Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 1
Ljósmynd/Milla Ósk Magnúsdóttir
Vélin Flak flugvélarinnar flutt til rannsóknar.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Aðeins rúm klukkustund leið frá því viðbragðs-
aðilar voru kallaðir út vegna flugslyss við Múlakot
í Fljótshlíð á sunnudagskvöld þar til síðari sjúk-
lingi af tveimur sem voru alvarlega slasaðir var
komið í þyrlu Landhelgisgæslunnar, áleiðis á
Landspítalann. Þetta segir Leifur Bjarki Björns-
son, slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvalla-
sýslu, en þrír létust í slysinu. „Gulrótin í þessu öllu
var að það kæmu tveir lifandi út úr þessu. Það var
alls ekki sjálfgefið,“ segir Leifur, en aðgerðir á
vettvangi gengu að hans sögn eins og best var á
kosið. Á vettvangi voru fimmtíu manns þegar mest
var, þ.á m. 25 slökkviliðsmenn, en eldur kviknaði í
vinstri væng vélarinnar þegar hún brotlenti u.þ.b.
einum kílómetra frá flugbraut flugvallarins.
Sjö einstaklingar nutu sálgæslu viðbragðsteym-
is Rauða krossins. Beita þurfti klippum og sverð-
sög til að komast að fólkinu inni í flugvélinni. Einn
slökkviliðsmannanna var Anton Kári Halldórsson,
sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. Hann segir
marga eiga um sárt að binda vegna slyssins.
„Hugur okkar er hjá þeim sem þarna létust og að-
standendum þeirra,“ segir hann. »4
Aðgerðir gengu vel í Múlakoti
Þrír létust í alvarlegu flugslysi í Fljótshlíð Beittu klippum og sverðsög á flakið
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. J Ú N Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 135. tölublað 107. árgangur
SKÓGARNIR
OKKAR ERU
AUÐLIND
SJÁLFBOÐA-
STARF Á
EFRI ÁRUM
UPPLIFUNAR-
RÝMI FYRIR
UNGLINGA
ÓLAFUR 75 ÁRA, 22 BORGARBÓKASAFN28JÓHANN GÍSLI 6
Tvær tölvuárásir voru gerðar á vef-
síðu Isavia í gær, og lá síðan niðri í
um tvo tíma. Þá var ráðist á frétta-
síðuna sunnlenska.is síðar í gær. Svo
virðist sem að tyrkneskir hakkarar
hafi verið að verki í bæði skipti en
tyrkneski hakkarahópurinn Anka
Neferler Tim er á vefsíðu tyrkneska
fjölmiðilsins Yeni akit sagður standa
fyrir árásunum á síðu Isavia. Á mál-
ið að tengjast þeirri bið vegna ör-
yggisleitar sem tyrkneska karla-
landsliðið í knattspyrnu lenti í við
komuna til Íslands í fyrrakvöld, en
Ísland og Tyrkland eigast við á
Laugardalsvelli í kvöld.
Í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöld vildi Guðjón Helgason, upplýs-
ingafulltrúi Isavia, ekki staðfesta
hvort þeir sem stóðu fyrir árásum á
síðuna væru tyrkneskir eða ekki.
Þá sagði Guðmundur Karl Sig-
urðsson, ritstjóri sunnlenska.is, í
samtali við Morgunblaðið seint í
gærkvöld að ákveðið hefði verið að
slökkva á vefsíðunni eftir að tyrk-
neskir hakkarar hefðu heimsótt síð-
una. Af skjáskoti sem Guðmundur
tók af síðunni eftir að hakkararnir
heimsóttu hana virtist sem að þar
hafi þó ekki verið sömu aðilar á ferð-
inni og hjá Isavia. Lá því hvorki fyrir
hvort árásin tengdist tyrkneska
landsliðinu né hvort árásirnar á síð-
urnar tvær tengdust hvor annarri.
Ráðist á
íslenskar
vefsíður
Tyrkneskir hakk-
arar virtust að verki
Morgunblaðið/Eggert
Tyrkneski Þjálfarinn Senol Günes á
blaðamannafundi í gær.
Tæplega 1.400 hundar kepptu á hundasýningu sem haldin var á Víð-
istaðatúni í Hafnarfirði um helgina. Einn keppandinn var unga shetland-
sheepdog-tíkin Undralands A Star Is Born, Melek, sem unir sér vel í faðmi
eiganda síns, Lilju Dóru Halldórsdóttur, eiganda Undralandsræktunar.
1.400 hundar á hundasýningu um helgina
Morgunblaðið/Eggert
„Þetta er hamfaraástand, sem
verður bara verra og verra. Fisk-
urinn nær ekki að komast upp í árn-
ar,“ segir Þórður Þorsteinsson,
leiðsögumaður í Þverá og Kjarrá. Í
laxveiðiám í Borgarfirði hefur lítið
sem ekkert veiðst af laxi á fyrstu
vöktunum. Í Norðurá hefur ekki
veiðst lax í viku. Árnar eru svo
vatnslitlar að laxinn liggur á dýpstu
stöðum og sýnir flugum veiðimanna
lítinn áhuga. Jafnvel þótt fari að
rigna mun taka tíma fyrir jarðveg-
inn í kringum árnar að taka í sig
raka sem hann getur svo miðlað út í
árnar. Og nokkur bið gæti verið
eftir regni. »2
Léleg veiði í
vatnslitlum ám
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
31% hjúkrunarfræðinema fann fyrir
mikilli streitu í námi og 62% fyrir
miðlungsmikilli streitu, að því er
fram kemur í frumniðurstöðum
gagnaöflunar meðal hjúkrunar-
fræðinema sem útskrifuðust á síð-
asta ári úr HÍ og HA. 38% töldu sig
vera að miklu eða mjög miklu leyti
útbrunnin vegna námsins.
Kulnun hefur áhrif eftir námið
Gagnaöflunin er fyrsti hluti rann-
sóknar þar sem tilgangurinn er m.a.
að skanna almenna streitu meðal
hjúkrunarfræðinema, streitu tengda
námi, kulnun, bjargráðum við
streitu, framtíðaráformum í hjúkrun
og bakgrunnsbreytur meðal hjúkr-
unarfræðinema. Erlendar rannsókn-
ir sýna að kulnun í námi hefur áhrif
eftir að hjúkrunarfræðinemendur
eru útskrifaðir. Þá hefur kulnun ver-
ið tengd við lakari faglega færni í
starfi eftir útskrift og þá ákvörðun
að hætta að starfa við hjúkrun.
Lýsa streitu og kulnun
31% hjúkrunarfræðinema lýstu mikilli streitu 38% telja sig að miklu eða mjög
miklu leyti útbrunnin vegna náms Rannsóknir sýna áhrif kulnunar eftir nám
M38% töldu sig útbrunnin »10
Streita
» 62% hjúkrunarfræðinema
fundu fyrir miðlungsstreitu.
» 31% lýstu því að þau fyndu
fyrir mikilli streitu.