Skessuhorn - 02.05.2007, Page 31
.■.t-MHh.- : ’
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007
31
Nýir sparkvellir á þrjá staði
í Borgarbyggð
í þessari viku verður boðin út
vinna við þrjá sparkvelli í Borgar-
byggð. Um er að ræða Hvanneyri,
Bifröst og Laugagerðisskóla. Að
sögn Páls S. Brynjarssonar eru
þetta gervigrasvellir og er ætlunin
að þeir verði allir tilbúnir næsta
haust. Völlurinn við Laugagerðis-
skóla er í samvinnu við Eyja- og
Miklaholtshrepp en Borgarbyggð
rekur byggðasamlag um Laugar-
gerðisskóla með þeim.
I tengslum við gerð sparkvallar-
ins í Laugargerði verða leiktæki við
skólann endurnýjuð ásamt því að
gerð verður andlitslyfring á húsinu.
Að sögn Eggerts Kjartanssonar,
oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps
er kominn tími til að endurnýja
leiksvæðið við skólann. „Við ætlum
að gera með þessum breytingum
samfellt leiksvæði fyrir krakkana
þar sem verður bæði sparkvöllur og
ný leiktæki. Einnig erum við að
ljúka viðhaldi á húsinu að utan.
Skipt verður um þakjárn á kennslu-
álmu skólans, húsið málað og lag-
færingar gerðar við innganginn.
Þar verður skipt um jarðveg og
hellulagt. Einnig er skurður fyrir
neðan planið sem í verður sett
drenlögn og honum lokað. Þetta er
byggðasamlagið sem stendur að
þessum ffamkvæmdum, þ.e Borg-
arbyggð og Eyja- og Miklaholts-
hreppur,“ sagði Eggert Kjartansson
oddviti.
bgk
Grundfirðingar sigruðu
afinæfismót BB
Síðastliðinn föstudag héldu fé-
lagar í Bridsfélagi Borgarfjarðar
upp á 50 ára afmæli félagsins með
opnu tvímenningsmóti í Logalandi.
Þátttaka var góð og margt góðra
gesta sem sótti félagið heim af Vest-
urlandi og úr Reykjavík. Svo fór að
Grundfirðingarnir Ragnar Har-
aldsson og Guðmundur Einisson
sigruðu mótið og í öðru sæti urðu
þau Kristján Axelsson og Anna Ein-
arsdóttir, en þau höfðu leitt mótið
nær allan tímann. I þriðja sæti urðu
Skagamennirnir Sigurgeir Sveins-
son og Einar Guðmundsson. I
fjórða sæti voru Dóra Axelsdóttir
og Rúnar Ragnarsson úr Borgar-
nesi, en Flemming Jessen og Guð-
mundur Þorsteinsson ffá Varma-
landi í því fimmta.
Með þessu móti eru félagar í
Bridsfélagi Borgarfjarðar farnir í
sumarfrí enda sauðburður að hefj-
ast hjá bændum en þráðurinn verð-
ur tekinn aftur upp í haust að göng-
um og réttum loknum.
mm
Hjónin unnu Opna
Borgarfj arðarmótið
Þrjú efstu pörin á mótinu, Þeir Karl, Alfreð, Dóra, Rúnar, Ingi Steinar
og Oli Grétar.
Hinu þriggja kvölda
Opna Borgarfjarðarmóti í
brids lauk sl. fimmtudag
með sigri hjónanna Dóru
Axelsdóttur og Rúnars
Ragnarssonar úr Borgar-
nesi. Óhætt er að segja að
baráttan hafi verið mikil
lokakvöldið og sveiflur
einstakra spilara í sam-
ræmi við það. Sem dæmi
endaði parið sem leiddi
mótið um miðbik síðasta
kvölds í áttunda sæti þeg-
ar yfir lauk og ritstjórinn
og Vatnshamrabóndinn
fóru sneyptir heim.
Þannig skipast fljótt veður í lofti í
brids eins og öðru. Þau pör sem
höfnuðu í efstu sætum höfðu þó öll
skipst á að vera ofarlega allan tím-
ann, nema síst sigurvegararnir sem
byrjuðu illa, en áttu ffábært annað
kvöld og góðan lokasprett. I öðru
sæti á mótinu enduðu feðgarnir AI-
ffeð Viktorsson og Karl Alfreðsson,
í þriðja sæti Ólafur Grétar Ólafsson
og Ingi Steinar Gunnlaugsson og í
fjórða sæti bræðurnir
Guðjón og Þorvaldur
Guðmundssynir, allt
Skagamenn sem og
fimmta sætið þeir
Karl Ó Alfreðsson og
Aifreð Þór Alfreðs-
son. I sjötta sæti urðu
síðan Sveinbjöm Eyj-
ólfsson og Láras Pét-
ursson sem komust
næst því að halda uppi
heiðri Borgfirðinga
sem þó áttu stærstan
hópinn einstakra fé-
laga á mótinu.
Mótstjórar voru
feðgarnir Guðmundur Ólafsson en
og Birkir Guðmundarson.
mm
Landsbankahlaupið er
á laugardaginn
í tilefni 120 ára aftnælis Lands-
bankans verður hið sögufræga
Landsbankahlaup endurvakið og
fer það ffam nk. laugardag, 5. maí.
Hlaupið verður haldið með sam-
ræmdu sniði um allt land þ.e. á ein-
um stað á höfuðborgarsvæðinu, f
Laugardalnum og við 21 útibú
bankans á landsbyggðinni. Öll börn
á aldrinum 10-13 ára geta tekið þátt
í hlaupinu en það eru árgangar
1994 til og með 1997. Skráning fer
fram á klassi.is og í útibúum Lands-
bankans. Síðasti skráningardagur er
3. maí. Veitt verða verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin í hverjum riðli auk
SkallagTÍinur
lagði Hamar
Skallagrímur bar sigurorð af
Hamri í Akraneshöllinni á föstu-
daginn 2-1, í síðasta leik Lengju-
bikarsins. Hamar komst yfir á 33.
mínútu og þannig stóð í hálfleik.
Borgnesingar komu ákveðnir til
leiks í seinni hálfleik og á 52. mín-
útu jafnaði Valdimar Kristmimds
Sigurðsson metin. Það var síðan
Guðmundur Lúther Hallgrímsson
sem tryggði Skallagrími sigurinn
með marki á 82. mínútu. Skalla-
grímur lenti í fjórða og næstneðsta
sæti síns riðils með sex stig. Liðið
lék fjóra leiki, vann tvo og tapaði
tveimur.
Liðið má þó að mörgu leyti vel
við una og hefur verið stígandi í
leik þess. Það var t.d. eina liðið sem
lagði Hamar, sem varð efst í riðlin-
um ásamt Hömrunum með níu
stig. Þá tapaði Skallagrímur naumt
fyrir BI/Bolungarvík 4-3, þrátt fyr-
ir að átta leikmenn væru meiddir
og þjálfarinn staddur erlendis.
Jón Aðalsteinn Kristmundssonj,
þjálfari sagði í samtali við Skessu-
hom að hann væri sáttur við árang-
urinn þó aldrei væri gaman að tapa.
„Það var fínn stígandi í liðinu og
við vitum vel hvað við getum og
hlökkum til stunarsins.“
kóp
Misjafii árangur í
Lengjubikamum
Knattspyrnufélagið Kári, frá
Akranesi lenti í öðra sæti í sínum
riðli í Lengjubikamum. Víkingur
Ólafsvík varð í þriðja sæti í sama
riðli. Liðin léku í riðli 1 í B deild og
hlaut Kári sex stig úr fjórum leikj-
um, en liðið vann tvo leiki og tap-
aði tveimur. Víkingur vann einn,
gerði eitt jafhtefli og tapaði tveim-
ur og hlaut fjögur stig úr fjóram
leikjum.
Lið Snæfells í knattspyrnu lék í
riðli 2 í C deild og lenti í neðsta
sæti. Liðið tapaði öllum fjórum
leikjum sínum og endaði með
markatöluna 3-29. Ljóst er að
Hólmarar verða að bíta í skjaldar-
rendur og herða sig fyrir sumarið.
Skallagrímur lenti í næstneðsta sæti
þess riðils, en sagt er frá því annars-
staðar í blaðinu.
kóp
s
Jafiiteffi og sigur hjá IA
IA gerði ágætisferð norður yfir
heiðar um síðustu helgi þegar liðið
lék tvo æfingaleiki í Boganum á Ak-
ureyri. Liðið lék gegn Þór á föstu-
dagskvöldið og þrátt fyrir nokkuð
fjörugan leik endaði hann með
markalausu jafhtefli. Óhætt er að
segja að meira hafi verið skorað í
leiknum gegn KA á laugardegin-
um. I fyrri hálfleik var aðeins skor-
að eitt mark og var Bjarni Guð-
jónsson þar á ferð. I síðari hálfleik
var allt annað uppi á teningnum og
skorað grimmt. Dean Martin og
Arnar Már Guðjónsson komu IA í
3-0 áður en KA minnkaði muninn.
Bjami Guðjóns jók forskot Skaga-
manna í 4-1, en eftír það slakaði
liðið talsvert á klónni og norðan-
menn gengu á lagið. Þeir skoruðu
tvö mörk með stuttu millibili og
leikurinn var því orðinn galopinn á
ný, 4-3. Þeir Gísli Freyr Brynjar-
son og Andri Júlíusson gerðu þó út
um vonir KA marrna og komu IA í
6-3, en heimamenn náðu að klóra í
bakkann með marki fyrir leikslok.
Lokatölur urðu 6-4 IA í vil.
Guðjón Þórðarson segir í viðtali
á heimasíðu IA að hann sé mjög á-
nægður með norðurferðina og hún
hafi þjappað liðinu vel saman.
Guðjón notaði alla tuttugu leik-
mennina í báðum leikjum og var á-
nægður með framlag þeirra allra.
Guðjóns segir að Skagamenn hafi
verið mun sterkari í leiknum gegn
Þór en ekki náð að knýja fram sig-
ur. I KA leiknum hafi gengið mun
betur að nýta færin, en vömin hafi
að sama skapi verið slakari. Hafa
verði þó í huga að örar skiptíngar
hafi riðlað leik liðsins.
Nánar verður fjallað um lið IA
og annarra liða á Vesturlandi í
næsta tölublaði Skessuhorns þegar
gerð verður úttekt á boltanum í
sumar.
kóp
þess sem allir þátttakendur fá verð-
launapening. Að hlaupi loknu verð-
ur haldin fjölskylduhátíð á hverjum
stað þar sem m.a. verður boðið upp
á grillaðar pylsur, drykki, létta leiki
og gjafir fyrir hlaupara og systkini.
Hlaupavegalengdirnar eru tvær
þ.e. 1500 m fyrir börn fædd '94-'95
og lOOOm fyrir börn fædd '96-'97.
Skipt verður í stúlkna- og drengja-
flokka. Fyrir hlaup verður upphit-
un undir stjórn fagaðila á hverjum
stað en fyrstu hlaupin verða ræst kl.
11.00 og fara þau fram á Akranesi,
í Snæfellsbæ og í Grundarfirði hér
á Vesturlandi.
mm