Skessuhorn - 02.05.2007, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007
21
Landmælingar saíha og miðla upplýsingum
Um síðustu áramót breyttist
hlutverk Landmælinga Islands
nokkuð, þegar kortaútgáfan var
seld frá stofnuninni, líkt og
Skessuhorn hefur greint frá.
Landmælingar Islands hafa um
árabil verið í því sérstaka hlutverki
að vera ríkisstofnun í samkeppnis-
rekstri og var oft og tíðum nokkuð
áberandi á markaði. Landmæling-
ar gáfu út vinsælar vörur, kort og
geisladiska sem að hluta til voru í
samkeppni við einkaaðila sem
stundum kvörtuðu yfir sterkri
stöðu stofnunarinnar. Nokkuð er
síðan undirbúningur hófst að því
að losa þennan þátt starfseminnar
frá Landmælingum. Unnið hefur
verið að skipulagsbreytingum síð-
an í árslok 2004 auk greiningar á
innra starfi og því lagaumhverfi
sem stofnunin hefur starfað sam-
kvæmt. Lögin sem fólu í sér sjálfar
breytingarnar voru hinsvegar ekki
samþykkt af Alþingi fyrr en um
mitt ár 2006 og tóku gildi um síð-
ustu áramót. I tilefni breytts um-
hverf settist blaðamaður Skessu-
horns niður með þeim Magnúsi
Guðmundssyni, forstjóra Land-
mælinga og Gunnari H. Rristins-
syni, þjónustustjóra og kynnti nýj-
ar áherslur í starfinu.
Breyttar áherslur
Þessi breyting hefur haft minni
áhrif á starfsemi Landmælinga en
ætla má í fyrstu en samt þannig að
stofnunin er ekki eins áberandi nú
en áður. Kortaútgáfa var sú starf-
semi stofnunarinnar sem var sýni-
legust, en hún var hins vegar ekki
stærsti hluti starfseminnar. Mikil-
vægasta hlutverk stofnunarinnar á
síðustu árum hefur verið að halda
utan um og uppfæra gagnagrunna
um Islands svo sem varðandi vegi,
stjórnsýslumörk og mannvirki og
að viðhalda og byggja upp lands-
hnitakerfi. Við breytingar á lögum
um starfsemina urðu áðurnefndir
grunnar eftir hjá stofnuninni og
getur hver sem er fengið afnot af
þeim til kortagerðar eða annarra
nota. Það sem selt var einkaaðilum
voru sex útgáfugrunnar fyrir
prentuð kort. Kaupandinn, Iðn-
mennt, hefur rétt á útgáfu og sölu
þeirra korta. Iðnmennt greiddi um
24 milljónir fyrir kortagrunnana
og tæpar fjórar fyrir kortalager
stofnunarinnar en það voru um
140.000 eintök prentaðra landa-
korta. Við söluna má áætla að ár-
legar sértekjur stofnunarinnar
dragist saman um 30 milljónir
króna, en allar þessar tölur eru án
virðisaukaskatts.
>s,.
í takt við
nágrannalöndin
Magnús segir að þessi breyting á
starfsemi stofnunarinnar hafi ekki
átt að koma á óvart þeim sem til
þekkja. Hún sé í anda við það sem
gerst hefur í þessum eftitun í ná-
grannalöndum okkar og í takt við
stefiiu stjómvalda hér heima við að
fela einkafyrirtækjum aukin verkefni
í tengslum við opinbera þjónustu.
Menn hafi því lengi séð í hvað
stefndi og því hafi ekki verið um
neina stökkbreytingu að ræða.
Akveðin átök hafi hinsvegar átt sér
stað á meðan verið var að finna út
hvar línan ætti að liggja á milli
einkaaðila og Landmælinga Islands.
Mismunandi skoðanir hafi verið
uppi um það, en á
endanum hafi
náðst sátt sem
bæði hagsmuna-
aðilar einkamark-
aðarins, stjórn-
völd og Land-
mælingar geti vel
við unað. Nokkur
fækkun hefur
orðið á starfsfólki
Landmælinga
undanfarin ár.
Frá 2004 hefur
þeim fækkað um
sex starfsmenn,
en engum var þó
sagt upp við
breytingarnar.
Þess í stað var fært á milli deilda og
ekki ráðið í þær stöður sem losnuðu.
Nú era 28 starfsmenn hjá stofnun-
inni og líklegt að sú tala muni hald-
ast.
Hlutverk Landniælinga
Markmið Landmælinga Islands er
að tryggja að ávallt séu aðgengilegar
áreiðanlegar landfræðilegar grunn-
upplýsingar tun allt Island. Sam-
kvæmt nýsamþykktum lögum á
stofhunin að vera umhverfisráðu-
neytinu til ráðuneytis á fagsviðum
hennar, byggja upp og viðhalda
landshnita- og hæðakerfi og útbúa,
halda við og miðla starfænum upp-
lýsingum í mælikvarða 1: 50.000. Þá
er það hlutverk Landmæhnga ís-
lands að skrá og miðla upplýsingum
um landfræðileg gagnasöfn
(lýsigögn), stuðla að faglegu sam-
starfi við háskóla, fyrirtæki og al-
þjóðleg samstörf, sem og gerð og
notkun staðla á fagsviðum stofhun-
arinnar.
Magnús og Gunnar segja að hlut-
verk stofnunarinnar við að samræma
og staðla vinnubrögð sé ekld síst
mikilvægt, enda sé þar víða pottur
brotinn. Mjög mikilvægt sé að menn
Magnús Guðmundsson, forst/óri Landmæhnga og Gunnar H. Kristinsson, þjónustustjóri.
leika á bættri þjónustu við notendur.
Nýi vefurinn einfaldar aðgengi að
gögnum og notendur hafa meðal
annars aðgang að korta- og mynda-
vefsjám. A vefhum eru einnig ýmis
sérkort, s.s. kjördæmakort/sveitarfé-
lagakort auk margvíslegs fróðleiks
um Island. Vefurinn nýtist bæði al-
menningi og fagmönnum.
kóp
Forsíða nýja vejjarins.
noti sömu kerfin s.s. viðmiðanir og
staðla, þannig að hægt sé að fá heild-
stæðar upplýsingar um allt landið til
að nota hvar og hvenær sem er. Slíkt
gæti jafhvel bjargað mannslífum
þegar til björgunaraðgerða kemur.
Magnús segir að þetta sé ósköp ein-
falt, það verði að vera til einn sam-
ræmdur gagnagrunnur um Island
sem margir geti haft afhot af. „Eg
hef stundum líkt þessu við þjóð-
skrána. Imyndum okkur ef hvert og
eitt sveitarfélag væri með eigin kerfi
til að skrá og halda utan um íbúa
sína. Svo myndu þau kerfi kannski
ekki getað talað saman. Þannig er
þessu sumsstaðar háttað í korta- og
landmælingakerfum t.d. á milli
sveitarfélaga og við verðum að fá alla
sem hlut eiga að máli til að samræma
þetta.“
Nýr vefur bætir þjónustu
Aðalhlutverk Landmælinga Is-
lands er, eins og áður segir, að halda
utan um gagnagrunn og uppfæra
hann og miðla upplýsingum til not-
enda. Nýr vefur stofhunarinnar sýn-
ir hlutverk hennar glöggt, en hann
var nýverið opnaður á slóðinni
www.lmi.is. Vefurinn er hýstur hjá
Nepal í Borgarnesi og gefur mögu-
Glæsilegur leikskóli
Kanntu að elda sóðan mat?
Hefur þú gaman af að elda góðan matl
Langar þig að vinna á skemmtilegum vinnustað?
Við leitum að duglegri mannesku til starfa í eldhúsí Landnámsseturs
sem getur hafið störf sem fyrst. Unníð er á vöktum
Frá 1. júní verður veitingahús Landnámsseturs opið
alla daga frá kl. 10 - 20:30
Vinsamlega sendið umsóknir með tölvupósti á
www.landnamssetur@landnam.is eða hafið samband í síma 8955460
Landnámssetur
ÍSLANDS
BORGARNESt
B0RGARBYGGÐ
Borgarbyggð
- Framkvæmdasvið óskar eftir
tilboðum í eftirfarandi verk:
Boltageröum á eftirfarandi stöðum:
Á Hvanneyri
Á Bifröst
Við Laugargerðisskóla í Eyja- og
Miklaholtshreppi.
Boltagerði 18 x 33 m að stærð sem lagt verður
með KSÍ gervigrasi.
Verkin innifela m.a. jarðvinnu, steyptan
girðingarvegg, grindverk, snjóbræðsluskerfi,
lóðarfrágang.
Bjóða má í öll gerðin, tvö þeirra eða aðeins eitt
þeirra og litið veður á tilboðin óháð hvort öðru.
I Útboðsgögn verða seld í Ráðhúsi Borgarbyggðar,
= Borgarbraut 14, Borgarnesi og
I á Verkfræðistofu Sigurður Thoroddsen, Ármúla 4,
I Reykjavík gegn 5000 krgjaldi.
Tilboð verða opnuð í Ráðhúsi Borgarbyggðar
miðvikudaginn 16.maí 2007, kl 14:00.
Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar
Leikskólinn Ugluklettur í
Borgamesi er núfullbúinn
að utan en innandyra er
unnið að frágangi. Skóla-
húsið njtur sín vel á þessum
stað og útsjni upp til sveita
ogyfir f órðinn er ágcett.
Ljósm . MM