Skessuhorn - 02.05.2007, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 2007
Fjölmenni á íj ölmenningardegi
Það var margt um manninn á fjölmenningardeginum sem
haldinn var í félagsheimilinu Klifi sl. laugardag. Fulltrúar ffá
16 löndum kynntu menningu lands síns og fengu gestir einnig
að smakka á mat ffá löndunum. Var það óspart nýtt og gestir
ánægðir að fá að kynnast með eigin ratm matarmenningu og
Þessar systur erufrá Filippseyjum.
menningu almennt frá hinum framandi löndum. Einnig var
mikið um handverk og margt annað forvimilegt á boðstólum.
Góð stemning var á meðal gesta og áætlar Þórdís Björgvins-
dóttir, formaður lista- og menningarnefhdar að gestir hafi ver-
ið á bilinu 4-500 og fór dagurinn fram úr björtusm vonum að
Gestir aö skoða matfrá Filippseyjum.
hennar sögn. „Það vilja margir að fjölmenningardagurinn
verði gerður að fösmm lið hér í bæjarfélaginu á hverju ári. Þó
að undirbúningsvinna hafa verið mikil er þetta fyllilega þess
virði og allir sem að þessu stóðu eru í skýjunum yfir ffábærum
degi,“ sagði Þórdís í samtali við Skessuhorn. af
Svíamir höfðu upp á margt að Ijóða.
Smakkað á teifrá Argentínu.
Fulltrúi Tælands.
Þessar ungu dömur kynntu Suður Afrtku af myndarskap. Gestir smakka á veitingum frá Póllandi.
Fulltrúar Úkratnu.
Ruslpósti safnað á degi
umhverfisins
Nemendur víða á Vesturlandi
gerðu ýmislegt í tilefni dags um-
hverfisins sem var sl. miðvikudag. I
Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi
tóku fyrsta,- og annarsbekkingar
sig til og söfrmðu saman öllum
ruslpósti sem safnast hafði á heim-
ilum þeirra í eina viku. Líkt og
kemur ffam á heimasíðu Borgar-
byggðar gerðu elsm nemendur
skólans könnun á bæjum um flokk-
un sorps og meðferð ýmiss úr-
gangs. Þar að auki könnuðu þau
skógrækt í sveitinni. Þá tóku þeir
sig til og hressm upp á skilti og
miða tengt orkusparnaði. A mynd-
inni, sem fengin er af vef Borgar-
byggðar, má sjá nokkra nemendur
við affaksturinn af ruslpóstssöfnun-
inni.
kóp
Umhverfisátak í Skýjaborg
Krakkamir tilbúnir t slaginn. Myndfengin afvef Hvalfjarðarsveitar.
Krakkarnir á Skýjaborg, leik-
skóla Hvalfjarðarsveitar, lém ekki
sitt eftir liggja á degi umhverfisins
sem var sl. miðvikudag. Þau fylkm
liði, vopnuð ruslapokum, og tíndu
rusl í nágrenni skólans og fegruðu
þannig umhverfi sitt. Börn og
starfsfólk lém slagveður ekki affra
sér ffá starfi sínu. Með þessu ffam-
taki hófst með formlegum hætti
umhverfis- og náttúruþema í
Skýjaborg en framundan eru
gönguferðir, vorheimsókn í sveit,
ræktun trjáa og skógræktarferð f
Fannahlíð og ýmislegt fleira.
Krakkarnir munu líka syngja um
náttúruna, teikna og lita myndir
henni tengdar og leika sér í nátt-
úrulegu umhverfi.
Framkvæmdir við stækkun skól-
ans ganga vel og eru þær viku á
undan áætlun. Risin er 127 fer-
metra viðbygging úr timbri og
þegar skólanum verður lokað í
sumar verður farið í breytingar
innanhúss f eldri hluta leikskólans.
Leikskólaplássum mun við þetta
fjölga úr 30 í 48. Framkvæmdum
samkvæmt áætlunum á að vera lok-
ið 1. ágúst. Það er Akur hf. á Akra-
nesi sem sér um byggingarfram-
kvæmdir. Líkt og Skessuhom hef-
ur greint ffá ákvað sveitarstjóm
Hvalfjarðarsveitar í fyrra að leik-
skóli sveitarfélagsins yrði gjald-
ffjáls.
Viðbyggingin við Skýjaborg. Mynd fengin
afvef Hvaljjarðarsveitar.