Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Your Shoes strigaskór
Margar gerðir
Leður
Leðurstrigaskór
Verð 12.995
Stærðir 36-42
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Það getur ekki hver sem er mætt á
Gullfoss og Geysi og gefið þar dróna
sínum lausan tauminn, jafnvel til
ama fyrir gesti og gangandi. Það
gilda reglur.
Nú fer hópur erlendra kvik-
myndamanna um landið og festir á
filmu náttúruperlur fyrir heim-
ildaþátt um Ísland sem sýndur verð-
ur næsta vor á fransk-þýsku sjón-
varpsstöðinni Arte. Til þess að sýna
dýrðir landsins í réttu ljósi notast
höfundar þáttanna mikið til við
fljúgandi drónamyndavélar en um
notkun slíkra tækja gilda skýrar
reglur, til dæmis um hve hátt og hve
lágt drónarnir mega fljúga yfir
landi. Og teyminu er sannarlega í
mun um að fara þar eftir öllum
kúnstarinnar reglum, enda fengu
þeir langort og ítarlegt leyfisbréf frá
Umhverfisstofnun um hvað, hvern-
ig, hvenær og hvar þeir mættu
mynda landið með drónanum.
Kvikmyndamönnunum, sem eru
Frakkar á vegum Gedeon Program-
mes, verður fylgt hringinn í kringum
landið. Það er Fahad Falur Jabali,
framleiðandi hjá íslenska fyrir-
tækinu Oktober Productions, sem
vísar veginn. Þegar Morgunblaðið
náði tali af Fahad í gær höfðu þeir
nýlokið tökum á Seyðisfirði. Þeir
höfðu þá þegar farið hringveginn,
tekið nokkuð mikið efni upp í Borg-
arfirði, Snæfellsnesi, þaðan farið á
Vestfirði og svo með Norðurlandi
austur. Svo loka þeir hringnum
kringum landið þegar þeir fara suð-
urleiðina til baka til Reykjavíkur og
koma þangað um miðja næstu viku.
Þátturinn sem verið er að taka
upp er að uppistöðu loftmyndir úr
drónum. Því fékk tökuhópurinn
þetta sérstaka leyfi frá Samgöngu-
stofu, sem fyrst og fremst fólst í
undanþágu frá reglugerð um loft-
hæðina sem dróninn má fljúga í. Al-
menna reglan er sú að drónum megi
ekki fljúga hærra en í 120 metra
hæð en til þessa verkefnis hefur
fengist leyfi til þess að fara í 400
metra hæð. Þá var aflað sérstaks
leyfis til drónaflugs á vernduðum og
friðuðum svæðum frá Umhverf-
isstofnun, þar sem sum svæði lúta
sérstökum reglum um flug dróna
vegna til dæmis fuglavarps. Þannig
verður kvikmyndaliðinu aldrei heim-
ilt að nota dróna í innan við 200
metra fjarlægð frá fuglabjörgum
eða öðrum varpsvæðum fugla.
Forðast túristaperlur
Leyfið tekur til drónaflugs og
kvikmyndatöku innan þessara frið-
lýstu svæða: Dettifoss, Dimmu-
borga, Dyrhólaeyjar, Geysis, Gull-
foss, Háöldu, Hverfjalls,
Ingólfshöfða, Mývatns, Reykjanes-
fólkvangs, Skógafoss, Skútustað-
argíga, Strandarinnar við Stapa og
Hellna og Þjóðgarðarins Snæfells-
jökuls. Einnig fara tökur fram við
Gunnuhver, Reykjanesvita, Leir-
hnjúk og Námaskarð og hverina.
Í samtali við Morgunblaðið lýsir
Fahad fararstjóri liðsins því að leit-
ast sé við að fara á síður fjölfarinna
ferðamannastaða við gerð þessa
þáttar. Þannig hafi þeir farið með
ströndum Íslands og meðal annars
tekið nokkuð mikið af efni upp í
Borgarfirði, á svæðum þar sem ekki
er almenn umferð ferðamanna. „Við
höfum að einhverju leyti verið að
forðast þessar helstu túristaperlur
en við eigum Suðurlandið eftir, sem
er náttúrulega ein stór náttúruperla
með tilheyrandi umferð,“ segir Fa-
had.
Drónaskot „stórkostleg“
Þetta eru 12 tökudagar sem verða
að 52 mínútna þætti, að sögn Fa-
hads. Sem sagt „alvöruheim-
ildamynd, ekki bara túristabækl-
ingur á vídeói,“ eins og hann segir.
Þátturinn verður einn af fimm í serí-
unni Norðrinu (e. The Great North)
og eins og það gefur til kynna leika
önnur norðlæg lönd lykilhlutverk í
hinum þáttunum í seríunni, Lapp-
land, Noregur, Finnland og Svíþjóð.
Notast er við dróna af gerðinni
Mavic 2 við loftmyndatökuna, sem
Fahad segir að komi „stórkostlega“
út. Þáttaröðin á að leggja áherslu á
samband manns og náttúru og í
bland við þær bollaleggingar má því
vænta stórkostlegra skota af ís-
lenskri náttúru, úr allt að 400 metra
hæð.
12 daga hringferð
verður 52 mínútur
Tökulið fékk sérstakt leyfi til að mynda með dróna
Ljósmynd/Aðsend
Norðrið Þátturinn verður einn af fimm í seríu á frönsk-þýsku stöðinni Arte.
Grasfrjó taka að ferðast um loftin blá
og ofnæmir mættu fara að verða var-
ir um sig. Það er nú í júní sem gras-
frjóin taka flug og allt eftir árum geta
þau valdið óþægindum fram í sept-
ember. Góðu fréttirnar fyrir ofnæma
eru hins vegar þær að birkifrjóin,
sem ásamt grasfrjóunum herja hvað
skæðast, hafa siglt sinn sjó.
Birkifrjóin eru að öllu jöfnu mest í
apríl og voru það í ár, samkvæmt
mælingum Náttúrufræðistofnunar
Íslands. Svo bar við dagana 25. og 26.
apríl að til Akureyrar barst með
sterkum vindum gusa af birkifrjóum,
sem Náttúrufræðistofnun telur að
hafi komið frá Austur-Evrópu. Þá má
ætla að nokkur kláði hafi gripið um
sig hjá norðlenskum ofnæmissjúk-
lingum. Annars mældust frjó á Ak-
ureyri í apríl hátt yfir meðallagi og í
maí sömuleiðis nokkuð yfir meðal-
lagi.
Sömu birkifrjó svifu um Garðabæ
um svipað leyti, þar sem mæld eru
frjókorn í Reykjavík. Í apríl var
heildarfjöldi þeirra lítill sem talið er
stafa af úrkomu í meira lagi. Í maí var
fjöldi þeirra yfir meðallagi. Eins og
segir hér að ofan fara grasfrjóin nú
að láta á sér kræla og þá er því beint
til fólks að huga fyrst og fremst að
nærumhverfinu. Mönnum er þannig
ráðlagt að slá grasið í garðinum
heima áður en það tekur að blómstra,
þannig má koma í veg fyrir mikla los-
un frjóa. Aprílmánuður var sá hlýj-
asti á Akureyri frá upphafi mælinga
samkvæmt Veðurstofu Íslands. Fari
fram sem horfir á höfuðborgarsvæð-
inu, verði þurrt áfram og hlýtt, má
gera ráð fyrir meiri óþægindum á
meðal ofnæmissjúklinga en ella. snor-
rim@mbl.is
Birkifrjó á brott,
grasfrjó grassera
Í lok apríl kom
gusa af birkifrjóum
frá Austur-Evrópu
Morgunblaðið/Valli
Frjókorn Þeir sem eru með ofnæmi
skulu drífa sig að glá grasið heima.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Laxar fiskeldi hafa lagt fram nýja til-
lögu að matsáætlun vegna mats á um-
hverfisáhrifum 4 þúsund tonna aukn-
ingar á laxeldi í Reyðarfirði og í
innfirðinum Eskifirði. Með umhverf-
ismatinu undirbýr fyrirtækið áform
sín um að fullnýta burðarþol
fjarðanna sem Hafrannsóknastofnun
metur 20 þúsund tonn. Ekki er tekið
tillit til væntanlegs áhættumats sömu
stofnunar sem takmarkar eldi í Reyð-
arfirði við 9 þúsund tonn, samkvæmt
fyrirliggjandi drögum.
Laxar fiskeldi eru með lax í kvíum í
Reyðarfirði, hafa leyfi fyrir 6 þúsund
tonna framleiðslu og er með 10 þús-
und tonna viðbótarframleiðslu í leyf-
isveitingaferli. Nú eru metin um-
hverfisáhrif 4 þúsund tonna til
viðbótar, þannig að heildareldið verði
20 þúsund tonn á ári sem sagt er í til-
lögu að matsáætlun að sé hagkvæm
eining fyrir félag í nútíma laxeldi.
Umfram áhættumat Hafró
Heildareldið eftir stækkun sam-
svarar burðarþolsmati fjarðarins eins
og Hafrannsóknastofnun hefur metið
það en bent er á að það sé varfærið
mat sem væntanlega muni breytast.
Samkvæmt áhættumati Hafrann-
sóknastofnunar takmarkast eldi á
frjóum laxi í Reyðarfirði við 9 þús-
und tonn vegna hættu á erfðablönd-
un við lax í Breiðdalsá. Áhættumatið
á sér ekki lagastoð en stofnanir rík-
isins hafa þó tekið mið af því í ferli
umhverfismats og leyfisveitinga.
Gert er ráð fyrir lögfestingu áhættu-
matsins í frumvarpi til breytinga á
lögum um fiskeldi sem nú liggur fyr-
ir Alþingi og er komið á dagskrá
þingfunda.
Boðað er í tillögu Laxa fiskeldis að
fjallað verði um áhættumatið í frum-
matsskýrslu. Tekið er fram að við
eldið verði gripið til ýmissa mótvæg-
isaðgerða sem nefndar eru í laxeld-
isfrumvarpinu og megi því gera ráð
fyrir því að svigrúm til framleiðslu
samkvæmt áhættumati muni aukast
töluvert.
Aðrir kostir ekki raunhæfir
Ekki er sótt um að nota hluta leyf-
isins til að ala ófrjóan lax, eins og
Fiskeldi Austfjarða gerði við síðustu
aukningu í Berufirði og Fáskrúðs-
firði. Fjallað um aðra kosti í tillögu
að matsáætlun en tekið fram að Lax-
ar fiskeldi telji þann kost sem kynnt-
ur er þann besta sem völ er á og að
aðrir kostir séu ekki raunhæfir.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Laxeldi Starfsmenn Laxa fiskeldis vinna við sjókví í Reyðarfirði.
Vilja fullnýta burð-
arþol Reyðarfjarðar