Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 27
^&USUtlUi. MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 2007 27 Draumalandið Þegar kosn- ingar nálgast fer maður ó- hjákvæmilega að spá í líf sitt og tilveru í víðu samhengi og velta því fyrir sér hvað ef..? Það er ákaflega margt sem ég vildi breyta.. I fljótu bragði dettur mér í hug að í draumalandinu mínu: ...búa öll börn við gott atlæti og eiga öll jafna möguleika á því dafha og þroskast sem sterkir og sjálf- stæðir einstaklingar. ... geta öll börn tekið þátt í tóm- stunda- og félagslífi. ... eiga öll börn jafna möguleika á því að mennta sig til þess sem hug- ur þeirra stendur til og njóta hæfi- leika sinna. ... þarf sú ömurlega og óvel- komna hugsun aldrei framar að læðast að mér að lífið verði auð- veldara og fjárhagsstaðan betri þeg- ar synir mínir vaxa úr grasi heldur get ég notið þess tdl fulls að eiga litla, heilbrigða og dásamlega drengi sem þurfa á umhyggju minni, ástúð og tíma að halda. ... njóta öll börn geðheilbrigðis- þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda. ... þarf gamla fólkið ekki að búa í þvinguðu sambýli eða eyða stórum hluta þess sem eftir er ævinnar á biðlista eftir hjúkrunarrými. ... ríkir jafnrétti í reynd og konur og karlar eiga jafna möguleika í at- vinnulífi og stjórnmálum - og fá sömu laun fyrir sömu vinnu. ... ríkir jafhrétti í reynd og feður fá að bera eins sjálfsagða ábyrgð á börnum sínum og mæður. ... geta allir lifað af laununum sínum og enginn þarf að velta á undan sér skuldapakka sem stækkar um hver mánaðarmót. ... geta allir átt sér andlegt líf, ræktað áhugamál sín og notið sam- vista við vini og fjölskyldu. ... hækkar höfðustóll lánanna minna ekki jafnt og þétt heldur lækkar eftir því sem ég greiði af þeim. ... þarf enginn að búa við niður- lægingu fátæktar. ... eru Hvalfjarðargöngin gjald- frjáls. ... nýtur fólk mannréttinda óháð kyni, kynþætti eða kynferði. ... er tekið vel á móti innflytjend- um og áhersla lögð á gagnkvæma aðlögun. ... fá allir að njóta mannvirðingar og sjálfræðis. Sá flokkur sem ég treysti best til þess að gera þessa draumsýn að veruleika er Samfylkingin. Stjórn- arflokkarnir hafa haft tólf ár til þess að skapa manneskjulegt samfélag fyrir alla - með lélegum árangri. Er ekki kominn tími til að breyta? Eg hvet kjósendur til þess að kynna sér jafnaðarhugsjónina og stefnumál Samfylkingarinnar og spá í hvort ekki sé kominn tími til þess að kjósa okkur manneskjulegri tilveru. Eg kýs það fyrir mig og mína. En þú? Anna Lára Steindal Enn um byggingu tónlistarskóla á Akranesi Gunnar Sig- urðsson sendir mér einkenni- lega kveðju í Skessuhorninu vegna skrifa minna um nýjan tón- listarskóla. Ekki verður sagt að þar sé um málefnalega umfjöllun að ræða heldur stuðst við útúrsnúninga sem kunna að vera sæmandi stjóm- málamanni en tæpast forseta bæjar- stjómar. Eftir lestur greinar Gunn- ars þá velti ég því fyrir mér hvort hann hafi lesið greinina sem ég skrifaði eða einhverja aðra.Gunnari er tíðrætt um meintar pólitískar skoðanir mínar, sem honum koma reyndar ekkert við og telur mig ganga erinda minnihlutans og því séu skrif mín marklaus. Eg verð að segja að það er hart í ári ef bæjarbú- ar mega ekki lengur láta skoðun sína í ljós á framkvæmdum bæjarins án þess að reynt sé að tengja það pólitík. Eg hef hinsvegar hvorki verið félagi í stjórnmálaflokki (- kannski kominn tími til að gera bragarbót á því) eða mætt á fundi flokkanna fyrir kosningar. Það sem grein mín fjallaði fyrst og fremst um var aðbúnaður sá sem bjóða á kennurum við skólann með því að hafa flestar kennslustofumar gluggalausar. Sú skoðun mín að þetta sé vond lausn snýst því ekki um starfsemi tónlistarskólans og ekki heldur um það hversu dýr framkvæmdin er. Kennarar og nemendur tónlistaskólans eiga margfalt betra skihð og það kemur mér veralega á óvart að kennaram- ir skuli sætta sig við þessa lausn. Þetta húsnæði var ekki hugsað fyrir tónlistarskóla og í ljósi umræðunnar virðist það henta illa í það hlutverk. Eins og áður hefur komið ffarn hér í blaðinu er ljóst að ég er ekki ein um að hafa efasemdir - gott ef ekki einhverjir Sjálfstæðismenn og Frjálslyndir efist líka. Eins og fyrr segir gerir Gtmnar mikið úr pólitísku skoðunum mín- um. En bygging tónlistarskóla á ekki að snúast um pólitík. Bygging tónlistarskóla á að snúast um hvern- ig best megi hlúa að og styðja við það frábæra starf sem þar fer fram. Lífið á Akranesi væri litlausara ef ekki væri fiðlusveit og ekki væri lúðrasveit. Það er mín skoðtm sem nemandi í tónlistarskólanum og bæjarbúi að meirihlutinn sé að gera afdrifarík mistök með byggingu tónlistarskólans á þessum stað. Eg geri mér fulla grein fyrir því að búið er að leggja mikla fjármuni í hönn- un þessa húsnæðis. Fyrst var hann- að bókasafn þama inn, - eitthvað kostaði það - og síðan var hannaður tónlistarskóli. Er ekki skynsamlegra þegar til lengri tíma er litið að hætta við þessa ffamkvæmd þegar í stað, selja húsnæðið og hefjast handa við að byggja, eins og þeir félagar í Framkvæmdanefnd mannvirkja Akraneskaupstaðar komust svo vel að orði í ffægri bókun. „...sérhann- að húsnæði fyrir starfsemi skólans, húsnæði sem hentar starfseminni og sómi væri að fyrir bæjarfélag okk- ar“? ( 72.fundur FMA 15.02.07). Hallbera Jóhannesdóttir. l^etuútui^,. Þjóðlendumál í betri sátt Ég hef nú setið þrjá fundi um þjóðlendumál, sem haldnir hafa verið á Blönduósi, á Löngumýri í Skagafirði og nú síðast í Borgar- nesi. Þessir fundir voru fróðlegir og mikilvægir. Um er að ræða flókið og viðkvæmt mál, sem verðskuldar ítarlega umræðu, en ekki yfirborðskennda, eins og við höfum alltof oft séð í fjölmiðlum. Ég gerði á þessum fundum grein fyrir því breytta vinnulagi, sem Arni M. Mathiesen fjármála- ráðherra óskaði eftir við Obyggðanefnd að tekið yrði upp. Nú liggur fyrir að Obyggðanefnd hefur samþykkt þessa málaleitan fjármálaráðherra. Greinilega hef- ur komið fram að almennt líst mönnum vel á þetta breytta vinnulag. Hér er stuðst við reynsl- una og reynt að bæta úr því sem betur má fara. Það er skynsamlegt og af því fullur sómi. Þess má vænta að meiri friður verði um málið og að það sáttaferli sem gert er ráð fyrir í Þjóðlendulögunum verði nýtt í vaxandi mæli. Tilgangurinn - að skýra og styrkja eignarréttinn Því má ekki gleyma að Þjóð- lendulögunum var ætlað að skýra og styrkja þar með eignarrétt á landi. Það kemur greinilega fram í löggjöfinni og umræðum á Al- þingi. Þjóðlendulöggjöfin markar á hinn bóginn ekki neina nýja stefnu varðandi eignarréttinn. Um þau mál er kveðið á í stjórn- arskránni og öðrum lögum. Hæstiréttur hafði enda fellt fjöl- marga dóma á þessu sviði löngu fyrir tilurð Þjóðlendulaganna. Sú löggjöf var hins vegar tæki til þess að leiða fram og skýra eignarrétt- inn. Um lögin var víðtæk sátt. Sú gagnrýni sem þó kom fram laut að því að um of væri gengið til móts við sjónarmið landeigenda. Voru þar á ferð þingmenn úr vinstri flokkunum. Það er athyglisvert í ljósi umræðu þeirrar sem síðar hefur orðið. Ég er raunar þeirrar skoðunar að þeir þingmenn vinstri flokkanna sem gagnrýndu lögin fyrir það að þar væri land- eigendum gert of hátt undir höfði, hafi haft á röngu að standa. Stuðlar að auknum friði Með hinu nýja verklagi færi Óbyggðanefnd með það verkefni að gera eins konar forathugun á því hvar líklegt sé að mörk þjóð- lendna og eignarlanda liggi. Það gerir það að verkum að ríkið mun ekki lýsa kröfum sínum nema með hliðsjón af því sem ætla má að verði niðurstaða hins óháða aðila sem þarna á að skera úr. Fram að þessu hefur ríkið ekki haft slík gögn til að styðjast við. Þess vegna hafa kröfulýsingar ríkisins verið langt umfram það sem Óbyggða- nefnd, - úrskurðaraðilinn,- hefur komist að raun um. Við sjáum að himinn og haf hefur skilið þarna á milli. Þetta hefur einkum valdið úlfúð þeirri sem orðið hefur vegna þessara mála. Þess er því að vænta að hið breytta vinnulag stuðli að meiri friði og kyrrð í kring um þetta vandmeðfarna mál. Tíminn sem líður frá því að rík- ið lýsir kröfu sinni og þar til ó- byggðarnefnd fellir úrskurð sinn styttist líka við þetta. Óvissan verður því minni. Það er afsklap- lega mikilvægt. Fagnaðarefiii Full ástæða er til að fagna þess- um breytingum. Það er líka ástæða til þess að þakka þessa ágætu fundi. Þeir hafa verið upp- lýsandi fyrir okkur sem þá hafa setið. Marga bændur hitti ég í fundarhléum og að loknum fund- unum sem sögðust átta sig betur á málunum og ekki hafa af þeim sömu áhyggjurnar og forðum. Þessar umræður hafa því sannar- lega orðið til góðs og því ber að fagna. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra T^etuútiti^á Opið bréf til Hallberu Sæl Hallbera og takk fyrir að halda okkur hinum upp- lýstum, en margir hafa haft það á orði við mig að grein þín í Skessuhomi sé gott innlegg í umræðtma um tón- listarskólann, en það þola ekki öll mál dagsbirtu. Að hafa skoðun á málum hér á Skaga er eitthvað sem kjömir full- trúar kæra sig ekki um, ef marka má það svar sem þér barst frá einum þeirra og viðri maður hana opinber- lega er hún af einhverjum pólitísku merki brotin og þar af leiðandi ekki marktæk. Fyrir kjörinn fulltrúa eins og um ræðir hlýtur þetta að vera eins og að skjóta sig í fótinn því að allar þær skoðanir sem hann hefur eru þá væntanlega pólitískar og að- eins lagðar fram í pólitískum til- gangi en ekki bornar ffarn með hag okkar bæjarbúa í fyrirrúmi. Ég efast þó um að pólitík hafi ráðið ferðirmi þegar þú skrifaðir þessa grein. I upphafi þessa árs þegar kjörnir fulltrúar okkar kynntu þessa fram- kvæmd, og hversu góð hún væri fyr- ir okkur fjárhagslega eða um 360 þkr/m2, fór ég og kynnti mér málið þar sem mér fannst verðið afar hátt. Niðurstaðan af athugim minni er sú að við skattborgarar hér á Akranesi erum að borga 80 milljónum meira fyrir þetta hús í samanburði við að byggja nýtt. Það skal tekið fram að þetta er varlega áætlað og kostnaður að öllum líkindum meiri. Ég hef heldur ekki talað við nokkurn mann sem er á móti bygg- ingu tónlistarskóla og sé það heldur ekki í grein þinni. Eflaust er skóla- stjórinn glaður yfir að fá nýtt hús fyrir skólann en ég er svo sannfærð- ur um að hann væri það líka þó þetta verslunarhús hefði verið selt og byrjað á nýjum skóla á nýjum stað, hannað að þeirra þörfúm ffá byrjun eins og ég og fleiri hafa lagt til hér á síðum Skessurhorns. Að ná athygli og koma skoðunum til fulltrúa okk- ar er enginn hægðarleikur og verð- ur maður þá stundum að skrifa til þeirra. Ég reyndi sjálfur að gera það í haust og hafði þá í huga staðsetn- ingu hótels á Garðavelli. Núverandi bæjarstjóri tók þar oddaflugið og er nú þegar búið að vinna mikla undir- búningvinnu og hugmyndin nær fullsköpuð. En það gleymdist að spyrja félagsmenn í klúbbnum um þeirra afsöðu til staðsetningarinnar. Nú standa forsvarsmenn fram- kvæmdarinnar ffammi fyrir því að vera búnir að leggja fyrir klúbbinn þessar hugmyndir við dræmar und- irtektir félagsmanna. Það verður ffóðlegt að sjá hvort þessari staðsetningu verði troðið upp á bæði félagsmenn og íbúa í næstliggjandi húsum. I ffamhaldi af því gæti maður hugsað sér að ein- hver mætur félagsmaður eins og til dæmis fyrrverandi formaður í gólf- klúbbnum myndi svo skrifa grein um herlegheitin í Skessuhorn og þar með væri framkvæmdin hafin yfir alla gagnrýni og ritaðar greinar eins og þessi, skrifaðar í andpólitísk- um tilgangi. Það skal tekið ffam að undirritað- ur kaus x-D í síðustu kosningum og verslaði fyrir allháar upphæðir á síð- asta ári hjá fyrirtæki því sem Gunn- ar veitir forstöðu. Það verðu því ffóðlegt að sjá hvað hægt verður að skíra ffamkomna skoðun mína. Ef kjörnir fulltrúar okkar hafa ekki þegar áttað sig á því að þeir sitja í bæjarstjóm fyrir okkur þá held ég að það sé kominn tími til að þeir geri það. Að kjósa sér fulltrúa er eitt, en að vera honum ekki alltaf sammála ætti að vera í lagi nú á dögum. Halló! Það er jú árið 2007. Ég vona að þessar kostnaðarupp- lýsingar komi þér að gagni. Kveðja, Karl lngi Sveinsson, skattgreiðandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.