Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Árið 1896 flutti Björn Þorláksson bóndi áVarmá inn vélar til að vinna ull og notaði til þess vatnsorku úrÁlafossi. Verksmiðjan átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar íMosfellsbæ Álafoss , Álafossvegi 23 Mosfellsbæ, Laugavegi 4-6, alafoss.is 50 ára Kristinn er Kópavogsbúi og ólst þar upp. Hann er kjöt- iðnaðarmeistari frá Iðnskólanum í Reykja- vík og er eigandi fyrir- tækisins Kjöthússins. Hann var milliríkjadóm- ari í fótbolta í tæp 20 ár. Maki: Hildur Birgisdóttir, f. 1970, skrif- stofumaður hjá Lögfræðiskrifstofu Ólafs Gústafssonar. Börn: Jakob Kristinsson, f. 1994, og Karen Kristinsdóttir, f. 1998. Foreldrar: Jakob Skúlason, f. 1947, fyrr- verandi rafveitustjóri í Borgarnesi, bú- settur þar, og Pála Jakobsdóttir, f. 1948, d. 2009, hjúkrunarfræðingur á Land- spítalanum. Kristinn Jakobsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu öfund annarra sem vind um eyru þjóta því þú ein/n veist hvað þér er fyrir bestu. 20. apríl - 20. maí  Naut Vinir þínir bjóða þér að gera hluti sem hljóma ekki vel í fyrstu. Stattu vörð um heilsu þína og hamingju. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú einbeitir þér að heilsunni enda kominn tími til. Reyndu að breyta þeim aðstæðum sem þú ert ósátt/ur við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu góðverk án þess að nokk- ur viti um það. Gerðu þér far um að halda jafnvægi milli vinnu og einkalífs. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að einfalda umhverfi þitt með því að fækka hlutunum í kring um þig. Vertu meira úti í náttúrinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Varastu að taka fljótfærnislegar ákvarðanir í fjölskyldumálunum í dag. Hugsaðu um alla sem þú hefur að- stoðað og gleðstu yfir því hversu marga vini þú átt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hugsanir hafa vald og þú verður að ná stjórn á þeim, áður en þær ná stjórn á þér. Enginn er fullkominn og það á líka við um þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur reynst þér erfitt að taka ákvörðun í viðkvæmu máli. Dag- urinn hentar hins vegar engan veginn til að taka ákvarðanir varðandi fjármál. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að kosta miklu til þess að ná sáttum við þína nánustu. Aukinn skilningur á því hvað veitir þér hamingju hjálpar þér að uppfylla drauma þína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er hægt að gera sér dagamun án þess að setja sig í stórar skuldir. Hvernig væri að bjóða fjölskyld- unni í óvissuferð? 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur svo sterka löngun til að kaupa eitthvað. Vinur er sá er til vamms segir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þig langar til þess að skipu- leggja alla hluti svo vel en ýmsir ut- anaðkomandi atburðir trufla þig. Vand- inn hverfur ekki þótt þú lítir fram hjá honum. krefjandi en laxveiðar. Hann var um árabil formaður Stangveiðiklúbbs Flugleiða og trillubátaútgerð fékkst hann við á tímabili. Ólafur stofnaði félagsskap sem hann nefnir „Gulldrengina“ en það eru fyrrverandi vinnufélagar hjá gæfu til að tileinka sér vinnubrögð flugvirkjans í forvörnum og fyr- irbyggjandi aðgerðum í sem víðustu samhengi,“ segir Ólafur. Veiðiskapur hefur verið eitt af fjöl- mörgum áhugamálum Ólafs, einkum silungsveiði sem hann segir meira Ó lafur Ágúst Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 11. júní 1944 og ólst upp í vesturbænum, á Sól- vallagötu 8 og Melhaga 16 þar sem hann bjó fram undir tví- tugt. Hann vann í Melabúðinni, fyrst við hreinsun á mótatimbri og síðan sem sendisveinn og innanbúðar- maður en móðurbróðir hans, Sigurður Magnússon, stofnaði og rak síðan Melabúðina um árabil. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, var að sjálfsögðu í KR og lék þar knattspyrnu í yngri flokkum ásamt iðkun frjálsra íþrótta. Á vetr- um voru skíðin og skautarnir teknir fram og stefnan tekin í Skálafellið eða tjörnina í Reyjavík.“ Á unglingsárum stundaði Ólafur hestamennsku í Reykjavík og sjóskíðaíþróttin var iðk- uð úti á sundum sem var nýlunda á þeim tíma. Að sjálfsögðu var golfið ekki langt undan, segja má að hann hafi fengið það með móðurmjólkinni en afi hans, Ólafur Gíslason, var á sín- um tíma formaður GR og forseti GSÍ en föðurbræður hans, Gísli og Ólafur Ágúst, voru margfaldir Íslandsmeist- arar í golfi. Í þessari fjölskyldu var golfíþróttin allsráðandi. Segja má að Ólafur hafi iðkað golf í meira eða minna yfir 60 ár og félagsstörfin voru ekki fjarri, hann var formaður Golf- klúbbs Flugleiða í um áratug og for- maður Golfklúbbsins Keilis í Hafnar- firði í þrjú ár. Eftir gagnfræðapróf lá leiðin til Noregs, á lýðháskóla í Drammen, veturinn 1962-63. Eftir heimkomu tók við flugnám en hann útskrifaðist sem atvinnuflugmaður og siglinga- fræðingur 1966. Nokkrum árum síðar hélt hann til Bandaríkjanna til flugvirkjanáms hjá Spartan School of Aeronautics í Tulsa Oklahoma. Ólafur hóf störf hjá Flugfélagi Ís- lands, síðan Flugleiðum, 1970 og starfaði þar nánast óslitið lengst af sem flugvirki til starfsloka 2011. Hann telur að störf flugvirkjans hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu enda stéttin hógvær og menn lítillátir. „Starfið snýst að verulegu leyti um forvarnir og ýmislegt gæti betur farið í íslensku samfélagi ef menn bæru Flugleiðum með golfið sem áhuga- mál. Þeir komu saman á hverju sumri um 20 ára skeið og héldu með rútu út fyrir bæinn og léku golf daglangt í svokölluðu „Gullaldarmóti“. „Það var sérstaklega ánægjulegt og gefandi að taka þátt í þessu.“ Fyrir utan félags- málin í golfinu hefur Ólafur tekið þátt í starfi Kiwanis og hann er félagi í Frímúrareglunni þar sem hann hefur sinnt trúnaðarstörfum. Hann reisti sér sumarhús í landi Ár á Skarðsströnd. „Þetta er dul- magnaður staður,“ segir Ólafur. „Húsið stendur í námunda við sér- kennilegar bergmyndanir sem heita Ártindar og húsið dregur nafn af. Talið er að þær hafi myndast við seig- fljótandi sprengigos fyrir margt löngu. Lítil laxveiðiá, Krossá, liðast nánast um hlaðvarpann og síðan hnýta bláberjabrekkur krans utan um þessa náttúruperlu.“ Eftir starfslok hefur Ólafur í nógu að snúast að sinna sínum fjölmörgu áhugamálum. Á undanförnum árum hefur hann starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem heimsókn- arvinur með hund sem felst í að heim- sækja öldrunarstofnanir á höfuð- borgarsvæðinu. Hann er með Labrador-tíkina Emblu sem hefur eignast fjölmarga vini og aðdáendur enda endalaus gleðigjafi. Ólafur segir Emblu mikla gersemi með fallega sál og hún hefur nýverið hlotið viður- kenningu hjá Rauða krossinum fyrir mikið og óeigingjarnt starf. „Aldur er afstætt hugtak og oft huglægt. Ef menn bera gæfu til að halda þokkalegri heilsu, rækta sjálfa sig, fjölskyldu og umhverfið þá er svo sannarlega líf eftir starfslok, og gott er að eiga góðs að minnast eins og segir í Dægurvísu Jakobínu Sigurð- ardóttur,“ segir Ólafur að lokum. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Margrét Guð- mundsdóttir. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Kristjánsson skipamiðlari, f. 21.11. 1909, d. 29.3. 1998, og Gróa Ólafsdóttir, f. 5.7. 1916, d. 31.10. 2007. Dóttir Ólafs og Margrétar er Ágústa, f. 20.1. 1967, flugfreyja hjá Ólafur Ág. Þorsteinsson flugvirki – 75 ára Á Skarðsströnd Ólafur og Embla standa við vörðu sem Ólafur hlóð undir túrbínublað úr þotuhreyfli. Ártindar eru í baksýn. Gott er að eiga góðs að minnast Fjölskyldan Jón og Ágústa ásamt Margréti Karitas og Ólafi Arnari. Hjónin Margrét og Ólafur í Dóminíska lýðveldinu. 40 ára Áslaug er Skagamaður, fædd þar og uppalin, og er nýflutt aftur á Akra- nes eftir að hafa búið 15 ár á Húsavík. Hún er íþróttakennari að mennt frá Kennarahá- skólanum og útskrifaðist frá Laugarvatni. Hún er kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Maki: Unnar Þór Garðarsson, f. 1978, kennari í Grundarskóla. Börn: Sigrún Egla Unnarsdóttir, f. 2005, og Halldór Emil Unnarsson, f. 2011. Foreldrar: Guðmundur Þorgrímsson, f. 1939, kennari, og Jónína Rafnar, f. 1951, leikskólakennari. Þau eru búsett á Akranesi. Áslaug Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn Kópavogur Emilía Alma Gautadóttir fæddist 2. ágúst 2018 kl. 18.18. Hún vó 3.206 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Andrea Símonardóttir og Gauti Ólafsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.