næsta vetur. Fyrri áfanga verður skilað í haust en seinni áfanga næsta vor. Reiknað er með að skólinn verði settur miðvikudaginn 22. á- gúst næstkomandi svo ljóst er að verkinu þarf að miða vel næstu misserin til að framkvæmdum við fyrri áfanga byggingarinnar ljúki í tæka tíð. I byrjun þessa mánaðar afhenti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra Ársæli Guð- mundssyni, skólameistara MB und- irritaða yfirlýsingu um samþykki menntamálaráðuneytisins á hug- myndaffæði MB varðandi nám og kennslu á framhaldsskólastigi. Meðal helstu nýjunga sem felast í skólastarfinu má nefna þriggja ára nám til stúdentsprófs fyrir nem- endur á meðalnámshraða, opið skólastarf, einstaklingsmiðað nám og afnám formlegra annarprófa. Þetta og fleira tengt uppbyggingu skólans kom ffam í viðtali við Ársæl Guðmundsson, skólameistara í Skessuhorni fyrir skömmu. Nýlega var auglýst effir kennur- um til starfa við skólann og létu viðbrögðin ekki á sér standa, sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans, menntaborg.is. Umsókn- arffestur rann út í byrjun apríl um fullar stöður kennara. 21 umsókn barst um stöðurnar frá mjög fram- bærilegum umsækjendum þannig að áhugi fyrir störfum er mjög góð- ur, segir á heimasíðu skólans. mm Óskar Gíslason skipsverji á Þorsteini BA heldur hér á skipaskrámúmerinu af Röst SH. Margt finnst í sjónum Dragnótarbáturinn Þorsteinn BA, sem rær ffá Olafsvík, fékk í síð- ustu viku óvæntan meðafla í nótina er þeir voru að veiðum út af Önd- verðarnesi. Þegar pokinn var tek- inn um borð sáu skipverjar skipa- skrárnúmersplötu með númerinu 1317. Leituðu skipsverjar í Sjó- mannaakmanakinu en fundu engan bát þar með þessu númeri. Að lok- un tókst þó að hafa uppi á nafninu á bátnum sem bar þetta skipaskrár- númer og reyndist það vera af Röst SH 134, sem sökk þann 19. mars árið 2003 þegar báturinn var á leið ffá Stykkishólmi til Reykjavíkur. Mannbjörg varð þegar skipið fórst út af Skálasnagavita og komust tveir menn úr áhöfn í gúmmíbjörg- unabát og var þaðan bjargað um borð í grænlenska loðnuskipið Siku Owbk og síðan yfir í björgunarbát- inn Hjálmtý frá Ólafsvík, sem flutti þá til Rifshafnar. Þorsteinn BA hefur róið frá Ólafsvík í vetur og hefur aflað vel að undanförnu. I þessum róðri, þegar skipaskrárnúmerið kom í veiðarfærin, var aflinn 12 tonn af stórum og fallegum þorski. af Einbeittar á svip við útsauminn. Félagsstarf eldri borgara í Snæfellsbæ Eldri borgarar í Snæfellsbæ eru duglegir við að sækja félagsstarfið sem í boði er fyrir þá. Hittast þeir einu sinni í viku í félagsheimilinu Klifi í Olafsvík, þar sem margt er gert til skemmtunar, eins og að föndra, sauma, spilað boccia, minigolf og svo taka konurnar til hendinni og prjóna. Margir eru í kjallara hússins og vinna úr gleri, aðrir spila, svo það er um nóg að velja fyrir eldra fólkið. Einnig eru farnar ferðir innanlands sem og er- lendis. I fyrra fór t.d. hópur eldri borgara á Hótel Ork og til Kanarí- eyja og í ár er fyrirhuguð ferð á Vestfjarðakjálkann og á Lands- námssetrið í Borgarnesi auk fyrir- hugaðrar ferðar til Kanaríeyja í október. Félag eldri borgara hefur síðustu ár staðið fyrir kaffisölu 1. maí á hverju ári fyrir verkalýðsfélagið. Auk þess sem félagið heldur basar tvisvar sinnum á ári. Félagar eru einnig með dansleik á hverju hausti og er það svokallað Nesball þar sem saman koma félagar af öllu Snæfellsnesi og er ballið haldið til skiptis í hverjum bæ og þetta árið verður það í Klifi. af Þœr stöllur Guðrún Tryggvadóttir og Steinunn Júlíusdóttir bera hitann ogþungann af félagsstarfi eldri borgara í Snœfellsbœ. í

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.