Skessuhorn - 02.05.2007, Síða 19
■ ■.t-VMII.... I
MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 2007
19
Unnið sér í haginn -
ekki verið að dorga
Síðastliðinn föstudag voru starfs-
menn Vegagerðinnar í Borgarnesi á
Borgarfjarðarbrúnni að vinna sér í
haginn fyrir komandi vertíð í sum-
ar. Að sögn Inga Reynissonar,
starfsmanns Vegagerðarinnar er á
hverju ári sett niður þurrkví til að
gera við brúarstöplana. Botninn
þarf að vera sléttur undir kvínni og
þar sem þessi risavél, sem aðeins
eru til þrjú eintök af á landinu, var
stödd á svæðinu var tækifærið nýtt
til að laga botninn.
bgk
Afstaða um Evrópusambandsaðild
innan næstu átta ára
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum
formaður Alþýðuflokksins og ráð-
herra, fjallaði um jafnaðarstefnuna á
íjörugum stjómmálafundi Samfylk-
ingarfélags Borgarbyggðar í Borgar-
nesi í gær. Ræddi hann um grunn-
gildi jafnaðarstefnunnar og fór vítt
yfir sviðið. Byrjaði á að tala um jafh-
aðarstefnuna í alþjóðlegu samhengi,
um bandaríska módehð og loks um
norræna velferðarmódelið sem Evr-
ópusambandið er í síauknum mæli
að tileinka sér. Jón Baldvin fullyrðir
að innan átta ára verði Islendingar að
taka afstöðu, af eða á, um inngöngu í
Evrópusambandið og að stjómvöld-
um beri skylda til að stuðla að upp-
lýstri umræðu um máhð.
Jafhffamt tók hann það ffam að
það væri afar mikilvægt fyrir stjóm-
Hluti gesta á fundinum.
málaumræðuna í dag að forystufólk
flokkanna tækju afdráttarlausa af-
stöðu til aðildar að Evrópusamband-
inu og gæfu kjósendum um leið skýr
skilaboð um það hvort stefnan væri
að fylgja hinu norræna velferðar-
módeli eða bandaríska markaðsmód-
elinu.
Aðspurður sagði hann stefnu
Samfylkingarinnar hvað Evrópu-
sambandið varðar góða, en að það
vantaði uppá að henni væri nægilega
haldið á lofti. Þá gagnrýndi Jón fjöl-
miðla fyrir einhæfa umfjöllun í að-
draganda kosninga og sagði þá ráða
um of umræðunni í kosningabarátt-,
unni. Yfirborðskennd umfjöllun og'
metnaðarleysi einkenndi umíjöllun
fjölmiðla þar sem lítið annað væri \
rætt en skoðanakannanir, sem ffam-
bjóðendur létu hafa sig í að tjá sig
endalaust um í stað þess að leiða
málefhalega mnræðu um stjómmál.
Aðspurður um áhrif skoðanakann-
ana fjölmiðla vikumar fyrir kosning-
ar sagðist hann hlynntur því að
banna birtingu skoðanakanna eða
„skoðanahannanna“ eins og hann
kallaði það a.m.k. hálfum mánuði
fyrir kjördag. Að lokum sagði Jón
Baldvin komandi kosningar snúast
um jöfnuð eða ójöfnuð, sérhagsmuni
eða almannahagsmuni.
vvm
FISKISTOFA
Útibú Fiskistofu í Stykkishólmi
Staða veiðieftirlitsmanns við útibú Fiskistoíu í Stykkishólmi er laus til umsóknar. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni útibúsins em almennt veiðieftirlit til sjós
og lands.
Leitað er að einstaklingi sem hefur skipstjómarmenntun og reynslu af sjávarútvegi. Góð íslensku-
og tölvukunnátta em áskilin. Starfið krefst þess að umsækjendur séu sjálfstæðir og nákvæmir í
vinnubrögðum og búi yfir fæmi í mannlegum samskiptum sem einkennist af sanngimi, háttvísi
og fagmennsku.
Laun em samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrám skulu sendar til Fiskistofu merktar “starf veiðieftirlitsmanns í
Sfykkishólmi” fyrir 16. maí 2007. Einnig er hægt að senda umsóknir til fiskistofa@fiskistofa.is
Upplýsingar um starfið veitir Eyþór Bjömsson, forstöðumaður veiðieftirlitssviðs í síma 5697900
Starfshópur um
ftístundabyggðir skilar
tillöguin
Starfshópur um málefhi er varða
frístundahús, sem Magnús Stefáns-
son félagsmálaráðherra skipaði í
júlí 2006, hefur skilað einhuga til-
lögum í formi framvarps til laga
um réttindi og skyldur eigenda og
leigjenda lóða í skipulagðri frí-
stundabyggð. Hópurinn leggur
meðal annars til að samningar um
leigu á lóð undir frístundahús kveði
á um endurskoðun á leigu og for-
kaupsrétti leigjanda við sölu á
leigulóð. Ennffemur leggur hópur-
inn til að farin verði hliðstæð leið
og í fjöleignarhúsalögum við úr-
lausn tiltekinna ágreiningsefha. Fé-
lög eigenda og leigjenda lóða í ffí-
stundabyggð verði vettvangur fyrir
samskipti aðila um sameiginleg
hagsmunamál og eigendur og leigj-
endur geti skotið ágreiningsefhum
með nokkrum takmörkunum til
kærunefndar fjöleignarhúsamála,
því það sé fljótleg og ódýr leið til að
fá niðurstöður í deiluefhi.
Félagsmálaráðherra hefur ákveð-
ið að senda ffumvarpsdrög starfs-
hópsins til umsagnar hagsmuna-
samtaka. Einnig gefst almenrúngi
kostur á að koma á framfæri at-
hugasemdum og ábendingum á
heimasíðu félagsmálaráðuneytisins.
Eftir að umsagnarfrestur er úti
verður farið yfir athugasemdirnar
með það að markmiði að ffumvarp
til laga verði lagt fyrir Alþingi í
haust.
bgk
Númerslausir bílar
hirtir í Borgarbyggð
Borgarbyggð hefur gert samning
við Vöku ehf. um að hirða núm-
erslausa bíla innan marka sveitarfé-
lagsins. I því felst að skriflega á-
minning verður límd á númerslaus-
ar biffeiðar og eigendum gefinn
vikufrestur til að fjarlægja þær. Að
þeim tíma liðnum færir Vaka bílana
á geymslusvæði sitt og sendir eig-
endtmum bréf. Ef þeir verða ekki
sóttir verður þeim fargað eða
boðnir upp. Allur kosmaður sem til
verður fellur á eiganda biffeiðar-
innar. A næstunni mun hefjast
vinna við þessa hreinsun þar sem
númerslausar bifreiðar á lóðum og
löndum sveitarfélagsins verða fjar-
lægðar. Hreinsunarvinnan mun
vara næstu árin meðan samningur-
inn við Vöku er í gildi. Líkt og
Skessuhorn hefur greint ffá hefur
Akraneskaupstaður gert sams kon-
ar samning við Vöku.
kóp
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Fiskistofu við ráðningar. Umsóknir sem berast að
umsóknarfresti loknum verða ekki teknartil greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar um Fiskistofu má finna á heimasíðu:
Hafnarfjörður, 25. apríl 2007
Fiskistofa www.flskistofa.is
Dalshrauni 1 - 220 Hafnarfjörður
Sími: 569 7900 - Fax: 569 7991
Þau völdu búfræði!
Eins og gefur að skilja starfa þeir sem Ijúka
tveggja ára námi í búfræði við Lbhl flestir við
landbúnaðarstörf en einnig starfa margir innan
stoð- og þjónustugreina landbúnaðarins. Markmið
búfræðináms er að auka þekkingu og færni
einstaklingsins til að takast á við búrekstur og
alhliða landbúnaðarstörf, ekki síst á sviði rekstrar,
bútækni, jarð- og búfjárræktar.
Meðal þess sem fjallað er um í náminu er
búfjárrækt, jarðvegs- og umhverfisfræði,
nytjaskógrækt, málmsuða og bókhald.
Möguleikar á sérhæfingu í náminu eru einkum á
sviði nautgripa-, sauðfjár- og hrossaræktar. Á
Hvanneyri er nýtt kennslufjós og nýleg fjárhús á
Hesti. Þá er skólinn með frábæra aðstöðu til
kennslu í hrossarækt og hestamennsku.
Fjórðungur búfræðinámsins felst í námsdvöl á
einu af tæplega 80 kennslubúum, sem Lbhl er
með samstarfssamning við. Þar dvelur nemandinn
sem einn af fjölskyldunni í þrjá mánuði og tekur
þátt í daglegum störfum heimilismanna.
Námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms
á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og
dýralækninga.
Boðið er upp á búfræðinám í fjarnámi að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Viltu kynna þér betur nám í búfræði við Lbhl?
Hringdu í Sverri Heiðar, námsbrautarstjóra
búfræðibrautar í síma 433 5032 eða 843 5332.
„Búfræðinámið er fjölbreytt og spennandi, mérfinnst ég
vera í góðum skóla. Á Hvanneyri er yndislegt að búa og
félagsskapur inn er frábær! Búfræðinám er vænlegur
kostur fyrir þá sem hafa áhuga á fjölbreytilegu
náttúrufræðinámi með verklegu ívafi," segir Ragnhildur
Anna Ragnars-dóttir, sem er þessa dagana í námsdvöl á
Syðri-Hofdölum í Skagafirði.
„Ég tel að búfræðinámið sé eitthvað það skemmtile-
gasta sem ég hef lent í á ævi minni; endalaus gleði í
góðum félagsskap þar sem maður lærir það sem maður
hefur virkilega áhuga og vit á. Gott líka fyrir hin svo
nefndu „borgarbörn" þvi grasið er oft grænna hinu
megin við lækinn (Hvalfjörðinn)," segir Jóna Þórunn
Ragnarsdóttir, sem er í námsdvöl á Bessastöðum í
Húnavatnssýslu.
Það er einstök upplifun að vera á Hvanneyri, og búfræðin
er virki lega spennandi og fræðandi kostur fyrir alla þá
sem hafa áhuga á landbúnaði og tengdum málefnum.
Búfræði er gott nám fyrir alla hvaðan sem er af landinu,"
segir Kópavogsbúinn Jón Örn Angan týsson. Jón Örn er
um þessar mundir í námsdvöl að Skriðu í Hörgárdal.
www.lbhi.is
Hvanneyri ■ 311 Borgarnes ■ Sími 433 5000