Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 2007 ■Mtcasunu... I Draumaleitin - enn eitt stórvirki nemenda Grundaskóla r v * •r t Nemendur níunda bekkjar Grundaskóla á Akranesi frumsýndu í síðustu viku söngleikinn Drauma- leitina í Bíóhöllinni á Akranesi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhoms er söngleikurinn sam- vinnuverkefni fjögurra skóla ffá Is- landi, Svíþjóð, Tyrklandi og Italíu. Undirbúningur að verkefninu hefnr staðið yfir síðastliðin tvö ár og er þetta fyrsta frumsýning skólanna sem að því koma. I desember munu nemendur frá skólunum fjórum sameinast í uppsetningu í Svíþjóð. I söngleiknum er varpað ljósi á ólík- an bakgrunn mismunandi þjóða og menningarheima auk þess sem skilningur þátttakenda á mismun- andi menningu, trúarbrögðum og þörfúm einstaklinga er víkkaður. Söngleikurinn fer að mestu ffam á skipi sem er á leið með Vesturfara til New York, en fólk frá öllum þátttökulöndum flykktist til Vestur- heims fyrir rúmum 100 árum. Kast- ljósið er á fjórum fjölskyldum, einni ffá hverju landanna, og saga þeirra er sögð, sagt ffá erfiðleikum sem þær mæta og því hvernig sætta þarf ólík sjónarmið fólks með ólíkan uppruna. Þá kemur ástin við sögu eins og í öllum góðum leikverkum. Handritið var unnið upp úr smá- sögum sem nemendur skólanna fjögurra sömdu, eftir að hafa kynnt sér sögu Vesturfaranna. Tónlist söngleiksins er að mestu leyti sam- in í samstarfi kennara landanna og sér Flosi Einarsson um íslenska hlutann og kemur Flosi sterkur inn þar, sem fyrr. Leikstjórn uppfærsl- unnar var í höndum Einars Viðars- sonar, en auk þeirra félaganna koma umsjónarkennarar bekkjanna þau Margrét Akadóttir og Sigurjón Jónsson að uppfærslunni ásamt krökkunum. Karen Lind Olafsdótt- ir er dansstjóri en henni til aðstoð- ar var Emelía Ottesen. Allir nemendur níunda bekkjar Grundaskóla taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt; um 40 leikar- ar og dansarar, sem og allir þeir sem koma að viðamiklum leiksýningum, svo sem hönnun og smíði sviðs- myndar, búninga og kynningarefn- is, tæknivinnslu og ljósum. Þá koma foreldrar að vinnu við leikmynd og búninga. Söngur og glens Fullt var út úr dyrum í Bíóhöll- inni á frumsýningu nemenda Grundaskóla sem blaðamaður var viðstaddur. Það er óhætt að segja að enginn hafi verið svikinn af ffábærri sýningu. Undirritaður hefur séð margar sýningar áhugaleikhópa víða og fullyrðir að hér er á ferðinni ein sú ffemsta. Segja má að hafi maður áður séð uppfærslur nem- enda Grundaskóla á leikritunum Hungangsflugum og villiköttum og þar áður á Frelsinu, þá var vænting- arvísitalan óneitanlega hátt skrúfuð fyrirffam. Þrátt fyrir það koma krakkarnir enn á óvart. Að vísu eru alltaf nýir krakkar á hverri sýningu, enda nemendur níundu bekkja hverju sinni sem takast á við upp- færslur hjá skólanum. Metnaður skólans; starfsfólks og nemenda endurspeglast í árangri hópsins. Sýningin var hreint út sagt frábær og enginn veikur punktur. Fyrst og ffemst var hópurinn vel agaður og þrátt fyrir að um 40 krakkar hafi verið á sviðinu samtímis meira og minna alla sýninguna þá vissu allir alltaf hvað þeir áttu að gera, hvenær og hvernig. Leikurinn var með öllu fumlaus, framsetning skýr, allir kunnu sín hlutverk, söngurinn var vel útfærðnr og fallegur og dansar- ar krydduðu sýninguna mikið. Inni á milli í þessum fallega hópi voru þar að auki „talentar" af guðs náð sem fóru með hlutverk sína af stakri snylld. Það er erfitt að taka einn út úr á kostnað annarra, en þó verður að segjast að Hrafn Traustason í hlutverki hins ódannaða Svart- skeggs hafi verið eftirminnilegastur í hlutverki sínu. Það fannst allaveg- ana barninu á ffemsta bekk sem varð að fara grátandi út af hræðslu við trúverðugan leik hins ógurlega sjóræningja. Uppselt en aukasýningar Nemendafélagið sendi í gær ffá sér tilkynningu þar sem segir að Nemendafélag Grundaskóla þakkar ffábærar viðtökur á söngleiknum Draumaleit. „Söngleikurinn hefur slegið ærlega í gegn og hafa nú um eitt þúsund gestir mætt á sýningu. Uppselt var á síðustu sýningu sl. mánudag en hún áttd að vera lokasýning. Fullt hefur verið út úr húsi sýningu eftír sýn- ingu og hefur verið ákveðið vegna fjölda áskorana að fjölga sýn- ingum um tvær. Auka- sýningar verða föstu- daginn 4. maí kl. 20:00 og sunnudaginn 6. maí kl. 18:00,“ segir í tíl- kynningunni. Til hamingju Grundaskóli enn og aftur með ffábæra sýn- ingu. mm Þegar drifskaftsgul sól vermir Deutzgrœna jörð Sólin eins og Luxorlampi Ijómaryfir skít og slor. Núfer ég að ná upp dampi, nú er loks að koma vor. Svo var einhverntíma kveðið austur á fjörðum ef ég man rétt og vissulega hafa komið nokkrir ynd- islegir vordagar að undanförnu og minnt okkur á vísu Bjarna frá Gröf:. Er vorið kemur verður gaman, það veitir lífi nýjan þrótt. Og dagar halda hóndum saman í hringdansi um miðja nótt. I Þingeyjarsýslum var fyrir lík- lega um hundrað árum eða svo, karl einn hagmæltur sem var þekktur fyrir grófan kveðskap og lítt fágaðan. Gamansamir náungar hugsuðu sér gott tíl og lögðu fyrir karl eftirfarandi fyrripart og væri synd að segja að hann byði ekki upp á þokkaleg rímorð: Góð er tíðin, gróajjöll, gefstþví hey í svuntu Karl sá hinsvegar við þeim og botnaði: Því sé lofuð þrenning öll þar um hugsa muntu. Guðmundur L. Friðfinnsson orti eftirfarandi kvæði og kallaði Maímorgunn. Væri fúll ástæða til að bændur landsins sýndu þessum texta nokkurn sóma: Heyrðu mig himnakóngur, hefurðu gætt að því, á sauðburði t vor þaf að vera veðrátta þurr og hlý. Þú sérð það víst sjálfur herra, á sauðburði er þörfin rík, að tvílembur mjólki mikið og mjólkin sé rjóma lík. Fyrirgefðu mér faðir, þájjár önn og síst er mest þó hafi ég holtasóley og heiðlóu fyrir prest. Láttu í sálina seytla svolítinn gróðuryl. Hátíð bú þú í hjarta hverju semfinnur til. Viltu svo Guð minn góður gefa þeim mikið Ijós, óllum sem landið yrkja, óllum sem hirðafiós. „Og Drottinn sagði við mig, „Nú er vor um allan geiminn. Nú er veður til að skapa,“ orti Tómas Guðmundsson enda er vorið tími sköpunar á öllum sviðum og grá- upplagt að birta hér sköpunarsögu eftir Hrein Guðvarðarson frá Minni Reykjum í Fljótum: Eitt sinn fór Drottinn að líta á landareign sína, labbaði um svæðið og hugaði að sjaldgæfum steinum. Þá kveinaði Adam: „Mér finnst þessi dásemd að dvína, Æ! Drottinn minn góður, mér leiðist svo mikið hér einum. “ Þá almættið brosti og leityfir lyng- ið og skóga og liljur og sveifgrös og vingla og byggið og kálið, ■ og sagði er hann kvaddi því karlangann vildi hann róa: „Eg kem eftir helgina. Þá skal ég athuga málið. “ Um kvöldið fór Adam að sofa svo bágur í bragði og bjóst við að fá kannski lengi að þreyja og vona. En daginn eftir kom Drottinn til baka og sagði: „Daginn, Adam. Gjórðu svo vel; Hér er kona!“ „En munið þið bara að borða ekki af skilningstrénu. “ Þá byrjaði Evu að gruna að minnsta kosti. En Adam var slakur og sló bara úr pípunni á hnénu og slöngvaði handlegg um mittið á Evu og brosti. Þegar Drottinn var farinn fór Eva að segja si svona: „Sjáðu! Eg næ upp í tréð! Bara standa á tánum! Góði minn, það er ég viss um ef Guð væri kona, væri guðvelkomið að borða öll eplin aftrjánum. “ Hið veraldlega gengi mannanna hefur löngum verið breytilegt allar götur ffá brotthvarfi mannanna úr Paradís og orðið ýmsum að yrkis- efni en Jón Gíslason á Glamma- stöðum orti og á ekki illa við nú í vorblíðunni: Þó gæfan bjóði gall mér rammt þá gefur hún hunang vinum, veðrið gott hún verður jafnt að veita mér sem hinum. Eins og gengur eru nákvæmar tímamælingar lítt í heiðri hafðar í annríki vordaganna og geta eflaust ýmsir tekið undir með Rósberg Snædal: Dofnar skinn og daprast trú, dvín að sinni bragur. Læknir minn og líkn ert þú langi vinnudagur. Það er ekki síst á vorin að svolít- ið óyndi sækir á þá sem flutt hafa úr sveitinni og Hjörleifur Hjartar- son orðaði hugsanir sínar á þessa leið: Þegar drifskaftsgul sól vermir Deutzgræna jörð og í dölunum fuglamir sveima. Þegar vorblærinn andar um Fordbláan fjórð; Hvað er fegurra en sveitin mín heima? Stefán Stefánsson ffá Móskóg- um hugsaði líka til heimahaganna: Aldrei breyta árin mér öls þó neyti ég glaður. Drottinn veit það að ég er alltafsveitamaður. Við skulum svo ljúka þessum þætti með vísum úr ljóðabréfi frá Hjörleifi Jónssyni á Gilsbakka í Skagafirði til Olínu Jónasdóttur: Ymsan vanda að mér bar í allrahanda myndum. Drottins andi er allstaðar, eins í landa syndum. Aður gekk ég gróna jörð gleymdi að telja sporin, þar sem lítil lambaspörð lágu dreifð á vorin. Vekur yndi ýtum hjá Öllu hrindir táli, Lífsins myndir Ijósar þá Ljóða bindast máli. Með þökkfyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1489 og 849 2715 dd@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.