Skessuhorn - 02.05.2007, Side 30
30
MIÐVIKUDAGUR 2. MAI2007
Séra, séra
Ymsar sögur eru til af sr. Hall-
grími Péturssyni sem kenndur
hefur verið við Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd. Þegar hann var
að fara suður á Hvalsnes að taka
við prestakalli sínu þar, var
hann fótgangandi og afar fátæk-
legur til fara. Kom hann síðla
dags á prestssetrið, svangur og
þreyttur. Þar var öldruð kona
við hlóðir í eldhúsinu og hræði
í grautarpotti og bað Hallgrím-
ur hana að gefa sér eitthvað að
borða. Bað hún hann lengstra
orða að koma sér á brott hið
snarasta því vellingurinn ætti að
vera handa nýja sóknarprestin-
um, honum sr. Hallgrími. Þá
varð Hallgrími að orði:
Einhvem tíma, kerling, kerling
kann svo til að bera,
að égfái velling, velling
og verði séra, séra.
Augnlækning
Leirulækj ar-Fúsa
Margir hafa heyrt sögur af
Leirulækjar-Fúsa, eða Vigfúsi
Jónssyni. Hann þótti kunna
talsvert íyrir sér og sumir töldu
sig fá bót af læknisráðum hans.
Eitt sinn kemur til hans maður
sem er með mikinn verk í aug-
um og biður Fúsa ásjár. Hann
bregst vel við bóninni, krotar
eitthvað á blað og segir mann-
inum að binda seðilinn fyrir
augun. Hann megi alls ekki taka
blaðið frá fyrr en honum sé
batnað. Þakkar maðurinn Fúsa,
fer heim og gerir sem honum
var sagt. Efdr stuttan tíma líður
verkurirm í burtu og maðurinn
tekur umbúðirnar frá og les þá
eftirfarandi vísu á miðanum.
Sá er í Víti, sem þig græði,
sá á líti bænirnar.
Ur þér slíti augun bæði
og aftur skíti í tóttimar.
Ósáttur við
útsvarið
Bóndi nokkur var ósáttur við
útsvarið og kærði það. Hann
tíndi eitt og annað til sér til
málsbóta og bar sig meðal ann-
ars saman við annan bónda í
sveitinni, sem Jón hét. Sá hirm
sami raðaði kvörtun granna síns
í bundið mál og út úr því kom
þetta:
Eg kenni það konu minni
að kemst ég í skuldir og basl.
Því hún er mér alónýt inni.
Og eins er að hafana í drasl.
Útsvar mitt ætti að lækka
svo eðli mitt njóti sín.
En Jóns ætti heldur að hækka
því hans kona,er duglegri en
mín.
Ekki fleira úr sveitinni að sinni.
Meira síðar.
Bima G. Konráðsdóttir
Hestamannafélagið Dreyri sextugt
Hestamannafélagið Dreyri hélt
hátíð á Æðarodda á Akranesi í gær,
1. maí í tilefni af 60 ára afrnæli
félagsins. Hátíðin hófst með
hópreið frá skeiðbrautinni á
Barðanesi klukkan 13 en dagskrá á
Æðarodda hófst uppúr því.
Fjölbreytt dagskrá var í boði,
firmakeppni, skrautreið barna og
unglinga, gæðingasýningar og
útskýringar svo eitthvað sé nefnt.
Þá sýndi Julio á Geitabergi listir frá
heimalandi sínu Urúgvæ, en hestur
hans er taminn að þess lands sið.
Hesturinn kann ýmsar listir auk
þess sem Julio sýndi handtök með
snöruna og sitthvað fleira.
Jón Sigurðsson, formaður
afmælisnefndar Dreyra, sagði í
samtali við Skessuhorn að einungis
væri um upphafið á afmælisárinu að
ræða. Verið væri að gera mynd um
sögu félagsins og var m.a. tekið upp
efhi á hátíðinni í gær. Aftur verður
blásið til hátíðar með haustinu
þegar afrakstur þeirrar
kvikmyndagerðar verður kynntur
og að auki stendur til að fara í
félagsferð í sumar.
Hestamannafélagið Dreyri var
stofnað „af sérvitrum hestaköllum
af Skaga,“ eins ogjón segir, þann 1.
maí árið 1947. Fyrr um veturinn
höfðu þeir stofhað félagið Geisla,
en þar sem annað félag bar það
nafn var skipt um heiti og nýtt félag
stofnað á þessum degi fyrir sextíu
árum.
Meðfylgjandi myndir eru úr
hópreið Dreyrafélaga frá Barðanesi
þar sem ungir sem eldri tóku þátt.
kóp/ Ljósm. mm.
Naglastofa á dekkj averkstæði
Nýverið keyptu
hjónin Heiðar
Axelsson og
Sigurbjörg
Hilmarsdóttir
fyrirtækið Smur- og
dekkjaþónustuna að
Ennisbraut 55 í
Ólafsfvík. „Okkur
stóð það til boða að
kaupa fyrirtækið og
okkur langaði til að
vera með okkar
eigin rekstur og
slógum því til,“
sagði Heiðar í samtali við
Skessuhorn. „Ég er búinn að vera
bflskúrsgrúskari í mörg ár og haft
áhuga á bflum og því sem þeim
tilheyrir. Við erum hér með öll
helstu tæki sem til þurfa í svona
rekstur og einnig þjónustum við
bflaumboðin og erum með helsm
dekk á lager auk þess sem við erum
með gott úrval af
smursíum. Það er
búið að vera nóg að
gera að tmdanförnu
og viðskiptavinir
hafa tekið okkur
mjög vel,“ bætir
hann við.
Sigurbjörg segir
að þau geti ekki
verið annað en
ánægð með
v i ð t ö k u r
bæjarbúa. Aður en
þau hófu
reksturinn hafði Heiðar starfað sem
sjómaður í mörg ár og vann einnig
hjá Fiskmarkaði Islands. Sigurbjörg
var áður að vinna hjá
Landsbankanum. „Við höfum
lausamenn í mestu törnunum en
erum núna tvö sem vinnum við
þetta. Heiðar sér um viðgerðimar
og ég sé um bókhaldið,“ segir
Sigurbjörg að mála gelnögl á
vinnustofu sinni á efri hæð
dekkjaverkstæðisins.
Heiðar Axelsson og Sigurbjörg Hilmarsdóttir.
Sigurbjörg.
Með naglastofii á efiri
hæðinni
Sigubjörg er lærð sem
naglasnyrtifræðingur og á effi hæð
verkstæðishússins er íbúð sem hún
er búin að innrétta sem naglastofú
og þar er hún að steypa og gera við
gelneglur og mála. Auk þess að
rukka og setja á neglur er
Sigurbjörg söngkona í
hljómsveitinni Bít og mega
viðskiptarvinir þeirra því eiga von á
að heyra hana taka ballöður í
vinnunni. Þannig er nóg að gera hjá
þessum athafnasömu hjónum þessa
dagana.
af
Allt í einni ferð
Þarftu að láta smyrja bílinn, fá
klippingu og láta pressa buxurnar?
Ef svo er má segja að hvergi á
landinu sé það jafn hentugt og í
Borgarnesi. Þar er hægt að slá
a.m.k. þrjár flugur í einu og sama
högginu. Smurþjónusta Hölla,
hárgreiðslustofan Tíkó og
efnalaugin Múlakot em nefnilega
öll til húsa á sama stað við
Borgarbrautina. Þó segja mætti að
reksturinn sé ekki sérlega skyldur
gengur sambýlið að því er virðist
ágætlega.
mm
Kveðja frá
Sveim í
Hvammi
Auðvald iðkar tálið
eykur spennu brjálið.
Töfi-ar tískuprjálið
tötrum biiið gjálið.
Eyðslu brennur bálið,
bráðum vandast málið.
Illt mun reynast álið
Ekki sopið kálið.