Skessuhorn - 02.05.2007, Side 20
20
MIÐVTKUDAGUR 2. MAI 2007
Rætt við Tómas Sigurðsson, verktaka í Ólafsvík
Tómas ásamt syni sínum Svani og bamabarni vió vinnuna.
í síðustu viku átti Vélalega TS í
Olafsvík 40 ára starfsafmæli, en
stofnandi hennar er Tómas Sig-
urðsson. „Eg var að vinna í frysti-
húsinu, ungur maðurinn," sagði
Tómas um tilurð þess að hann fór
að stofna þetta fyrirtæki. „Mig
langaði að breyta til, keypti Massey
Fergusson, fyrstu gröfuna ásamt
bróður mínu Hauki í maí árið 1967.
En á þeim tíma var erfitt að fá verk-
efni, svo ég leitaði á náðir rafveitu-
stjórans hjá Rarik á þeim tíma, því
ég vissi að menn væru orðnir
þreyttir á að moka með höndum og
ég fékk strax smá verkefni hjá
Rarik. I langan tíma var ég með
mikla vinnu hjá Rarik eins og að
plægja háspennulínur niður á mjög
erfið svæði, en vann þess á milli í
frystihúsinu. En svo fór þetta að
vinda upp á sig, ég og aðrir félagar
stofnuðum svo steypustöð og því
fylgdu verkefhi við að moka steypu-
efhi. Einnig voru við með fyrstu
löndunarþjónustuna hér fyrir fisk-
markaðina og var brjálað að gera í
lönduninni hjá okkur. Einn morg-
uninn biðu 80 trillur löndunar, þá
fékk maðtu að svitna,“ segir Tómas
um fyrstu árin í gröfuútgerð og
öðru í Ólafsvík.
Hann heldur áffam: „Svo tók ég
að mér sorphirðu fyrir bæjarfélagið
og var með hana í ein 26 ár. Svanur
sonur minn byrjaði að vinna hjá
mér árið 1980 og hefur verið með
mér síðan og núna er Stefán sonur
Svans einnig byrjaður í þessu.“
Aðspurður um verkefnastöðu
fyrirtækisins um þessar mundir seg-
ir Tómas hana mjög góða. „Við
getum valið úr verkefhum, það er
brjálað að gera. Við erum nú sex í
föstu starfi hjá fyrirtækinu og vinn-
um nær eingöngu í Snæfellsbæ þar
sem okkur hefur verið vel tekið. Við
erum þessvegna alltaf að endurnýja
og kaupa ný tæki og erum til dæm-
is með tveggja tonna gröfu sem er
góð í garðvinnu og þessháttar og
svo líka stærri tæki að sjálfsögðu. Þá
gerum við ýmislegt annað sem til
fellur, eins og t.d. steinsteypusög-
un.“
Aðspurður um áhugamál sín fyrir
utan vinnuna segist Tómas alltaf
hafa haft gaman að boltanum. „Nú
á ég trillu sem ég fer á á sumrin í
góðum veðrum til þess að anda að
mér fersku sjávarloftinu og ná mér í
soðið,“ sagði Tómas. „En éghef því
miður ekki haft mikinn tíma til þess
vegna anna í vinmmni. Það er bara
svo brjálað að gera.“
Tómas var að fullu á sinni gröfu
við að moka sand á bíla og mátti
engan tíma missa til þess að standi í
einhverju spjalli við blaðamann, en
sagði þó að lokum: „En ég er sáttur
við lífið og tilveruna í dag, er vel á
mig kominn líkamlega og á meðan
svo er þá er ég ekkert að fara að
draga mig í hlé, þetta er svo gam-
an,“ sagði Tómas og hljóp eins og
tvítugur unglingur upp í gröfu sína
og tók til við að moka á bflana sína.
af
Tómas ásamt eiginkonu sinni Bimu en hún sér um bókhaldiö.
Nokkrir af samstarfsmönnum Tómasar í gegnum tíöina ásamt
nokkrum félögum frá Rarik. Myndin var tekin í samkvæmi
sem haldiö var vegna 40 ára starfsafmælisins.
Snemma beygist krókurinn. Svanur eins árs ájýrstu
gröfu pabba síns.
Stefán sonur Svans í gröfu aö-
eins ársgamall en þarfannst
honum hvergi betra aö sofa.
Húsnœöi Varar er inni í húsnœöi Sjávarsafnsins en þar vinna iönaöarmenn nú höröum
höndum viö aö fullklára húsnœöiö.
Vinna við Vör í
fullum gangi
Vör, sjávarrannsóknarsetrið í
Ólafsvík, er að byggja 140 fermetra
húsnæði sem er staðsett inni í Sjáv-
arsafninu en þar er nóg pláss til
stækkunar. I húsinu verður skrif-
stofuaðstaða og tvær rannsókna-
stofur. Rannsóknaaðstaðan skiptist
í blautrými, sem nýtist við úr-
vinnslu sýna úr sjó og þurrrými fyr-
ir greiningu og úrvinnslu.
Vör er sjálfseignarstofnun og
standa 22 aðilar að baki hennar.
Eitt meginmarkmið stofnunarinnar
er að rannsaka líffíki Breiðafjarðar
með það að leiðarljósi að auka
þekkingu á vistkerfinu og nýtingar-
möguleika auðlinda svæðisins. Sótt
er um styrki til rannsókna í inn-
lenda sem erlenda rannsóknasjóði
auk þess sem heimamenn taka virk-
an þátt í athugun á lífríki Breiða-
fjarðar. I upphafi er lögð áhersla á
rannsóknir á undirstöðuþáttum líf-
ríkisins (svifþörungum og dýrasvifi)
en jöfnum höndum verður unnið
að verkefhum sem stuðla að auk-
inni nýtingu og arðsemi sjávarfangs
úr Breiðafirði. I sumar munu fjórir
vinna við rannsóknarsetrið ásamt
Erlu Björk Örnólfsdóttir, forstöðu-
manni.
af
Landgræðslufélag stofhað í Eyrarsveit
Þau mættu á stofrftmd
Landgræöslufélagsins.
Frá vinstri Kristín
Pálsdóttir, Hallur
Pálsson, Aslaug Pét-
ursdóttir, Gunnar
Njálsson, Gunnar
Kristjánsson, Olga
Einarsdóttir, Þorkell
G. Þorkelsson, Njáll
Gunnarsson, OddurH
Kristjánsson og Sunna
Njálsdóttir.
Á degi umhverfisins þann 25.
aprfl sl. fór ffam formleg stofnun
Landgræðslufélags Eyrarsveitar.
Tólf félagar voru skráðir í félagið á
stofnfundinum. Samþykkt voru
lög fyrir félagið og kosin fimm
manna stjórn sem skiptir með sér
verkum á fyrsta stjórnafundi. I að-
alstjórn voru kosnir Hallur Páls-
son Naustum, Oddur Hlynur
Kristjánsson Skallabúðum, Gunn-
ar Kristjánsson Grundarfirði,
Gunnar Njálsson Grundarfirði og
Þorkell Gunnar Þorkelson f.h. Ak-
urtraða ehf.
Samkvæmt lögum félagsins er
tilgangur þess að vinna að land-
bótum í Eyrarsveit. Á stofnfund-
inn mættu þrír fulltrúar Land-
græðslu ríkisins, þau Þórunn Pét-
ursdóttir héraðsfulltrúi Vestur-
lands, Björn H. Barkarson sviðs-
stjóri landverndarsviðs og Guðjón
Magnússon sviðsstjóri almanna-
tengslasviðs. I máli þeirra kom
ffam að nokkur slík landgræðslufé-
lög eru starfandi á landinu. Lýstu
þau ánægju sinni með þetta fram-
tak í Eyrarsveit. Þórunn Péturs-
dóttir kvaðst reiðubúin að aðstoða
félagsmenn í væntanlegri skipu-
lagningu á starfi félagsins s.s. við
gerð uppgræðsluáætlana og í því
sambandi sagði hún frá því að
væntanleg væri ný loftmynd af
svæðinu í byrjun maí sem auðvelda
myndi skipulagsvinmma. Miðað er
við að á vegum hins nýstofnaða
landgræðslufélags verði farið að
vinna eftir slíkri áætlun árið 2008.
Sk