Skessuhorn - 02.05.2007, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007
>5?
• • •
Spuming
vikunnar
Hefur 1. maí gert
verkafólki gagn
síðustu áratugi?
(Eldrafólk á Akranesi svarar)
Sigurður Halldórsson.
Dagurinn hefur gert mikið fyrir
verkalýðinn. Kjara- og réttinda-
málfóru ekki að lagastfyrr enfólk
fór að gera kröfur.
Bjöm Sigurbjömsson.
Fyrsti maí hafði þau áhrif að efla
stéttavitund fólks. Mér þykir mið-
ur að fólk sé hætt að fara í kröfu-
göngur og berjast fyrir álitlegum
kröfum sér til handa.
Hörður Jónsson.
Þetta hefur þróast í rétta átt og
dagurinn gert gagn.
Guðjón Sveinhjömsson.
Kröfumar í þjóðfélaginu eru alltaf
að verða meiri og meiri eftir þvt'
sem árin líða. Allir vilja alltaf fá
meira í budduna. Hvort menn upp-
skera eftir þvt sem kröfumar eru
hávœrari er önnur saga.
Konni og Sigga í Króki.
Dagurinn hefur tvímœlalaust gert
gagn í gegnum tíðina.
Fjölmennur bændafundur á Staðarflöt
llluti gesta á fundinum. Setið var í hverju seeti og margir þurftu auk þess að standa enda brenna landbúnað-
arrnál heitt á íbúum NV kjördæmis. Ljósm. Tjörvi Bjamason.
Mikið fjölmenni var á fundi sem
Bændasamtök Island ásamt búnað-
arsamtökum í Norðvesturkjördæmi
stóðu fyrir á Staðarflöt í Hrútafirði
síðastliðinn mánudag. Þetta var
fjórði fundurinn sem haldinn var á
vegum þessara aðila. Haraldur
Benediktsson, formaður BI setti
fundinn og bauð fundarmenn og
gesti velkomna og skipaði Gunnar
Sæmundsson bónda í Hrútatungu
fundarstjóra sem þegar tók til starfa.
Gunnar greindi ffá því að fulltrúar
allra ffamboða í kjördæminu væru
mættir og fengi hver afimarkaðan
tíma til umráða. Jón Gíslason bóndi
á Stóra-Búrfelli var fyrstur á mæl-
andaskrá og talaði fyrir hönd bænda
á svæðinu. Hann nefndi meðal ann-
ars að í sjónvarpsþætti sem haldinn
var síðastliðinn laugardag með
frambjóðendum þessa kjördæmis
hefði enginn minnst á landbúnað
sem þó væri mjög mikill á þessu
svæði og undirstaða byggðar. Hann
hvatti ffambjóðendur tdl að standa
með landbúnaðinum og hinu
dreifðu byggðum og gera meira af
því að mæta á fundi hjá grasróttinni.
*
Islendingar vilja land-
búnað á Islandi
Haraldtn Benediktsson, formað-
ur BI tók næst tdl máls og skýrði
stöðu landbúnaðar á landsvísu.
Hann nefndi meðal annars að á
landinu öllu væru yfir fjögur þúsund
lögbýli og á ríflega þrjú þúsund
þeirra væri stunduð búfjárrækt í ein-
hverjum mæh. Arið 2005 voru yfir
fjögur þúsund manns starfandi í
landbúnaði á landinu og tæplega
2.500 manns sem störfuðu við úr-
vinnslu og sérhæfða þjónustu við
landbúnað. Það hefur komið í ljós
að hlutfall búvara í útgjöldum heim-
ila er ekki nema 5,25%, stærstd hlut-
inn fer í húsnæði, hita og rafmagn
eða 26,7%. Haraldur nefndi einnig
að í viðhorfskönnun sem Gapacent
Gallup gerði í upphafi þessa árs
kæmi ffam að miklu skipti fyrir Is-
lendinga að þeir væru ekki háðir
öðrum um landbúnaðarafurðir,
79,5% hefðu svarað því játandi.
Einnig kom ffam að 93,8% lands-
manna fannst sldpta miklu máli að
landbúnaður verði stundaður áffam
hér á landi. Landbúnaður væri
hornsteinn byggðanna, bændur
væru þeir sem varðveittu menning-
ararfinn og héldu uppi íslenskum
hefðum.
Áherslur flokkanna
nokkuð mismunandi
Einar Oddur Kristjánsson sté
fyrstur í pontu af ffambjóðendunum
og talaði fyrir
Sjálfstæðisflokk.
Hann sagði meðal
annars að einhverj-
ir fengju atkvæði
út á þau ósannindi
að hér á landi væri
dýrastd landbúnað-
ur í heimi. Bændur
hefðu virkilega
tekið þeirri áskor-
un að hagræða hjá
sér og framleiða
erm hágæða vöru
með minni til-
kostnaði en hins-
vegar ættu kjör
bænda að fylgja
annarri þróun í
landinu. Hann
neftidi einnig að ís-
lenskir neytendur
hefðu lélega verð-
vitund og hægt væri að telja fólki trú
um ótrúlegustu hluti. Það væri dýrt
að ffamleiða hér á norðurslóð en
hinsvegar væri staðreyndin sú að
ríkar þjóðir út um allt styrktu
myndarlega sinn landbúnað, því
þær vissu að það borgaði sig.
Kristdnn H. Gunnarsson talaði
fyrir Frjálslynda flokkin. I upphafi
síns máls varð honum nokkuð tíð-
rætt um þjóðlendumál og hvort
setning laga um þau hefðu verið
nauðsynleg og svaraði sér sjálfur
með því að segja að hann teldi að
svo væri ekki. Kröfur hefðu verið
reistar langt út fyrir eðlileg mörk.
Kristinn sagði ennffemur að land-
búnaðurirm væri fullveldinu mikil-
vægur og vörður matvælafram-
leiðslu í þessu landi.
Anna Kristín Gunnarsdóttir
Samfylkingunni var næst á mæl-
endaskrá. Hún nefiidi að stuningur
ríkisins þyrfid að skila sér bæði tdl
bænda og neytenda. Hinsvegar væri
ekki nóg að horfa eingöngu á fram-
leiðslumálin, líka þyrffi að skoða
fyrirkomulag á raforkusölu jafn-
ffamt því að lækka raforkuverðið.
Flutningskostnað þyrfti að jafna,
laga samgöngur og koma á al-
mennilegum háhraðatengingum.
Aðföng tdl bænda þyrftu að lækka og
kvótakerfið myndi ekki standast til
lengdar. Hún nefndi einnig að ný-
liðun í landbúnaðir væri erfið og að
íslensk matværa ætti að vera sér-
merkt.
Jón Bjamason fyrir Vinstri hreyf-
inguna grænt ffamboð steig næstur
í pontu og nefndi í ræðu sinni að
byggð og búseta í landinu væri í
sjálfu sér auðlegð og grurmurinn
sem samfélagið byggði á. Hann vildi
að ffamleiðslurétturinn yrði ekki
ffamseljanlegur heldur tengdur bú-
setu og búskap og að VLnstri græn
hefðu verðið á mótd því að segja upp
útflutningsskyldunni. Jón nefndi að
ferðaþjónustan væri í stórsókn en
henni háir, eins og fólki á lands-
byggðinni, almennt hátt verð á raf-
magni, fjarskiptaleysið og slæmir
safn- og tengivegir.
Fyrir Framsóknarflokkin var
Herdís Sæmundardóttir ffummæl-
andi. Hún sagði að metnaðarfull
þróunarverkefni væm í gangi hjá
bændum sem myndu skila greininni
ávinningi. Sagði hún að landbúnað-
ur skipti miklu máli vegna matvæla-
ffamleiðslu, atvinnu, búsetu, lífs og
starfs í sveitum landsins. Hún sagði
einnig að þjóðlendumálin svoköll-
uðu væru atlaga að eignarrétti
landsmanna og fiill andstaða væri
meðal ffamsóknarmanna um ffam-
göngu þeirra mála. Herdís sagði að
sjálfsvitund bænda væri sterk og
björt og myndi styrkjast enn ffekar
við meiri menntun og að bændur
væra í fararbroddi í umhverfismál-
um landsins.
Frá Islandshreyfingunni var
frummælandi Ingileif Steinunn
Kristjánsdóttdr. Hún vildi leggja á-
herslu á vegasamgöngur og raforku-
málin ásamt ffamleiðslu á lífrænum
afurðum. Hún taldi Island eiga
mikla möguleika en því miður væm
lífsjör bænda ekki í samræmi við
lífskjör annarra þjóðfélagshópa.
Hún nefhdi einnig að Islendingar
þyrftu að bera gæfu til að standa
vörð um fágæta dýrastofna sem hér
væm og um bændastéttina almennt.
Sammála um margt
Efidr að ffamsögum var lokið var
fundarmönnum gefið orðið ffjálst
til spurninga. Spurt var um hvort
einhverir þingflokkanna vildu af-
nema verðtryggingu, hvort vilji væri
fyrir breytingum á þjóðlenduffam-
kvæmdinni, búsetuskilyrði ungs
fólks í sveitum, eyðingu refa og
minks, betri stuðning við búfjár-
veikivamir, jöfnun á flutningskostn-
aði og afhám stimpilgjalda, aukið
ffamlag til holóttu sveitaveganna
eins og fyrirspyrjandi orðaði það, en
heita víst safii- og tengivegir og
margt fleira. Misjafiit var hversu
loðin og teygjanleg svör frambjóð-
endanna vom en þó komu nokkur
sem vora afdráttarlaus.
Allir ffambjóðendur vildu skoða
afnám verðtryggingar í einhverri
mynd, jafha flutningskostnað, leggja
af eða lækka stdmpilgjöld og laga
holóttu sveitavegina. Sama gilti um
útrýmingu á ref og mink og eflingu
á sauðfjárveikivörnum. Þeir vom
einnig sammála um að framgangan í
þjóðlendumálunum hefði ekki verið
til fyrirmyndar og þyrfti að skoða.
Hinsvegar vom skiptar skoðanir á
því hvort krónan væri til gagns eða
skaða, eða hvort einfalt mál væri að
skipta henni út fyrir aðra mynt. Is-
landshreyfingin og Samfylkingin
vildu styðja við þróunarvinnu
bænda í tengslum við verkefhið „-
beint frá býli“ eða eitthvað sam-
bærilegt þar sem leggja ætti áherslu
á líffænt og heimagert. Lítið var
rætt um þrífösun raffnagns eða há-
hraðatengingar, enda ekki mikið
spurt um þau málefhi.
Að lokum höfðu menn á orði að
gott væri tdl þess að vita að í ffam-
tíðinni ætla allir þessir stjórnmála-
flokkar að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að gera lífið á lands-
byggðinni á allan hátt sambærilegt
við það sem gerist í þéttbýlinu.
Hægt verður að minna á þau loforð
síðar meir, því fundurinn var tekinn
upp á myndband.
bgk
Sveppur í komí drepur ær
Töluverðar búsifjar hafa orðið á
bænum Sigmundarstöðum í Þver-
árhlíð þar sem sveppur í íslensku
þurrkuðu byggi er talinn hafa drep-
ið tíu ær, allar með lömbum og tvær
til viðbótar hafa veikst. Veikin líkist
svokallaðri Hvanneyrarveiki, sem
margir bændur kannast við, en er
ekki sú sama.
Einar Guðmann Örnólfsson
bóndi á Sigmundarstöðum sagði í
samtali við Skessuhorn að þessi
sveppur gæti myndast í þurrkuðu
korni þegar raki kæmist að því og
virtist sem ekki þyrfd mikið til.
„Þetta er ekki myglusveppur sem
myndast, heldur einhver önnur
gerð og pensilín virkar ekki til að
drepa hann. Við eram því varnar-
lausir gagnvart þessu, því fátt er um
önnur sýklalyf. Þessar ær sem em
farnar hér vora allar tvílembdar
utan ein sem var þrílembd svo skað-
inn er töluverður. Þarna fóra 10 ær
sem áttu einhver ár eftir og 21
lamb, það munar um minna. Ærnar
láta ekki lömbunum heldur drepast
þær en þótt þær hefðu náð að bera
er ólíklegt að lömbin hefðu lifað.
Vtð krafningu kom í ljós að þau
voru líka orðin smituð. Eg veit ekki
hvort fleiri en þessar tvær sem þeg-
ar sýna einkenni, hafi veikst. Lík-
legast er að sveppurinn hafi verið í
korni sem ég gaf fyrir 3 til 4 vikum
síðan, svo meðgöngutímirm er ein-
hver.“ Einar bætti við að þótt sinn
missir væri töluverður hefði verið
sárast að horfa upp á son sinn, fimm
ára sem missti sína kind. „Hann var
búinn að hlakka svo mikið tdl að fá
lömbin sín tvö og vera þannig þátt-
takandi í sauðburðinum, að hann
var óhuggandi. En börn í sveitum
læra fljótt að lífsins saga eru fæð-
ingar og dauði og málinu var hægt
að bjarga því til var gemlingur und-
an ánni sem dreginn var fram í
dagsljósið hið snarasta, svo sá stutti
hefur tekið gleði sína á ný,“ sagði
Einar Guðmann Örnólfsson bóndi
á Sigmundarstöðum.
Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar,
sérfærðings hjá Landbúnaðarstofn-
un er þessi sveppur ekki einskorð-
aður við íslenskt bygg. „Þetta hefur
því miður líka sést í innfluttu korni
og full ástæða til að vara bændur
við. Ef einhver grunur leikur á því
að þurrkað korn hafi blotnað eða
komist í það raki að gefa það ekki,
hvort sem það er innlent eða erlent.
Eg hef sé þrjú tílfelli, að þessu með-
töldu í Borgarfirðinum, þar sem
bændur hafa orðið fyrir miklum
skaða vegna gjafar á skemmdu
korni. Og það nær engri átt að geta
ekki fylgst með því að kórn sem
flutt er til landsins, sé í þeim gæða-
flokki sem sagt er,“ sagði Sigurður
Sigurðarson.
bgk