Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Þýskaland Undanúrslit, þriðji leikur: Oldenburg – Alba Berlín .................. 89:100  Martin Hermannsson skoraði 23 stig fyrir Alba Berlin, átti 4 stoðsendingar og tók 1 frákast.  Alba Berlin vann 3:0. Úrslitakeppni NBA Fjórði úrslitaleikur: Golden State – Toronto...................... 92:105  Staðan var 3:1 fyrir Toronto fimmta leik liðanna sem fór fram í nótt. Sjá mbl.is/ sport. KÖRFUBOLTI HM kvenna í Frakklandi A-RIÐILL: Noregur – Nígería.................................... 3:0 Staðan: Frakkland 1 1 0 0 4:0 3 Noregur 1 1 0 0 3:0 3 Nígería 1 0 0 1 0:3 0 Suður-Kórea 1 0 0 1 0:4 0 B-RIÐILL: Þýskaland – Kína...................................... 1:0 Spánn – Suður-Afríka .............................. 3:1 Staðan: Spánn 1 1 0 0 3:1 3 Þýskaland 1 1 0 0 1:0 3 Kína 1 0 0 1 0:1 0 Suður-Afríka 1 0 0 1 1:3 0 C-RIÐILL: Ástralía – Ítalía......................................... 1:2 Brasilía – Jamaíka.................................... 3:0 Staðan: Brasilía 1 1 0 0 3:0 3 Ítalía 1 1 0 0 2:1 3 Ástralía 1 0 0 1 1:2 0 Jamaíka 1 0 0 1 0:3 0 D-RIÐILL: England – Skotland.................................. 2:1 Argentína – Japan.................................... 0:0 Staðan: England 1 1 0 0 2:1 3 Argentína 1 0 1 0 0:0 1 Japan 1 0 1 0 0:0 1 Skotland 1 0 0 1 1:2 0 E-RIÐILL: Kanada – Kamerún .................................. 1:0 Staðan: Kanada 1 1 0 0 1:0 3 Holland 0 0 0 0 0:0 0 Nýja-Sjáland 0 0 0 0 0:0 0 Kamerún 1 0 0 1 0:1 0 Úkraína Seinni úrslitaleikur um úrvalsdeildarsæti: Kolos – Chornomorets ............................ 2:0  Árni Vilhjálmsson lék fyrstu 71 mínút- una fyrir Chornomorets.  Chornomorets féll úr úrvalsdeildinni. Spánn B-deild: Osasuna – Real Oviedo............................ 1:0  Diego Jóhannesson lék ekki með Real Oviedo sem endaði í 8. sæti af 22 liðum. KNATTSPYRNA HM 2019 Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu hófst í Frakklandi á föstudagskvöldið en gestgjafarnir hófu herlegheitin á öruggum 4:0- sigri gegn Suður-Kóreu í upphafs- leiknum. Frakkar eru því efstir í A- riðlinum en fast á þeirra koma Norð- menn sem byrjuðu einnig full- komnlega er þeir lögðu Nígeríu, 3:0. María Þórisdóttir spilar í vörn norska landsliðsins og var henni hrósað í hástert fyrir frammistöðu sína. Noregur er auðvitað án stór- stjörnunnar Ada Hegerberg en liðið virðist fullfært um að ná árangri án hennar. Meistaraefnin frá Þýskalandi byrj- uðu mótið á því að leggja Kína að velli, 1:0, í B-riðli og var sigurinn öruggari en úrslitin gefa til kynna. Hin unga Giulia Gwinn braut ísinn og skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik en þær þýsku áttu alls 16 mark- tilraunir og spiluðu eins og lið sem ætlar sér lengra en fjórða sætið sem varð raun Þjóðverja á síðasta móti. Það eru hins vegar Spánverjar sem sitja í toppsætinu þökk sé 3:1-sigri gegn Suður-Afríku en þeir þurfti síðbúið áhlaup til þess. Þær suðurafr- ísku tóku óvænt forystuna snemma leiks og virtust ætla að halda fegnum hlut með því að liggja aftarlega og verjast en allt kom fyrir ekki, Jenni- fer Hermoso skoraði úr tveimur víta- spyrnum áður en Lucia Garcia inn- siglaði heppilegan sigur. Fyrsti sigur Ítala í 20 ár Óvæntustu úrslitin í Frakklandi til þessa komu á laugardaginn er Ítalía skellti Ástralíu, 2:1, í C-riðlinum. Ás- ralska liðið á að vera með þeim sterk- ari á mótinu en Ítalía var að taka þátt í fyrsta sinn síðan 1999. Það virtist allt ætla fara eftir bókinni í Stade du Hainaut þegar hin öfluga Samantha Kerr kom Áströlum yfir snemma leiks en Barbara Bonansea jafnaði metin snemma eftir hlé og skoraði svo dramatískt sigurmark seint í uppbótartíma og er vart hægt að lýsa gleði og fögnuði leikmanna og stuðn- ingsmanna Ítalíu í leikslok. Þá batt Brasilía sömuleiðis enda á bið eftir sigri í hinum leik riðilsins er liðið vann 3:0-sigur á Jamaíku. Brasilíska landsliðið var búið að tapa níu leikj- um í röð en gamla kempan Cristiane Rozeira skoraði þrennu og sló þar með met sem Cristiano Ronaldo átti. Hún er nú elsti leikmaðurinn til að skora þrennu á lokakeppni HM. Metáhorf á grannaslaginn Nágrannaþjóðir öttu kappi í fyrsta leik D-riðils er Englendingar höfðu betur gegn Skotum, 2:1, en við- ureignin laðaði að sér fleiri sjónvarps- áhorfendur en nokkru sinni fyrr er um sex milljón manns stilltu sér upp fyrir sjónvarpið á Englandi. Þær ensku þykja sigurstranglegar í Frakklandi, rétt eins og Japan sem einnig leikur í riðlinum. Japanir máttu sætta sig við brons á síðustu keppni og svo óvænt jafntefli í fyrsta leik í ár, markalaust gegn Argentínu sem aldrei hafði feng- ið stig á lokakeppni HM áður. Síðasti leikurinn helgarinnar fór svo fram annað kvöld er Kanada vann 1:0- sigur á Kamerún í heldur lítilfjör- legum leik en þó þær kanadísku hafi aðeins skorað einu sinni var sigurinn aldrei í hættu enda yfirburðir þeirra miklir. Síðar í dag mætast svo hin lið- in í E-riðlinum, Nýja-Sjáland og Hol- land, en í kvöld hefja svo heimsmeist- ararnir sjálfir, Bandaríkjamenn, keppni er þeir spila við Tæland í F- riðlinum. Mikil stemning er fyrir mótinu og hefur umgjörðin aldrei verið betri. Það er viðeigandi enda keppa margar af færustu knattspyrnukonum heims í Frakklandi. Skemmtilegir og jafn- vel óvæntir leikir um helgina gefa góð fyrirheit um það sem koma skal á heimsmeistaramótinu í ár. Meistaraefnin fara vel af stað í Frakklandi  María Þórisdóttir frábær með Noregi  Fyrstu stig Argentínu komu gegn silfurhöfunum AFP Fögnuður Leikmenn kanadíska landsliðsins fagna sigri sínum á landsliði Kamerún í Montpellier í gærkvöld. Portúgal vann Þjóðadeild UEFA eftir sigur á Hollandi, 1:0, í úrslita- leiknum í Porto á laugardagskvöld. Goncalo Guedes skoraði sig- urmarkið eftir um klukkutíma leik. Hollendingar komust lítt áleiðis í sóknarleik sínum lengst af. Það voru Portúgal og Holland sem mættust í fyrsta úrslitaleiknum um Þjóðadeildina eftir að Portúgal sigraði Sviss og Holland lagði Eng- lendinga í undanúrslitunum fyrr í vikunni. Heimamenn í Portúgal voru betri í leiknum, þá sérstaklega eftir hlé er þeir færðu sig upp á skaftið og brutu loks ísinn. Það gerðist eftir um klukkutíma leik þegar Bernardo Silva kom bolt- anum á Guedes rétt utan teigs en hann skoraði með föstu skoti í fjær- hornið. Jasper Cillesen var í bolt- anum í marki Hollendinga og hefði hugsanlega átt að verja skotið. Hollendingar reyndu hvað þeir gátu síðasta hálftímann til að jafna metin en en þeim tókst aðeins að ná einu skoti á mark Protúgals í leikn- um. sport@mbl.is AFP Sigurgleði Leikmenn portúgalska landsliðsins voru glaðr í bragði. Portúgalar unnu fyrstir Þjóðadeildina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.