Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019
✝ Sólveig Guð-jónsdóttir
Blöndal fæddist á
Kjörvogi í Árnes-
hreppi í Stranda-
sýslu 17. júlí 1939.
Hún lést 26. maí
2019.
Sólveig var
dóttir hjónanna
Guðmundu Þor-
bjargar Jónsdóttur
frá Kjörvogi, f. 2.
apríl 1916, d. 14. desember
2005, og Guðjóns Magnússonar
frá Kjörvogi, f. 28. júní 1908,
d. 25. janúar 1993.
Systkini Sólveigar eru: 1)
Alda, f. 14. september 1933, d.
3. nóvember 2013, maki Ásgeir
Gunnarsson. 2) Magnús Guð-
jónsson f. 27. júní 1936, d. 24.
feb. 2000, maki Laufey Krist-
insdóttir, 3) Guðfinna Elísabet,
f. 15. desember 1937, maki
Bragi Eggertsson d. 24. sept.
2015, 4) Guðmundur Hafliði, f.
22. desember 1940, maki
Dagný (Deng) Pétursdóttir. 5)
Guðrún Magnea, f. 26. sept-
eru 1) Helgi Þorbjörn, f. 8.
nóvember 1964, 2) Guð-
mundur, f. 2. september 1970,
maki Ingibjörg Hilmarsdóttir,
f. 14. september 1966. Þau
skildu. Sonur þeirra er Guðjón
Breki, f. 19. júlí 2001, sonur
Ingibjargar er Hilmar Númi, f.
24. júní 1992, og 3) Dagný, f.
12. nóvember 1971, maki
Bjarni Reynir Kristjánsson, f.
28. september 1963. Dætur
þeirra eru Brynhildur Eva, f.
9. nóvember 2010, og Hrafn-
hildur Eyja, f. 14. október
2014. Börn Dagnýjar og fyrr-
verandi maka, Eiríks Berg-
mann Einarssonar, f. 6. febr-
úar 1969, eru Sólrún Rós, f.
14. nóvember 1994, hennar
dóttir er Dagný Birna, f. 15.
nóvember 2018, og Einar Sig-
urður, f. 2. júní 1999.
Sólveig stundaði nám í
Reykjaskóla í Hrútafirði vet-
urna 1956 – 1958. Þá flutti
hún til Reykjavíkur þar sem
hún hóf stórf hjá Iðnaðar-
banka Íslands. Frá árinu 1987
starfaði Sólveig í Íslandsbanka
til þar hún fór á eftirlaun, árið
2004.
Sólveig eignaðist sex barna-
börn og eitt langömmubarn.
Útför Sólveigar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 11. júní
2019, klukkan 11.
ember 1942, maki
Óskar Pétursson.
6) Haukur, f. 20.
ágúst 1944, maki
Vilborg G. Guðna-
dóttir. 7) Fríða, f.
11. mars 1946,
maki Karl Ómar
Karlsson. 8) Jör-
undur Finnbogi, f.
12. júní 1948, d. 4.
ágúst 1999, maki
Rannúa Leons-
dóttir. 9) Kristín, f. 9. júní
1950, maki Þórir Stefánsson.
10) Daníel, f. 30. júní 1952,
maki María Ingadóttir.11) Þur-
íður Helga, f. 25. desember
1955, maki Garðar Karlsson, d.
8. júní 2011.
Sólveig giftist 11. júlí 1964
Sigurði Blöndal, f. 26. mars
1928 á Esjubergi á Kjalarnesi.
Þau skildu. Foreldrar hans
voru Helga Sigurðardóttir, f.
6. júní 1899, d. 25. janúar
1988, og Magnús Jónsson Blön-
dal, f. 9. apríl 1899, d. 5. júlí
1979.
Börn Sólveigar og Sigurðar
Ég hafði ekki haft mjög mik-
ið af Strandamönnum að segja
áður en ég kynntist Sólveigu
tengdamömmu minni. Ég vissi
auðvitað að þeir væru göldr-
óttir og margir kempur. En
með tengdamömmu kynntist ég
líka höfðingsskap, hlýju og vin-
semd sem ég hef notið allar
götur síðan.
Sumir segja að fólk beri svip-
mót af þeirri náttúru sem það
elst upp við. Það er því ekki að
undra að persóna Sólveigar hafi
verið svipsterk eins og fjöllin
fyrir norðan, í sveitinni hennar
sem hún talaði oft um og bar í
hjarta sér. Það var þess vegna
ekki heiglum hent að vera önd-
verðrar skoðunar við hana þeg-
ar kom að pólitískum málefnum
en þá gat þessi ljúfa kona orðið
hvöss og ákveðin. Henni sveið
hvers kyns óréttlæti og óttaðist
oft það sem henni þótti skamm-
sýni þeirra sem fara með okkar
sameiginlegu mál. Góðu heilli
lágu skoðanir okkar oftast sam-
an en þá sjaldan við tókumst á
brosti hún góðlátlega eftir á,
glöð yfir debattinu.
Á fyrstu búskaparárum okk-
ar Dagnýjar reyndi ég stundum
að skáka tengdamömmu í kö-
kuskreytingum. Ég lagði mig
þá fram við að gera rjómaköku
svo fallega að hún yrði að játa
sig sigraða. En svo kom hún
svífandi inn úr dyrunum með
hnallþóru í hvorri hendi, því
alltaf lagði hún með sér, og
þurfti svo að fara aftur út í bíl
að sækja meira. En það brást
ekki að hún hrósaði mér og
hvetti mig áfram. Ég fór hins
vegar smám saman að láta mér
nægja að rúlla upp pönnsum.
Sólveig var greind kona og
bókhneigð. Ég man varla eftir
því að hafa komið til hennar án
þess að rekast á nýjar bækur
sem hún hafði sótt í bókahill-
urnar í Góða hirðinum eða á
öðrum bókamörkuðum. Þó að
hún skilaði mörgum þeirra aft-
ur á markaðinn að lestri lokn-
um voru skápar og hillur troðin
bókum og líklega engin þeirra
ólesin.
Ósjaldan fann ég bækur
heima hjá mér sem ég kann-
aðist ekkert við að eiga. Þá
vissi ég að tengdamamma hefði
sem snöggvast litið við á heim-
leið af einhverjum bókamark-
aðnum og skilið eftir handa mér
eitthvað sem ég gæti haft
áhuga á. Svona voru bestu gjaf-
ir hennar, hógværar og einlæg-
ar.
Það verður erfitt fyrir okkur
öll að venjast því að amma
Solla kíki ekki framar við í
heimsókn. Barnabörnin hennar
öll voru augasteinarnir hennar
sem hún laðaði að sér með sinni
rólegu nærveru. Það var
eftirsóknarvert að gista hjá
ömmu og lenda í alls kyns æv-
intýrum og dekri. Hjá henni
var hægt að fá táneglurnar
lakkaðar og fara í búningaleik
með gömlu síðkjólana og hælas-
kóna. Kanínurnar í Elliðaár-
dalnum voru skammt undan og
svo var líka auðvelt að draga
ömmu í kósí undir teppi til að
horfa á spennandi teiknimynd-
ir. Alls þessa og svo ótalmargs
annars eiga litlu stelpurnar þín-
ar eftir að sakna. En fyrst og
síðast sakna þær elsku ömmu
sem var óspör á faðminn sinn
og ævinlega nálæg í lífi þeirra.
Nú kveðjum við þig, elsku
Sólveig, í þakklæti fyrir allt það
góða sem þú gafst okkur. Við
vorum fólkið þitt og verðum
það ætíð. Þú sýndir okkur sí-
fellt í verki hvað þér þótti vænt
um okkur og við geymum innra
með okkur allar dýrmætu
minningarnar um gæsku þína
og gjafmildi.
Hvíl í friði, elsku tengda-
mamma.
Bjarni.
Elsku amma mín. Kveðju-
stund okkar er nú runnin upp.
Mér líður undarlega við að
kveðja þig núna. Þú hefur verið
til staðar allt mitt líf. Ég hef
aldrei fyrr lifað án þín. Og núna
ertu farin. Eins og systir mín
segir, núna eru „í skýjunum“.
Ég upplifi vanmátt og mikla
sorg en ég finn einnig fyrir
djúpristum kærleika og þakk-
læti í þinn garð. Ég verð þér
ævinlega þakklát. Án þín vær-
um við ekki hér. Þú ert for-
senda lífs míns, móður minnar
og dóttur minnar. Dóttir mín
var lánsöm að eignast þá stuttu
stund sem hún fékk með þér,
frá því hún fæddist liðið haust.
Það á eftir að verða henni dýr-
mætt. Hún mun heyra allar fal-
legu og skemmtilegu sögurnar
af langömmu sinni. Ég hlakka
til að segja henni frá þér. Hvað
þú varst falleg. Hvað þú reynd-
ist okkur vel.
Ég hlakka sérstaklega til að
segja henni söguna af því þegar
ég átta ára gömul, eða svo, sá
mynd af þér frá því þegar þú
varst ung kona. Ég spurði
hvort þetta væri ekki Díana
prinsessa á myndinni. Ég held
að þaðan í frá hafi ég varla
getað gert nokkuð rangt í þín-
um augum. Einnig hlakka ég
til að segja dóttur minni frá
því hversu dugleg þú varst.
Hvernig það var enginn blett-
ur sem þú gast ekki þrifið.
Ekkert handverk sem var þér
ofviða. Og svo voru allar kræs-
ingarnar sem þú barst fram úr
eldhúsinu guðdómlegar. Þú
varst alltaf svo myndarleg í
öllum veislum sem þú komst
að. Þegar ég var fermd þá
bakaðir þú fjórtán rjómatert-
ur. Við lá að annar hver veislu-
gestur færi heim með drjúgan
hluta af rjómatertu í fartesk-
inu.
Þú sýndir ást þína í verki.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
fólkið þitt. Bauðst alltaf fram
hjálparhönd. Við fundum öll
fyrir því að þú varst klettur
sem hægt var að reiða sig á.
Ég hlakka líka til að segja
dóttur minni að ég hef ekki
kynnst neinni annarri mann-
eskju sem hafði þann eigin-
leika að hafa skoðun á öllu.
Það fór aldrei á milli mála
hvar þú stóðst í hinum og
þessum málum. Meira segja í
fótboltanum. Vegna þess að þú
vorkenndir alltaf þeim sem
voru undir. Svo þú hélst alltaf
með þeim sem voru að tapa.
Sáttust varstu þegar jafnt var
á metunum.
Þín verður sárt saknað og
minningin um þig á alveg sér-
stakan stað í hjarta mínu.
Enginn veit ævi sína fyrr en
öll er og nú kveð ég þig í
hinsta sinn.
Sólrún Rós Eiríksdóttir.
Elsku amma Solla.
Takk fyrir að vera svona
góð. Þú gafst okkur Brynhildi
svo margt. Það var gaman að
gista hjá þér.
Þín kveðja,
Hrafnhildur Eyja.
Elsku besta amma.
Þú varst alltaf svo góð við
mig. Það var svo gaman þegar
þú gafst mér allt sem ég
spurði um. Ég er mjög leið að
þú ert farin og ég elska þig,
elsku besta amma mín.
Kveðja,
Brynhildur Eva.
Sólveig Guðjóns-
dóttir Blöndal
HINSTA KVEÐJA
Elsku mamma.
Mamma, ég man hlýja hönd,
er hlúðir þú að mér.
Það er svo margt og mikilsvert,
er móðuraugað sér.
Þú veittir skjól og vafðir mig
með vonarblómum hljótt.
Því signi ég gröf og segi nú:
Ó, sofðu vært og rótt.
(Kristín Jóhannesdóttir)
Ég mun ávallt sakna þín!
Þín
Dagný.
Meira: mbl.is/andlat
✝ Hörður Sig-urðsson fædd-
ist í Reykjavík 22.
mars 1937. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Mörkinni 19. apríl
2019.
Foreldrar hans
voru Sigurður M.
Þorsteinsson, f.
25.2. 1913, d. 3.1.
1996, og Guðrún
Ásta Jónsdóttir, f. 11.7. 1916, d.
20.12. 2009. Systkini Harðar
eru Óskar Meyvant, f. 1935, d.
2014, Gunnar, f. 1946, Marta
Guðrún, f. 1948, og Jón, f. 1952.
Samfeðra áttu þau einn eldri
bróður, Sigurð, f. 1929, d. 2003.
Hörður giftist 26. júní 1959
Sif Ingólfsdóttur en þau skildu
1996. Þau eignuðust tvö börn: 1)
Ásta, f. 19.12. 1959, maki Björn
Helgason, f. 22.9. 1957. Þeirra
synir eru: Helgi Davíð, f. 18.7.
1982, maki, Eva Lukàs Björns-
son, f. 16.9. 1987. Þau eiga tvö
börn, Írisi Ruth og Alexander
Thor. Hörður Ingi, f. 18.1. 1984,
maki, Þórunn Guðmundsdóttir,
f. 15.2. 1989. Þau eiga tvö börn,
Benedikt Örn og Karítas. Arnar
dótturina Thelmu Björk. Yngri
dóttir Svölu er Erla Brynjólfs-
dóttir Nilsson, f. 12.6. 1977,
maki Ola Nilsson, f. 30.5. 77.
Hörður ólst upp á Laug-
arnesvegi 43 og gekk í Laug-
arnesskóla. Lauk prófi frá Vél-
skóla Íslands og starfaði sem
vélstjóri á Esjunni og Heklunni,
í Vélsmiðjunni Héðni og hjá
Hitaveitunni. Þá rak hann eigið
vélaverkstæði og vann um tíma
hjá Öryggiseftirliti ríkisins.
Þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið
þar sem hann starfaði sem leik-
sviðsstjóri. Hjá Þjóðleikhúsinu
var hann þar til hann varð að
láta af störfum vegna heyrn-
arleysis sem hafði háð honum
frá barnæsku. Hörður fann sér
annan starfsvettvang, svæð-
anudd, sem hann starfaði við
óslitið það sem eftir var starfs-
ævinnar. Hörður var á sínum
yngri árum virkur félagi íFlug-
björgunarsveitinni í Reykjavík.
Hann var félagi í Oddfellow-
hreyfingunni í Reykjavík. Mest-
an hluta ævi sinnar bjó hann og
starfaði í Reykjavík en síðustu
ár sín dvaldi hann langdvölum
með Svölu síðari eiginkonu
sinni á Spáni.
Útför Harðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 11. júní
2019, og hefst athöfnin klukkan
15.
Björn, f. 30.8. 1986,
maki, Hildigunnur
Úlfsdóttir, f. 22.1.
1986. Þau eiga tvö
börn, Emilíu Ástu
og Hrafn Darra. 2)
Ingólfur Harð-
arson, f. 3.2. 1961.
Fyrri kona hans er
Hanna Björg Sig-
urjónsdóttir, f.
30.10. 1962. Þau
eiga tvær dætur:
Arna Gunnur, f. 14.3. 1983,
maki Baldvin Ósmann Brynj-
ólfsson, f. 29.10. 1982. Þau eiga
tvo syni, Hilmi og Sölva, en frá
fyrri sambúð á Arna Gunnur
Lúkas Loga. Elva Sif, f. 6.11.
1984, maki Ásgeir Þór Jónsson,
f. 29.12. 1981. Þeirra sonur er
Óliver Þór. Núverandi sam-
býliskona Ingólfs er Berglind
Líney Hafsteinsdóttir, f. 24.12.
1966. Hún á fyrir dótturina
Agnesi Ísold, f. 3.7. 1997.
Hörður giftist 19. júní 2009
Svölu Þorbjörgu Birgisdóttur, f.
19.9. 1950, d. 25.9. 2017. Hennar
dætur eru: Ólína Gyða, f. 3.8.
1969, maki Claudio Rizzi,
f.1968. Þeirra sonur er Bjarki
Thor en fyrir átti Ólína Gyða
Minning um föður minn.
Elsku pabbi minn, það er
komið að leiðarlokum. Far þú í
friði og friður guðs varðveiti þig.
Ég þakka samfylgdina og allan
þann góða lærdóm sem ég hef
fengið í gegnum lífshlaupið með
að hafa þekkt þig, verið með
þér. „Maður lærir svo mikið á
að horfa og hlusta,“ sagðir þú
eitt sinn þegar ég var barn – og
svo horfði ég á flísarann og mál-
arann vinna og fólkið í kringum
mig gegnum uppvöxtinn og full-
orðinsárin; hvaða lærdóm get ég
dregið af því – og af lífinu þínu.
Ein önnur fleyg setning sem
líka hefur fylgt mér lengi um
kringumstæður þar sem fólk
hegðar sér og bregst við á ann-
an hátt en flestir hefðu gert:
„það er ekki hægt að biðja um
eitthvað sem fólk ekki á“ – og
áttir þá við að ekki væri raun-
hæft að vænta meira. Viðkom-
andi hefði bara ekki meiri færni
þó svo að hann/hún gjarna vildi.
Ég ylja mér líka við minn-
ingar um lífsgleði þína og þá
nálgun að ekkert er ómögulegt,
nánast ekkert. Man eftir þér á
leiðinni á Oddfellow-fund eða
niður í Flugbjörgunarsveit þar
við fjölskyldan áttum ófáar
stundir. Eins líka prakkara-lífs-
gleðisvipinn sem fyllti andlitið á
þér þegar þú og mamma – og
síðar Svala tókuð létt dansspor
á stofugólfinu með kannski
Ragga Bjarna í bakgrunninum.
Ég minnist líka hve vel þú faldir
og lifðir með þeirri fötlun sem
fylgir alvarlegri heyrnarskerð-
ingu/heyrnarleysi, vildir ekki
láta hana takmarka þig og hélst
fast í heim hinna heyrandi. Þér
tókst þetta listavel. Svo vel að
ég gerði mér ekki grein fyrir því
fyrr en á mínum fullorðinsárum
hve skerðingin var mikil – þú
bara heyrðir illa.
Föður míns verður minnst
sem elskulegs og hjartahlýs
manns sem var almennt jákvæð-
ur, bjartsýnn og vinnusamur.
Hann lét sjaldan deigan síga
enn fann aðra leið til að nálgast
markið þegar þess þurfti og
smitaði því viðhorfi til annarra.
Það er svo margt, og svo margt
sem leitar á hugann. Mér er
orða vant.
Ég kveð þig, elsku pabbi
minn, en get ég það? Þú munt
ætíð lifa með mér.
Þín dóttir,
Ásta.
Elsku pabbi, það er gott til
þess að vita að þú sért nú kom-
inn á betri stað. Ég er viss um
að þú sért búinn að fá þér snún-
ing á dansgólfinu, rölta á nokkur
fjöll og taka fram skíðin.
Þú ferðaðist mikið og brall-
aðir í huganum síðustu árin og
stundum tók ég þátt í þessum
ferðalögum og framkvæmdum.
Það var alltaf gaman hjá okkur
og mikið pælt. Ég met þessar
stundir með þér mikils og ég
geymi þær í hjarta mínu. Lík-
aminn var ekki að vinna með
þér en núna getið þið farið sam-
an og gert allt á áþreifanlegri
máta. Ég er þakklátur fyrir að
hafa verið með þér síðustu daga
þína hér á jörð allt þar til þú
kvaddir okkur og að fylgja þér í
kærleika eins langt og mér var
unnt að gera í mínu litla mann-
lega valdi.
Það er margs að minnast,
minn kæri. Við ferðumst um
þetta líf og lærum af hvert öðru
og erum lærdómur fyrir aðra
um leið. Í mínum huga er svo
verðmætt að vaxa andlega hvern
dag. Til þess að ná því þá verð
ég að finna lærdómsgjafir dags-
ins, staldra við þær og taka með
mér lærdóminn sem þær skilja
eftir. Þú kenndir mér margt á
mörgum sviðum, kæri pabbi, ég
er þakklátur þér fyrir það. Eitt
af því var viðhorf sem hefur allt-
af reynst mér mjög vel. Það er
að skoða mistök annarra, ekki
til þess að dæma þau heldur til
að læra af þeim og reyna sjálfur
að gera ekki sömu mistök.
Svæðanuddið sem ég lærði af
þér hefur reynst mér og mörg-
um öðrum í kring um mig ómet-
anlegt á ferðalaginu mínu í gegn
um lífið. Það var góð tilfinning
að geta gefið þér fótanudd síð-
ustu árin þín.
Takk fyrir ferðalagið með
þér, minn kæri, og eins og ég
sagði við þig þegar við kvödd-
umst: sjáumst í næsta partíi.
Ég fel guðlegri orku í hendur
hann pabba. Ég bið þig, guðlega
orka, um að taka hann að þér.
Elsku guðlega orka, takk fyrir
að hugsa um hann. Ég bið þig,
guðlega orka, um að annast
hann, ég veit að hann er kominn
til þín. Hann er í örmum þínum,
umvafinn faðmi þínum. Sýndu
honum ljósið í kærleikanum.
Taktu hann og heilaðu hann.
Minning þín mun lifa með
mér.
Þinn sonur,
Ingólfur.
Hörður Sigurðsson
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Okkar ástkæra
KRISTRÚN INGA HANNESDÓTTIR
Suðurbyggð 21 á Akureyri
lést 8. júní umkringd ástvinum á
Landspítalanum við Hringbraut.
Útförin fer fram í Akureyrarkirkju mánudaginn 24. júní klukkan
13:30.
Innilegar þakkir til starfsfólks gjörgæslu Landspítalans fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Gylfi Gunnarsson
Ingibjörg Ragnarsdóttir Axel B. Bragason
Albert Hannesson Ágústa Stefánsdóttir
Kolbrún Hannesdóttir Árni Grétar Árnason
Margrét Alma Hannesdóttir
Ingólfur Ragnar Axelsson
Bragi Rúnar Axelsson
Andri, Atli, María, Bjarki og Emma