Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 T*Ctltlitltl^, Að velja milli kvenna - önnur tilraun Ólína Þor- varðardóttir ritar skemmti- lega grein hér í blaðinu nýlega þar sem hún fer í mannjöfnuð milli þeirra sóma- kvenna Herdísar Sæmundardóttur og Önnu Kristínar Gunnarsdóttur. Þar sem ég þekki Ólínu almennt að því að vilja hafa hlutina sem réttasta kom mér á óvart að hún gleymdi einu „smáatriði" í þessum mann- jöfnuði. Báðar hafa þessar konur gengið í gegnum prófkjör hjá flokkum sínum. Flokksmenn Sam- fylkingarinnar höfnuðu Önnu Kristínu sem forystumanni og kusu hana í þriðja sæti. Það gera þeir þrátt fyrir að hún sé sitjandi þing- maður og öllum þeim kostum búin sem Ólína tínir til í grein sinni. Framsóknarmenn treysta hins veg- ar Herdísi betur en sitjandi þing- manni og kusu hana í annað sætið. Þetta er auðvitað mjög sterk vís- bending og því skyldi hinn „al- menni kjósandi" ekki treysta áliti flokksmanna? Geri hann það kýs hann Herdísi og Framsóknarflokk- inn á kjördegi og tryggir með því verðugan fulltrúa kvenna á Alþingi. Sveinbjöm Eyjólfsson. 'í^etitútiti-*. Hvað skal virkja? Afar áhuga- vert er að fylgjast með árlegri hönn- unarkeppni véla- og iðn- verkfræði- nema við Háskóla Islands þar sem nemendur standa ffammi fýrir því að leysa krefjandi tækniverkefni sem fyrir þá er lögð. Ef farið er inn á vefsíðu verk.hi.is, þar inn á nem- endafélög og síðan inn á hönnunar- keppni má kynna sér þessa áhuga- verðu keppni. I kvöldfféttum 23. apríl var jafnframt sýndur afraksmr nemanna sem bar yfirskriftina „Tæknileg iðnhönnun, ekki síður áhugaverð. Félag véla- og iðnverk- fræðinema heldur jafnffamt utan um alþjóðlega legohönnunar- keppni sem hægt er að kynna sér á síðunni firstlego.is, keppni fyrir grunnskólanemendur á aldrinum 10-16 ára og verður haldin í þriðja sinn í haust. Markmið keppninnar er að hanna aðgengileg nýsköptm- arverkefhi sem byggja á tækni en ekki síður á eflingu sjálstrausts, leiðtogahæfhi og lífsleikni. Vinn- ingslið úr Salarskóla ffá því í fyrra heldur til Noregs 18. maí n.k. og verður spennandi að fylgjast með gengi þeirra. I ár hafa fulltrúar 16 grunnskóla skráð sig til keppninnar en í ár komast 22 lið að. Liðin fá 8 vikur til að undirbúa sig, þau æfa stíff, skipt er upp í hópa, sumir vinna við lego, aðrir við tækni, enn aðrir við forritun svo eitthvað sé nefhd svo keppin er fjölþætt. Það er athyglisvert að heyra að í þessari keppni reynist landsbyggðin mjög virk. Svona nokkru þarf að koma mun fyrr inn í grunnskóla landsins til móttækilegra barnanna. Þessi keppi er sérstök og afar eftirtektar- verð, veitir kynslóðunum innblást- ur. Fyrir nokkrum árum vorum við systir mín ffamkvæmdaaðilar fýrir Listasumar í Súðavík, þeirri heimil- islegu bæjarhátíð og stóðum fyrir námskeiðum sem báru yfirskriftina ,Mósaík fyrir mæðgur" og öðru sem bar yfirskriftina „Lego fyrir feðga“. Fullbókað var á bæði nám- skeiðin og ánægjulegt að sjá mæðg- ur og feðga vinna saman. Það var ótrúlegt en á fullbókuðu feðganám- skeiðinu mátti heyra saumnál detta, einbeitingin var þvílík og stoltið skein úr hverju andliti. Svona á að virkja. Oft er það nú þannig að við leit- um langt yfir skammt. Eitt að því sem Islandshreyfingin vill virkja er mannauðurinn, að virkja hvert og eitt okkar sem byggjum þetta land. Við viljum blása til sóknar í að „virkja" fólkið, að „klasatengja“ mannauðinn í smærri og/eða stærri hópa til að leggjast saman á árar um hugmyndir að atvinnuskapandi verkefhum. Að við sjálf tökum málin í okkar hendur. Iðntækni- stofnun, Impra og Nýsköpunar- miðstöð Islands hafa verið m.a. í fararbroddi í þannig verkefhum. Islandshreyfingin vill að blásið verði til sóknar um atvinnuskap- andi verkefni meðal almennings í hverju kjördæmi fyrir sig. Með samkeppni sem miðar að 3 til 5 störfum, smærri einingar sem oft eru ekki jafn fallvaltar og þær stærri. Ríkið, ráðuneytin gætu komið að með fjármagn og/eða fyr- irtæki. Eftir því yrði tekið. Máltak- ið góða segir, margt smátt gerir eitt stórt og það á sannarlega við í þessu. Hugur minn hefur verið upptek- inn af umræðunni um Olíuhreini- stöð í NV- kjördæmi, nánar tiltekið á Vestfjörðum, eftir nýjasta útspilið. Ekkert höfum við í Islandshreyf- ingunni á móti störfunum, við vilj- um að sjálfsögðu að allir geti séð sér farborða og 500 störf hljóma vel. En spurningin er alltaf hvað skal virkja? Við viljum frekar sjá störf í sjávarútvegi, í ferðaþjónustunni og í landbúnaði svo eitthvað sé nefnt. I þessu tilliti kemur upp í huga mér texti sem Vilhjálmur Vilhjálmsson sá mæti söngvari söng og hljóðar svo: „Eg held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenn- ingar þeirra sem erfa skulu land því kannski er næsta kynslóð, kynslóð- in sem getur, komið fram með svörin þar sem sigldum við í strand. Höfum trú á eigin getu. Setjtun ekki Island á útsölu. Við stöndum fyrir allt annað. Pálína Vagnsdóttir Höfundur skipar 1. sati Islands- hreyftngarinnar í NV-kjördæmi. l^entútiti^. Kjameðlisfiræðing vantar á Kópasker Það er m e r ki1e g t hvað stjórnar- flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafa gjörsamlega gefist upp á að dreifa opinberum störfum réttlát- lega um landið. Samkvæmt svörum við fyrirspurn á Alþingi nýlega eru 15.000 opinber störf í Reykjavík en 3.500 á landsbyggðinni allri. Þetta er óheyrilegt óréttlæti. Lands- byggðin á að sjálfsögðu rétt á hlut- deild í þeirri atvinnu sem greidd er af sameiginlegu skattfé lands- manna. er í veðri vaka að jafn erfitt sé að fá hæft fólk til starfa á landsbyggðinni og ef verið væri að auglýsa eftír kjameðlisfræðingi eða öðram með jafn sjaldgæfa menntun. En staðreyndin er að 60 manns sóttu um síðast þegar auglýst var staða sérfræðings hjá Byggðastofh- tm á Sauðárkróki, rúmlega 4 sóttu um hverja eina stöðu þegar opinber störf voru auglýst á Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga í vetur og menntunarstig umsækjenda var hærra en sóst var eftír. Það er stað- reynd málsins. Landspítalann á landsbyggðina? Ég er þá ekki að tala um að Landspítalinn verði fluttur út á land, eins og Arni Johnsen, verð- andi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, stakk uppá á Rás 2 í dag, held- ur er ég að tala um hluta af þeim 3- 400 opinberum störfum sem talið er að séu laus til umsóknar á ári hverju og vinna má hvar sem er, að ákveðnum grundvallar forsendum uppfylltum. Forsendum eins og öruggu og öflugu netsambandi og góðum samgöngum. Og eiga ekki landsmenn allir einmitt fullan rétt til þessarra þátta? Vissulega, þó þeir séu því miður á meðal þess sem ríkisstjórnin hefur vanrækt í sinni 16 ára stjórnartíð, svo heil landsvæði, t.d. Vestfirðir og norð- austurhorn landsins, þurfa enn að aka eftír malarvegum og einbreiðu, handónýtu slitlagi svo tugum og jafnvel hundruðum kílómetra skipti. Burt í skjóli myrkurs Störfin eru flutt burt af lands- byggðinni, eitt og eitt, þegjandi og hljóðalaust. Launa- og tekjubók- hald heilbriðgðisstofnana og fleiri störf innan heilbrigðisgeirans, störf hjá lögreglunni, Ratsjárstofnun ... allt flutt burt. Stjórnarflokkarnir gera sér ekki grein fyrir, eða kæra sig kollótta um, að ungt skólagengið fólk vill gjarnan búa á landsbyggðinni - snúa aftur til heimahaganna. Látíð Ráð fyrir hendi Samfýlkingin lagði ffam í byrjun síðasta þings og fékk samþykkta í þinglok, tilögu um „störf án stað- setningar“. Tillagan gerir ráð fýrir að skilgreind verði öll störf á veg- um ríkisins sem unnt er að vinna óháð staðsetningu í því skyni að: - jafna aðstöðu fólks til að sækja um og sinna margvíslegum störfum á vegum hins opinbera, - Auka möguleika fólks af lands- byggðinni til að gegna störfum á vegum ríkisins með því að gera hæfu fólki mögulegt að búa víðar en í sveitarfélagi viðkomandi stofnunar, - stækka hóp hæfra umsækjanda um störf á vegum ríkisins, - auka skilvirkni og draga úr kostn- aði í opinberum rekstri. Taka á sérstaklega ffarn í auglýs- ingum ffá ríkinu þegar störf án staðsetningar eru laus til umsóknar. Með þessu móti er hægt að leið- rétta hið mikla misvægi sem er á milli landsbyggðar og höfúðborgar, hvað varðar fjölda opinberra starfa. Það er eitt af mörgum réttlætismál- um sem Samfýlkingin mun koma í höfn á næsta kjörtímabili, fái hún nægilegan stuðning í komandi kosningum. Anna Kristín Gunnarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi 7^entútiti~f Aðgerðir í atvinnu- og byggðamálum Vinstrihreyf- | r' .-pS "jy ingin grænt framboð kynnti á dögunum að- sína atvinnu-, | byggða og sam- göngumálum. Forgangsverkefni er að ráðast í fjárfest- ingar í innviðum samfélagsins, sam- göngukerfmu og aðgerðir til að jafha búsetuskilyrði. Á meðal þess sem við leggjum til er að landið verði breið- bandsvætt á þremur árum þannig að jafh aðgangur allra landsmanna án til- lits dl búsetu sé tryggður með sömu gæðum og sama verði. Bundið verði í lögum að lands- byggðin fái hlutdeild í nýjum störfum í þjónustu á vegum hins opinbera, gert verði stórátak til að bæta fjárhag og að- stöðu sveitarfélaganna með verulega auknum tekjum og breiðari tekjustofh- um. Sveitarfélög sem búa við skerta tekjustofha fái a.m.k. 5 milljarða króna í rauntekjuaukningu til að bæta stöðu sfna auk fjármuna til að hrinda í fram- kvæmd ýmsum umbótaverkefnum. Ennfremur verði flutningskosmaður, húshitunar og orkukosmaður jafhaður sem og aðgengi og kosmaður vegna náms og heilbrigðisþjónustu. Við telj- um einnig nauðsynlegt að þjónusm- kvaðir sem taki til landsins alls verði lagðar á einkarekin þjónustufyrirtæki með markaðsráðandi eða einokunarað- stöðu. Umgjörð nýsköpunar og atviimuþróunarstarf Ásamt því að gripið verði til mark- vissra aðgerða til að bæta og jafna skil- yrði til atvinnurekstrar í landinu þarf að leggja aukinn kraft í nýsköpun og smðning við tækni- og þekkingargrein- ar og hlúa sérstaklega að nýjum fyrir- tækjum og litlum og meðalstórum fyr- irtækjum í uppbyggingu. VG hefur m.a lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að tekinn verði upp sérstakur skattaaf- slátmr fyrir sprotafyrirtæki og ný fyrir- tæki sem eru að stíga fyrstu skrefin. Nauðsynlegt er að fjölbreytni verði ætíð höfð að leiðarljósi í allri stefhu- mótun og þróunarvinnu á sviði at- vinnumála. Við teljum að setja þurfi aukið fé í almennt atvinnuþróunarstarf á landsbyggðinni með eflingu atvinnu- þróunarfélaga og fjármagni í stað- bundna nýsköpunarsjóði. Landbúnaður og sjávarútvegur gegna mikilvægu byggðahlutverki Mikilvægt er að vaxtarmöguleikar innan hefðbundinna atvinnugreina verði nýttir. Til að styrkja og smðla að framþróun í landbúnaði vill VG m.a. auðvelda kynslóðaskipti í greininni með lánasjóði ungs fólks til jarðakaupa og að réttur til framleiðslustuðnings sé bundin við búsem á lögbýli en ekki eignarhald. Einnig viljum við hindra að verslun með bújarðir hnekki byggð í sveitum landsins. Ennfremur þarf að gera reglur um fullvinnslu afurða þannig úr garði að heimaunnin matvæli verði raunhæfur kosmr þeirra bænda sem kjósa að selja sína vöru sjálfir. Ferðaþjónusm og aðrar greinar sem tengjast náttúru, sögu, menningu og í- mynd landsins þarf að styðja sérstak- lega og búa ferðaþjónustunni þá um- gjörð í stjómskipun og lögum sem henni ber sem mestu vaxtargrein ís- lensks atvinnulífs undanfarna áramgi. Til þess að tryggja betur stöðu byggða- laga gagnvart meðferð aflaheimilda og stemma stígu við leigubraski með veiðiheimildir vill flokkurinn að 5% þeirra veiðiheimilda sem leigðar em á hverju fiskveiðiári gangi til ríkisins og komi til endurúthlutunar að ári. Liður í sjálfbærri þróun sjávarútvegs er aukin áhersla á notkun vistvænna veiðarfæra með hliðsjón af verndarhagsmunum líffíkis og hafsboms. Þá vill VG að undirbúin verði tilraun með að heimila sumarveiðar á minni bámm með hand- ffjálsum búnaði ffá sjávarjörðum Forgangsverkefiú að bæta mögu- leika til framhaldsmenntunar Atvinnulíf á landsbyggðinni sækir kraft í menntun og öflugt skólastarf. Því viljum við gera það að sérstöku for- gangsverkefhi að bæta möguleika al- mennings til menntunar, starfsmennt- unar og símenntunar og bæta aðgengi að menntun á ffamhaldsskóla- og háskóla- stigi. Þannig styrkjum við innviði samfé- lagsins og sköpum skilyrði fyrir byggð- imar að sækja ffam á jafhréttisgrunni. Efnahagslegur stöðugleiki undir- staða framfara Með samþættum og markvissum að- gerðum má endurvekja trú á ffamtíðina á þeim svæðum vítt og breytt um land- ið sem hafa átt undir högg að sækja, ekki síst í þessu kjördæmi. Til þess þarf stefhan í efhahags- og atvinnumálum að styðja við bakið á atvinnulífinu og byggðunum en ekki vinna gegn þeim. Með því að innleiða stöðugleika skap- ast hagstætt umhverfi til nýsköpunar og þróunar og til reksturs útflutnings- og samkeppnisgreina. Stóriðjustopp og efnahagslegur stöðugleiki í kjölfarið era, ásamt raunhæfu gengi á krómmni og lægri vöxtum, lykilatriði í þessu sambandi. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og hvet ég fólk til að kynna sér víðtækar tillögur VG í atvinnu- og byggðamálum. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skipar 2. sæti VG í Norðvestur- kjördæmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.