Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eins og fjölmiðlar hafa greint frá rann fyrirhugaður samruni Renault og Fiat Chrysler út í sandinn í lok síðustu viku. Gerðist það í kjölfar þess að franska ríkið, sem er stærsti hluthafi Renault, gerði þá kröfu að bílaframleiðendurnir tveir fengju blessun Nissan fyrir samrunanum. Nissan og Renault hafa átt í nánu samstarfi í um tveggja áratuga skeið og á Renault rúmlega 43% hlut í jap- anska félaginu. Á móti á Nissan 15% hlut í Renault. Urðu afskipti franskra stjórnvalda til þess að FCA ákvað að hætta við samrunann. Nissan er lykillinn Reuters segir þó ekki alla von úti, og að þreifingar eigi sér stað á milli bílaframleiðendanna. Samkvæmt heimildum Reuters gæti lausnin ver- ið fólgin í því að Renault minnki hlut sinn í Nissann í skiptum fyrir stuðn- ing við samrunann við FCA. Þá hafa frönsk stjórnvöld sagst vera viljug til að minnka 15% hlut sinn í Renault ef það gæti greitt fyrir samrunanum og styrkt stöðu Renault. Samband Renault og Nissan hefur súrnað töluvert eftir handtöku Car- losar Ghosn síðasta vetur en hann hafði leitt samstarf fyrirtækjanna. Batnaði ástandið ekki á mánudag þegar upplýst var að Renault vildi hafa meira að segja um fyrirhugaðar breytingar á stjórnskipulagi Nissan. Mun Jean-Dominique Senard, stjórnarformaður Renault, hafa krafist þess að fyrirtæki hans ætti fulltrúa í þremur nýjum nefndum hjá Nissan. Fái Renault ekki sínu fram- gengt þýðir það að skipulagsbreyt- ingar Nissan verða ekki að veruleik því þær þarfnast stuðnings tveggja þriðju hluthafa. Krafa Renault kom Nissan í opna skjöldu því franski bílasmiðurinn hafði til þessa þótt fylgjandi fyrir- huguðu nýju stjórnskipulagi, m.a. í ljósi þeirra áhrifa sem handtaka Ghosns hefur haft. Gætu þurft að minnka hlut sinn í Nissan  Fiat Chrysler og Renault kunna að endurræsa viðræður Þríhyrningur Vaxandi spenna er í sambandi Nissan og Renault og torveldar mögulegan samruna við Fiat Chrysler. Ekki virðist öll von úti enn. AFP 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Lyfjalausmeðferð án þekktra aukaverkana. Bionette er hentugt tæki sem notar ljóstækni til að draga úr einkennumofnæmis- kvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstíflu og tárvotum augum. Bionette hentar vel gegn frjókornumúr trjám, grasi, illgresi og blómum.Myglu, gróum frá plöntum, ryki, rykmaurum, dýrumog öðrum loftbornumofnæmisvökum. HEILSAÐUVORINU lgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefs Fæst í apótekum Sölustaði má finna á facebook.com/bionetteisland Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is óB Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því og haft þangað til það slokknar (um 4mín.). Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna. Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN FJARLÆGIR BLETTI Á ÁKLÆÐI OG TEPPUM MYNDAR VÖRN FYRIR BLETTUM OG RAKA GEFUR YFIRBORÐINU FALLEGT ÚTLIT ÁKLÆÐA ÞURRHREINSIR FYRIR BÍLA INNRÉTTINGAR STUTT ● Ríkisstjórn Ítalíu hyggst lengja enn frekar þann frest sem veittur var til að bjarga rekstri flugfélagsins Alitalia. Frá árinu 2017 hefur ríkið haldið rekstri Ali- talia gangandi, m.a. til að koma í veg fyr- ir fjöldauppsagnir. Segir Reuters að lest- arfélag ítalska ríkisins, Ferrrovie dello Stato, og bandaríska flugfélagið Delta hafi áhuga á að eignast reksturinn. Virð- ist þó langt í að samningar náist. Starf- semi Alitalia heldur áfram að skila tapi en ítalska ríkið veitti flugfélaginu á sínum tíma 900 milljóna evra skammtímalán til að bjarga rekstrinum frá falli. ai@mbl.is Alitalia fær lengri frest Nýjust tölur af bandarískum vinn- markaði benda til að í aprílmánuði hafi verið 7.449 milljón lausar stöð- ur hjá fyrirtækjum vestanhafs, þeg- ar leiðrétt hefur verið fyrir ástíða- bundnar sveiflur. Framboð af lausum störfum stóð n.v. í stað á milli mánaða en fjöldi fólks í at- vinnuleit dróst saman og fór úr rúmum 6,2 milljónum í mars niður í röskar 5,8 milljónir í apríl, að því er atvinnumálaráðuneyti Bandaríkj- anna greindi frá á mánudag. Voru því samtals um 1,625 millj- ónir fleiri starfa í boði en fólk í at- vinnuleit og segir Reuters að mun- urinn á framboði og eftirspurn vinnuafls hafi ekki verið meiri síðan mælingar hófust. Starfsmannavelta í apríl mældist 2,3% og hefur haldist nær óbreytt í ellefu mánuði. Þykir þetta nokkuð hátt hlutfall, í sögulegu tilliti, en þó í samræmi við þá hegðun sem vænta má þegar aðstæður á vinnu- markaði eru launþegum í hag. ai@mbl.is AFP Góðæri Gestir á starfakaupstefnu. Launþegar BNA standa vel að vígi. Offramboð af störfum  Aldrei meiri munur á eftirspurn og framboði vinnuafls í Bandaríkjunum Lúxushótelið The Retreat við Bláa lónið hlaut á dögunum verðlaun bandaríska hönnunartímaritsins Hospitality Design fyrir bestu hönnun lúxushótels. Tvo hótel kepptu í flokki lúxushótela og þurfti The Shanghai Edition að lúta í lægra haldi fyrir íslenska hótelinu sem opnaði á páskum í fyrra. Alls bárust dómnefnd yfir þús- und verkefni og vörur til að meta en ríflega hundrað fengu tilnefn- ingu í 37 flokkum sem spanna allt frá lúxus- og hversdagshótelum yfir í veitinga- og skemmtistaði. Hospitality Design er rit sem á sér nærri fjögurra áratuga sögu og þykir eitt virtasta fagtímaritð á sínu sviði. ai@mbl.is Retreat hlýt- ur hönnun- arverðlaun 11. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.37 123.95 123.66 Sterlingspund 156.88 157.64 157.26 Kanadadalur 92.35 92.89 92.62 Dönsk króna 18.599 18.707 18.653 Norsk króna 14.18 14.264 14.222 Sænsk króna 13.036 13.112 13.074 Svissn. franki 124.02 124.72 124.37 Japanskt jen 1.1359 1.1425 1.1392 SDR 170.67 171.69 171.18 Evra 138.91 139.69 139.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.8921 Hrávöruverð Gull 1334.3 ($/únsa) Ál 1732.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.4 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Samningar hafa náðst um samruna bandarísku stórfyrirtækjanna United Technologies (UTC) og Ra- ytheon. Að sögn Wall Street Jo- urnal mun hið sameinaða fyrirtæki fá nafnið Raytheon Technologies Corp. og verður það næststærsta í heimi á sviði flugbúnaðar- og her- gagnaframleiðslu mælt í sölu- tekjum, næst á eftir Boeing. Vöru- úrval fyrirtækisins mun spanna allt frá Patriot-flugskeytum og sætum í farþegaþotur, yfir í hreyfla fyrir F-35 herþotur. Áætlað er að markaðsvirði Rayt- heon Technologies verði rúmlega 100 milljarðar dala og árstekjur fé- lagsins í kringum 74 milljarða dala. Samruninn markar endalokin á löngu og viðamiklu uppstokk- unarferli hjá UTC sem hefur jafnt og þétt breyst frá því að vera risa- vaxin samsteypa yfir í að sérhæfa sig í framleiðslu búnaðar fyrir flug- og hergagnamarkað. Samruninn þykir vera svar við aukinni samþjöppunar- og hagræð- ingarkröfu markaðarðins, en þess er vænst að Bandaríkjastjórn muni draga úr útgjöldum vegna her- gagnakaupa. ai@mbl.is Raytheon og UTC sameinast  Nýr flug- og hergagnarisi fæðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.