Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA HANDBOLTI Þýskaland Leipzig – RN Löwen ........................... 28:26  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 10 mörk fyrir Löwen. Alexander Petersson lék ekki með vegna meiðsla. Kiel – Hannover-Burgdorf................. 30:26  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá keppni vegna meiðsla. Alfreð Gíslason þjálfar liðið. Füchse Berlín – Wetzlar..................... 25:27  Bjarki Már Elísson skoraði 1 mark fyrir Füchse. Bergischer – Flensburg...................... 24:27  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir Bergischer. Bietigheim – Gummersbach .............. 25:25  Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim. Stuttgart – Erlangen .......................... 27:28  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Lokastaðan: Flensburg 64, Kiel 62, Magdeburg 54, RN Löwen 50, Melsungen 42, Füchse Berlín 38, Bergischer 38, Göppingen 36, Erlangen 30, Wetzlar 29, Leipzig 27, Lemgo 26, Hann- over-Burgdorf 26, Minden 25, Stuttgart 23, Ludwigshafen 14, Gummersbach 14, Bie- tigheim 14.  Tvö neðstu liðin falla. B-deild: Grosswallstadt – Balingen ................. 21:31  Oddur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir Balingen. Lübeck-Schwartau – Hamm .............. 37:35  Sigtryggur Daði Rúnarsson náði ekki að skora mark fyrir Lübeck-Schwartau. Essen – Hamburg ................................ 31:27  Aron Rafn Eðvarðsson lék ekki með Hamburg vegna meiðsla. Hüttenberg – Rimpar ......................... 32:26  Ragnar Jóhannsson lék ekki með Hüt- tenberg. Lokastaðan: Balingen 61, Nordhorn 57, Coburg 55, Hamm 52, Lübeck-Schwartau 50, Essen 45, N-Lübbecke 43, , Ferndorf 41, Rimpar 39, Hüttenberg 37, Aue 37, Hamburg 35, Dormagen 33, Emsdetten 33, Elbflorenz 31, Wilhelmshavener 30, Grosswallstadt 24, Dessauer 24, Hagen 24, Rhein Vikings 9.  Tvö efstu lið fara upp, fimm neðstu falla. Danmörk Oddaleikur um meistaratitilinn: Aalborg – GOG .................................... 38:32  Janus Daði Smárason skoraði 9 mörk fyrir Alaborg. Ómar Ingi Magnússon lék ekki með vegna heilahristings. Arnór Atla- son er aðstoðarþjálfari liðsins.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 10 mörk fyrir GOG.  Aalborg vann 2:1 og er danskur meistari 2019. KNATTSPYRNA Undankeppni EM karla 2020: Laugardalsvöllur: Ísland – Tyrkland . 18.45 Í KVÖLD! Arnór Atlason og Janus Daði Smárason fögnuðu danska meist- aratitlinum í handknattleik karla í annað sinn á þremur árum með liði sínu Aalborg Håndbold á sunnudag- inn þegar Álaborgarliðð vann GOG, 38:32, í oddaleik sem fram fór í Jut- lander Bank Arena í Álaborg að við- stöddum 5.000 áhorfendum. Uppselt var á leikinn og það á mettíma. Ómar Ingi Magnússon er þriðji Íslendingurinn hjá Alaborg. Hann gat ekki tekið þátt í oddaleiknum frekar en tveimur fyrstu leikjum Aalborg og GOG. Ómar Ingi hafði ekki jafnað sig af heilahrisstingi sem hann varð fyrir í undanúrslitaleik við Bjerringbro/Silkeborg í undan- úrslitum hinn 26. maí. Ómar Ingi lék frábærlega með Aalborg á leiktíðinni og var m.a. val- inn í lið keppnistímabilsins í Dan- mörku. Hann var markahæsti leik- maður liðsins með 169 mörk. Þess utan varð Ómar Ingi stoðsend- ingakóngur dönsku úrvalsdeild- arinnar með 140 sendingar. Ómar Ingi fylgdist með úrslitaleiknum á sunnudaginn frá hliðarlínunni. Janus Daði fór á kostum í úrslita- leiknum á sunnudaginn og skoraði m.a. níu sinnum. Janus Daði blómstraði með liðinu í úr- slitakeppninni. Óðinn Þór Ríkharðsson stóð sig einnig afar vel í liði GOG og skoraði tíu af 32 mörkum liðsins í leiknum. Árangurinn á keppnistímabilinu fer í sögubækur Aalborg Håndbold. Ekki aðeins vegna þess að liðið var meistari heldur helst sökum þess að liðið varð í fyrsta sinn tvöfaldur meistari en fyrr á árinu vann liðið bikarkeppnina. Þetta er í fjórða sinn frá árinu 2010 sem Aalborg verður danskur meistari í handknattleik karla. Síð- ast þegar liðið vann danska meist- aratitilinn lék það undir stjórn Ar- ons Kristjánssonar. Hann hætti með liðið fyrir ári og flutti heim eftir að hafa stokkað upp í leikmannahópn- um og leggja þar með grunn að meistaraliði þessa tímabils. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg. Við því hlutverki tók hann síðasta sumar eftir að hafa lagt keppnisskóna á hilluna eftir langan og farsælan feril sem leikmaður. iben@mbl.is Íslendingatríó er danskur meistari  Vann titilinn í fjórða sinn á 10 árum Morgunblaðið/Golli Öflugir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason, landsliðsmenn og Selfyssingar eru leikmenn nýkrýndra meistara í Danmörku, Aalborg. Knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er sagður vera undir smásjá forráðamanna danska úr- valsdeildarliðsins AGF. Vefmiðilinn 433.is greindi frá því í gær að Jón Dagur væri á leið í læknisskoðun hjá liðinu og komi ekkert óvænt upp á skrifi Jón Dagur undir samn- ing við AGF í Árósum. Til stendur að AGF kaupi Jón Dag af enska liðinu Fulham þar sem hann hefur ekki fest sig í sessi. Jón Dagur lék sem lánsmaður hjá danska liðinu Vendsyssel á síðustu leiktíð við góðan orðstír. Jón Dagur sagð- ur á leið til AGF Morgunblaðið/Hari Flytur Jón Dagur Þorsteinsson er sennilega á leiðinni til Árósa. Handknattleiksmaðurinn Viggó Kristjánsson fékk tvenns konar við- urkenningu við lok keppn- istímabilsins í Austurríki en hann lék einstaklega vel með West Wien á leiktíðinni sem er nýlokið. Í árlegu vali sem forsvarsmenn austurrísku úrvalsdeildarinnar stóðu fyrir varð Viggó valinn í úr- valslið ársins auk þess að vera val- inn besti erlendi leikmaður deild- arinnar á keppnistíðinni. . Hann flytur í sumar yfir landa- mærin til Þýskalands og leikur með Leipzig á næsta keppnistímabili. Fékk tvenn verð- laun í Austurríki Ljósmynd/handball-westwien.at Handbolti Viggó Kristjánsson hef- ur gert það gott í Austurríki. Alfreð Gíslason var kvaddur með miklum virktum eftir síðasta deild- arleik Kiel undir hans stjórn í þýsku 1.deildinni í handknattleik á sunnudaginn. Alfreð hættir nú þjálfun liðsins eftir 11 sigursæl keppnistímabil og á þriðja tug titla á ýmsum sviðum íþróttarinnar. Meðal annars vann Kiel þýsku bik- arkeppnina á tímabilinu og EHF- keppnina. Kiel vann lokaleikinn, 30:26, gegn Hannver-Burgdorf og hafnaði í öðru sæti deildarinnar með 62 stig af 68 mögulegum. Flensburg öngl- aði saman tveimur stigum meira og varð þýskur meistari annað árið í röð. Kiel tekur sæti í Meist- arardeild Evrópu á næsta keppn- istímabili. Þau tíðindi urðu ljós að loka- umferðinni afstaðinni að hið sögu- fræga lið Gummersbach féll úr deildinni eftir að hafa átt samfellt sæti í efstu deild í 53 ár og unnið þýska meistaratitilinn á þeim tíma í 12 skpti. Gummerabach gerði jafn- tefli við lærisveina Hannesar Jón Jónssonar í lokumferðinni, 25:25. Bæði liðin féllu en Ludwigshafen, sem setið hefur í botninum, nánast frá fyrstu leik vann Minden, 31:30, og tókst að klóra sig upp fyrir fall- sætin tvö. Ítarlega er fjallað og lokaleik Al- freð á mbl.is/sport/handbolti. Alfreð kvaddi með sigri og silfri Ljósmynd/THW Kiel Hættur Alfreð Gíslason stýrði liði Kiel í síðasta sinn á sunnudag. Ómar Ingi Magnússon gat ekki gef- ið kost á sér í íslenska landsliðið í handknattleik karla sem hélt til Grikklands í gær en það mætir landsliði Grikkja í undankeppni Evrópumótsins annað kvöld í bæn- um Kozani. Guðmundur Þórður Guðmundsson valdi ekki aðra örv- henta skyttu í liðið í stað Ómars og þess vegna mun mikið mæða á Teiti Erni Einarssyni, leikmanni Kristi- ansand, í leiknum í Grikklandi. Leikmennirnir 16 sem fór til Grikklands er: Ágúst Elí Björg- vinsson og Viktor Gísli Hallgríms- sonar, markverðir. Bjarki Már El- ísson, Guðjón Valur Sigurðsson, Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason, Teitur Örn Einarsson, Arnór Þór Gunnarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Arnar Freyr Arnarsson, Ýmir Örn Gíslason, Daníel Þór Ingason og Ólafur Gúst- afsson. Ísland vann fyrri leikinn við Grikki sem fram fór í Laugardals- höll með 14 marka mun, 35:21. Grikkir hafa tvö stig í riðlinum eftir fjóra leiki en íslenska liðið hefur fimm stig eins og Norður- Makedóníu. Tyrkir eru með fjögur stig. iben@mbl.is Teitur stendur vakt- ina í fjarveru Ómars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.